Þjóðviljinn - 28.06.1983, Page 7

Þjóðviljinn - 28.06.1983, Page 7
sjaldan heill. Og sorgin, sem eng- um gleymir, gekk svo sannarlega ekki fram hjá húsi þínu. Um hana talaðir þú ekki, en þú ortir um hana ljóð. Hvað það var reyndar þér líkt að leggja til atlögu við það form tjáningar í rituðu máli, sem erfiðast er-þú, sem sagðirsjálfurí aðfarar- orðum síðari bókarinnar þinnar: „Ég skil ekki leyndardóma rit- stíls“, og lést þér aldrei til hugar koma að fara yfir ræður þínar á þingi fyrir prentun. Pú þoldir auðvitað ekki þessa hreinlífsseggi tungumálsins, þó að þú hefðir lesið þá alla betur en flest okkar hinna, sem aldrei höfðum sagt að við skiljum ekki leyndardóma rit- stílsins. Þannig voru töfrar þínir fólgnir í þversögnunum sem þú hlóðst um þig. Sannleikann í þér tókst þér aldrei að dylja. Þess vegna þótti svo mörgum vænt um þig, og þess vegna var ýmsum ekkert hlýtt til þín. Sannleikurinn er ekki öllum fýsilegur fylgisveinn. Mikið meira er víst ekki að segja. Annað en að þakka fyrir sig. Fyrir góða hjartalagið þitt, bjarta brosið þitt, glettnina, stríðnina, sorgina, fyrir vináttu þína, heila og góða, fyrir ómótstæðilegan félaga og vin. Endurgoldið þetta get ég ekki, en sé vinátta mín nokkurs virði, vil ég að þeir sem elskuðu þig mest, Vala þín, börnin, foreldrar þínir og bræður, viti hvar mig er að finna. Farðu vel, góði vinur. Guðrún Helgadóttir. Við vorum heldur litlar sálir, er við stigum fyrstu sporin inn í það musteri, Menntaskólann í Reykja- vík, 1965. Ég man, að einhvern allra fyrsta daginn varð mér star- sýnt á strák að mig minnir í gráum jakkafötum. Hann hélt sig á hæsta þrepi. Hér var kominn þessi Vil- mundur Gylfason, sem ég hafði heyrt talað um. Það hafði gustað um hann strax á fyrsta ári í Menntó. Vimmi hélt sig ávallt í fremstu víglínu meðal þess mannfólks sem Guðni (seinna rektor) var vanur að kalla „félagsverur". Titillinn var til kominn af því, að þær verur sinntu félagssíörfum öðru fremur í skól- anum Ogstundum varþaðsatt, að við litum á skólann og námið sem nauðsyn. Félagslífið í skólanum var hins vegar eitthvað sem var skemmtilegt, og við töldum okkur trú um að það væri þroskandi. Vimma héldu engin bönd. Hann ætlaði sér á hæsta tind. Veturinn, sem hann var ritstjóri skóla- blaðsins, vildi hann t.d. gefa út eitt blað í mánuði - sem virtist hrein firra. Það gekk þó eins og flest það sem Vimmi tók sér fyrir hendur. Tölublöðin urðu að vísu einum færri en mánuðirnir í skólaárinu. En ástæðan var ekki atorkuleysi Vilmundar. Hann varð fyrir slysi þann vetur, og varð að liggja mm- fastur. Ekkert var Vimma óviðkomandi í skólanum. Auk þess að vera fé- lagsvera af lífi og sál, orti hann. Hann var einn þeirra sem héldu að þeir væru skáld, og lásu upp á íþök- ulofti og voru í framsögn hjá Bald- vini Halldórssyni. Hin voru m.a. Þórarinn Eldjárn, Pétur Gunnars- son, Hrafn og Ingólfur og Steinunn. Síðasta veturinn í MR var Vil- mundur inspektor schoíae, og það var ljóst að hann myndi kveðja sér hljóðs á opinberum vettvangi að loknu háskólanámi. Vilmundur las sagnfræði í há- skólum á Englandi, en hann hafði haft mikinn áhuga á þeirri grein í menntaskóla. Að loknu námi lá leiðin á gamlar slóðir, er hann hóf kennslu við MR 1974. í kosningabaráttunni 1974 var Vilmundur í öðru sæti á lista Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum. Og þar með hófst innreið Vilmundar á opinberan vettvang. Öll þekkjum . við hvað síðan gerðist. Á tímabil- inu 1974 og fram á þetta ár birtust gjörðir Vilmundar á aðskiljanleg- asta hátt, í fjölmiðlum, á Alþingi, í ríkisstjórn og á hundruðum funda og samkoma víða um land. Og hann var afdráttarlaus og hrein- skilinn. Þannig var Vimmi. Hann hlífiði sér hvergi. Og þótti flestum nóg um. En með ótrúlegri orku tókst Vilmundi að umturna ýmsum viðteknum venjum á vettvangi