Þjóðviljinn - 03.05.1983, Síða 2
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 3. maí 1983
Þriðjudagur 3. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
ibróttir
Umsjón:
Víöir Sigurðsson
íþróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Knattspyrnan á meginlandinu:
Eriginn Islendingur
meistari þetta árið
Stuttgart og Antwerpen töpudu fyrir toppliðunum
Það er Ijóst eftir leiki helgarinnar að enginn íslendingur verður meistari með
liði sínu í meginlandsknattspyrnunni þetta árið. Tveir áttu þokkalega mögu-
leika fyrir leiki helgarinnar, Ásgeir Sigurvinsson hjá Stuttgart í Vestur-
Þýskalandi og Pétur Pétursson hjá Antwerpen í Belgíu. Bæði lið mættu topp-
liðum sinna deilda á útivöllum um helgina og töpuðu bæði.
Stuttgart fór til Hamborgar og lék þar
við meistarana, Hamburger SV. Ásgeir
og félagar áttu aldrei möguleika og töp-
uðu 2-0. Thomas Van Hessén og Felix
Magaht skoruðu mörkin fyrir Hambur-
ger. Það lið sem mest hefur komið á
óvart að undanförnu í vestur-þýsku
Bundesligunni er tvímælalaust Werder
Bremen. Bremenbúar eru nú jafnir
Hamburger á toppnum og sigruðu Fort-
una Dússeldorf 5-2 á útivelli á laugar-
daginn. Rudi Völler, nýliðinn í vestur-
þýska landsliðinu, skoraði þrjú mark-
anna. Atli Eðvaldsson og Pétur Orm-
slev léku báðir með Dússeldorf, Pétur í
fyrsta skipti síðan hann slasaðist í Du-
blin í október. Hann lék mjög vel og
verður sennilega áfram hjá félaginu, svo
og Atli. Dússeldorf hefur tekist að halda
sér í þokkalegri fjarlægð frá botnliðun-
um í vetur en þó má ekki mikið útaf
bregða í Iokaumferðunum hjá félaginu.
Bayern Múnchen er áfram með í
slagnum um meistaratitilinn eftir 4-0
sigur á nýliðum Hertha frá Berlín sem
stefna beint niður á ný ásamt Karlsruhe
og Schalke. Þegar fimm umferðum er
ólokið hafa Hamburger og Bremen 43
stig hvort, Bayern 41, Stuttgart og Köln
37 hvort. Stuttgart hefur leikið einum
leik færra en hin toppliðin.
Pétur skoraði
Antwerpen sótti Anderlecht, liðið
sem Arnór Guðjohnsen leikur með
næsta vetur, heim í Brússel en tapaði
2-1. Anderlecht komst í 2-0 með mörk-
um frá Dönunum Olsen og Kenneth
Brylle en Pétur Pétursson naði að laga
stöðuna fyrir Antwerpen með marki tíu
mínútum fyrir leiklok. Standard Liege
sigraði Winterslag 3-0 og berst við
Anderlecht um meistaratitilinn. Þegar
fjórum umferðum er ólokið hefur
Ánderlecht 45 stig, Standard 44 en Ant-
werpen 41 stig. Antwerpen á eftir að
leika við FC Brúgge (heima), Seraing
(úti), Kortrijk (h) og Waterschei (ú).
Ánderlecht mætir Beveren (ú), Liege
(h), Molenbeek (ú) og CS Brúgge (h).
Standard á hins vegar eftir að leika gegn
Lierse (ú), Waregem (h), Lokeren (h)
og Gent (ú).
Á öðrum vígstöðvum í belgísku 1.
deilriínni mæ tust þrír íslendingar.
Magnús Bergs og íélagar í Tongeren
gerðu markalaust jafntefli við Sævar
Jónsson, Ragnar Margeirsson og fleiri
úr CS Brúgge. Tongeren fellur örugg-
lega, hefur aðeins 15 stig, en næst fyrir
ofan eru Winterslag með 17 stig og War-
egem með 20. CS Brúgge hefur 25 stig,
Lokeren (Arnór) tapaði enn, nú 1-2
fyrir Lierse, og hefur 31 stig en Watersc-
hei (Lárus Guðmundsson, lék ekki
með) sigraði Kortrijk 3-1 og er í sjöunda
sæti með 36 stig.
að byrja að fagna langþráðu marki.
