Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1983
Frumsýning
kvikmyndar
Kristínar
Jóhannesdóttur
á laugardag
Þaö er gróskutíð í íslenskri
kvikmyndagerð. Á
laugardaginn fyrir páska
verðurfrumsýnd í
Austurbæjarbíói ný leikin,
íslensk kvikmynd í fullri
lengd. Höfundur handrits og
leikstjóri er Kristín
Jóhannesdóttirsem hefur
um árabil lært
kvikmyndagerð og
kvikmyndaleikstjórn í
Frakklandi. Sannarlega
spennandi.
Myndin gerist á íslandi vorra
tíma og spinnst þráðurinn eink-
um um og milli þriggja aðal-
persóna. Móðirin kom að norð-
an á sínum tíma og hugðist til
útlanda að láta draum sinn ræt-
Arnar Jónsson í hlutverki hins
hálfofsóknaróða sonar.
ast: að læra að syngja. Hún varð
eftir í Reykjavík, eignaðist
börnin tvö og missti mann sinn.
Börnin hafa valið sér ólíkar
leiðir. Sonurinn hefur verið til
sjós og er nú Ijósamaður í
leikhúsi. Hann nær ekki sam-
bandi við fólk, velkist um hálf-
ofsóknaróður og reynir fyrir sér
með kukli til þess að ná tökum á
fólki. Dóttirin eralþingismaður
og gengst m.a. fyrir virkjunar-
framkvæmdum í dal móður-
innar.
Inn í þennan vef fjölskylduá-
taka fléttast síðan önnur mál,
sakamál og kynjamál, og aðrar
persónur, þó aðallega tengi-
liður systkinanna, hina dular-
fulla Anna.
Kvikmyndin Á hjara verald-
ar hefur verið í undirbúningi
um allnokkurt skeið en tökur
hófust í ágúst 1982. Myndin er
tekin á mörgum stöðum í
Reykjavík, bæði úti og inni.
Auk þess var tekið á nokkrum
stöðum utan Reykjavíkur, m.a.
norður í Öxnadal, við Skaftár-
ós, Svartsengi, Mosfellssveit og
víðar.
Fimmtán til tuttugu manna
lið atvinnufólks vann að tökum
myndarinnar og sömuleiðis
voru atvinnuleikarar í öllum
hlutverkum.
Aðalhlutverk eru þrjú og eru
það Móðirin, Sonurinn og
Dóttirin. Þau eru leikin af Þóru
Friðriksdóttur, Arnari Jónssyni
og Helgu Jónsdóttur. í minni
hlutverkum eru m.a. Borgar
Garðarsson, Hjalti Rögnvalds-
son, Guðlaug María Bjarna-
dóttir, Pétur Einarsson, Rúrik
Haraldsson, Kristín Bjarna-
dóttir, Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir, Elín Magnúsdótt-
ir, Guðný Helgadóttir og Svava
Björnsdóttir.
Aðstoðarleikstjóri myndar-
innar er Sigurður Pálsson, yfir-
kvikmyndatökumaður Karl
Óskarsson, hljóðstjóri Sigurð-
ur Snæberg, leikmynd og bún-
inga annaðist Sigurjón Jó-
hannsson en , Guðrún Por-
varðardóttir förðun og hár-
greiðslu. Framleiðandi mynd-
arinnar er Völuspá s.f. og er
heildarkostnaður hennar u.þ.b.
4 miljónir króna. Það þýðir að
um 50 þúsund manns þurfa að
sjá myndina til að ná inn fyrir
kostnaði.
- GFr.
Dóttirin er leikin af Heigu Jónsdóttur. Hún er alþingismaður og er hér í viðtali í alþingishúsinu (Rúrik
Haraldsson).
Páll Pétursson alþingismaöur:_
Leiðrétting
á rokufrétt
Heiðraði ritstjóri Einar Karl
Haraldsson.
Vegna ósannra frétta af fundi
sem við framsóknarmenn héldum á
Blönduósi þriðjudagskvöldið 22.
mars s.l. og birtar eru á baksíðu
Þjóðviljans helgina 26.-27. mars vil
ég biðja þig að birta eftirfarandi
leiðréttingu á sama stað í blaði þínu
þriðjudaginn 29. mars.
Á fundinn kom blaðamaður
Þjóðviljans Sigurdór Sigurdórs-
son. Hann er ágætur blaðamaður
og stórsnjall hagyrðingur og bauð
ég hann sérstaklega velkominn,
þar sem mér er mjög í mun að rétt-
ar fregnir berist af ræðum mínum
og fundarhöldum okkar. Skáld-
skapargáfan hefur sýnilega orðið
yfirsterkari sagnfræðinni hjá Sigur-
dóri að þessu sinni og hefði hann
betur punktað hjá sér það sem ég
sagði eins og göngumaðurinn sem
hann getur um. Eg er þakklátur
göngumanni að koma því óbrengl-
uðu til annarra göngumanna, sem á
fundinum gerðist. Fundurinn var
fjölsóttur bæði af Blönduósingum
og nærsveitamönnum og fór hann
mjög vel fram.
Það er rétt í fréttinni að upphafið
að ógæfunni með ÍSAL má rekja til
samninganna um Álverið, en þeir
voru ekki gerðir 1961 eins og Sigur-
dór hefur eftir mér. Enn fremur er
rétt eftir haft að þar var illa staðið
að málum af hálfu íslendinga og
má ég minna á að Framsóknar-
flokkurinn lagðist eindregið gegn
gerð þeirra.
