Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 2
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN. Þriðjudagur 19. júlí 1983 Þriðjudagur 19. júlí 1983 i ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Guðjón skoraði tvö og Þór vann Eitilharðir Pórsarar hafa nú þokað sérfrá mesta hœttusvœðinu í 1. deild með tveim glœsilegum sigr- um í röð. Eftir 2:0 leikinn við ÍA á Skaganum um síðustu helgi, nœldu Þórsarar sér í tvö stig til við- bótar með því að leggja eitt öruggasta liðið í 1. deild, KR, að velli í fjörugum leik á Akureyri á föstudagskvöldið síðasta. Þórsarar léku skemmti- lega knattspyrnu í þessum leik og verðskulduðu sigurinn. A 35. mínútu leiksins skoruðu þeir sitt fyrsta mark er Guðjón Guðmundsson skoraði beint úr aukaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Helga Bentssyni. A 64. mínútu síðari hálfleiks skoruðu Þórsarar afturog enn var Guðjón á ferðinni. Helgi Bentsson skaust innfyrir vörn KR komst framhjá mark- verðinum og átti nánast opið markið eftir, spyrnti en varnarmenn KR gripu í neyðarhemilinn, vörðu boltann með hendi og dæmd var vítaspyrna og úr henni skoraði Guðjón af öryggi. Þórsarar drógu sig aftur eftir þetta mark og náðu að halda fengnum hlut. Með sama áframhaldi gœtu þeir blandað sér í baráttuna um íslandsmeistaratit- ilinn. - K&HI Akureyri. Skagamenn á toppinn Skagamenn komust á toppinn í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu er þeir sigruðu lið Víkinga á Laugárdalsvellinum síðastliðið föstudagskvöld með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn var œsispennandi og þráttfyrir að Víkingar vœru tveim mörkum undir á tímabili munaði sáralitlu að þeim tœkist að jafna leikinn. Sigurður Jónsson skoraði síðara mark Skaga- manna með laglegu skoti. Á 10. mínútu leiksins skoruðu Skagamennfyrsta mark leiksins. Sigþór Ómarsson fékk boltann í þröngufœri inn í vítateig og skoraði laglega. A 30. mínútu bœtti hinn ungi leikmaður 1A Sigurður Jónsson öðru markinu við. Eftir að hafa leikið skemmtilega fram hjá varnarmanni Víkinga skoraði Sigurður með laglegu skoti í markhornið. Ómar Torfason skoraði úr vítaspyrnu er 15 mín- útur voru af seinni hálfleik og það sem eftir var af leiknum sóttu Víkingar stíft. Þeim tókst ekki að skora þrátt fyrir mörg góð færi. Bikarkeppni FRI - 1. deild: IR vann í 12. sinn ÍR-ingar sigruðu 12. árið í röð í bikarkeppni FRÍ sem haldin var um helgina í Laugardal. Á sama tíma fór fram keppni í 2. deild en þar sigruðu Ármenningar. Fyrir- komulag bikarkeppninnar var með svipuðu sniði og verið hefur undan- farin ár. Tvö neðstu liðin í 1. deild falla í 2. deild, þau tvö efstu í 2. deild koma upp o.s.frv. Þrátt fyrir afleitt veður síðari dag keppninnar voru unnin frábær afrek á mótinu. Sigurður T. Sigurðsson vippaði sér léttilega yfir 5,25 metra í stangar- stökki og setti nýtt og glæsilegt ís- landsmet og Vésteinn Hafsteinsson notfærði sér óskaaðstæður kringlukastarans og kastaði kringl- unni 65,60 metra og bætti 9 ára gamalt met Erlends Valdimars- sonar um nálega einn meter. Er- lendur keppti einnig í kringluka- stinu og kastaði 57,48 metra. Helstu úrslit mótsins urðu þessi: Fyrri dagur: Karlar: 400 metra grindahlaup: 1. Þorvaldur Þórsson ÍR 53,9 sek Langstðkk: 1. Stefán Þ. Stefánsson 6,93 (meöv.) Kúluvarp: 1. Vésteinn Hafsteinsson 15,35 m 200 metra hlaup: 1. Egill Eiðsson UÍA 22,54 sek (mótv.) 3000 metra hindrunarhlaup: 1. Sigurður P. Sigmundsson 9:40,2 mín Spjótkast: 1. Óskar Thorarensen 63 m Hástökk: 1. StefánÞ. StefánssonÍR 1,95 m 800 metra hlaup: 1. BrynjúlfurHilmarssonUÍA 1:54,2 mín Sleggjukast: 1. Erl. Valdimarss. 51,38m 4x100 m boðhlaup: l.SveitÍR 42,5 sek. Úrslit fyrri dags, konur: Hástökk: 1. Þórdís Gísladóttir ÍR l,70m Spjótkast: 1. Brigitta Guöjónsd. 