Roma vann Avelliono 2-0 á sunnudag
meðan Juventus og Inter Milano skildu
jöfn 3-3 í sögulegum leik. Þar komst
Inter í 1-3, Juventus náði að jafna, 3-3,
með marki Roberto Bettega eftir að
Michel Platini hafði skorað sitt annað
mark og minnkað muninn í 2-3, en
aðeins fjórum mínútum síðar var Bet-
tega vísað af leikvelli. Roma hefur 40
stig gegn 36 hjá Juventus og 34 hjá Inter
og á eftir leiki gegn Genoa úti og Torino
heima.
Bilbao meistari
Real Madrid missti spænska meistara-
titilinn óvænt úr höndunum á sér í loka-
Þessir þrír hafa allir verið í sviðsljósinu með félögum sínum á meginlandi Evrópu í
vetur, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnscn og Lárus Guðmundsson.
Nantes öruggt
Nantes gefur ekkert eftir á toppnum í
Frakklandi og sigraði Tours 2-1 á föstu-
dag. Bordeaux vann Sochaux 3-1 en er
sex stigum á eftir þegar fimm umferðir
eru óleiknar, Nantes hefur 50 stig gegn
44 hjá Bordeaux. Lens, lið Teits Þórðar-
sonar, vann hið fornfræga félag, St. Eti-
enne, 4-2, og er í fimmta sæti með 38 stig
en Laval, lið Karls Þórðarsonar, tapaði
2-0 fyrir neðsta liðinu, Lyon, og er í
sjötta sæti með 36 stig. St. Etienne
virðist ætla að halda sæti sínu í deildinni
en gífurleg innanfélagsátök ógnuðu til-
veru félagsins í vetur og það var á tíma-
bili í fallsæti. Hins vegar er Korsíkuliðið
Bastia, sem lék til úrslita um UEFA-
bikarinn 1978, í þriðja neðsta sætinu og
á stranga fallbaráttu fyrir höndum í lok-
aleikjunum.
Roma skortir stig
AS Roma þarf aðeins eitt stig úr
tveimur síðustu umferðunum í ítölsku 1.
deildinni til að tryggja sér meistaratit-
ilinn í annað skiptið í sögu félagsins.
Þessi eini sigur félagsins náðist á milli
stríðsáranna svo í Rómaborg eru menn
umferðinni á sunnudag. Real sótti Val-
encia heim og dugði jafntefli til að sigra í
1. deildinni. Það tókst ekki, Valencia
vann 1-0 með marki Tendilo og liðið
fræga frá appelsínuborginni bjargaði sér
þar með frá falli.
Atletico Bilbao notfærði sér tap Real
Madrid og tryggði sér meistaratignina
með 5-1 útisigri á Kanaríeyjum gegn Las
Palmas. Sólareyjuliðið féll þar með í 2.
deild ásamt Celta Vigo og Racing Sant-
ander.
Ajax getur fagnað
Ajax getur hrósað sigri í Hollandi
eftir 3-3 jafntefli við Feyenoord. Ajax
hefur 54 stig gegn 50 hjá Feyenoord en
þrátt fyrir að tveimur umferðum sé ól-
okið er hægt að bóka sigurinn hjá Ajax
því markatala liðsins fræga frá Ámster-
dam er svo stórum betri en hjá Rotter-
damliðinu Feyenoord.
Að lokum berast þær fregnir frá
Austur-Þýskalandi að Dynamo Berlin
hafi um helgina innsiglað sigur sinn þar í
1. deildinni og hefur félagið þar með
orðið austur-þýskur meistari fimm ár í
röð.
