Þjóðviljinn - 28.06.1983, Blaðsíða 4
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. júní 1983
_________________________________í|> rÓtt § r vrorasson
íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild:
Enn halda Víðismenn
hreinu á heimavelli
Völsungar komnir með þriggja stiga forskot eftir sigur á Fylki.
Nýliðar Víðis halda sínu striki á
heimavelli í 2. deildinni í knatt-
spyrnu. Þeir léku þar sinn þriðja
leik í fyrakvöld, gegn nágrönnun-
um Reyni úr Sandgerði frammi
fyrir rúmlega 400 áhorfendum, og
sigruðu,1-0. Aðkomuliðum hefur
því enn ekki tekist að skora mark
í 2. deild í Garðinum og nýliðarnir
þokast upp töfluna.
Mikil taugspenna beggja aöila
einkenndi leikinn framan af og
Reynismenn voru heldur sterkari
aðilinn í fyrri hálfleiknum. Eftir hlé
tóku heimamenn hins vegar leikinn
í sínar hendur og gerðu harða hríð
að marki gestanna. Markið hlaut
að koma og það verði Vilhjálmur
Einarsson á 60. mínútu eftir þvögu
í vítateig Reynis. Margir vildu
halda því fram að mark hefði verið
haft af Víði stuttu síðar, Jón Örvar
markvörður Reynis varði naum-
lega, og voru áhöld um hvort
knötturinn hefði verið innan mark-
línu eður ei. Hvað um það, sigur-
inn var sanngjarn og Víðismenn
eru komnir í námunda við efstu lið
deildarinnar.
Óli byrjaður
Aðstæðurnar á Siglufirði voru
ekki sérlega glæsilegar þegar KS og
Einherji frá Vopnafirði léku þar á
laugardaginn. Grenjandi rigning
gerði leikmönnum og áhorfendum
lífið leitt og völlurinn kominn á flot
þegar á leið. Siglfirðingar voru
sterkari aðilinn og sigruðu 2-0,
fyrsti vinningsleikur þeirra í 2.
deildinni.
Markakóngur íslandsmótisins í
fyrra, Óli Agnarsson, hefur haft
hljótt um sig til þessa í sumar en á
tíundu mínútu leiksins braut hann
ísinn og skoraði fyrra mark Sigl-
firðinga, 1-0. Þeir voru vel að sigr-
inum komnir og tíu mínútum fyrir
leikslok var hann innsiglaður með
marki Hafþórs Kolbeinssonar.
Hafþór var bestur Siglfirðinga
ásamt Mark Duffield og Ómari
Guðmundssyni markverði en Birk-
ir markvörður Sveinsson og Gústaf
þjálfari Baldvinsson voru bestir
Vopnfirðinga.
Spenna á Húsavik
Völsungur frá Húsavík heldur
sínu striki á toppi deildarinnar og
náði þrigja marka forystu með 2-1
sigri á Fylki fyrir norðan á föstu-
dagskvöldið.
Nokkurt jafnræði var með liðun-
um til að byrja með en um miðjan
fyrri hálfleikinn kom Jónas Hall-
grímsson Völsungi yfir, 1-0, eftir
góðan samleik Húsvíkinga. Við
það kom upp mikið óöryggi í
Fylkisvörninni og fimm mínútum
síðar fengu Völsungar aukaspyrnu
rétt utan vítateigs. Kristján Olg-
eirsson skaut, markvörðurnn varði
en hélt ekki knettinum og Helgi
Helgason fylgdi vel og skoraði af
stuttu færi. Vörn Fylkis var áfram
„í steik“, Jónas slapp einn í gegn,
átti aðeins markvörðinn eftir, þeg-
ar dómarinn flautaði og dæmdi
aukaspyrnu á Fylki fyrir brot sem
átti sér stað rétt á undan. Hagn-
aðarreglan ekki notuð og gott færi
haft af Völsungum.
í síðari hálfleik náðu Fylkismenn
tökum á miðjunni og sóttu mjög án
þess þó að skapa sér nein sérstök
marktækifæri. Þeir voru frískir úti
(slandsmótið í knattspyrnu - 3. deild:
Skýfall á Eskif irði -f jög-
ur mörk á 7 mínútum!
Magnús Stefánsson skoraði af 60 m færi í leik Víkings og HV.
Gústaf með þrennu gegn Sindra.
Vafasamt sigurmark í Grindavík.
