Þjóðviljinn - 05.07.1983, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. júlí 1983
Þriðjudagur 5. júií 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
íbróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
íbróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Gillespie fer
til meistaranna
Liverpool keypti um helgina skoska varnar-
manninn Gary Gillespie frá Coventry City fyrir
325,000 pund. Par með þykir sýnt að ensku
meistararnir í knattspyrnu láti lands-
liðsmiðvörðinn Phil Thompsonfara, það er tœpast
nokkuð pláss fyrir hann lengur. Gillespie erstórog
sterkur leikmaður sem er talinn eiga góða mögu-
leika á sœti í skoska landsliðinu innan skamms.
Pá fór einn hinna kunnu leikmanna sem Everton
ákvað að látafrásérfrítt, Trevor Ross, fráfélaginu.
Nœsti ákvörðunarstaður Ross, sem áður lék með
Arsenal, verður Grikkland þar sem hann leikur
nœsta vetur með bikarmeisturum AEKfrá Aþenu.
Sigurður fyrstur
á nýju meti
Sigurður P. Sigmundsson, FH, varð fyrstur í
mark í hinu árlega Álafosshlaupi sem fram fór á
sunnudaginn. Hann náði þar besta tíma frá upp-
hafi áþessari vegalengd, 42,37 mínútur. Ágúst Por-
steinsson, UMSB, og Gunnar Páll Jóakimsson,
ÍR, urðu í öðru ogþriðja sœti og hlupu þeir einnig á
betri tíma en gamla metið. Fríða Bjarnadóttir,
Breiðabliki, sigraði í kvennaflokki, hljóp á 61,59
mínútum.
Heimsmetið
loks fallið
Heimsmetið í 100 m hlaupi karía er loks fallið.
Frá því Jimmy Hines hljóp þessa vegalengd á 9,95
sekúndum á Ólympíuleikunum í þunna loftinu í
Mexíkó árið 1968 hefursá tími verið spretthlaupur-
um óyfirstíganleg hindrun. Bandaríkjamaðurinn
Calvin Smith rauf múrinn á móti í Colorado um
helgina, sigraði þar á tímanum 9,93 sekúndur.
Landa hans, Evelyn Ashford, bœtti einnig heims-
metið ílOOm hlaupi kvenna um helgina. Hún hljóp
á 10,79 sekúndum en metið áður átti Marlies Göhr
frá A-Pýskalandi, 10,81 sek.
Silva fékk
gullskóinn
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Giovani Silva
var heiðraður með gullskófrá Adidas fyrir að vera
markakóngur heimsmeistarakeppni unglinga sem
lauk fyrirstuttu í Mexíkó meðsigri Brasilíumanna.
Silva skoraði 6 mörk, Klementz Joachim kom
nœstur meðfimm og Gabrieli frá Argentínu gerði
4. Silva fékk einnig gullbolta, var kjörinn besti
leikmaður keppninnar.
Keflvíking-
ar aftur
á blað....
Ragnar Margeirsson skoraði sigur-
markið í fyrsta leik sínum í sumar
Keflvíkingum tókst að rífa sig úr
botnsæti 1. deildar íslandsmótsins í
knattspyrnu á laugardaginn með
því að sigra ÍBÍ 2-1 á ísafírði í
tvísýnum og spennandi leik.
Dýrmæt stig til Suðurnesjamanna
og úrslitin þjappa liðunum í
deildinni enn nær hvert öðru.
ísfirðingar voru mun sterkari
aðilinn í fyrri hálfleiknum og fengu
gott marktækifæri á 12. mínútu, Jó-
hann Torfason átti þrumuskot rétt
framhjá Keflavíkurmarkinu eftir
gott uphlaup. Þeir tóku síðan for-
ystuna á 18. mínútu. Eftir ágætis
undirbúning fékk Gunnar Péturs-
son knöttinn í góðu færi frá Jó-
hanni, skaut og í netinu hafnaði
knötturinn eftir viðkomu í varnar-'
manni Keflvíkinga. Hálfgert
klúðursmark þó frá sjónarhóli
gestanna. 1-0.