-VS
Dundee United 180 mfnútum
frá skoskri meistaratign
Dundee United er nú aðeins 180 mín-
útum frá sínum fyrsta meistaratitli í
skosku knattspyrnunni eftir 4-0 útisigur
gegn Morton í úrvalsdeildinni á laugar-
daginn. Dundee United á eftir að leika
við Motherwell á heimavelli og nágrann-
ana Dundce á útivelli og takist liðinu að
vinna báða leiki er meistaratitiliinn í
höfn, sama hvað Aberdeen og Celtic
gera í sínum síðustu leikjum.
Dundee United hafði yfirburði gegn
Morton í Greenock, félagið borgaði far-
gjald fyrir 5000 stuðningsmenn sína á
leikinn og þeir hvöttu sína menn vel.
David Dodds skoraði 2 markanna, Da-
vid Narey og Ralph Milne eitt hvor.
Celtic vann léttan sigur í Kilmarnock,
5-0. Murdo McLeod skoraði 2, fyrir-
liðinn Danny McGrajn, Tommy Burns
og Charlie Nicholas eitt hver. Aberdeen
vann einnig úti, 2-0 í Dundee, og þar
skoruðu þeir John Hewitt og Gordon
Strachan.
Jóhannes Eðvaldsson og félagar í
Motherwell halda sæti sínu í úrvals-
deildinni eftir 2-0 sigur á Hibernian.
Brian McClair og John Gahagan
skoruðu mörkin. Þá tryggði Rangers sér
Evrópusæti, vann St.Mirren 4-0. Jim
Bett skoraði tvívegis, eitt úr vítaspyrnu,
John MacDonald og Sandy Clark eitt
hvor.
Staðan í úrvalsdeildinni:
Danny McGrain, sem margir telja einn
besta bakvörð í heimi nú á siðari árum,
skoraði sitt fyrsta mark í vetur þegar
Celtic burstaði Kilmarnock um helgina.
Dundee United 34 22 8 4 84-34 52
Celtic .34 23 5 7 84-34 51
Aberdeen .33 23 4 6 66-24 50
Rangers .33 12 12 9 47-34 36
St.Mirren .34 9 12 13 43-50 30
Hibernian .33 7 14 12 34-41 28
Dundee 33 8 11 14 38-48 27
Motherwel! .34 11 4 19 38-68 26
Morton .34 6 8 20 30-70 20
Kilmarnock . 34 3 10 21 27-85 16
VS
Enska knattspyrnan:
Meistarar eftir
þrjú töp í röð!
Fjórtándi meistaratitill Liverpool og sá sjötti á átta árum
„Þaft er erfitt að fagna sigri eftir tapleik og meistaratitillinn kom
ekki í hendur okkar á þann hátt sem við vonuðumst eftir. Hins vegar er
það heildarframmistaða vetrarins sem gildir, deildin vinnst á 42
leikjum“, sagði Phil Thompson, varnarmaðurinn kunni hjá Liverpool
sem lék með liði sínu á laugardag eftir nokkra fjarveru. Hann og
félagar hans máttu þola tap 2-0 tap á White Hart Lane í London gegn
Tottenham, þriðja tapið í deildinni í röð, en í leikslok bárust þær
fregnir að Manchester United hefði aðeins náð jafntefli í Norwich. Þar
með var fjórtánda meistaratign Liverpool endanlega í höfn, sú sjötta á
átta árum, og þetta var sú sjöunda hjá Thompson því hann var í
meistaraliði Liverpool 1973.
Tottenham hafði nokkra yfir-
burði í leik liðanna á laugardaginn,
Glenn Hoddle réð lögum og lofum
á miðjunni og Alan Brazil var
stanslaus ógnun varnarmönnum
Liverpool. Ekkert mark var skorað
í fyrri hálfleik en tvö mörk Steve
Archibald á fimrn mínútna kafla
snemma í þeim síðari færðu Tott-
enham þrjú stig og áframhaldandi
möguleika á sæti í UEFA-
bikarnum næsta vetur. Það fyrra
var skallamark eftir þvögu í víta-
teig Liverpool.
