Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 1
Þrið.judagur 29. mars 1983 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 iþrottir ———— Umsjón: Víðir Sigurðsson — —.1—— Úrslitakeppni 1 .deildar karla í handknattleik: KR-ingar á toppinn! Kaffæröu FH-inga gersamlega í síðari hálfleiknum í gærkvöldi Pálmi Jonsson, FH..... Sveinn Ðragason, FH... Anders Dahi Nielsen, KR 23 23 .22 „Strákar, strákar, þið eruð að keppa..7.þvílík hörmungí“ heyrðist í Geir Hallsteinssyni, þjálfara 1. deildarliðs FH í hand- knattleik í viðureign KR og FH í úrslitakeppninni í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi. Ekki furða að til hans heyrðist, KR-ingar hreinlega rúlluðu FH-ingum upp í síðari hálf- leiknum og unnu stórsigur, 32-25. Þar með eru Vesturbæingar komn- ir með forystu í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn þegar keppn- in er hálfnuð. Rósa fer til Cortland -vs Fyrri hálfleikur var tiltölulega jafn, staðan 15-13 í leikhléi. í upp- hafi þess síðari varð fljótlega ljóst hvert stefndi, KR komst í 21-14 með góðum upphafsmínútum og eftir það áttu Hafnfirðingar ekki viðreisnar von. Þeir freistuðu þess að leika maður gegn manni þegar staðan var 28-23, KR í vil, en það mistókst hrapallega, KR-ingar renndu sér fyrirhafnarlítið í gegn hvað eftir annað og staðan breyttist á örskoti í 32-24. Lokaorðið átti Hans Guðmundsson úr aukakasti eftir að leiktíma var lokið en KR- ingar voru ekki að hafa fyrir því að mynda v.egg til varnar skotinu. KR-ingar léku hver öðrum bet- ur, í vörn og sókn, en enginn blómstraði þó eins og markvörður- inn skrautlegi, Jens Einarsson, sem varði 21 skot í leiknum. Anders Dahl sýndi enn fjölbreytni sína með 2 glæsimörkum úr vinstra horninu, Alfreð Gíslason reif sig í gegn hvað eftir annað með hálfa FH-vörnina á hælunum, Stef- án Halldórssson skoraði með ótrú- legum þrumufleygum, Jóhannes Stefánsson greip allt sem kom í ná- munda við línuna og Gunnar Gísla- son var síógnandi, í horninu sínu sem annars staðar. Anders og Stef- án skoruðu 8 mörk hvor, Jóhannes 7, Alfreð 6 og Gunnar þrjú. Útreið FH í siðari hálfleik var allt að því háðuleg og kaflaskiptin milli leikja og leikhluta eru ótrú- lega mikil hjá liðinu. Vörnin var eins og gatasigti í síðari hálfleik og í sókninni var hver að hnoða upp á sínar eigin spýtur. Allir voru langt frá sínu besta, helst að Guðmundur Magnússon eigi hrós skilið, en með slíku áframhaldi verður enn bið á því að íslandsbikarinn flytjist suður í Hafnarfjörð á ný. Hans skoraði 6 mörk, Kristján Arason 5, Guðmundur og Sveinn Bragason 4, Pálmi Jónsson 3, Guðjón Arna- son 2 og Valgarður Valgarðsson eitt. Víkingur-Stjarnan 23-20 Liðin skiptust á um að hafa foryst- Kristján Arason skoraði fyrir FH gegn KR í gærkvöldi. Mynd- -eik una framan af en síðan röðuðu Víkingar inn mörkum og komust í 9-5. Þá kom Gunnar Einarsson þjálfari Stjörnunnar inná og lífgaði hressilega uppá vandræðalegan sóknarleik liðsins með þeim afleið- ingum að munurinn í leikhléi var aðeins eitt mark, 12-11, Víkingum í hag. Síðan var jafnt fram í miðjan síð- ari hálfleik en þá náðu Víkingar þriggja marka forskoti, 20-17, og það var of mikið fyrir Garðbæinga sem áttu lokaorðið í leiknum eftir að Víkingar höfðu komist í 23-19. Víkingar náðu ágætis varnarleik að þessu sinni með Hilmar Sigurg- íslason í fararbroddi. Hann átti stóran þátt í að lama línuspil Stjörnunnar. Ellert Vigfússon varði mjög vel, sérstaklega í síðari hálfleik, og í sóknarleiknum voru Porbergur Aðalsteinsson og Viggó Sigurðsson frískastir og ávallt hætt- ulegir. Þorbergur skoraði 9 mörk, Viggó 4, Hilmar 3, Ólafur Jónsson 3, Sigurður Gunnarsson 3 og Guð- mundur Guðmundsson eitt. Brynjar Kvaran markvörður og Bragason 2, Guðmundarnir Magnús Andrésson,semvarthefur Þórðarson og Óskarsson eitt hvor. leikið betur í ánnan tíma í 1. Staðan í úrslitakeppninni: deildinni, voru bestu menn Stjörn- KR...............6 4 1 1 150-133 9 unnar ásamt Gunnari. Ólafur Lár- Vikingur.........6 4 0 2 138-139 8 usson skoraði skemmtileg mörk 0 o 6 0 eins og honum einum er lagið en í heild er það einhæfur sóknarleikur semháirStjörnunni. Gunnarmætti Markahæstu menn: að ósekju leika meira sjálfur, það KristjánArason.FH................48 .að