42,98m 400 m grindahlaup: 1. ValdísHallgrímsd. KR 63,5 sek. 100 m hlaup: 1. Oddný Árnadóttir ÍR 12,0 (mótv.) Kúluvarp: 1. Guðrún Ingólfsd. KR 13,55m 400 m hlaup: 1. Helga Halldórsd. 56,99 sek. 1500 m hlaup: 1. RagnheiðurÓlafsd. 4:43,5 mln. 4x100 m boðhlaup: 1. SveitÍR 48,2 sek. Seinni keppnisdagur: Karlar: Stangarstökk: 1. SigurðurT. Sigurðsson KR 5,25 m Kringlukast: 1. Vésteinn Hafsteinsson HSK 65,60m Þrístökk: 1. Kári Jónsson HSK 14,66 m 110 m grindahlaup: 1. Hjörtur Gíslason KR 14,42 sek. 1500 m hlaup: 1. Brynjúlfur Hilmarsson UÍA 4:29,4 mín. 100 m hlaup: 1 .-2. Hjörtur Gíslason KR 10,74 sek. 1 .-2. Jóhann Jóhannsson ÍR 10,74 sek. 400 m hlaup: 1. Þorvaldur Þórsson ÍR 51,3 sek. 5000 m hlaup: 1. Brynjúlfur Hilmarsson UÍA 15:52,6 mín. 1000 m boðhlaup: 1. SveitÍR 2:02,97 mín. Konur: 100 m grindahlaup: 1. Helga Halldórsd. KR 14,00 sek. 800 m hlaup: 1. Ragnheiður Ólafsdóttir FH 2:21,4 mín. Kringlukast: 1. Guðrún Ingólfsd. KR 45,74 m Langstökk: 1. Bryndís Hólm ÍR 6,05 m, 200 m hlaup: 1. Oddný Árnadóttir ÍR 24,72 sek. Lokastaðan: stig l.ÍR 165,5 2.KR 118,5 3. UÍA 116 4. HSK 111 5.FH 101,5 6. UMSE ....... 67,5 Milli kynja skiptust stigin svo: Konur: 1. ÍR..... 2. KR...... 3. FH..... 4. UÍA..... 5. UMSE.... 6. HSK.... Karlar: 1. ÍR..... 2. HSK.... 3. UÍA.... 4. KR..... 5. FH..... 6. UMSE.... stig ...68 .. 57 48.5 ...44 37.5 ...37 ...68 ...74 ...73 61.5 ...52 ...30 Einar Vilhjálmsson spjótkastari fleygir hér spjótinu 81,78 metra í bikarkeppni FRÍ, 2. deild, sem haldin var á Kópavogsvelli um helgina. Ármenningar unnu með 150,5 stig. UMSK varð 12. sæti með 128,5 stig, UMFB nr. 3 með 126 stig, USAH í 4. sæti með 101 stig, Snæfell ífimmta sæti með 70,5 stig og USAH rak lestina með 67,5 stig. Kast Einars í spjótkastskeppninni er það lengsta sem íslendingur hefur kastað hér á landi. íslandsmet hans er 99.98 metrar. 81,78 metrar Engin lógík í úrslitum leikja í 1. deild. yr . á heimavelli Öryggi íslenskra knattspyrnu- manna er um margt áfátt um þessar mundir. Eyjamenn sem skruppu suður seinni part síðari viku, léku þar eins og englar gegn Þrótti í bik- arnum og unnu 3:0, mæta svo ÍBK, liði sem flestir hyggja að berjist fyrir tilveru sinni í 1. deild, og tapa! sem meira er: Eyjamenn voru á sínum heimavelli, en þar tapa þeir sjaldan enda hvattir áfram af bróð- urparti íbúa Heimaeyjar sem flykkjast á völlinn hvernig sem viðrar. Úrslitin urðu 2:1, ÍBK í vil, og nú vandast málið fyrir ÍB V, liðið er í 3. sæti í deildinni, einu stigi á eftir ÍA og Blikum. Keflvíkingar höfðu eitt mark yfir í hléi. Nýliði, Freyr Sverrisson skoraði eftir sendingu Ragnars Margeirssonar. í íyrri hálfleik léku Keflvíkingar undan vindi og nýttu sér það. Þeir léku góða knatt- spyrnu og gáfu Eyjamönnum aldr- ei færi á að by ggj a upp spil svo gagn væri í. Eyjamenn nutu meðvindar í síð- ari hálfleik. Þeir sóttu stíft að marki Keflvíkinga sem gáfu eftir greinilega staðráðnir í að halda fengnum hlut. Sóknarleikur ÍBV bar árangur er Kári Þorleifsson sem fyrir stuttu síðan hætti við að haétta, eins og mörg frækin knatt- spyrnuhetjan hefur gert, skoraði. Stuttu síðar skoraði Einar Ásbjöm annað mark Keflvíkinga. Hann fékk sendingu frá Óla Þór Magnús- syni sem hafði böðlast fram hjá nokkrum varnarmönnum Eyja- skeggja. Lokakafla leiksins vörð- ust Keflvíkingar öllum meiriháttar áföllum enda var Þorsteinn Bjarnason í essinu sínu í markinu svo sem títt er um markverði sem hafa mikið að gera. Hann var besti maður ÍBK í leiknum ásamt Óla Þór. Hjá Eyja- mönnum skar sig enginn úr. „Siúkralið“ Vals náði jafntefli Breiðablik á leið til íslands- meistaratitils mættu Val sl. suiinu- dagskvöld. Leikurinn