Líflegt í Norwich
Leikur Norwich og Manchester
United á Carrow Road var líflegur
og spennandi, einkum síðari hálf-
leikurinn. Norwich hafði yfirburði
í þeim fyrri með Mark Barham sem
besta mann en eftir hlé kom United
meira inní myndina. United náði
síðan forystunni, Frank Stapleton
og Laurie Cunningham sköpuðu
Norrnan Whiteside dauðafæri sem
táningurinn norður-írski vann úr,
skoraði af þriggja metra færi, 0-1.
Það tók Norwich skamma stund að
jafna, Barham skaut af 20 m færi og
Gary Bailey markvörður United
réð ekkert við skot hans. Bailey lék
mjög vel, svo og Chris Woods í
marki Norwich. Þessir tveir eru
taldir í hópi verðandi landsliðs-
markvarða Englands, Bailey hefur
þegar komist í landsliðshópinn, og
Bobby Robson einvaldur lands-
liðsins fylgdist með þeim af áhorf-
endapöllunum á Carrow Road.
Gordon McQueen hjá United var
bökaður en það hindrar hann þó
ekki frá þátttöku í bikarútslita-
leiknum gegn Brighton þann 21.
maí.
Lítum þá á aðra leiki í 1. deild
Aston Villa—Stoke 4—0
1- 0 Gordon Cowans
2- 0 Ken McNaught
3- 0 Tony Morley
4- 0 Allan Evans
Villa er áfram í baráttunni um
annað sætið en draumur Stoke um
Evrópusæti er líkast til úr sögunni.
Coventry—WBA 0-1
0-1 Mick Perry
Fyrsta mark svertingjans efni-
lega fyrir WBA og lið hans fékk
nokkra uppreisn æru eftir sex töp í
röð. Coventry sem fyrir nokkrum
vikum var í efri hluta deildarinnar
er nú komið í rnikla fallhættu eftir
að hafa fengið aðeins þrjú stig úr
síðustu tólf leikjunum.
Everton—West Ham 2—0
1- 0 Graeme Sharp
2- 0 Graeme Sharp
Evrópusæti í veði, Everton á
möguleika en West Ham varla úr
þessu.
Man.City—Nott.For. 1-2
0-1 Ian Wallace
0-2 Peter Davenport
1-2 Graham Baker
Varnarmenn City réðu lítið við
hina eldfljótu Davenport og Wall-
ace en sá síðarnefndi hélt uppá 28.
afmælisdaginn með marki á 10.
mínútu. Eftir að Baker hafði
skorað á 71. mínútu lagði City allt í
sóknina og varnarmennirnir Cat-
on, McDonald og Bond voru
komnir í fremstu víglínu. Sterk
vörn Forest hélt út og gestirnir
verðskulduðu sigur eftir góða
frammistöðu. Skuggi falldraugsins
verður æ stærri og ískyggilegri á
Maine Road, 2. deildin blasir við
hinu fræga liði Manchester City.
Notts.Co.—Brighton 1—0
1-0 Brian Kilcline.
Landsliðsmiðvörðurinn hjá
Brighton, Steve Foster, var
bókaður og missir líklega af bikar-
úrslitaleiknum gegn Manchester
United fyrir vikið. „Þetta er harm-
saga aldarinnar", sagði Jimmy
Melia framkvæmdastjóri Brighton
eftir leikinn. „Foster á einna
stærstan þátt í að Brighton skuli
vera komið í úrslit og við verðum
bara að vona að hann sleppi með
eins leiks bann. Við getum enn
haldið 1. deildarsætinu, en til þess
verðum við að vinna þá þrjá leiki
sem eftir eru“.
Southampton— Luton 2—2
0-1 Paul Elliott
1- 1 Mark Wright
2- 1 David Armstrong
2-2 Raddy Antic
Bæði mörkin Luton voru skoruð
af 30 m færi og slíkt hendir Peter
Shilton landsliðsmarkvörð Sout-
hampton aðeins á margra ára
fresti. Hann mátti einnig horfa
uppá eina 30 m bombuna í viðbót
þjóta framhjá sér, frá Dave Moss,
en stöngin bjargaði honum í það
skiptið. Öll mörkin voru skoruð í
fyrri hálfleik.
Staðan í deildakeppninni eftir
1. deild
laugardagur
AstonVilla-StokeClty.......
