Þjóðviljinn - 05.07.1983, Page 1
Ekkert
víti
segja
Blikar
Hjá Breiðabliki eru allir sam-
mála um að vítaspyrnan sem færði
liðinu annað markið gegn Þórsur-
um í 1. deildinni í knattspyrnu á
laugardaginn hafí ekki átt rétt á
sér. Þeir hafa horft á atvikið aftur
og aftur af myndsegulbandi og við-
urkenna fúslega að knötturinn hafí
ekki lent í hendi varnarmannsins
Sigurjóns Randverssonar. Þegar
vítið var dæmt kom það öllum í
opna skjöldu, áhorfendum sem
leikmönnum, og Blikarnir voru að
búa sig undir að taka hornspyrnu
þegar bent var á vítapunktinn. En,
svona er knattspyrnan, ákvörðun
dómara verður ekki breytt þrátt
fyrir að í Ijós komi eftir á að hún
hafí verið röng. Nánar um leikinn í
opnu.
- VS.
Kaupin
til baka
Zico, brasilíska knattspyrnu-
snillingnum, hefur verið neitað um
leyfí til að leika með ítalska félaginu
Udinese næsta vetur. Kaupin höfðu
þegar farið fram en ítalska knatt-
spyrnusambandið hefur nú lýst
samninginn ólöglegan vegna fjár-
hæðarinnar sem greiða átti, fjórar
miljónir dollara, telur hana alltof
háa. Sama gildir um AS Roma sem
hafði keypt landa Zico, hinn frá-
bæra Cerezo, og hvorugur leikur
því í ítölsku knattspyrnunni á kom-
andi keppnistímabili.
Ingi Þór
nálægt
metinu
Sundkappinn Ingi Þór Jónsson
hefur einn íslensku þátttakendanna
hafíð keppni á heimsleikum stúd-
enta sem hófust í Edmonton í Kan-
ada um helgina. Ingi Þór keppti í
200 m skriðsundi og varð þar nr. 22
af 31 keppenda. Þar fékk hann tím-
ann 2:05,59 mínútur. Síðan tók
hann þátt í 100 m flugsundi og varð
þar í 26. sæti af 40 keppendum á
1:00,93 mínútum. Ingi Þór var
mjög nálægt eigin íslandsmeti í
þeirri grein. Oddur Sigurðsson,
Óskar Jakobsson og Einar Vil-
hjálmsson eru einnig staddir í Ed-
monton og keppir Oddur í 400 m
hlaupi í dag.
Bikarleikir
í kvöld
Tveir leikir verða háðir í 1. um-
ferð bikarkeppni KSÍ í kvöld, báðir
í Reykjavík. Víkingur mætir Isfirð-
ingum á Laugardalsvelli og Fylkir
tekur á móti Siglfirðingum á Ár-
bæjarvellinum. Báðir leikirnir
hefjast kl. 20. Hinir sex leikirnir í 1.
umferðinni fara fram annað kvöld.
leiknum í gærkvöldi. Nýju KR-búningarnir sjást ágætlega á myndinni, nú
Mynd: -eik.
Jón G. Bjarnason, besti maður KR-inga, snýr á aðvífandi Eyjamann í
er loks hægt að lesa númerin á bökum þeirra röndóttu og er það vel. -
Sanngjarnt jafntefli
í stórgóðum leik
Skemmtilegur samleikur og
sóknarknattspyrna í hávegum ein-
kenndu ieiki KR og ÍBV sem fram
fór á Valbjarnarvelli í Laugardal í
gærkvöldi og lauk með jafntefli, 2-
2. Bæði lið sýndu góð tilþrif, eink-
um KR-ingar, og leikurinn lofar
góðu fyrir síðari hluta 1. deildar-
innar í knattspyrnu sem hefst um
næstu helgi.
Taugaspenna leikmanna ein-
kenndi fyrstu mínúturnar. Eyja-
menn náðu forystu strax á 10. mín-
útu eftir skemmtilega útfærða
aukaspyrnu. Viðar Elíasson sendi
á Ómar Jóhannsson, hann renndi
út á Hlyn Stefánsson sem skaut
firnaföstu skoti, með jörðinni,
knötturinn breytti stefnu af varnar-
manni og þeyttist í hornið fjær, ger-
samlega óverjandi.
KR var ekki lengi að kvitta fyrir.
Fimm mínútum síðar lék Jón G.
Bjarnason óáreittur inní vítateig
ÍB V vinstra megin og renndi knett-
inum fyrir Sæbjörn Guðmundsson
sem skaut að marki, Aðalsteinn Jó-
hannsson virtist verja en knöttur-
inn fór undir hann og skreið yfir
marklínuna, 1-1.