stjórnmála, og út um allt í þjóðfé- laginu. Vilmundur hreif fólk. Mér eru minnisstæðir fundir á vegum Bandalags jafnaðarmanna á þessu vori. Þegar Vimma tókst sem best upp, varð úr ein herjans skemmt- an. Og þó var þetta ein „bullandi pólitík frá upphafi til enda,“ eins og Vimmi hefði getað orðið það. Hinu kynntust færri, hversu góð- ur drengur Vilmundur var. Þrátt fyrir alla pólitík og ágreining við aðra, var Vimmi fyrst og fremst maður tilfinninganna. Á skilnaðarstundu er minningin huggun harmi gegn. Völu, krökkunum, foreldrum, bræðrum og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Þorlákur H. Helgason Gagnrýni í pólitík er að því leyti tvíeggja vopn, að hún getur hæg- lega orðið þreytandi vegna til- breytingaleysis og endurtekningar, orðið leiðinlegt nöldur. Á hinn bóginn getur gagnrýni, sé henni fimlega beitt, orðið ögrandi og sært frám viðbrögð og jafnvel fætt af sér nýjar hugmyndir. Stundum brúk- legar. Umfram allt er ögrandi gagnrýni fágæti í litlu samfélagi þarsem afgerandi þættir eru reyrðir í viðjar ættarbanda og klúbbahags- muna. Vilmundur Gylfason var ögrandi gagnrýnandi í stjórn- málum. Vilmundur sparaði ekki sveifl- urnar einsog sagt er. hvorki í ræðustóli né rituðu máli. Sjálfsagt hefur margur þurft að hrökkva undan vængjaslættinum. Hins veg- ar var iðulega unun að hlýða á mál hans og skemmtið að berja augum. Aldrei leiðinlegt. Vilmundur bjó nefnilega yfir skáldlegu hugarflugi og strákslegri ósvífni, sem gerði hann að góðum dreng og skemmti- legum manni. Það er áreiðanlega dálítið til í því sem stundum er sagt, að alþingi sé táknrænn staður fyrir það sem í daglegu tali nefnist kerfið. Það sé stofnun, þarsem hver dregur dám af öðrum, flokkarog menn. Inníþá vél náttúruleysis og skrifræðis féll Vilmundur Gylfason aldrei. Sér- staða hans var í því fólgin að vera í andstöðu við allt heila galleríið. Auk þess var hann annarrar kyn- slóðar heldur en sessunautar hans á þingi; hann var eini þingmaðurinn á síðasta kjörtímabili sem var fæddur eftir síðari heimsstyrjöld. Engu að síður og máske einmitt þess vegna er erfitt að ímynda sér síðasta kjörtímabil án Vilmundar Gylfasonar. Þar var hann ómiss- andi; bæði í pólitíska atinu í þing- sölum - og ekki síður í lyriskum stemmningum með málvinum í kaffistofu þingsins. í þeirri vin var hann hrókur alls fagnaðar, ekki síst þegar mikið gekk á í pólitík hans einsog sl.vetur að Bandalag jafn- aðarmanna varð til. Kosningaskrif- stofa Vilmundar Gylfasonar var kaffistofan kölluð í gamni, af því síminn glumdi honum á fimm mín- útna fresti. Þó pólitískur sjónarhóll þess sem þetta ritar væri annar en Vilmund- ar Gylfasonar, þá var auðvelt að fylgja honum langt eftir í gagnrýni á kerfið. En þegar kom til valkosta við þjóðfélagslegt misrétti skildu leiðir. Stundum fannst mér sem Vilmundur liti á pólitíkina sem skák; íþrótt og kúnst þarsem listi- legar fléttur voru ofnar og kjósend- ur slegnir töfrum. Oft trúi ég hann hafi verið meistari slíkra töfra. Vilmundur hampaði framan í mig borgaralegri menningu og krafðist þess að ég sýndi ljóðskáld- inu Matthíasi Johannessen tilhlýði- lega virðingu. Og hann átti það til að hækka í útvarpinu þegar verið var að leika danslag - og kvað það vera borgaralegan kúltúr sem væri eins gott fyrir mann að kunna að meta. Ekki veit ég hvort ég hef til- einkað mér eitthvað af þessum og þvíumlíkum boðskap - en hjá hinu varð ekki komist við viðkynningu að verða hlýtt til manneskjunnar Vilmundar Gylfasonar. Opinbera pólitíkin, burtséð frá flokkum, er harðneskjuleg á stund- um og einsog gerð fyrir ís og stál. Sá kaldhamraði heimur getur stundum bráðnað fyrir hugmynd- Þriðjudagur 28. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 aríkum manni með heitt hjarta. En það veltur á ýmsu hvor hefur betur manneskjan eða slíkur heimur. Hið heita hjarta Vilmundar Gylfa- sonar er hætt að slá en minningin um snörpulegan stjórnmálamann og lyriskan félaga lifir. Á flóru ís- lenskra stjórnmála hefur slegið fölva við fráfall Vilmundar Gylfa- sonar. Aðstandendum votta ég einlæga samúð, svosem fátækleg orð fá megnað. Óskar Guðmundsson. Það var þungbúinn sunnudagur þegar síminn hringdi vestur á Hjarðarhaga, færandi þá fregn að hann Vilmundur væri dáinn. Ekki hef ég í annan tíma staðið jafn skelfdur andspænis lögmálum lífs- ins. Hvers vegna fékk hann ekki að vera lengur hjá okkur? Spurning- arnar sóttu á hugann meðan horft var út í rigninguna. Leiðir okkar Vilmundar Gylfa- sonar lágu saman þegar hann var tæplega þrítugur. Þótt hann væri þá röskum áratug eldri urðum við fljótt góðir vinir. Þau ár sem síðan eru liðin hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa náið með hon- um, bæði í pólitík og blaða- mennsku. Fyrst í Alþýðuflokknum og á Alþýðublaðinu en síðar á Nýju landi og í Bandalagi jafnaðar- manna. Félagskapurinn við þenn- an greinda og góðviijaða mann hef- ur verið mér ómetanlega lærdóms- ríkur. Með honum var auðvelt að deila sorgum sínum og gleði, enda stóð hann alltaf eins og klettur við hlið vina sinna. Sumrin á Alþýðublaðinu gerðust stundum nokkuð lífleg, full lífieg fannst sumum. Vilmundur gat ekki hugsað sér að kröftunum væri eytt í smeðjuleg viðtöl við flokksmenn. Hann vildi vera ærlegur og setja réttlætistilfinninguna ofar flokks- h'agsmunum. Þegar aðrir hvísl- uðust ætlaðist hann til að við töl- uðum tæpitungulaust svo enginn færi í grafgötur með hvað við væri átt. Eigi einhver þá einkunn skilið að hafa verið hamhleypa til vinnu þá er það Vilmundur. Sínar bestu blaðagreinar skrifaði hann gjarnan á tíma sem venjulegir menn þurfa til að setja sig í stellingar. Hann skildi að stór orð eru nauðsynleg til að ýta við fólki og fá það til að hugsa. Þetta segir lítið um hann en mikið um okkur. Ritskoðun og tálmanir hvers konar voru eitur í beinum Vilmundar. Aðgangur að fjölmiðlum átti að vera einn helg- asti réttur hvers manns. Þegar Vil- mundur ritstýrði og andstæðing- arnir vildu koma höggi á hann var ekki við annað komandi en að slá greinum þeirra myndarlega upp á besta stað - helst í hátíðarramma ef pláss leyfði. Vilmundi sárnaði þeg- ar dagblöð fóru óvirðulega með greinar gagnrýnenda sinna. Fyrir þrennar alþingiskosningar fylgdi ég Vilmundi á vinnustaða- fundi hér í Reykjavík. Oft var hann baráttuglaður en aldrei eins og núna í vor. Á síðustu þrem vikum kosningarbaráttunnar hélt hann fleiri tugi áróðursfunda í borginni. Eins og gengur reyndu andstæðing- arnir einstaka sinnum að hrópa hann niður í upphafi funda. Á slík- um stundum fór Vilmundur á kost- um og tókst best upp. Nær undan- tekningalaust urðu þetta bestu og ánægjulegustu stemmningsfundirnir, enduðu með dynjandi lófataki. Ekki svo að skilja að gömlu íhaldsjálkarnir hefðu nú allt í einu turnast og hætt að vera ósammála Vilmundi. Nei, skýringin var sú að þeir fundu að þessum manni var alvara og honum gekk gott til. í stað þess að hafa í frammi fagurgala sagði Vilmundur aðeins: Við viljum reyna og mér finnst það tilraunarinnar virði. Án fjármagns, flokksvélar og mál- gagnsvildihann bjóða fjórflokkun- um byrginn. Nú skyldi hann standa og falla með sjálfum sér og vinum sínum. Þegar við í nóvember síðast- liðnum ræddum fyrst um það í al- vöru hvort gerlegt væri að stofna nýja stjórnmálahreyfingu sem byði fram um allt land í komandi kosn- ingum töldu flestir öll tormerki á hugmyndinni. í fyrsta lagi allt of naumur tími. Ekki tækist að töfra fram 120 frambjóðendur ásamt hundruðum meðmælenda í öllum kjördæmum á þessum skamma tíma. í annan stað fengi hann ekki liðsauka á þingi og líklegast myndi tiltækið fella hann sjálfan. Þegar síðasttaldimöguleikinn var nefndur sagði