Endurskoðunin á samningnum
sem lögfest var 1976 var einnig mis-
lukkuð, en það er fjarri lagi að þar
sé einum um að kenna Steingrími
Hermannssyni og Jóhannesi Nor-
dal. Þar er um að kenna öllum
þeim alþingismönnum sem léðu
breytingunni atkvæði sitt svo og
þeim embættismönnum sem að
undirbúningi hennar stóðu. Ég
treysti mér ekki þá til þess að
standa að breytingunni og greiddi
atkvæði á móti henni. Ég flutti ýt-
arlega ræðu við aðra umræðu máls-
ins í Neðri deild og hefur flest kom-
ið á daginn er ég sagði þar.
Reynslan hefur sýnt að lítilsháttar
hækkun rafmagnsverðs hefur tap-
ast í gegnum skattabreytingu.
Raunar var skattainnistæða
ÍSALS þurrkuð út 1976 og var það
að vissu leyti fengur. Það er mitt
mat að sjálfsagt hafi verið af Hjör-
leifi að láta hefja rannsókn á
Páll Pétursson
viðskiptunum við Álverið og hefði
hann þó mátt hefjast fyrr um það
handa, eða á fyrra ráðherraskeiði
sínu. Að mörgu leyti hefur verið
unnið gott starf á ráðuneytisins
vegum að málinu, en Hjörleifi
tókst þó í veigamiklum atriðum að
klúðra því eins og mörgu öðru,
sumpart óviljandi við kynningu
málsins í upphafi, þar sem hann
notaði óheppilegt orðaval. Síðan
við framhaldsmeðferð málsins og
miklu frekast á síðari stigum nú í
haust og vetur þegar hann fór að
reyna að einangra Alþýðubanda-
lagið í málinu til þes að reyna að
búa til úr því björgunarfleka handa
flokki sínum í komandi kosning-
um. Hjörleifi tókst að koma öllu
rækilega í hnút og engar líkur eru á
raforkuverðshækkun á næstunni
og við höldum áfram að gefa raf-
magn. Það liggur ljóst fyrir að
meirihluti stjórnarliðsins treystir
Hjörleifi alls ekki lengur til þess að
fara með málið. Það er engan veg-
inn einfalt að knýja fram rétt ís-
lendinga í málinu vegna þess hve
upphaflegi samningurinn var óhag-
stæður okkur. Það er auðvitað frá-
leitt að ÍSAL ráði því sem það vill
hér eins og í frétt Sigurdórs hermir
og má aldrei ráða. Raforkuverðið
verður að stórhækka og það án
stórfelldra fórna af íslendinga
hálfu, en til þess þarf lagnari og
farsælli forystu en Hjörleifi Gutt-
ormssyni er unnt að veita.
Með þökk fyrir birtinguna.
Páll Pétursson.
A thugasemd frá Sdór
Ágæti málkunningi, Páll Péturs-
son alþingismaður:
Mig langar að byrja á þvi að
þakka þér lofið um blaðamennsku
mína og vísnagerð. Hinsvegar þyk-
ir mér leiðinlegra að sjá upphaf
bréfs þíns, þar sem þú segir mig
hafa skrifað „ósanna frétt“ af fundi
ykkar Framsóknarmanna á Blönd-
uósi. Eins og svo kemur fram í bréfi
þínu hafði ég allt rétt eftir. Þú
sagðir samningana 1966 (1961 var
augljós prentvilla) vonda samn-
inga, en í þeirri nefnd sem gekk frá
þeim var einmitt formaðurinn þinn
Steingrímur Hermannsson og gekk
þá í berhögg við vilja Framsóknar-
flokksins, sem var á móti málinu.
Við endurskoðunina 1975 var
Steingrímur enn á ferðinni í samn-
ingum við Alusuisse og þú tókst
svo til orða á fundinum, „Jóhannes
Nordal og Steingrímur formaður
okkar.“ Gleymdu því ekki vínur að
þú varst með óskrifaða ræðu og
þótt ég hafi ekki punktað niður það
sem þú sagðir, hef ég alveg sæmi-
legt minni, hvernig sem þitt er.
Að lokum, þú sagðir að „Alu-
suisse" réði því sem það vildi ráða
um stjórn þessa lands, þetta er
orðrétt eftir þér haft, segðu mig
ekki skrökva því, vegna þess að
þarna voru um það bil 100 vitni að
því sem þú sagðir. Og vegna þess
að ég veit að þú átt eftir að standa í
ógurlegu stríði við þá BB menn á
næstunni, skrifaðu þá ræðurnar
þínar ef minni þitt er tekið að gefa
sig. Þeir munu áreiðanlega taka
óvægilega á hverju því sem þú
missir útúr þér í hita umræðnanna
en sérð svo eftir að hafa sagt daginn
eftir, eins og í okkar tilfelli. Svo
ertu með Ragnar Arnalds á hina
hliðina sem mun eflaust verða
vondur við þig ef þú. mismælir þig
eitthvað í álmálinu eins og á fund-
inum á Blönduósi, þar sem þú tal-
aðir frá brjóstinu en ekki frá
flokkslínunni. Eða eins og stendur
í vísunni
Vorkenni ég Páli P,
piltar munu hœð’ann,
og fœðast kunna fleiri B,
fipist honum rœðan.
Með kveðju,
Sigurdór Sigurdórsson.