Þjóðviljinn - 28.06.1983, Síða 16
moðvhhnnX Aðalsíml Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er haegt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná í afgreiðslu blaösins í sima 81663. Rrentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663
Þriðjudagur 28. júní 1983
30 manna vorleiðangur Jöklarannsóknafélags Islands kom ofan úr
Grímsvötnum í bæinn um helgina, en leiðangurinn var farinn til þess að
bora eftir gufu í Grímsfjalli og kanna gosstöðvarnar. A myndinni, sem
Helgi Björnsson, jöklafræðingar, tók má sjá Grímsfjall ■ baksýn, þá
vatnslónið sem myndast hefur yfir gosstöðvunum og fremst gjóskugeira
með ísjökum og hraunslettum úr gosinu. Fyrir miðri myndinni má sjá eyju
sem myndast hefur í gosinu og Ieiðangursmenn kölluðu „Grímsey“.
16,7%
hækkun
bygginga-
vísitölu
Byggingavísitalan á tímabilinu
júlí-september er 140,13 stig, (des.
i 1982=100) eða 2076 stig rniðað við
eldri grunn, sem flestir munu enn
styðjast við.
Þetta er 16,7% hækkun frá síð-
I asta 3 mánaða grunni.
Hagstofa íslands reiknar bygg-
ingavísitöluna út.
Hagstofan hefur einnig sent frá
sér tilkynningu um hækkun á húsa-
leigu, skv. bráðabirgðalögum sem
samþykkt voru í apríl í vor. Sam-
kvæmt þeim skal heimilt að hækka
húsaleigu í húsnæði sem lög þessi
tala til um 8,2% frá og með júlí-
byrjun. Gildir sú húsaleiga út sept-
ember.
Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands:
Selalátur eru í hættu
,,Ansi langt gengið” segir Björn Dagbjartsson
Skýringin á tapi SÍS
Fjármagns-
kostnaður
þrefaldur
Meginástæðan fyrir taprekstri
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga á síðasta ári var gífurleg hækk-
un á fjármagnskostnaði. Þetta
kemur fram í ársskýrslu Sam-
bandsins fyrir árið 1982.
Samkvæmt henni hækkaði fjár-
magnskostnaður þ.e. vextir, verð-
bætur og gengistap af lánum úr 60
miljónum í 174 miljónir, eða um
188%.
f mörgum öðrum efnum var hag-
ur Sambandsins og rekstur með
góðu móti í fyrra. Þannig hækkuðu
heildartekjur um tæp 62%, sem er
fyllilega verðbólguhækkun. Þannig
varð rekstrarhagnaður án fjár-
magnskostnaðar hærra hlutfalí af
tekjum en árið á undan, eða 9% í
stað 6% árið 1981. Laun voru 17%
af tekjum og höfðu lítið breyst
hlutfallslega milli ára.
f skýrslunni segir um fjármagns-
kostnaðinn: „Hlutfall fjármagns-
kostnaðar af heildartekjum hækk-
ar úr 5,8% í 10,3% árið 1982. Ef
fjármagnskostnaður hefði aukist
um 61,6% eins og heildartekjur í
stað 188,4% eins og reyndin varð
á, hefði fjármagnskostnaður orðið
um 76,6 milj. kr. Iægri.“
Þess má geta að rekstrartap
Sambandsins nam um 29 miljón-
um, þannig að með hliðstæðri þró-
un fj ármagnskostnaðar og verðlags
hefði Sambandið skilað góðum
hagnaði á síðasta ári.
eng.
Opið
hús
í Norræna
Næstkomandi flmmtudag, 30.
júní verður haldið svonefnt „Opið
hús“ í Norræna húsinu, fyrir nor-
ræna ferðamenn og aðra er áhuga
hafa.
Þessi dagskrá hefst með því að
dr. phil. Vésteinn Ólason, dósent
flytur fyrirlestur um bókmenntir ís-
lenska bændasamfélagsins. Að
fyrirlestrinum loknum kveða
Grímur Lárusson og Magnús Jó-
hannsson rímur. Að loknu hléi
verða svo sýndar tvær myndir
Ósvaldar Knudsen, „Hornstrand-
ir“ og „Sveitin milli sanda". Fyrir-
lestur Vésteins verður á dönsku.
„Ég hlýt að segja það að mér
finnst ansi langt gengið hjá bænd-
um að gera samþykkt um það að
þeir einir og engir aðrir hafi leyfl til
að veiða sel ekki síst í Ijósi þess að í
fyrra voru innlagnir á kjálkum út-
sels og landsels að 72% leyti komn-
ar frá bændum. 13% innlagna
komu frá þeim sem kalla mætti
sportveiðimenn og afgangurinn frá
sjómönnum,“ sagði Björn Dag-
bjartsson forstjóri Rannsóknar-
stofnunar flskiðnaðarins og for-
maður selormanefndar þegar hann
var inntur eftir áliti á samþykkt
Búnaðarsambands Austurlands
um selaveiðar við ísland í sumar.
Ályktun Búnaðarsambandsins
hljóðarsvo: „Fundurinn harmar þá
ákvörðum selormanefndar og sjáv-
arútvegsráðuneytisins að greiða
hverjum sem er verðlaun fyrir sela-
dráp. Nú þegar eru ýmis hefðbund-
in selalátur í hættu. Fundurinn
krefst þess að bændur fái einir
greitt fyrir lógun sela og þá aðeins
með því að gera skil á kjöti,
skinnum og kjálkum. Hefðbundn-
um, nýttum látrum skuli hlíft og
vísast í því sambandi til gildandi
laga um landhelgi jarða og ríkjandi
hefða um hlunnindi af sela-
veiðum.“ Þessi ályktun var sam-
þykkt samhljóða.
