Þjóðviljinn - 29.03.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 29.03.1983, Side 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 29. mars 1983 Umsjón: Viðir Sigurðsson Enska knattspyrnan: Stoke styrkir og si Liverpool! %, Ppn, 'n og situr áfram á botninum þrátt fyrir glæsta frammistöðu í bikar- keppninni. Sigur stöðu Þrátt fyrir að Liverpool léki ekki í deildinni á laugardag, vænkaðist hagur iiðsins þar enn þegar Watford steinlá í Stoke. Þær litlu vonir sem nýliðarnir höfðu um að vinna upp forskot Liverpool hurfu sennilcga endan- lega með 4-0 tapinu á Victoria Ground. Það var aldrei glæta í leik Wat- ford, og Stoke tók forystuna á 11. mínútu. Mark Chamberlain sendi fyrir mark Watford og Mickey Thomas kastaði sér fram og skallaði í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik en í þeim síðari skoruðu Ian Painter, Chamberlain og Da- vid McAughtrie, 4-0, og Stoke er nú allt í einu komið í sjöunda sæti 1. deildar. Fjörugasti leikurinn var á Goo- dison Park þar sem Arsenal sótti Everton heim. Everton tók for- ystuna eftir aðeins 94 sekúndur með marki Alan Ainscow. Hann hefur lítið leikið í vetur og var aðeins settur í liðið nokkrum tím- um áður en leikurinn hófst. Stað- an var 1-0 í hálfleik en fljótlega eftir hlé komu Stewart Robson og Alan Sunderland Lundúnal- iðinu yfir, 1-2. Adrian Heath jafnaði, 2-2, en Tony Woodcock skoraði sigurmark Arsenal, 2-3, fjórtán mínútum fyrir leikslok. Manchester City er nú að kom- ast í alvarlega fallhættu og hefur aðeins hlotið tvö stig í síðustu 10 leikjunum. Áhorfendur á Maine Road fögnuðu aðeins einu sinni á laugardag, það var tíu mínútum áður en leikurinn hófst þegar hinn gamalkunni markvörður Joe Corrigan hljóp inná völlinn hinsta sinni til að kveðja. Ipswich vann 0-1 í lélegum leik og skoraði John Wark eina markið í síðari hálfleik. Sunderland er komið af hættu- svæðinu en sama er ekki hægt að segja um Luton. Þeir síðarnefndu hafa nú aðeins fengið tvö stig í síðustu fimm heimaleikjunum og fallhættan er mikil. Sunderland tók forystuna með marki Nick Pickering en Brian Horton jafn- aði úr vítaspyrnu fyrir heimalið- ið. í síðari hálfleik skoraði Sund- erland tvívegis, fyrst Pickering, síðan gerði Leighton James sitt 100. deildamark á ferlinum. Birmingham lagaði stöðuna á botninum með 3-0 sigri á Notts County. Mick Ferguson skoraði tvisvar í fyrri hálfleik og Mick Harford bætti þriðja markinu við. Mark Dennis hjá Birming- ham var rekinn af leikvelli öðru sinni á þessu keppnistímabili, nú fyrir að ráðast með fúkyrðum að öðrum línuverðinum. Nottingham Forest tapar enn og hefur nú aðeins unnið einn af síðustu 15 leikjunum. Liðið hafði þó forystu í hálfleik gegn Sout- hampton, Steve Hodge sá um það, en mörk David Armstrong og Danny Wallace færðu Sout- hampton sigur og fimmta sætið. Swansea virðist aðeins vera að braggast og vann öruggari sigur á WBA en tölurnar 2-1 gefa til kynna. Robbie James skoraði í fyrri hálfleik og Bob Latchford í þeim síðari en Garry Thompson náði að laga stöðuna fyrir WB A á síðustu mínútunni. West Ham stefndi í sinn fyrsta sigur í langan tíma þegar Alan Dickens skoraði í fyrri hálf- leiknum í Norwich en John Dee- han jafnaði fyrir heimaliðið úr vítaspyrnu. Brighton var betri aðilinn í slökum leik gegn Aston Villa en náði ekki að nýta sér það til sigurs QPR óstöðvandi QPR er að stinga af í 2. deildinni og nú lá Blackburn 1-3 á útivelli. Simon Stainrod skoraði tvö og Mick Flanagan eitt en Sinion Garner svaraði úr víta- spyrnu fyrir Blackburn. Úlfarnir gerðu enn eitt jafn- teflið en Fulham vaknaði til Iífs- ins á ný og saltaði fiskimennina frá Grimsby, 4-0. Robert Wilson skoraði tvö, Gordon Davies og Ray Lewington eitt hvor. Leicester komst í 0-2 í Newcastle með tveimur mörkum Gary Lin- eker en stórstirnin Kevin Keegan og Terry McDermott