Áhorfendur á Eskifjarðarvelli
hafa tæpast nokkurn tíma orðið
vitni að öðru eins skýfalli af inörk-
um eins og átti sér stað er Austri og
Huginn frá Seyðisfirði léku þar í
B-riðli 3. deildar i knattspyrnu á
föstudagskvöldið. Leikurinn hatði
verið fremur slakur og tilþrifalítill,
Huginsmenn sterkari ef eitthvað
3. deild
A-ridill
Grindavík-ÍK..................2-1
VíkingurÓ.-HV.................1-2
Skailagrimur-Ármann...........1-0
Snæfell-Selfoss...............1-3
Selfoss..............6 5 0 1 16-8 10
Grindavfk............6 5 0 1 13-9 10
Skallagrimur.......5 4 10 13-4 9
ÍK...................6 1 3 2 10-8 5
VíkingurÓ............6 1 2 3 8-10 4
HV...................6 2 0 4 9-19 4
Ármann................5 0 1 4 3-8 1
Snæffel!..............4 0 1 3 3-9 1
B-riðill:
Austri-Huginn.....................4-1
Magni-Tindastóll..............frestað
Valur Rf.-Sindri..................3-2
Þróltur N.-HSP....................3-2
Tindstóll............5 4 1 0 12-3 9
Austri...............5 4 0 1 13-5 8
Þróttur N.............5 4 0 1 9-6 8
Huginn................6 3 1 2 8-7 7
Magni.................4 2 0 2 4-3 4
ValurRf...............5 2 0 3 5-7 4
HSþ...................6 1 0 5 5-12 2
Sindri................6 0 0 6 4-17 0
Kærumál er í gangi, HSÞ kærði
Magna vegna leikmanns sem talinn
var ólöglegur, cn úrslit í málinu
liggja ckki fyrir
Márkahæstir:
Sigurlás Þorleifsson, Selfossi.f....8
Ólafur Petersen, IK............... 5
Bjarni Kristjánsson, Austra.........4
GuðbrandurGuðbrandss. Tindastól...„4
Guðmundur Árnason, Austra...........4
Gústaf Ómarsson, Val................4
SjgurðurFriðjónsson, Þrótti N.......4
var. Allt í einu, um miðbik síðari
hálfleiks, brustu allar flóðgáttir í
Huginsvörninni, Austri skoraði
fjögur mörk á sjö mínútum og gerði
algerlega út um leikinn. Seyðfirð-
ingum tókst að kvitta fyrir undir
iokin, Sveinbjörn Jóhannsson
skoraði fallegt mark með þrumu-
skoti, einu þcirra sem hann er
þekktur fyrir um alla Austfirði og
jafnvel víðar, og lokatölurnar því
4-1.
Það var Sigurjón Kristjánsson
sem skoraði fyrsta markið, fylgdi
eftir skoti frá Bjarna bróður sem
var varið. Huginn tók miðju, Au-
stramenn hirtu af þeim boltann,
Bjarni geystist upp og bætti við
öðru marki. Tveimur mínútum
seinna var Guðmundur Árnason á
ferðinni með fjórða markið. Gott
veganesti fyrir Eskifirðinga í topp-
baráttunni.
Hinum megin við Oddsskarðið
sigraði Þróttur HSÞ úr Mývatns-
sveit 3-2 á Neskaupstað. Þróttur
hafð talsverða yfirburði en Mý-
vetningar nýttu sín færi vel. Guð-
mundur IngvasonskoraðifyrirÞrótt
á 10. mínútu eftir fyrirgjöf Eggerts
Brekkan, 1-0 í hálfleik. Hinrik Bó-
asson jafnaði fyrir HSÞ með lag-
legu marki á 50. mínútu en þremur
mínútum síðar skoraði Páll
Freysteinsson, aftur á heima-
slóðum eftir árs útlegð, 2-1 eftir
þvögu í vítateig HSÞ. Guðmundur
bætti við sínu öðru marki og þriðja
Þróttara á 85. mínútu eftir gífurleg
mistök markvarðar HSÞ en Þór-
hallur Guðmundsson lagaði mark-
atöluna fyrir Mývetninga rétt á
eftir, 3-2.
Valur vann þýðingarmikinn
sigur á Sindra frá Hornafirði, 3-2, á
Reyðarfirði. Reyðfirðingar voru
mun sterkari, en Sindri náði foryst-
unni, Örn Sveinsson skoraði.
Gústaf Ömarsson jafnaði og kom
Val yfir, 2-1, með marki úr vítasp-
yrnu. Gústaf bætti síðan við sínu
þriðja marki í síðari hálfleik, 3-1.
Sindri minnkaði muninn, Þórarinn
Birgisson skaut af löngu færi, varn-
armaður Vals skallaði aftur fyrir
sig, yfir úthlaupandi markvörð og í
netið, 3-2
Magni og Tindastóll áttu að leika
í Greinivík en mikil rigning gerði
grasvöllinn þar óleikhæfan og
leiknum því frestað.
Hasar í Ólafsvík
Það var mikill hasar í Ólafsvík
þegar Víkingur lék þar gegn HV
frá Akranesi í A-riðlinum. Víking-
ar sóttu nær stanslaust og náðu for-
ystunni um miðjan fyrri hálfleik
Gunnar Orrason, fyrrum Framari,
tryggði Borgnesingum sigur á Ár-
manni.
með vægast sagt óvenjulegu marki.
Dæmd var rangstaða á HV, auka-
spyrna á vallarhelmingi Víkinga.