Hringormanefnd -
selormanefnd?
Það hefur vakið nokkra athygli
að sclormanefnd sem lagt hefur á
ráðin með selaveiðar nú og er
skipuð sömu aðilum og í fyrra,
hagsmunaaðilum i sjávarútvegi,
hefur breytt um nafn í fjölmiðlum,
en í fyrra hét hún hringormanefnd.
Björn Dagbjartsson var spurður
um þetta atriði.
Ástæðan fyrir þessum nafn-
skiptum er sennilega sú að af hring-
orminum eru til fjórar tegundir og
sú sem veldur 90% sýkingatilfella
er selormur, sem á latínu nefnist
Phocanema."
Hvað fá menn greitt fyrir selinn
nú?
„Tilhögun veiðanna er önnur en
var í fyrra. Nú fá menn greitt 10
krónur á kílóið ef þeir skila sel-
skrokknum í frystihús sem flest
hafa aðstöðu til að taka við selnum.
f þeim tilvikum sem skilað er inn
Líkur voru á því í gærkvöldi að
Kommúnistaflokkur Italíu yrði í
fyrsta sinn stærsti stjórnmálaflokk-
ur landsins. Voru niðurstöður þær
eftir að talin höfðu verið um 20%
atkvæða að Kommúnistaflokkur-
inn hafði hlotið 33,1% atkvæða og
bætt við sig 2,7% atkvæða.
Kristilegir demókratar höfðu þá
kjálka er greitt 1000 krónur fyrir
útselskjálka og 700 krónur fyrir
landselskjálka. Sé skrokkunum
skilað inn fá menn yfirleitt meira
fyrir selinn, því útselur getur hæg-
lega náð 200 kílóum og landselur
getur orðið tæplega 100 kíló. Kjöt-
ið er svo selt refabúum.“
Nú hefur verið dregið í efa að
þessar verðlaunaveitingar beri til-
ætlaðan árangur. Eru aðrar leiðir
færar til að útrýma selormi úr
þorskinum.
„Fram að þessu hafa allar rann-
sóknir til að finna nýjar aðferðir
s.s. þær að reyna að fá orminn úr
flökunum með sérstökum aðferð-
um, orðið svo til árangurslausar.
En undanfarið 1/2 ár hefur verið í
starfi hjá Raunvísindastofnun Há-
skólans maður sem eingöngu hefur
hlotið 31,3% atkvæða og tapað um
7% og sósíalistar höfðu fengið
10,9% og unnið um 1%. Talið var
að drægi saman með kommúnist-
um og kristilegum eftir því sem
lengra liði á talninguna en engu að
síður er þetta mesta afhroð sem
Kristilegir hafa fengið frá stríðslok-
um. Þessar tölur voru í kosningum
til fulltrúadeildarinnar en í kosn-
rannsakað þessi mál og er skýrsla
hans væntanleg í ágúst næstkom-
andi. Varðandi árangur veiðanna
þá vil ég segja það, að selormur í
þorski stendur í réttur hlutfalli við
stærð selastofnsins.“
í fyrra var áætlað að veita eina
miljón til verðlauna fyrir sela-
veiðar. Er það rétt að upphæðin
hafi farið framúr áætlaðri tölu?
„Útselskópar reyndust vera fleiri í
heildaraflanum en ráð var fyrir gert
og því varð sú upphæð sem hring-
ormanefnd reiddi af hendi eitthvað
aðeins hærri. En það var ekki
mikið.“
Hvað borgar selormanefnd mik-
ið í verðlaun í sumar?
„Það verður svipuð upphæð á
föstu verðlagi og í fyrra, eitthvað í
kringum 1,5 miljón íslenskar."
ingum til öldungadeildarinnar
höfðu kommúnistar og kristilegir
fengið álíka mikið atkvæðamagn.
ftalski kommúnistaflokkurinn
undir forystu Berlinguer er stærsti
kommúnistaflokkur V-Evrópu. Er
hann í forystu fyrir svonefndum
Evrópukommúnisma sem nýtur lít-
illar hylli í A-Evrópu.
Kosningarnar á Italíu
Kommúnistar stærstir?
Tilnefning til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Svava Jakobsdóttirog
Þorsteinn frá Hamri
„Þetta er alltaf ákaflega erfitt
val, en að okkar dómi voru þessar
tvær bækur þær sem báru af á
árinu 1982,“ sagði Jóhann
Hjálmarsson í samtali við blaðið í
gær.
Jóhann á ásamt Heimi Pálssyni
sæti í dómnefnd Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs og
hafa þeir tilnefnt bækur Svövu
Jakobsdóttur og Þorsteins frá
Hamri til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 1984. Bók
Svövu heitir Gefið hvort örðu,
smásagnasafn útgefið hjá Iðunni
1982, og bók Þorsteins Spjótalög
á spegil, ljóðabók, einnig útgefin
hjá Iðunni 1982.
Tveir íslenskir höfundar hafa
hlotið Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs, þeir Snorri
Hjartarson og Ólafur Jóhann Sig-
urðsson. Bókmenntaverðlaunin
1984 verða veitt í janúar á næsta
ári og er nú unnið að því að þýða
bækur þeirra Svövu og Þorsteins.