Þjóðviljinn - 03.05.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1983, Blaðsíða 4
12 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 3. maí 1983 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Knattspyrna kvenna: Litlibik- arínn til Akraness Litla bikarkeppnni í knattspyrnu kvenna fór fram um helgina. Mjög dræm þátttaka var í henni að þessu sinni, aðeins tvö lið tóku þátt en voru fimm í fyrra. Breiðablik og Akranes léku á Akranesi á sunnu- dag, fullan leiktíma, 2X35 mínút- ur, en í fyrra fór keppnin fram í formi hraðmóts og stóð þá hver leikur í 2X20 mínútur. Skagastúlk- urnarnáðu bikarnum úr höndum Breiðabliks og sigruðu 3-2. Heimaliðið tók frumkvæðið í leiknum eftir aðeins tvær mínútur þegar Ragna Lóa Þórðardóttir skoraði, 1-0. Blikarnir gáfust ekki upp og jöfnuðu fimmtán mínútum síðar með marki Bryndísar Einars- dóttur. Hún bætti síðan öðru marki við -rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var því 2- Breiðabliki í hag. Bæði lið mættu mjög ákveðin til leiks í síðari hálfleik og fengu góð tækifæri til að skora. Fimm mínút- um fyrir leikslok tókst Skagastúlk- um að jafna, 2-2, og var Laufey Sigurðardóttir þar að verki. Þegar nákvæmlega 30 sekúndur voru eftir af leiknum tókst svo Laufeyju að skora sigurmarkið, 3-2, og Skaga- stúlkur urðu þar með „litlu bikar- meistarar" 1983. -MHM Vals- stúlkur náðu forystunni Einn leikur fór fram á föstudag- inn á Reykjavíkurmótinu í meist- araflokki kvenna í knattspyrnu. Valur lagði Fylki að velli í afspyrn- ulélegum leik, 2-0, á Melavell- inum. Fyrra markið kom þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálf- leiks. Mikil mistök urðu í vörn Fylkisstúlkna og þær skoruðu sjálfsmark. Valsstúlkur voru held- ur frískari í síðari hálfleik og sóttu látlaust en inn vildi boltinn ekki. Annaðhvort fór hann rétt framhjá eða markvörður Fylkis varði en hún stóð uppúr í þessari viðureign og átti vægast sagt stórleik. Hálfri annarri mínútu fyrir leikslok inn- sigluðu Valsstúlkur síðan sigurinn með marki Bryndísar Valsdóttur. Næsti leikur er viðureign Fram og Vals nk. föstudag og hefst hann kl. 19 á Melavellinum. Staðan á mótinu er þessi: Valur..................................2 2 0 0 4-04 KR......................................2 10 12-32 Fram................................1 0 10 1-11 Fylkir.................................2 0 111-31 Vlkingur............................1 0 0 11-20 Bryndís Valsdóttir, Val, < er markahæst, hefur skorað tvö mörk. -MHM Gróttan fær styrk Það verður Víkingskeimur af 4. deildarliði Gróttu í knattspyrnu í sumar. Gunnlaugur Kristvinsson þjálfar Seltirninga og leikur með þeim og tveir aðrir fyrrverandi Víkingar.leika með liðinu, Hörður Sigurðsson og Sigurjón markvörð- ur Elíasson. Þá hefur heyrst að lög- regluþjónninn síungi og eitilharði, Kristinn Pedersen, hafi hug á að klæðast Gróttubúningnum í sum- ar. - VS. Víkingar eru handknattleikslið ársins, eða öllu heldur keppnis- tímabilsins 1982-83. Á föstudagskvöldið náðu þeir einstæðum áfanga, sigruðu KR í úrslitaleik bikarkeppninnar 28-18 og unnu þar með þrefalt, urðu Reykjavíkur-, íslands- og bikarmeistarar í vetur. Aðeins eiriu sinni i íslenskri handknattleikssögu hefur hliðstætt afrek verið unnið; FH varð Reykjanes-, íslands- og bikarmeistari 1976. Tíu marka sigur Víkinga á KR, liðinu sem veitti þetm hvað harðasta keppni um íslandsmeist- Ellert Vigfússon markvörður Vík- inga hefur staðið sig frábærlega vel í forföllum landsliðsmarkvarðarins Kristjáns Sigmundssonar og í úr- slitaleiknum á föstudagskvöldið lagði hann grunninn að sigri Vík- inga méð stórgóðri markvörslu. Víkingar náðu í Ellert frá 3. deildarliði Óðins fyrir tveimur árum, öllu heldur gekk Ellert í Vík- ing ásainí öllti Óðinsliðinu, og hann er tvímælalaust kominn í hóp okkar bestu markvarða. Myndir: -eik aratitilinn í vetur, segir sína sögu um það form sem þeir voru í undir lok keppnistímabilsins, á þeim tíma sem mestu máli skipti. Fram- an af vetri hikstaði Víkingsvélin ákaft, liðið virtist alls ekki ná saman og beið slæma ósigra í for- keppninni og í byrjun úrslita- keppninnar. Síðan small allt í rétt- ar skorður og eftirleikinn þekkja allir. Meistaraflokkur Víkinga hef- ur svo sannarlega fært félagi sínu kærkomna gjöf á 75. afmælisárinu. Gegn KR náðu Víkingar strax góðri forystu, 12-6 í hálfleik, og eftir að þeir höfðu komist í 16-7 var aldrei spurning um úrslitin. Tíu marka forysta náðist skömmu fyrir leikslok, 25-15, og sá munur skildi liðin að þegar upp var staðið. Mörkin í ¦ úrslitaleiknum skoruðu: Fyrir Víking: Þorbergur Aðalsteinsson 9, Sigurður Gunn- arsson 6, Ólafur Jónsson 4, Viggó Sigurðsson 3, Steinar Birgisson 2, Páll Björgvinsson 2, Hilmar Sig- urgíslason og Karl Þráinsson eitt hvor. Fyrir KR: Stefán Halldórs- son 6, Alfreð Gíslason 5, Gunnar Gíslason 3, Anders Dahl Nielsen 2, Jóhannes Stefánsson og Haukur Geirmundsson eitt hvor. Víkingar hafa orðið íslands- meistarar fjögur ár í röð. Úr þeirra röðum hverfa nú Bogdan Kowalc- zyk, þjálfari, Þorbergur - Aðal- steinsson, Ólafur Jónsson, Páll Björgvinsson og Árni Indriðason. Allir kvöddu með þessum glæsi- lega bikarsigri og nú er eftir að sjá hvernig þeim sem eftir eru gengur að halda uppi merki félagsins næsta vetur. -VS .V. t«'.».»« Í4 .••'.'•. Vl.'j ÍR-stúlkurnar, undir stjórn Sigurbergs Sigsteinssonar, urðu bikarmeistarar kvenna í handknattleik á föstudagskvöldið með \>\\ að sigra Val í úrslitaleik 18-17. Leikurinn var jafn og spennandi allan timann en Valur var yfir í leikhléi, 9-8. Ingunn Bemótusdóttir (nr. 5) skoraði 7 mörk fyrir IR, ErlaRafnsdóttir(nr. 10) 4, en Erna Lúðvíksdóttir var markahæst hjá Val með 9 mörk. Mynd:- eik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.