Eyjólfur Bragason, Stjörnunni....31 „redda hlutunum þegár í oefm er stefán Halldórsson, KR........ 31 komið. Gunnar og Ólafur skoruðu Aifreð Gísiason, kr.............28 5 mörk hvor, Magnús Andrésson Þorbergur Aðalsteinsson, Vík....28 4, Magnus Teitsson 2, Eyjolfur HansGuðmundsson,FH..............25 Rósa Valdimarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks og kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er á förum til Banda- ríkjanna þar sem hún ætlar að kynna sér aðstæður hjá liði Cortland-háskóla í New York- fylki. Hún kemur aftur heim í vor og leikur með Breiðabliki í sumar en síðan eru líkur á að hún haldi utan á ný og leiki með Cortlandi næsta vetur. -VS Guðjón til ÍBÍ Guðjón Reynisson, fyrirliði 2. flokks Breiðabliks í knattspyrnu sl. sumar, hefur gengið í raðir l.deildarliðs ísfirðinga og mun leika með þeim í sumar. Annar Bliki, Helgi Helgason, er einnig að hugsa sér til hreyfings en hefur ekki ákveðið hvaða búningi hann klæðist í sumar. Hins vegar er nú all öruggt að Jón Gunnar Bergs, Valsari og leikmaður með lands- liðinu21 ársog yngri, klæðist græn/ hvíta Breiðabliksbúningnum í sumar. Hann kemst þó ekki með liðinu til Bandaríkjanna síðar í þessari viku- en æfir hér heima á meðan eftir prógrammi Magnúsar Jónatanssonar þjálfara Breiðab- liks. -VS töpuðu gegn þeim færeysku íslcnska karlalandsliðið í blaki mátti þola tap, 3-1, í fyrsta lands- leiknum gegn Færeyingum í þessari hingaðför þeirra sem fram fór í Hagaskólanum í Reykjavík í gær- kvöldi. Islenska liðið lék langt undir getu, vann fyrstu hrinuna 16-14 en síðan ekki söguna meir. Frískir Færeyingar gengu á lagið og sigruðm þá næstu 15-13, þá þriðju 15-10 og möluðu síðan þá íslensku í lokahrinunni, 15-2. Það var almennur slappleiki ríkjandi í íslenska liðinu, helst að Samúel Örn Erlingsson og Lárentínus Ág- ústsson sýndu eitthvað. „Þeir skulu verða saltaðir annað kvöld“ sagði fyrirliðinn, Leifur Harðarson, í leikslok en þjóðirnar mabtast að nýju í Keflavík í kvöld. A undan léku kvennalið þjóð- anna og þar vann ísland öruggan ; sigur, 3-1. Hrinurnar enduðu 15- 7, 8-15,15-6 og 15-8. íslenska lið- ið lék allvel og átti Oddný Erlends- dóttir einna bestan leik. í kvöld mætast kvennaliðin kl. 18.30 en leikur karlaliðanna hefst kl. 20._VS Hraungangan á Mosfellsheiði: Rúm mínúta milli Ingólfs og Arvnes Norðmaðurinn Björn Arvnes kom fyrstur í mark í „Lava- loppet“, alþjóðlegu skíðagöngunni sem fram fór hér á landi um helg- ina. Upphaflega átti hún að fara fram í Bláfjölium á laugardag en var frestað vegna veðurs og hún síðan flutt á Mosfellsheiði þar sem gengið var á sunnudag, styttri vegalengdir þó en upphaflega var áætlað. Björn Arvnes gekk 20 km á einni klukkstund, 30 mínútum, 29,7 sek- úndum. Annar varð Ingólfur Jóns- soná 1.31:40,5, þriðji Jón Kon- ráðsson á 1.35:24,4, fjórði bróðir hans, Gottlieb Konráðsson, á 1.36:01,0 og fimmti Austurríkis- maðurinn Max Habenicht sem gekk á 1.36:52,6. Alls gengu 58 þessa vegalengd, þar af tvær kon- ur. Þar sigraði Sigurbjörg Helga- dóttir á 2.21:11,1. Af þessum hópi voru 32 erlendir keppendur. Á tíu km vegalengdinni gekk Fríða Bjarnadóttir hraðast í kvennaflokki. Hún fékk tímann 1.28:24,6 klst. Önnur varð Ingunn Benediktsdóttir á 1.35:10,2 og þriðja Metta Skaalerud frá Noregi á 1.54:34,0. Tvær aðrar konur, Sig- rún Pálsdóttir og Helga Tuleníus, gengu þessa vegalengd. í karlaflokki voru 30 sem gengu tíu kílómetra. Finnur V. Gunnars- son varð fyrstur þeirra, fékk tímann 49:43,0 mínútur. Annar varð John Smelte frá Noregi á 56:40,6 og þriðji Ólafur Karlsson á 1.02:04,4. Sextán konur gengu fimm km og fyrst þeirra varð Guðbjörg Har- aldsdóttir á 28:00,4 mínútum. , Önnur varð Svanhildur Ósk l Garðarsdóttir á 33:02,5 og þriðja l Rannveig Helgadóttir á 38:38,9. Þrjátíu og sjö karlar gengu sömu vegalengd og fljótastur var Ágúst Grétarsson á 28:27,1 mínútum. Rúnar H. Sigmundsson varð annar á 31:58,3 og Tryggvi Halldórsson þriðji á 33:24,5. Að lokum fór fram sveitakeppni og þar varð sveit Umsvifs hf. hlut- skörpust. D-sveit Úrvals varð önn- ur og sveit Flugleiða þriðja. f sigur- sveitinni voru Vilhjálmur Ragnars- son, Elías Níelsson og Páll K. Pálsson. - VS,..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.