Á 32. mínútu skeði gífurlega um-
deildur atburður. Jón Oddsson
komst í gegnum vörn Keflvíkinga
og vippaði knettium framhjá-Þor-
steini Bjarnasyni markverði..Þor-
steinn gerði sér lítið fyrir og kastaði
sér á Jón og feldi hann, ekkert ann-
að en vítaspyrna virtist koma tii
greina, en Guðmundur Haralds-
son, sem annars dæmdi sæmilega
þótt oft hafi hann verið betri, sá
ekkert athugavert og lét leikinn
halda áfram. Keflvíkingar voru því
heppnir að vera aðeins einu marki
undir í leikhléi.
Eftir hlé hófst leikurinn af mikl-
um krafti af beggja hálfu en Kefl-
víkingar voru nú öllu ákveðnari og
náðu undirtökunum. Á 68. mínútu
var dæmd aukaspyrna á ísafjörð
við vítateiginn. Framkvæmd henn-
ar tók nokkurn tíma, Keflvíkingur
fékk gult spjald fyrir að stjaka við
ísfirðingi, en síðan var knettinum
rennt til Sigurðar Björgvinssonar
sem sendi hann í netið, 1-1.
Sjö mínútum síðar gerðu svo
Keflvíkingar út um leikinn.
Hreiðar Sigtryggsson markvörður
ÍBÍ fór í hálfgerða skógarferð útí
vítateiginn, náði ekki knettinum
sem síðan var rennt til Ragnars
Margeirssonar, og landsliðsmaður-
inn afgreiddi hann í mannlaust
markið,2-l.
Leikurinn var jafn þegar á
heildina er litið og úrslitin hefðu
getað orðið á hvorn veginn sem
var. Keflvíkingar börðust
betur í síðari hálf- ,
leiknum og uppskáru
eftir því. Þeirra bestu
menn voru Þorsteinn
markvörður, Óli Þór
Magnússon og
Ragnar sem þarna lék
sinn fyrsta leik með ÍBK í sum-
ar, nýorðinn löglegur eftir að hafa
leikið í Belgíu sl. vetur. Hjá ís-
firðingum voru þeir Jóhann, Bene-
dikt Einarsson, Ámundi Sig-
mundsson og Jón Oddsson bestu
menn að þessu sinni.
- P/VS
Eftir stórsigur Skagamanna á Þrótti:
„Arangur aukinnar
rslu á sóknarleik“
Vignir Baldursson og Sigurður Grétarsson, Breiðabliksmenn, í baráttu við Þórsarana Nóa Björnsson.
Mynd: -eik.
ánægður með þennan leik
og reyndar tvo síðustu leiki okkar
Skagamanna. Þetta er árangur
aukinnar áherslu okkar á sóknar-
leik. Við mætum bjartsýnir til síð-
ari umferðar íslandsmótsins en ein-
beitum okkur þó aðeins að einum
leik í einu.“ Þetta sagði Hörður
Helgason, þjálfari ÍA, eftir að
menn hans höfðu gersigrað Þrótt-
ara, 5-0, á Akranesi í 1. deildinni í
knattspyrnu á laugardaginn.
Skagamenn mættu grimmir til
leiks og eftir u.þ.b. tíu mínútna
þreifingar tóku þeir hann í sínar
hendur og áttu góð marktækifæri
með stuttu og jöfnu millibili allan
leikinn á móti tveimur tækifærum
Þróttar. Of langt mál yrði að telja
öll tækifæri Skagamanna, aðeins
drepið á þau bestu.
Það fyrsta kom á 13. mínútu.
Sigþór Ómarsson átti fast skot
langt fyrir utan vítateig. Guð-
mundur Þróttarmarkvörður Er-
lingsson ætlaði að handsama knött-
inn sem fleytti kerlingar í döggvotu
grasinu og lenti í öxl hans og
þeyttist aftur útá völl.
Fyrsta markið kom á 18. mínútu.