Magnús Stefánsson tók hana,
staddur um 60 m frá HV-markiriu
skaut hann yfir völlinn, yfir mark-
vörð HV sem misreiknaði stefnu
knattarins, og í netið! Víkingar
héldu áfram að sækja, en snemma í
síðari hálfleik náði HV skyndi-
sókn, þrír þeirra voru skyndilega
innan við Víkingsvörnina, rang-
stæðir, en línuvörður sofnaði á
verðinum. Þorleifur Sigurðsson
jafnaði, 1-1, eftir að hafa leikið
óáreittur að markinu. Allt ætlaði
að verða vitlaust í Víkinni og áður
en Víkingar höfðu komist í takt við
leikinn á ný hafði Þorleifur skorað
öðru sinni og tryggt HV sigur, 1-2.
í Ólafsvík sýður enn á mönnum en
það breytir ekki úrslitunum, HV
náði í dýrmæt stig í fallbaráttunni.
Þrjú efstu liðin unnu öll. Selfoss
sigraði Snæfell 3-1 í Stykkishólmi.
Einar Jónsson skoraði fyrst með
hörkuskoti og síðan fékk Selfoss
vítaspyrnu. Sigurlás Þorleifsson sá
um framkvæmd hennar en Lárent-
ínus Kristjánsson markvörður og
formaður Snæfells, gerði sér lítið
fyrir og varði. Sigurlás bætti það
upp og kom Selfyssingum í 0-2 fyrir
'hlé. Hann var síðan aftur á ferðinni
í síðari hálfleik, 0-3, en Björn Jóns-
son lagaði stöðuna fyrir heimaliðið
með marki rétt fyrir leikslok.
í Grindavík vann heimaliðið
sigur á ÍK úr Kópavogi, 2-1. Ekk-
ert mark var skorað í fyrri hálfleik
en snemma í þeim síðari komu þau
sem af færibandi. Fyrst skoraði
Þingeyingurinn Jónas Skúlason sitt
fyrsta deildarmark fyrir Grindavík,
af stuttu færi, 1-0. Olafur Petersen
jafnaði, tók aukaspyrnu nálægt
hliðarlínu, knöturinn þeyttist af
varnarmanni og í netið. Stuttu síð-
ar kom sigurmark Grindvíkinga, í
meira lagi vafasamt. Knettinum
var sparkað úr höndum mark-
varðar ÍK, hann slasaðist fyrir vik-
Helgi Helgason skoraði sitt fyrsta
mark fyrir Völsung eftir dvölina
hjá Víkingi í Reykjavík.
á vellinum en ágengnina innan vít-
ateigs vantaði. Þeim tókst þó að
laga stöðuna í 2-1 um miðjan hálf-
leikinn, Jón Bjarni Guðmundsson
potaði knettinum í netið af örstuttu
færi eftir mikla þvögu í vítateig
Völsunga. Spennan hélst, Fylkis-
menn eygðu möguleika á stigi en
urðu að fljúga tómhentir suður.
- VS
2. deild
Úrslit leikja í 2. deild ísiandsmóts-
ins í knattspyrnu um heigina:
Völsungur-Fylkir...........2-1
KS-Einherji................2-0
FH-Njar&vík............Irestað
Fram-KA................frestað
Víðir-ReynirS..............1-0
Völsungur...........7 5 11 9-3 11
KA..................6 3 2 1 12-6 8
Njarðvfk............6 4 0 2 8-3 8
Fram................5 3 116-37
Vi&ir...............6 3 1 2 3-3 7
KS..................7 1 4 2 6-7 6
ReynirS.............7 1 2 4 4-11 4
Einherji............4 112 1-4 3
FH..................5 113 3-7 3
Fylkir..............7 115 6-11 3
Markahæstir
Hinrik Þórhallsson, KA...........4
Jón Halldórsson, Njarðvík........4
Gunnar Gfslason, KA............ 3
Jón B. Guðmundsson, Fylki........3
Kristján Olgeirsson, Völsungi....3
SigurðurGuðnason.Reyni...........3
ið og varð að fara af leikvelli
skömmu síðar, Ari Haukur Arason
fékk knöttinn á marklínunni og
skoraði, 2-1.
Skallagrímur sigraði Ármann 1-
0 í tvísýnum rokleik í Borgarnesi.
Ármann lék undan stekkingsvindi
og sudda í fyrri hálfleik en ekkert
skeði. Þegar um fimmtán mínútur
voru liðnar af síðari hálfleik fékk
Skallagrímur aukaspyrnu rétt við
hornfána. Sent fyrir rnark Ár-
manns, Gunnar Orrason fékk
knöttinn einn og óvaldaður og
skoraði auðveldlega markið sem
réði úrslitum. Borgnesingar hafa
því áfram tapað fæstum stigum
allra liða í A-riðli en eiga éftir erf-
iða útileiki _ VSV
Sigurlás Þorleifsson skoraði tvíveg-
is í Hólminum og lét verja frá sér
vítaspyrnu að auki.