Coventry-W.B.A.............
Everton-West Ham..........
Manch.City-Nottm.Forest...
Norwich-Manchester Unlted..
Notts County-Brighton.....
Southampton-LutonTown.....
Sunderland-Birmingham.....
Swansea Clty-lpswich Town..
Tottenham-Liverpool.......
Watford-Arsenal....................
.4-0
.0-1
.2-0
.1-2
.1-1
.1-0
.2-2
.1-2
.1-1
.2-0
.2-1
rúánudagur:
Arsenal-Manchester United..
Birmingham-Brighton......
Everton-Coventry City....
LutonTown-StokeCity......
Nottm. Forest-Liverpool..
Sunderland-Wattord.......
Swansea-Aston Villa......
W.B.A.-Norwich City......
Sunderland—Birm.ham 1—2
1-0 Colin West
1-1 Noel Blake
1-2 Mick Harford
Þriðji sigur Birmingham í röð og
Sunderland er komið í fallhættu á
ný. Bæði mörk Birmingham komu
á síðustu átta mínútunum, sigur-
mark Harford eftir aukaspyrnu
Mark Dennis á lokamínútunni.
Swansea- Ipswich 1—1
0-1 Paul Mariner
1-1 Ante Rajkovic
Slæm úrslit fyrir bæði lið sem
bæði þurftu á sigri að halda. Ips-
wich til að færast nær efstu liðun-
um, Swansea til að bjarga eigin
skinni, 1. deildarskinninu, en það
tekst vart úr þessu.
Watford—Arsenal 2—1
0-1 Brian McDermott
1- 1 John Barnes
2- 1 Luther Blissett
Blissett tryggði sigurinn með
marki út vítaspyrnu en öll mörkin
komu í síðari hálfleik.
Enn minnkar bilið
Slagur Fulham og Leicester um
1. deildarsætið magnast enn. Ful-
ham tapaði 2-1 í Sheffield gegn
Wednesday, Mick Lyons skoraði
sigurmarkið þar á síðustu mínút-
unni, en Leicester náði aðeins jafn-
tefli heima gegn Bolton. Fulham
var því, eftir leikina á laugardag,
með eins stigs forskot á Leicester í
þriðja sæti.
Newcastle er hins vegar úr leik
eftir tapið í Cambridge, Robbie
Cooke skoraði þar eina mark
leiksins. Wolves er nú sama og
uppí 1. deild, þarf tvö stig úr þrem-
ur síðustu leikjunum. Andy Gray
skoraði sigurmarkið gegn Crystal
Palace og Lundúnaliðið berst hat-
rammri baráttu við fallið. Það gerir
Chelsea einnig, Clive Walker jafn-
aði í Rotherham eftir að Arnott
hafði náð forystunni fyrir heimalið-
ið.
Derby lék sinn fimmtánda leik í
röð án taps. Kevin Wilson skoraði
eftir þr j ár mínútur gegn Burnley og
Bobby Davison bætti öðru við í síð-
ari hálfleik. Meistararnir frá 1972
og 1975 eru þar með nokkuð ör-
uggir um að halda 2. deildarsætinu
en það virtist útilokað um áramót
þegar liðið sat eitt og yfirgefið á
botni deildarinnar. QPR var þegar
komið upp en tapaði í Carlisle.