Knötturinn barst inní vítateig
Þróttar, einn varnarmanna liðsins
varð fyrstur að honum og hugðist
hreinsa frá, hitti boltann mjög illa
þannig að hann barst óvænt til
Guðbjörns Tryggvasonar sem varð
fjarska glaður og þakkaði pent
fyrir sig með góðu marki, 1-0.
Það næsta kom sjö mínútum síð-
ar og þar var Sveinbjörn Hákonar-
son að verki. Hann skaut fast með
jörðinni utan vítateigs, knötturinn
fór milli fóta Guðmundar mark-
varðar og í netið. Mikið klaufa-
mark, 2-0.
Þriðja og síðasta markið í fyrri
hálfleik skoraði Hörður Jóhannes-
son eftir frábæra sendingu
Sveinbjörns. Hörður lék á Guð-
mund markvörð sem kom út á móti
honum og renndi knettinum í
hetið.
Síðari hálfleikur fór rólega af
stað og ekkert markvert gerðist
lengi vel. Á 69. mínútu fengu
Þróttarar loks sitt fyrsta tækifæri.
Páll Ólafsson tók aukaspyrnu og
lét vaða á markið en Bjarni fleygði
sér endilöngum og greip knöttinn.
Vel varið. Á 75. mínútu komst
Hörður í sæmilegt færi en skaut í
hliðarnet Þróttarmarksins. Hann
skoraði síðan fjórða markið á 79.
mínútu af markteig eftir sendingu
frá Sigþóri.
Varnarmaðurinn kunni, Sigurður
Halldórsson, átti mjög góðan leik
með Skagamönnum.
Fimmta markið kom á 83. mín-
útu og varð það jafnframt það fal-
legasta. Sigþór fékk boltann á
miðju, hljóp ótrauður að Þrótt-
armarkinu þrátt fyrir þrjá varnar-
menn í nágrenninu. Lengi lifi bar-
áttuviljinn. Eftir tvö návígi og hafa
leikið skemtilega á þriðja varnarm-
anninn og Guðmund skaut hann,
upp undir slá í opið markið. Hefur
viljað hafa þetta svolítið sætt.
Þorvaldur Þróttari Þorvaldsson átti
síðasta færið í leiknum en Skaga-
menn björguðu í horn.
Akranesliðið var jafnt og lék vel.
Jafnari en aðrir voru helst Ólafur
Þórðarson, Sveinbjörn og Sigþór.
Þá hlýtur Sigurður Halldórsson að
fara að banka hressilega á lands-
liðsdyrnar að nýju.
Um Þróttarliðið er lítið hægt að
segja. Manni finnst það eigi að geta
mun meir en það sýndi á laugar-
daginn. Vörnin var slöpp og þar
mættu menn tala meir sín á milli til
að koma í veg fyrir misskilning.
Áhorfendur voru 607. Dómari
var Baldur Scheving og dæmdi
hann slælega.
- MING/Akranesi
Innáskiptingin örlagarík! Enn eitt jafntefi
Hákon hressti heldur betur uppá Breiðabliksliðið
Breiðablik hreiðraði um sig í efsta
sæti 1. deidarinnar í knattspyrnu í háif-
tíma á laugardaginn, þar til leik ÍA og
Þróttar lauk, með því að sigra daufa
Þórsara frá Akureyri 3-0 á Kópavogs-
vellinum. Leikurinn var slakur framan
af en síðan lifnaði yfir báðum liðum,
einkum þó Blikunum sem oft á tíðum
sýndu skemmtilega og áferðarfallega
knattspyrnu.
Breiðablik sótti stanslaust fyrsta
korterið. Á ó.mínútu komst Jóhann
Grétarsson að endamörkum og sendi
fyrir á bróður sinn Sigurð sem skaut
hörkuskoti af stuttu færi og Þorsteini
Ólafssyni markverði Þórs tókst naum-
lega að halda boltanum'. Á 13. mínútu
skeiðaði Þorsteinn all ævintýralega útúr
markinu, Sævar Geir Gunnleifsson lék
á hann og sendi fyrir frá vinstri en varn-
armenn Þórs náðu að skalla frá.