Eyjamenn misstu nokkuð móð-
inn og KR náði góðum tökum á
leiknum. Aðalsteinn var óöruggur
í marki ÍBV, missti t.d. boltann
fyrir tærnar á KR-ingum á 31. mín-
útu en þeir náðu ekki að skjóta. í
kjölfarið var honum skipt útaf og
inná kom hin aldna kempa, Páll
Pálmason.
Markamínútan, sú 43., rann upp
og aftur var Jón G. á ferðinni. Nú
sneri hann glæsilega á varnarmann
og sendi fyrir mark ÍBV þar sem
Oskar Ingimundarson skallaði í
netið, 2-1 fyrir KR.
KR réð síðan gangi leiksins fram
eftir síðari hálfleik, boltinn gekk
skemmtilega á milli manna og færi
til að auka forskotið buðust. Á 60.
mínútu bjargaði Páll tvívegis vel,
fyrst í horn af stuttu færi frá Helga
Þorbjörnssyni og uppúr horn-
spyrnunni komst hann fyrir skalla-
bolta frá Willum Þórssyni sem var
staddur innan markteigs. Strax á
eftir þrumaði Óskar yfir Eyja-
markið og skömmu síðar sló Páll
boltann í horn eftir skalla frá
Helga.
Þriðja markið kom ekki og ÍBV
tók að sækja á ný. Á 74. mínútu óð
Valþór Sigþórsson upp völlinn—
stakk boltanum inná Hlyn sem var
óvaldaður og hann renndi honum
framhjá Stefáni Arnarsyni mark-
verði KR, 2-2. Liðin sóttu til skiptis
það sem eftir var og spennan var
mikil en fá virkileg marktækifæri
buðust. Engu munaði þó að Tóm-
asi Pálssyni tækist að tryggja Eyja-
mönnum sigur tveimur mínútum
fyrir leikslok, þá skaut hann föstu
skoti af vítateigslínu og knötturinn
rétt smaug yfir þverslána. Úrslitin
2-2, nokkuð sanngjörn en KR-ing-
ar þó öllu nær sigri.
Jón G. var yfirburðamaður í liði
KR, lagði upp mörkin og var
miðjupunkturinn í hverri sóknar-
lotunni á fætur annarri. Ottó Guð-
mundsson og Jósteinn Einarsson
voru traustir í vörninni ásamt Stef-
áni markverði og Sæbjörn Helgi og
Magnús áttu ágæta kafla. Miðju-
spilið hjá KR var virkilega
skemmtilegt og allir virkir.
Ómar Jóhannesson var bestur
Eyjamanna, gaman var að sjá hve
gífurlega gott vald hann hefur á
boltanum og auga fyrir að senda
hann hárnákvæmt á samherja við-
stöðulaust. Mætti þó vera virkari
stundum. Að öðru leyti var Eyja-
liðið nokkuð jafnt, Tómas sýndi oft
Óskar Ingimundarson skoraði
síðara mark KR-inga í gærkvöldi.
skemmtileg tilþrif og Valþór var
með afbrigðum öruggur í vörninni.
Þóroddúr Hjaltalín dæmdi all
sæmilega.
- VS.
1. deild
Úrslit leikja í 1. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu um
helgina:
Akranes-Þróttur R.................5-0
Breiðablik-Þór Ak.................3-0
Ísafjörður-Keflavík...............1-2
Valur-Víkingur...................1-1
KR-Vestmannaeyjar.................2-2
Akranes.............9 5 1 3 17-5 11
Vestm.eyjar.........9 4 3 2 17-9 11
Breiðablik..........9 4 3 2 10-5 11
KR..................9 2 6 1 11-12 10
Valur...............9 3 3 3 14-16 9
ísafjörður..........9 2 4 3 9-12 8
Víkingur............8 1 5 2 6-8 7
Keflavík...........8 3 1 4 10-14 7
ÞórAk...............9 1 5 3 8-12 7
Þróttur R...........9 2 3 4 8-17 7
Markahæstir:
Ingi Björn Albertsson, Val....
Hlynur Stefánsson, Vestm......
SigþórÓmarsson, Akranesi......
Kári Þorleifsson, Vestm.......
Sigurður Björgvinsson, Keflav.
SigurðurGrétarsson, Breiðab...
Sveinbjörn Hákonarson, Akranesi
Guðjón Guðmundsson, Þór......
Hörður Jóhannesson, Akranesi....
Kristinn Kristjánsson, ísaf..
Ómar Johannsson, Vestm.......
ÓmarTorfason, Vikingi........
Óskar Ingimundarson, KR......
Sigurður Pálsson, Þór.........
7
6
5
.4
4
.4
4
.3
.3
co co o co rt