Keith Robson skoraði eina mark
leiksins. -VS
leikina í gærkvöldi:
1. deild:
Llverpool 40 24 9 7 85-34 81
Watfórd 21 5 14 71-53 68
Nottm. For 40 19 8 13 57-48 65
Manch. Utd 17 13 8 49-32 64
Aston Villa 40 20 4 16 59-48 64
Everton 17 9 14 60-46 60
Tottenham 38 17 9 12 57-46 60
Southampton. 39 15 12 12 53-54 57
Stoke City 40 16 9 15 52-57 57
Arsenal 15 10 14 54-52 55
Ipswich 39 14 12 13 59-46 54
West Ham 38 17 4 17 59-56 53
V.B.A 40 14 11 15 49-48 53
Norwich 40 13 11 16 48-55 50
NottsCounty.. ..... 40 14 7 19 52-67 49
LutonTown.... 39 11 13 15 63-76 46
Sunderland 40 11 13 16 46-60 46
Coventry 12 9 19 43-55 45
Birmingham... 40 10 14 16 37-55 44
Manch.City 12 8 20 46-69 44
Swansea 10 11 19 50-64 41
Brighton 9 13 18 37-65 40
2. deild:
Q.P.R 39 25 6 8 73-32 81
Wolves 20 14 6 65-40 74
Leicester 19 9 12 70-43 66
Fulham 19 9 12 62-46 66
Newcastle 16 12 11 66-50 60
Sheff.Wed 40 15 15 10 57-44 60
Oldham 40 13 19 8 59-44 58
Leeds 13 19 8 49-44 58
Shrewsbury.... 39 15 13 11 47-45 58
Barnsley .... 39 14 13 12 56-49 55
Btackburn .... 40 14 12 14 56-55 54
Cambridge 12 11 16 38-54 47
Carlisle 12 10 17 65-65 45
Derby County. 40 9 19 12 47-54 46
Grimsby 12 9 19 43-68 45
Bolton 11 11 18 41-56 44
Middlesboro... 39 10 14 15 44-66 44
Charlton 40 12 8 20 59-85 44
Chelsea 10 13 17 50-61 43
Cr. Palace 38 10 12 16 37-47 42
Rotherham 40 9 14 17 40-65 41
Burnley...., 10 6 21 51-62 36
3. deild:
Portsmouth.... ...43 24 10 9 70-41 82
Cardiff ...44 24 10 10 73-49 82
Huddersfield.. ...43 22 12 9 81-45 78
Newport ..44 23 8 13 75-52 77
Bristol R ...44 22 8 14 83-56 74
Wigan ...43 15 7 21 57-68 52
Preston ...44 13 13 18 57-69 52
Wrexham .44 12 15 17 54-72 51
Orlent ...44 14 9 21 60-85 51
Reading ...44 11 17 16 63-77 50
Exeter ...44 13 11 20 77-103 50
Millwall ..44 12 13 19 62-77 49
Doncaster 9 11 24 56-91 38
Chesterfield.... ..44 8 13 23 43-66 37
Portsmouth og Cardiff eru nokk-
uð örugg upp en Huddersfield og
Newport berjast um þriðja sætið.
Doncaster og Chesterfield eru fall-
in í 4. deild, en hvaða tvö liö fylgja
þeim niður er erfitt að spá um.
4. deild:
Wimbledon......43 27 10 6 87-43 91
HullCity.......45 24 15 6 72-33 87
PortVale.......43 25 10 8 64-31 85
Bury...........44 23 11 10 72-42 80
Colchester.í...45 23 9 13 74-55 78
Scunthorpe.....43 21 13 9 66-39 76
Wimbledon og Hull eru komin
upp í 3. deild, Port Vale fylgir þeim
örugglega en fjórða liðið verður að
líkindum annað hvort Bury eða
Scunthorpe. Neðstu fjögur liðin í
4. deild þurfa að sækja um að fá að
leika áfrarn í deildakeppninni og
neðstu sætin nú skipa:
Aldershot......44 11 15 1 8 54-77 48
Tranmere.......43 12 9 22 49-68 45
Hartlepool.....44 11 9 24 41-75 42
Crewe..........44 11 8 25 52-68 41
Hereford.......44 11 8 25 41-73 41
úrslit... urslit... úrslit... úrsiit... úrslit... úrslit... úrslit...