Vilmundur: Þá stend ég bara upp, þakka fyrir mig og tek til við ljóðin og skákina. Það virðist kannski þverstæðukennt en honum fannst alls ekki óþægilegt að velta þessari hugsanlegu niðurstöðu fyrir sér. Hann tók þátt í stjórnmál- um til að afla skoðunum sínum fylgis. Gengi það ekki eftir voru vegtyllurnar einskis verður hégómi. Þótt Vilmundur hafi fyrst og fremst verið kunnur vegna stjórn- málaþátttöku sinnar átti hún síður en svo hug hans allan. Mér eru ó- gleymanlegar þær stundir þegar setið var yfir kaffibolla og spjallað um lífið og tilveruna. Þegar talið barst að innihaldsríkri ljóðlist færðist Vilmundur allur í aukana. Ljóð eins og Yngismey eftir Davíð, þar sem ort er um mannlegar til- finningar, þótti honum vænst um. Sjálfur var hann mjög tilfinninga- næmur, en þó laus við það sem við köllum tilfinningasemi. Seinustu misserin var Vilmund- ur óþreytandi við að útskýra fyrir mér mannkærleik anarkismans, þessarar misskildu stjórnmála- stefnu sem ranglega hefur verið kennd við stjórnleysi. Ég hygg að menn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því hve frjálslyndi var ríkur þáttur í lífsafstöðu hans. Honum fannst óskir manna, vonir og þrár svo margbreytilegar að dauðlegir valdsmenn hefðu ekki rétt til að setja fólki úrslitakosti í lífinu. Innst inni hafði hann óbeit á öllu valdi. Fyrir kom að stjórnmálabarátt- an varð miskunnarlaus og olli sár- um. Þó að lagt væri til Vilmundar með ósæmilegustu vopnum minn- ist ég þess ekki að hann hafi borið kala til nokkurs manns. Þvert á móti fannst mér það nokkrum sinn- um horfa til hreinna vandræða hve fljótur hann var að fyrirgefa og gleyma. Vilmundur velti mikið fyrir sér heimspekilegum og siðferðilegum spurningum, spurningum um gott og illt, rétt og rangt. Þá var það ekki síst sjálft lífið, hamingja þess og harmar, sem honum fannst mikilvægt að brjóta heilann um. Mannlífið var honum óþrjótandi uppspretta til íhugunar. Vilmund- ur leitaði víða fanga og var stór- fróður um hinar aðskiljanlegustu lífsskoðanir manna. Hann sagði til dæmis að einar skemmtilegustu stundir námsára sinna í Bretlandi hefði hann átt í rökræðum um eilífðarmálin við katólska presta. Virðing fyrir fólki var Vilmundi í blóð borin. Þótt hann gagnrýndi af hörku neitaði hann að trúa því að maðurinn sjálfur væri slæmur í hjarta sínu. Trúin á mannfólkið og traustið til samferðamannanna var með ólíkindum. Það er þyngra en tárum taki að þurfa nú að kveðja Viimund og þola þá tilhugsun að eiga ekki eftir að hitta hann framar. Við sem höf- urn óttast að dauðinn sé lífsins grimmi vetur reynum í dag að halda höfði og trúa hinu gagn- stæða. Þegar ég nú kveð hann Vimma í síðasta sinn langar mig að láta fylgja ljóð sem stundum var haft yfir á Haðarstígnum. Frcendi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, Ijúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Pó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (HKL) Sé Guð til þá treysti ég honum fyrir vini mínum. Megi þessi góði drengur sofa rótt í kyrrð hinnar hljóðu nætur. Garðar Sverrisson. STORMARKAÐSVERÐ Gerið verðsamanburð Ferðatöskur, 2 gerðir, frá kr. 369.- „Picnic“ taska kr. 675,- Badmintonspaðasett, 2 gerðir, frá kr. 73.- Veiðistangir barna kr. 190.- Sænsk nælontjöld, Luffa, 3 manna, kr. 1.417,- Tjaldhiminn, Luffa, kr. 600,- Svefnpokar, 4 gerðir, frá kr. 870,- Vindsængur, 4 gerðir, frá kr. 241,- Ferðasalerni kr. 1.395.- Sólstólar m. lágu baki, 6 gerðir, frá kr. 240.- Sólstólar m. háu stillanlegu baki, 4 gerðir, frá kr. 850,- Borð, hvít/brún, kr. 472,- Sólstólar barna kr. 232,- Barnaborð kr. 514,- Grill, grilláhöld, grillkol, grillolía og grillmatur. Gerið helgar- innkaupin tímanlega Allt í ferðanestið. Opið til kl. 22 r föstudaga. STORMARKAÐURINN Skemmuvegi 4A Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.