Eftir þetta fóru Þórsarar að koma
meir inní myndina og á 20. mínútu fékk
fyrrum Blikinn Helgi Bentsson boltann
í góðu færi á markteig en hitti hann illa
og Guðmundur Ásgeirsson náði að
verja. Á 31. mínútu komst síðan Sig-
urður Grétarsson einn í gegn eftir
hrikaleg varnarmistök Þórs, lék á Þor-
stein en tókst á óskiljanlegan hátt að
renna boltanum framhjá galopnu
markinu. „Er markið ekki á réttum
stað“, heyrðist úr stúkunni!
Á 35. mínútu kom svö fyrsta markið.
Sigurjón Kristjánsson hafði verið með
rólegra móti fram að því en þarna
braust hann í gegnum miðja vömina,
missti knöttinn frá sér, varnarmaður
hugðist ýta boltanum aftur á Þorstein
en Sigurjón Kristjánsson hafði verið
með rólegra móti fram að því, en þarna
braust hann í gegnum miðja vörnina,
missti knöttinn frá sér, varnarmaður
hugðist ýta boltanum aftur á Þorstein
en Sigurjón fylgdi af mikilli grimmd og
lyfti yfir markvörðinn og í netið, 1-0 í
hálfleik.
Þórsarar bókstaflega áttu fyrstu tíu
mínúturnar í síðari hálfleik. Þeir sóttu
stanslaust en sköpuðu sér aðeins eitt
færi, Árni Stefánsson skaut hörkuskoti
af vítateig og Guðmundur Ásgeirsson
gerði vel að slá boltann í horn.
Á 60. mínútu átti sér stað örlagarík
innáskipting hjá Breiðabliki, Hákon
Gunnarsson kom inná í stað Sævars
Geirs. Þremur mínútum síðar hitti hann
boltann af seinum varnarmanni Þórs,
brunaði inní vítateiginn, ætlaði að
renna á Sigurð sem var dauðafrír en
boltinn iór í varnarmann og í horn.
Blikar ætluðu að taka hornið en þá var
Magnús dómari Theodórsson búinn að
benda á vítapunktinn, knötturinn hafði
snert hönd varnarmannsins. Strangur
dómur en Sigurður skoraði úr vítasp-
yrnunni þrátt fyrir góð tilþrif Þorsteins.
Tvær mínútur í viðbót, Sigurður
sleppur einn í gegn og sendir afar
óeigingjarnt á Hákon sem rennir bolt-
anum í opið markið, 3-0, og Þórsarar
allt x einu slegnir útaf laginu.
Þeir náðu ágætum kafla eftir þetta en
undir lokin voru Blikar nær því að bæta
við mörkum, Hákon og Björn Þór Eg-
ilsson komust báðir í opin færi en sama
sagan í bæði skiptin, náðu ekki vel til
knattarins.
Blikarnir eru komnir í toppslaginn og
verða þar áfram, á því er enginn vafi.
Sigur þeirra var sanngjarn en í stærsta
lagi. Hákon var maður dagsins, dreif
liðið í gang þegar hann kom inná.
Ólafur Bjömsson var traustur. Jóhann
átti góðan fyrri hálfleik og Sigurjón og
Sigurður voru alltaf ógnandi. Sigurð er
þó einum of auðvelt að veiða rang-
stæðan.
Jónas Róbertsson bakvörður var
bestur Þórsara, stóð uppúr í svifaseinni
vörn, sem Þorsteinn markvörður bjarg-
aði oft með því að hlaupa útfyrir vítat-
eiginn. Óskar Gunnarsson átti góða
spretti í fyrri hálfleik, Halldór Áskels-
son gerði skemmtilega hluti og Helgi
Bentsson olli stundum usla í vörninni
hjá hinum gömlu félögum sínum.