... 3-0
...1-1
... 1-0
...0-0
...1-0
... 2-2
... 2-1
...1-0
2. deild
laugardagur:
Blackburn-Middlesborough.......1-1
Cambridge-Newcastle............1-0
Carlisle-Q.P.R.................1-0
Charlton-Shrewsbury............0-1
Chelsea-Rotherham............. 1 -1
Derby County-Burnley...........2-0
Grimsby Town-Oldham............0-2
Leeds United-Barnsley..........0-0
LeicesterCity-Bolton...,.......0-0
Sheffield Wednesday-Fulham.....2-1
Wolves-Crystal Palace..........1-0
mánudagur:
Blackburn-Derby County..........2-0
Boiton-Grimsby Town.............0-0
Charlton-Wolves............... 3-3
Chelsea-Sheffield Wednesday.....1-1
Leeds United-Leicester..........2-2
Q.P.R.-Fulham...................3-1
3. deild
laugardagur:
Bradford City-Bournemouth.......2-3
Brentford-Sheffield United......2-1
Bristol Rovers-Huddersfield.....1-0
Chesterfield-Cardiff City.......0-1
Doncaster-Portsmouth............0-2
Lincoin City-Oxford............1 -1
Newport County-Wrexham..........4-0
Orient-ExeterCity...............5-1
Plymouth-Preston N.E............1-1
Reading-Millwall City...........3-3
Southend-Walsall.............. 1-1
Wigan Athletlc-Gillingham.......2-2
mánudagur:
Bournemouth-Doncaster...........2-2
Cardiff City-Brentford..........3-1
Exeter City-Southend............4-3
Millwall-Newport................3-0
Oxford-Reading..................1-2
Portsmouth-Orlent...............2-2
PrestonN.E.-Lincoln.............1-0
Sheffield United-Bristol........2-1
Walsall-Plymouth.............. 2-0
Wrexham-Chesterfield............0-0
Leikmenn Liverpool fagna sigri í Mjólkurbikarnuni fyrr í vor og á innfclldu myndinni er Bob Paisley,
' framkvæmdastjóri Liverpool, en undir stjórn hans hefur félagið náð einstökum árangri undanfarin ár.
Paisley hættir í vor eftir langan og viðburðaríkan feril sem lcikmaður, þjálfari og framkvæmdastjóri.
Leikir í gær:
Manch. Citykomið í
þriðja neðsta sæti
Fjórða tap Liverpool f röð - Wolves í 1. deild
Manchester City, eitt af stór-
liðum ensku knattspyrnunnar í
gegnum tíðina, riðar nú á barmi falls
úr 1. deildarkeppninni. City lék að
vísu ekki í gærkvöldi, lcikurinn
gegn Notts County sem var þá á
dagskrá hafði þcgar farið fram, en
eftir jafntcfli Birmingham og Brig-
hton er liðið komið í fallsæti í fyrsta
skipti í vetur. City á eftir tvo
þýðingarmikla leiki í loka-
umferðunum, úti gegn Brighton
og heima gegn Luton, en bæðin
þessi lið eru í fallbaráttunni.
Birmingham hafði unnið þrjá
leiki í röð og gegn Brighton í gær
leit lengi vel út fyrir að sá fjórði
bættist f safnið. Ian Handysides
skoraði fyrir táningaliðið hans Ron
Saunders strax á 3. mínútu, 1-0, og
með þeim úrslitum hefði áfram-
haldandi sæti Birmingham í 1.
deild nánast verið tryggt. En níu
mínútum fyrir leikslok náði
Skotinn Gordon Smith að varpa
grannri líflínu til hratt sökkvandi
skips Brightons með því að jafna,
1-1. Brighton verður nú að sigra
4. dcild
laugardagur:
Blackpool-Aldershot..J.........4-1
Bury-Scunthorpe.............. 1-0
Chester-Hull City...............0-0
Colchester-Bristol City...... 3-1
Crewe-Wimbledon.................0-2
Darlington-Northampton..........2-0
Halifax T own-Hartlepool.......1-1
Hereford-Tranmere...............1-0
Mansf ield-York Clty............2-2
Port Vale-Peterborough.........2-1
Rochdale-Torquay...............2-2
SwindonTown-Stockport..........2-0
mánudagur:
Aldershot-Hereford.............2-1
Bristol City-Darlington........2-2
Hartlepool-Colchester...........1-4
Hull City-Mansfield.............2-2
Scunthorpe-SwindonTown..........2-0
Torquay-Ha|ifaxTown.............2-0
Wimbledon-Chester...............4-0
York City-Port Vale.............0-0
Mánchester City á laugardaginn og
síðan Norwich á útivelli til að halda
sæti sínu í 1. deild, og það er ekki
einu sinni víst að þeir sigrar dygðu
til að bjarga liðinu sem er komið í
úrslit ensku bikarkeppninnar.
