Þjóðviljinn - 28.06.1983, Síða 11
Þriðjudagur 28. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Þjóðfélagshræringar í Chile
Pinochet að
Útlagar mega
snúa aftur....
Pinochet herforingi í Chile til-
kynnti í sl. viku að hann myndi
leyfa stjórnmálamönnum í útiegð
að snúa aftur til föðurlandsins, en
þeir hafa hundruðum og þúsund-
um saman verið í útlegð síðan her-
foringjastjórnin rændi völdum
fyrir 10 árum.
Að sögn Montero innanríkisráð-
herra Chile verður á næstunni
gerður opinber listi með nöfnum
120-150 manna sem fá heimild til
að snúa heim aftur. Þeirra á meðal
eru forystumenn, kristiiegra dem-
ókrata, sósíaldemókrata og ráð-
herrar úr ríkisstjórn Allendes. Tal-
ið er að Pinochet hafi verið tilknú-
inn að milda tóninn í garð Chile-
manna í útlegð eftir verkföll og
mótmæli undanfarna daga.
Haft var eftir Ramirez námu-
málaráðherra Allendes, sem nú er í
Briissel, að ríkisstjórnin væri alveg
komin að því að leggja upp
laupana; hún væri pólitískt ein-
angruð og stæði frammi fyrir víð-
tækum mótmælum og andstöðu.
Verkalýðsfélög sem hafa innan
sinna vébanda 40% vinnandi fólks í
Chile boðuðu til allsherjarverk-
fallsins á fimmtudaginn og var það
fyrsta allsherjarverkfallið sem
boðað er til síðan herforingjaklík-
an rændi völdum fyrir tíu árum.
í mótmælaaðgerðunum 14. júní
var Rudolfo Seguel leiðtogi námu-
verkamanna handtekinn eftir að
hafa krafist umbóta í landinu. Fjór-
ir létust þegar lögregla og her réðst
á þátttakendur í mótmæla-
aðgerðum þann dag og 1300 manns
handteknir. Víða hefur verið
boðað til samúðarverkfalla með
námuverkamönnum frá og með sl.
fimmtudegi.
Klofningur innan
verkalýðshreyfingarínnar
Þó verkföll og mótmælaaðgerðir
ýmissa verkalýðsfélaga njóti sí-
aukins stuðnings í Chile þá er það
samt sem áður svo, að innan verka-
lýðshreyfingarinnar er nokkur á-
gefa eftir?
verkalýðsfélaga fór löngum ekki
mikið fyrir sósíalistunum sem eftir
voru til starfa í verkalýðshreyfing-
unni.
Þannig hefur verið deilt um það
innan chilönsku verkalýðsforyst-
unnar hvort vinna ætti með komm-
únistaflokknum, sem er lítill en ný-
tur mikils stuðnings meðal námu-
verkamanna og byggingamanna.
Til skamms tíma voru þeir nær ein-
ir í forystu sem hallir voru undir
kristilega demókrata og vildu
semja við Pinochet. En þetta hefur
snarbreyst í þeirri óánægjuöldu
sem ríður yfir landið vegna ógnar-
stjórnarinnar. Kristilegu demókr-
atarnir hafa í auknum mæli snúið
baki við Pinochetstjórninni og
flokksleysingjar sömuleiðis.
„Margir okkar héldu að herinn
gæti komið á ró og friði til að koma
aftur á lýðræðishefðum“, er haft
eftir Flores formanni stéttarfélags
opinberra starfsmanna í Chile -
„en eftir nokkurn tíma sáum við að
Pinochet hafði engan áhuga á að
virða réttindi vinnandi fólks; og nú
tíu árum síðar höfum við næstum
því misst vonina um að hægt sé að
fá viðurkenningu á slík grundvall-
arréttindi með friðsamlegum leið-
um“.
Fyrir 14. júní aðgerðirnar á-
kváðu kristilegu demókratamir
sem t.d. Rudolfo Seguel er hlið-
hollur, að reyna að halda kommún-
istum niðri í undirbúningi
aðgerðanna. Afleiðingin varsú að í
skipulagsráði aðgerðanna voru 15
kristilegir demókratar, 3 kommún-
istar og tveir sósíalistar. Fréttask-
ýrendur benda á að við valdatöku
Pinochets hafi verkalýðshreyfingin
verið klofin á milli sósíalista sem
studdu Allende-stjórnina (og vom
í miklum meirihluta) annars vegar
og kristilegra demókrata hins veg-
ar. Og talið er að núverandi ág-
reiningur og valdahlutföll eigi eftir
að breytast mjög hratt á næstunni.
Þá þykir sú nauðsyn vera öðru of-
ar, að sameina alla hópa burtséð
frá innbyrðis pólitík gegn fasista-
stjórn Pinochets.
(Byggt á Information
og Spiegel) - óg
þessi maður geti ekki fangað tíu ára afmæli herforingastjórnarinnar í Chile. Pinochet í
Vonir standa til að
skrúða.
greiningur bæði hugmyndafræði-
legur og um leiðir.
Að undanförnu hefur millistétt-
in sem áður studdi Pinochet verið
að snúa baki við herforingjastjórn-
inni aðallega vegna efnahagsá-
standsins í landinu. Verkalýð-
shreyfingin hefur lengi ekki borið
sitt barr eftir útrýmingaherferð
Pinochets við valdatökuna. Kom-
múnistar og sósíalistar í verkalýðs-
hreyfingunni voru handteknir,
fangelsaðir, drepnir og reknir í út-
legð eftir hina blóðugu valdatöku
Pinochetstjórnarinnar sem steypti
sósíalistastjórn Allendes með
aðstoð Bandaríkjanna 1973.
Og meðal löglegra og ólöglegra
Happdrætti
Krabbameinsfélagsins.
Dregið
17. júní
Dregið var í vorhappdrætti
Krabbameinsfélagsins 17. júní.
Fyrsti vinningurinn Audi 100 bif-
reið, kom á miða nr. 95430, annar
vinningurinn, Nissan Sunny Coupé
GL, kom á miða nr. 148436 og bif-
reið að eigin vali fyrir 200 þúsund
krónur kom á miða nr. 45067.
Ferðir fyrir 30 þúsund krónur
komu á miða númer: 12252,22753,
55419, 57428, 70179, 146305 og
154902.
Krabbameinsfélagið þakkar
landsmönnum veittan stuðning.
Leiðrétting
í frásögn af heimsókn forseta ís-
lands til Vestfjarða á Sunnudags-
blaði Þjóðviljans var föðurnafn
eins af sýslunefndarmönnum í ís-
afjarðarsýslu rangt. Sýslunefn-
darmaður á Flateyri heitir Gunnar
Benediktsson (ekki Filippusson).
Er beðist velvirðingar á mistök-
unum.