Magnús Theodórsson dæmdi mjög
vel en vítaspyrnudómurinn var einn sá
alstrangsti sem undirritaður hefur séð.
ið hjá meisturunum
Geysifjörug helgi í 4. deildinni í knattspyrnu:
Svarfdælir blómstruðu í síðari hálfleik!
Voruundir3-0ensigruðu5-4-Reynirskoraði4aftíumörkumHSS - Þjálfari Leiknis varði vítaspyrnu - Stefnulaus vallarmál á Suðureyri - Gunnar sendur á spítala
Það var heldur betur tíðindaríkur
leikur sem háður var á sjálfum aðal-
leikvanginum á Akureyri í E-riðli 4.
deildar í knattspyrnu á laugardag-
inn. Þar tók Vaskur á móti Svarfdæl-
um frá Dalvík sem ekki höfðu fengið
stig í riðlinum á meðan Vaskur hafði
lagt Vorboðann og Árroðann að
velli í síðustu leikjum. Vaskur var
með yfirburðastöðu í hálfleik, 3-0,
en Svarfdælir gerðu sér lítið fyrir í
síðari hálfleik og sneru blaðinu við,
jöfnuðu og sigruðu síðan 5-4. Hinn
eldfljóti Guðjón Georgsson skoraði
þrjú markanna og Stefán Jóhannes-
son tvö en Bergur Gunnarsson 2, Jó-
hannes Bjarnason og Flallur Stefáns-
son skoruðu fyrir Vask.
A-riöill:
Haukar-Óðinn........................8-0
Stefnir-HrafnaFlóki.................1-1
ReynirHn.-Afturelding...............2-3
Þór Hinriksson skoraði 4 fyrir
Hauka, Henning Henningsson 2,
Gunnar Svavarsson og Ómar
Strange eitt hvor.
Gunnar Guðmundsson þjálfari
Aftureldingar slasaðist illa fyrir vest-
an, fékk slæmt spark í bakið. Hann
lék út leikinn en var síðan fluttur
beint á sjúkrahús í Reykjavík. Lárus
Jónsson skoraði tvö marka Aftur-
eldingar og Hafþór Kristjánsson eitt.
Gunnlaugur Guðleifsson kom
Stefni yfir en það dugði ekki til.
Stefnismenn verða að leika á fsa-
firði, völlurinn þeirra á Suðureyri
var hirtur undir raðhús og nánast
ekkert látið í staðinn, þeir geta vart
æft við þær aðstæður sem þeim er
boðið uppá heima fyrir.
Staðan:
Haukar..............5 4 1 0 18-1 9
Afturelding.........5 3 2 0 18-6 8
Hrafna-Flóki..
6 3 1 2 7-10 7 Augnablik 6 3 2 1 9-8 8
6 2 1 3 9-8 5 Léttir 3 0 3 11-11 6
6 0 5 1 9-11 5 Grótta 6 2 1 3 15-14 5
4 1 1 2 8-6 3 Hafnir 6 1 1 4 9-13 3
6 0 1 5 1-28 1 Grundarfjöröur 6 0 2 4 7-19 2
B-riðill
Augnablik-Hafnir......................1-0
Stjarnan-Léttir.......................5-1
Grundarfjörður-Grótta.................1-1
Sveinn Ottósson skoraði sigur-
markið fyrir Augnablik.
Jón Haukur Jensson kom Létti
yfir en Stjarnan skoraði síðan fimm í
síðari hálfleik. Ógerlegt hefur reynst
að ná sambandi við forráðamenn
Stjörnunnar varðandi markaskorara
og vonandi bæta þeir úr því hið
fyrsta.
Staðan:
Stjarnan............6 4 2 0 15-3 10
ÍR..................6 4 0 2 14-12 8
C-riðill:
Víkverji-Þór Þ......................2-2
Drangur-Stokkseyri..................2-3
Eyfellingur-Hveragerði..............1-3
Víkverjar komust í 2-0, Svavar
Hilmarsson og Hermann Björnsson
skoruðu, en sveitarstjórinn mark-
heppni, Stefán Garðarsson svaraði
síðan tvívegis fyrir Þór.