Moses í bann!
Manchester United tapaði 3-0 í
London fyrir Arsenal og varð fyrir
auknu áfalli þegar Remi Moses,
niiðjumaðurinn eitilharði, var rek-
inn af leikvelli. Það þýðir að hann
missir af bikarúrslitaleiknum gegn
Brighton þann 21. maí. Leikur
liðanna var harður og greinilegt að
leikmenn Arsenal mættu til leiks
með því hugarfari að hefna fyrir
töpin í undanúrslitum Mjólkurbik-
arsins og enska bikarsins. Brian
Talbot skoraði tvö markanna og
David O’Leary eitt, hans fyrsta í
vetur.
Enn tapar Liverpool
Liverpool, endanlega Englands-
meistari á laugardag, tapaði sínurn
fjórða leik í röð þegar liðið sótti
Nottingham Forest heim á City
Ground. Peter Davenport skoraði
sigurmark heimaliðsins sem ætti nú
að vera öruggt með sæti í UEFA-
bikarnum næsta vetur.
Sunderland missti af sigri á síð-
ustu stundu gegn Watford þegar
Luther Blissett jafnaði, 2-2, fyrir
gestina á lokamínútu leiks liðanna
á Roker Park. Blissett skoraði
einnig fyrra mark Watford en þeir
lan Atkins og Leighton James sáu
um mörk Sunderland.
Aðeins 12.900 manns mættu á
Goodison Park, heimavöll Evert-
on í Liverpool, þegar Coventry
kom í heimsókn í gær. Þetta er
lægsta áhorfendatala á deildaleik í
sögu félagsins. Everton sigraði
þrátt fyrir það, Graeme Sharp
skoraði eina mark leiksins úr vít-
aspyrnu.
Það voru einnig fáir á The Hawt-
horns í West Bromwich þegar
heimaliðið lék við Norwich. Töl-
urnar höfum við ekki nákvæmlega
en jafn fáir hafa ekki sést þar í 26
ár, enda hafði leikurinn litla þýð-
ingu þar sem bæði lið sigla lygnan
sjó í deildinni. WBA sigraði 1-0
með marki Garry Thompson, hans
fimmta mark síðan hann kom frá
Coventry fyrir nokkrum vikuni
Leikur Luton og Stoke var
tíðindalítill og markalaus, mikil
viðbrigði frá fyrri viðureign
liðanna á Victoria Ground í Stoke
vetur þar sem hvort lið skoraði •
mörk. Luton hefði þurft á sigri að
halda til að komast af mesta hættu
svæðinu en þeir í hattaborginni
frægu þurfa enn að úthella svita til
að halda sæti sínu í 1. deild.
Úlfarnir upp
Eftir leiki 2. deildar í gær er
Wolves endanlega komið upp í 1
deild. Til þess að tryggja sér sætið
þar þurftu Úlfarnir að sigra
London gegn Charlton og útlitið
var gott lengi vel, þeir komnir í 0-3
með mörkurn Billy Kellock, sem
skoraði tvívegis, og Mel Eves. En
heimaliðið náði að jafna, 3-3, þeir
Kevin Smith, Steve White og De-
rek Hales sáu til þess.
En í leikslok bárust Úlfunum
gleðitíðindi frá Leeds. Þar höfðu
heimamenn gert jafntefli við
Leicester, 2-2, og þau úrslit þýddu
að endanlega var ljóst að Wolves
nær öðru sæti og leikur aftur í'l
deild að ári.
Leicester komst við þetta uppfyr-
ir Fulham í 3. sætið því þeir síðar-
nefndu töpuðu 3-1 fyrir nágrönnun-
uni QPR. Til að kóróna tapið var
Ray Lewington rekinn útaf og með
þessum sigri tryggði QPR sér
meistaratitil 2. deildar.
m.t.
Luther Blissett skoraði tvö mörk
fyrir Watford í gær og er marka
hæstur í 1. deild.