Þjóðviljinn - 28.06.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.06.1983, Blaðsíða 1
Teitur Þórðarson. Teitur fer til Cannes Teitur Þórðarson, landiiðsfram- herji í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við franska 2. deildarliðið Cannes og leikur með því næstu tvö árin. Teitur hefur undanfarin tvö ár leikið með Lens í 1. deildinni frönsku. Hann var markahæsti leikmaður liðsins fyrra leiktímabil- ið, skoraði þá að meðaltali mark í öðrum hverjum leik. Hann missti sæti sitt í aðalliðinu sl. haust og náði aldrei að vinna það aftur í vetur. Beyer setti heims- met Austur-þýski kraftakarlinn Udo Beyer setti nýtt heimsmet í kúlu- varpi karla, kastaði 22,22 metra, í landskeppni Austur-Þjóðverja og Bandaríkjamanna sem fram fór í Los Angeles um helgina. Hann bætti gamla heimsmetið um 7 senti- metra. Landskeppnin var tvisýn og spennandi, þjóðirnar með forystu til skiptis, en Austur-Þjóðverjar stóðu uppi sem sigurvegarar í iok- in, fengu 197 stig gegn 181 þeirra bandarísku. Það voru fyrst og fremst yfirburðir austur-þýsku stúlknanna sem skópu sigurinn, þær höfðu mikla yfirburði á hinar bandarísku stöllur sínar. Lárus Lárus Grétarsson, eða „Grettir“ eins og Færeyingar kalla hann, gerði það^gott á dög- unum með liði sínu, GI frá Götu, í 1. deildinni í knattspyrnu í Fær- eyjum. ,,Grettir“ skoraði þrennu þegar GI sigraði B 36 4-1 á heima- velli sínum í Götu, öll glæsileg, og hann fær mikið hrós í þarlendu íþróttapressunni fyrir vikið. GÍ hefur nú þriggja stiga for- Þriðjudagur 28. júní 1983 ^ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum: Kristján með unglingamet Guðmundur Skúlason sigraði í tveimur greinum Kristján Harðarson, Ármenning- urinn efnilegi, setti unglingamet í langstökki karla á Meistaramóti ís- lands í frjálsum íþróttum á Laugar- dalsvelli. Hann stökk þar 7,37 metra og tryggði sér sigur á mót- inu, Jón Oddsson úr KR mátti sætta sig við annað sætið, stökk 7,10 metra, og Stefán Þór Stefáns- son, ÍR, varð þriðji, stökk 6,81 metra. Kristján hefur þar með náð iágmarkinu fyrir Evrópumeistara- mót unglinga. María Guðnadóttir, HSH, sigr- aði í hástökki kvenna, stökk 1,68 metra. Sömu hæð sveif íris Jóns- dóttir, Breiðabliki, en notaði fleiri tilraunir. Þórdís Hrafnkelsdóttir, UÍA, varð þriðja, stökk 1,65 m. íris Grönfeldt, UMSB, varð ör- uggur sigurvegari í spjótkasti kvenna, þeytti spjótinu 46,98 metra. Önnur varð Birgitta Guð- jónsdóttir, HSK, með 41,24 m og Bryndís Hólm, ÍR, varð þriðja með 38,68 metra. aði kúlu lengst allra kvenna, 13,58 metra. Soffía R. Gestsdóttir, HSK, varð önnur með 13 metra slétta og Hildur Harðardóttir, HSK, þriðja með 10,32 metra. SigurðurT. Sigurðsson, KR, fór yfir 5 metra í stangarstökki en mis- tókst þrívegis með 5,25 metra. Kristján Gissurarson, KR, varð annar, stökk 4,80 og Sigurður Magnússon, ÍR, þriðji með 4,20. Loks var keppt í 4x100 m boð- hlaupum. KR-sveitin sigraði í karlaflokki en engu munaði að Þorvaldur Þórsson, ÍR-ingur, næði Jóni Oddssyni á lokasprettinum. KR fékk tímann 42,7 sek, en ÍR 42,8. Ármenningar urðu þriðju með 43,7 sek. ÍR-sveitin sigraði í kvennaflokki og Ármannsstúlk- urnar urðu númer tvö. Meistaramótinu verður haldið áfram á Laugardalsvellinum í kvöld. -VS Sigurður T. Sigurðsson reynir við nýtt ísiandsmet í stangar- stökki. Það tókst ekki í þetta skiptið. Mynd. - Leifur. Oddur Sigurðsson, KR, sigraði í 200 m hlaupi karla, en fékk harða keppni frá Þorvaldi Þórssyni í ÍR, og Agli Eiðssyni, UÍA. Oddur fékk tímann 22,09 sek, Þorvaldur 22,54 og Egill 22,71 sek. Helgi Þ. Helgason, USAH, varpaði kúlunni lengst í karla- flokki, 16,66 metra og sigraði þar Pétur Guðmundsson, HSK, sem varð annar með 15,29 metra. Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, kom fyrstur í mark í 5000 m hlaupi á tímanum 15:14,7 mín. Sigurður P. Sigmundsson, FH, varð annar á 15:21,1 og þriðji Ágúst Þorsteins- son, UMSB; á 15:42,0 mínútum. Oddný Árnadóttir, ÍR, varð fyrst í 200 m hlaupi kvenna á 25,16 sek, Helga Halldórsdóttir kom næst á 25,83 og Svanhildur Krist- jánsdóttir náði þriðja sæti, fékk tímann 26,34 sekúndur. Sigurður Einarsson, Ármanni, kastaði spjóti lengst karla, 69,30 metra, Unnar Garðarsson, HSK, varð annar með 60,86 metra. Guðmundur Skúlason, Ár- manni, er þekktur fyrir annað en grindahlaup en þar keppti hann þó í gærkvöldi, í 400 m grindahlaupi karla, og sigraði á 55,9 sekúndum. Jónas Egilsson, ÍR, kom næstur með 57,0 sek. og Sigurður Haralds- son, FH, varð þriðji á 59,0. Sigurborg Guðmundsdóttir, Ár- manni, sigraði í 400 m grindahlaupi kvenna á 1:02,1 mín, Valdís Hall- grímsdóttir, KR, kom næst með 1:06,0 og þriðja varð Linda B. Loftsdóttir, FH, með 1:09,9 mín. Guðmundur Skúlason fór síðan í 800 m hlaup karla og sigraði, á 1:55,21 mín. Magnús Haraldsson, FH, varð annar á 1:56,55 mín, og Viggó Þ. Þórisson, FH, þriðji á 2:01,75. Guðrún Ingólfsdóttir, KR, varp- Connors fallinn! Jimmy Connors, sá frægi banda- ríski tennisleikari, var mjög óvænt sleginn útúr Wimbeldon-keppninni í gærkvöldi af suður-afríkanska leikmanninum Kevin Curran. Curran vann tvær fyrstu loturnar, Connors þá þriðju, en Curran tryggði sér síðan sigur í æsispenn- andi fjórðu lotu. Connors tókst þar með ekki að komast í 8-manna úr- slitin. með þrennu ystu þegar sex umferðum af fjór- tán er lokið í 1. deildinni, hefur hlotið 11 stig af 12 mögulegum. Lárus er, eftir stórleikinn gegn B 36, í hópi markahæstu manna deildarinnar, hefur skorað 4 mörk ásamt tveimur öðrum. Flest mörk í deildinni hafa skorað þeir Jóhannes Ejdesgárd hjá HB og Beinur Poulsen hjá KÍ, fimm hvor. Tveir áðrir íslendingar leika með Gl, þjálfarinn Kristján Hjartarson frá Hornafirði og Páll Guðjónsson frá Vestmanna- eyjum sem ver mark þeirra Göt- ubúa. Annar íslendingur, Björn Ol- geirsson, var einnig í sviðsljós- inu. Hann skoraði eitt marka TB frá Þórshöfn í 3-0 útisigri gegn MB en var síðan vísað af leikvelli. -VS f i..iiiiii ■■»* Lárus Grétarsson, „ógvuliga málfarligur leikari" eins og fær- eyskur blaðamaður komst að orði. John McEnroe og Ivan Lendl komust nokkuð örugglega í gegn ásamt Roscoe Tanner. I kvenna- flokki unnu stórstjörnurnar Billy Jean King og Martina Navratilova sína leiki örugglega og komust áfram. Chris Everet Lloydvar hins vegar óvænt slegin út í þriðju um- ferðinni um helgina. - VS Jafntefli A I Klakksvík Island og Færeyjar gerðu jafntefli, 0:0 í drengjalandsleik í knatt- spyrnu sem háður var í Klakksvík í fyrradag. Þjóðirnar áttu að leika aftur í gærkvöldi, en okkur tókst ekki að afla upplýsinga um úrslitin þar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.