Kjartan Busk 2 og Björgvin Sig-
urðsson skoruðu fyrir Hveragerði.
Guðni Einarsson úr víti og Kjart-
an Páll Einarsson gerðu mörkin fyrir
Drang en Páll Leó skoraði tvö marka
Stokkseyringa.
Staðan:
Víkverji..
.6510 16-3 11
Stokkseyri..............6 3 1 2 17-11 7
Árvakur.................6 3 12 14-10 7
Hveragerði..............6 3 0 3 12-9 6
ÞórÞ.................. 5 13 1 8-9 5
Drangur.................5 1 0 4 8-16 2
Eyfellingur.............6 1 0 5 6-23 2
0-riðill:
Glóðafeykir-Hvöt.................frestað
HSS-Skytturnar.....................10-0
Strandamenn fóru heldur betur
illa með. Skytturnar siglfirsku.
Reynir Ingimarsson skoraði 4 mark-
anna, Kristinn þjálfari Guðmunds-
son 2, Haraldur Jónsson, Örn Stef-
ánsson, ísak Lárusson og Guðbrand-
ur Hallsson eitt hver.
Staðan:
HSS...................3 2 0 1 13-2 4
Hvöt..................2 2 0 0 3-0 4
Skytturnar............3 1 0 2 2-12 2
Glóðafeykir...........2 0 0 2 0-4 0
E-riðilí: F-riðill:
Leiftur-Vorboðinn 6-0 2-1
ReynirÁr.-Árroðinn 2-1 0-2
Vaskur-Svarfdælir 4-5 Hrafnkell-Leiknir 0-1
Leiftur heldur áfram sigurgöng-
unni. Hafsteinn Jakobsson 2, Róbert
Gunnarsson 2, Halldór Guðmunds-
son og Sigurbjörn Jakobsson
skoruðu mörkin.
Björn Friðþjófsson og Örn Viðar
Arnarson skoruðu fyrir Reyni en
Hilmar Baldvinsson fyrir Árroðann.
Öll mörkin komu í fyrri hálfleik.
Staðan:
Leiftur...............4 4 0 0 19-2 8
ReynirÁr...............4 3 0 1 8-3 6
Árroðinn...............5 2 0 3 12-12 4
Vaskur.................5 2 0 3 10-13 4
Vorboðinn..............5 2 0 3 10-14 4
Svarfdœlir.............5 1 0 4 7-22 2
Ólafur Gíslason þjálfari og mark-
vörður Leiknis varði vítaspyrnu frá
Jóni Jónassyni í Breiðdalnum og
Borgþór Harðarson skoraði síðan
sigurmark Fáskrúðsfirðinganna.
Árni Ólason og Andrés Skúlason
skoruðu mörkin fyrir Borgfirðinga
sem heyja nú einvígi við Leikni um
efsta sætið fyrir austan.
Staðan:
Leiknir ..............6 5 0 1 15-3 10
Borgarfjörður..........6 5 0 1 11-4 10
Höttur..................6 3 0 3 9-11 6
Hrafnkell...............6 2 1 3 9-8 5
Súlan...................6 2 0 4 8-10 4
Egillrauði..............6 0 1 5 1-15 1
Jafntefli, 1-1, varð niðurstaðan
þegar Reykja víkurfélögin Valur og
Víkingur mættust á
aðalleikvanginum í Laugardal í 1.
deildinni í knattspy rnu á
laugardaginn. Fimmta jafntefli
meistara Vfkings í átta leikjum f
deildinni og það þriðja hjá
Valsmönnum í röð.