jöfnuðu. Derby komst úr botnsætinu og nú stefnir í gífurlega fallbaráttu fjölda liða. Mick Brolly og Kevin Wilson skoruðu mörkin í Bolton. Best með Bournemouth! Öllum á óvart lék hinn eini og sanni George Best með Bourn- emouth í 3. deildinni gegn New- port. Hann sýndi hinum 9.000 áhorfendum, helmingi fleiri en vanalega á Dean Court, frekar lítið og Newport vann 1-0 með marki nýliðans í velska lands- liðinu, Nigel Vaughan. Annar gamall snillingur, Stan Bowles, á betri daga um þessar mundir og hann skoraði sigurmark Brent- ford, 1-0, gegn Huddersfield „Mér líkar ekki ^illa við Wembley“ „Ronnic Whelan (t.v.) skuldar mér mark“, sagði Bob Paisley, framkvæmdastjóri Liverpool, fyrir leikinn og Irinn ungi skoraði sigurmarkið í framlcngingunni. Bob Paisley, framkvæmda- stjóri Liverpool, lék á als oddi á laugardaginn eftir að menn hans höfðu náð Mjólkurbikarnum þriðja árið í röð. Ilann lét meira segja hafa sig í að fara upp með leikmönnunum og sækja bikarinn í leikslok. „Ég ncitaði því fyrst þegar ég var beðinn að koma með j>eim en mér sncrist hugur og gerði það þeirra vegna. Mér er ekkert illa við Wembley,“ sagði Paisley, og fréttamennirnir velt- ust um af hlátri. Fréttamaður BBC færði hon- um þær fregnir að Watford hefði tapað í l.deildinni og Paisley varð að orði: „Sórkostleg úrslit. Þetta er ágætt svona, meðan þeir tapa og við þurfum ekki að leika, höldum við okkar forystu í l.deild!” En, snúum okkur að sjálfum úrslitaleiknum, viðureign Li- verpool og Manchester United, sem við íslendingar sáum í beinni útsendingu, meira að segja fram- lenginguna líka í þetta skiptið. Mörkin voru þannig: 12.mínúta: Norman Whiteside, yngsti maður vallarins, tekur við sendingu Gordon McQueen á stórkostlegan hátt, snýr á Alan Hansen á vítateigslfnunni og skorar snyrtilega, United hefur tekið forystu, 1-0. 76.mínuta: Alan Kennedy fær knöttinn frá Sammy Lee og lætur vaða á ntark United af 20 m færi, Gary Bailey, markvörður Unit- ed, nær að slæma hendi til knatt- arins, en ekki nógu kröftuglega, 1-1. lOO.mínúta: Ronnie Whelan, hetjan í úrslitaleiknum í fyrra, leikur sama leik og skorar nú sigurmark Liverpool, 2-1, með laglegu skoti frá vítateigslínu vinstra megin. United gerði mistök Manchester United urðu á þau reginmistök að leggjast í vörn þegar forystunni var náð. Slíkt dugir ekki gegn Liverpool, það hefur margoft sýnt sig að eina leiðin til að brjóta niður leik meistaranna er að ná tökum á miðjunni og sækja. United varðist vel með Gordon McQue- en og Arthur Albiston sem bestu menn en jöfnunarmark Liverpo ol hlaut að koma. Liverpool fékk að leika sína uppáhaldsknatt- spyrnu, byggja upp í kringum Graeme Souness á miðjunni, láta knöttinn ganga hratt og vel, og það er ekki nóg að taka Kenny Dalglish og Ian Rush úr umferð, allir leikmenn „Rauða hersins geta skorað upp á sitt eindæmi eins og kom berlega í ljós. Það er erfitt að hrósa einstökum leik- mönnum Liverpool, flestir áttu góðan dag. Leikurinn sjálfur var lengi vel ekki eins góður og búast mátti við en spennan bætti það upp þegar á leið. Eftir að Moran var farinn úr vörn United og McQueen líka skömmu síðar var greinilegt að sæng liðsins var up- preidd og þó sóknarmennirnir Frank Stapleton og Lou Macari skiluðu varnarhlutverkunum með sóma var Liverpoolvélin í sínum snurðulausa gangi of erf- iður ’andstæðingur. Enn stendur bikarskápurinn á Old Trafford í Manchester óhreyfður, enn einu sinni verða þeir hjá Manchester United að sætta sig við að vera aðeins þeir næst bestu. - VS Úrslit: Mjólkurbikarinn Úrslítaleikur: Liverpool-Manch. United.........2-1 1. deild: Birmingham-Notts County.........3-0 Brighton-Aston Villa............0-0 Everton-Arsenal.................2-3 Luton Town-Sunderland...........1-3 I Manch. City-lpswich.............0-1 Norwich-West Ham................1-1 Nottm. Forest-Southaampt........1-2 Stoke City-Watford..............4-0 Swansea-W.B.A...................2-1 2. deild: Blackburn-Q.P.R.................1-3 Bolton-DerbyCounty..............0-2 Cambridge-Burnley...............2-0 Chelsea-Barnsley................0-3 Fulham-GrimsbyTown..............4-0 Leeds-Crystal Palace............2-1 Middlesborough-Charlton.........3-0 Newcastle-Leicester.............2-2 Rotherham-Cariisle..............1-2 Shefl. Wed.