Fyrri hálfleikur fór að mestu
fram á miðjunni og var mikið um
_sendingar mótherja á milli. Víking-
ar voru þó heldur meira með bolt-
ann. Valsliðið virkaði mjög óör-
uggt lengi vel en það lagaðist er á
leið. Þeim tveimur færum hálf-
leiksins sem umtalsverð teljast
skiptu liðin á milli sín. Víkingur á
35. mínútu, ÓskarTómasson skaut
framhjá af markteigshorni eftir að
hafa fengið sendingu frá Heimi
Karlssyni. Valur á 42. mínútu,
Hilmar Sighvatsson átti sendingu
inní vítateig Víkings, Valur Vals-
son afgreiddi boltann viðstöðu-
laust með innanfótarskoti en Ög-
mundur Kristinsson markvörður
Víkings náði að verja.
Síðari hálfleikur var heldur líf-
legri. Strax á fimmtu mínútu skora
Víkingar. Heimir lék upp að enda-
mörkum vinstra megin, sendi inná
markteig þar sem Stefán Halldórs-
son skaut. Brynjari Guðmundssyni
tókst að slá boltann frá, Óskar náði
honum, lék á milli tveggja varnar-
manna og renndi honum framhjá
Brynjari og í netið, 1-0.
Heldur lifnaði yfir Valsmönnum
eftir markið þó sjaldan skapaðist
mikilhætta. Húnkom þóáól. mín-
útu, Þorgrímur Þráinsson náði
hörkuskoti rétt innan vítateigs,
knötturinn skall í þverslánni á Vík-
ingsmarkinu og hrökk þaðan út. Á
næstu mínútum sköpuðu síðan
bæði lið sér færi sem nýttust ekki
vel. En á 78. mínútu jafnaði Ingi
Björn Albertsson metin fyrir Vals-
menn með skoti rétt utan mark-
teigs, 1-1.
Eftir markið færðist mikið fjör í
Valsmenn sem réðu þá gangi
leiksins. Guðmundur Þorbjörns-
son var nær því búinn að tryggja
Óskar Tómasson skoraði sitt fyrsta
mark í 1. deild í sex ár þegar hann
kom Víkingum yfir gegn Val.
þeim bæði stigin er hann átti hörk-
uskot utan vítateigs en Ögmundi
tókst að bjarga með því að slá bolt-
ann afturfyrir.
Víkingsliðið var nokkuð breytt
að þessu sinni. Miðvörðurinn
sterki, Stefán Halldórsson, skellti
sér í fremstu víglínu og skarð hans í
vörninni fyllti Jóhann Þorvarðar-
son sem stóð sig vel, spilaði
stöðuna án mistaka. Þórður Mar-
elsson, Óskar Tómasson og
Guðgeir Leifsson áttu einnig
góðan dag.
í Valsliðinu var Þorgrímur ör-
uggur í vörninni og þess á milli
skellti hann sér fram og tók nokk-
urn þátt í sóknarleiknum. Ingi
Biörn átti góða spretti, svo og Guð-
jJPidur. Hilmar Harðarson hressti
nokkuð upp á liðið þegar hann
kom inná í síðari hálfleik.
Sævar Sigurðsson dæmdi leikinn
ágætlega þó stundum væri hann of
fljótur á flautuna.
-Frosti
Tvöfalt hjá McEnroe
og Navratilovu
Bandaríkjamaðurinn skap-
heiti, John McEnroe, vann
auðveldan sigur á Chris Lewis frá
Nýja-Sjálandi í úrslitaleiknum í
einliðaleik karla á Wimbledon-
mótinu í tennis sem lauk í London
um helgina. McEnroe vann allar
þrjár loturnar, 6-2, 6-2 og 6-2.
McEnroe sigraði einnig í tví-
liðaleiknum en þar lék hann
ásamt landa sínum, Peter
Fleming.
Martina Navratilova, tékk-
neska stúlkan sem nú er flutt til
Bandaríkjanna, varð einnig tvö-
faldur sigurvegari. Hún vanr
Andreu Jaeger frá Bandaríkjun-
um í úrslitum einliðaleiks, 6-0 og
6-3, og hún og Pam Schrives sigr-
uðu síðan í tvíliðaleik kvenna.
Tvenndarkeppnina vanu
bresk/ástralska parið John Lloyd
og Wendy Turnbull.