-Shrewsbury..........0-0 Wolves-Oldham...................0-0 3. deild: Bournemouth-Newport.............0-1 Brentford-Huddersfield..........1-0 Cardiff-LincolnCity.............1-0 Chesterfield-Preston N.E........1-1 Doncaster-Gillingham............0-2 Exeter City-Bradford City.......2-1 Orient-Wrexham..................0-0 Oxford-Plymouth........:........1-1 Portsmouth-Bristol Rovers.......1-0 Reading-Walsall.................1-1 Southend-Sheffield United.......3-1 Millwall-Wigan Athletic.........2-0 4. deild: Blackpool-Northampton...........0-0 Bristol City-Mansf ield.........3-1 Chester-Aldershot.............. 1-1 Colchester-Tranmere.............3-3 Darlington-Stockport............3-1 Hartlepool-Heref ord............0-1 HullCity-Port Vale..............1-0 Rochdale-Peterborough...........1-1 Scunthorpe-Crewe................2-0 Torquay-Bury....................2-3 York City-Swindon Town..........0-0 Staðan: 1. deild: Liverpool .32 21 8 3 75-26 71 Watford 33 18 4 11 57-40 58 Manch. Utd .31 15 10 6 42-25 55 Aston Villa 33 16 4 13 49-41 52 Southampton.. 33 14 7 12 46-48 49 Ipswich .33 13 9 11 52-39 48 StokeCity .33 14 6 13 47-48 48 W.B.A .33 12 11 10 45-39 47 Tottenham 32 13 8 11 43-41 47 Nottm. For .33 13 7 13 43-42 46 Everton .33 12 9 12 50-41 45 Arsenal .32 12 9 11 44-41 45 Coventry .32 12 8 12 41-44 44 West Ham .32 13 4 15 48-49 43 Sunderland .32 11 10 11 40-46 43 Notts County... 34 12 5 17 47-63 41 Manch. City 34 10 8 16 41-59 38 Swansea .33 9 8 16 43-49 35 Luton Town .31 8 10 13 50-64 34 Birmingham.... .32 7 12 13 30-44 33 Norwich .32 8 9 15 35-52 33 Brighton .33 7 10 16 31-59 31 2. deild: Q.P.R .33 21 5 7 64-28 68 Wolves .33 18 9 6 57-34 63 Fulham ...32 17 7 8 55-36 58 Leicester .33 15 6 12 59-37 51 Barnsley .32 13 10 9 49-40 49 Oldham .33 11 15 7 50-37 48 Leeds .32 11 15 6 41-36 48 Shrewsbury.... .33 13 9 11 41-41 48 Sheff.Wed .32 11 13 8 46-38 46 Newcastle .32 11 12 9 48-43 45 Grimsby .33 12 7 14 42-55 43 Blackburn .33 11 9 13 44-48 42 Carlisle .33 10 9 14 56-59 39 Chelsea .33 10 9 14 45-49 39 Bolton .33 10 8 15 38-47 38 Cambridge .33 9 9 15 33-50 36 Middlesboro.... .33 8 12 13 37-61 36 Charlton .33 10 6 17 46-73 36 Cr. Palace .32 8 11 13 32-40 35 Rotherham .33 8 11 14 34-51 35 Derby County 32 6 15 11 36-45 33 Burnley .30 9 5 16 45-51 32 3. deild: Portsmouth.... ....36 21 7 8 56-35 70 Newport ...37 20 8 9 6-42 68 Cardiff ..37 20 8 9 62-46 68 Huddersfield.. ..36 17 11 8 67-40 62 Lincoln .37 19 5 13 66-43 62 Bristol Rovers 35 18 6 11 74-44 60 Markahæstir Eftirtaldir leikmenn hafa [ skorað flest mörk í 1. deildar-| keppninni: lan Rush, Liverpool.............23 1 Luther Blissett, Watford..........20 KennyDalglish, Liverpool..........17 BobLatchford, Swansea.............16 Gary Rowell, Sunderland...........16 John Wark, Ipswich................16 Brian Stein, Luton................15 Peter Withe, AstonVilla...........15 Tony Woodcock, Arsenal............14 John Deehan, Norwich............13 | Þessir skoruðu flest mörk i ] Mjólkurbikarnum í vetur: Steve Coppell, Manch. Utd........6 I Kevin Drinkell, Grimsby..........5 ] Keith Edwards, Sheff. Utd........5 I Garry Birtles, Nottm. Forest.......4 Billy Hamilton, Burnley............4 David Bamber, Blackpool............4 Alan Sunderland, Arsenal...........4 Bob Latchford, Swansea...........4 I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.