var vel leikinn lengst af, þó sérstaklega af hálfu Blikanna, sem oft sýndu stór- kostleg tilþrif. Valsmenn voru á hinn bóginn nokkuð frá sínu besta, mestan hluta leiksins en betri marknýting tryggði þeim annað stigið. Valsmenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og það tók þá aðeins tvær mínútur að koma tuðrunni í mark Blikanna. Kom markið eftir aukaspyrnu, mikil þvaga mynd- aðist rétt utan markteigs Blikanna þar sem Guðna Bergssyni tókst að koma boltanum framhjá varnar- mönnum Blika og markmanni, 1-0. Valsmenn fengu síðan annað færi á 17. mínútu. Ulfar nær góðu skoti sem Guðmundur Blikamark- vörður varði. Á þessum tíma byrjuðu Blikarnir að sýna tennurn- ar og það gaf ávöxt strax um miðjan hálfleikinn. Sigurður Grét- arsson náði boltanum á miðju vall- arins, brunaði upp kantinn og gaf lága sendingu inn fyrir vörn Vals- ara þar sem Hákon varð á undan Sigurði markmanni Haralds á bolt- ann og sendi hann í markið. Eftir markið var aðeins eitt lið á vellin- 'um, Valsmenn nánast statistar. Blikarnir óðu í færum án þess þó að koma boltanum í netið. staðan því í hálfleik, 1-1. Ekki voru liðnar nema tvær mínút- ur af síðari hálfleik er blikarnir skora sitt annað mark. Sigurður Grétarsson náði þá boltanum á miðjum vallarhelmingi Valsara, brunaði í átt að Valsmarkinu með tvo varnarmenn á hælunum, náði síðan að leika á Valsmarkmanninn og senda boltann í tómt markið. Blikarnir héldu yfirburðum sínum eftir markið þó Valsmenn næðu að skapa sér einstök færi. Eitt slíkt í' uppsiglingU á 49. mín. er löppun- um var kippt undan Hilmari Sig- hvatssyni, rétt innan teigs en ekk- ert dæmt. Blikarnir þó ennþá miklu betri og Valsmarkið stöðugt í hættu. Hákon misnotaði gott færi innan teigs, sömuleiðis Sigurjón, skot hans rétt yfir. Þá átti Sigurður Grétarsson aukaspyrnu rétt fram- hjá. En síðan fór greinilega nokkur þreyta að færast yfir Kópavogsliðið og Valsmenn að sama skapi lifnuðu við. Þó kom mark Valsmanna sem þruma úr heiðskíru lofti. Sending Hilmars Sighvatssonar af hægri kanti fékk að komast óáreitt inn á markteig þar sem Ingi Björn var óvaldaður og skallaði boltann í tómt markið. Vörn Breiðabliks- liðsins einhverstaðar á berjaferð, 2-2. Á 83. mínútu fengu Valsmenn síðan guílið tækifæri til að gera út um leikinn. Ingi Björn með skot úr dauðafæri en vel varið. Síðustu mínútur leiksins áttu Valsmenn en mörkin urðu ekki fleiri. Bestur Blikanna var óumdeilan- lega Sigurður Grétarsson, hann var potturinn og pannan í öllu sóknar- spili blikanna auk þess sem hann gerði Völsurum marga skráveifuna á miðjunni. Hjá sjúkraliði Vals var Hilmar Sighvatsson bestur og raunar eini maður liðsins sem lék af „normal“ getu allan leikinn. Þá átti Ingi Björn góða spretti í síðari hálfleik. Dómari þessa leiks var Grétar Norðfjörð, dæmdi hann leikinn þokkalega þrátt fyrir fullmikla smámunasemi. Hinsvegar voru línuverðirnir full ragir við að veifa á brot er þeir höfðu gott útsýni yfir. Áhorfendur voru á 11. hundrað. - FROSTI Rokið setti svip á leiki 4. deildar um helgina Leiknir vann Egil rauða 8:1 - Haukar sigra Lítil breyting á stöðu efstu liða í riðlunum sex Fjölmargir leikir voru á dagskrá í riðlunum sex í 4. deildinni um helg- ina. Við snúum okkur beint að úrslit- unum: A-riðill: Þrír leikir voru á dagskrá um helg- ina að föstudagskvöldinu meðtöldu. Ekkert hefur þó heyrst um úrslit í leik Óðins og Aftureldingar en eins og kunnugt er þá mættu Öðinsmenn ekki til leiks þegar þeir áttu að leika við Reyni Hnífsdal. Þá var einum leik frestað, leik Hrafnaflóka og Reynis Hnífsdal en hann átti að vera á laugardaginn síðasta. Því fór aðeins einn leikur fram í A-riðlinum: Bolungarvfk-Haukar................2:3 Bolvíkingar höfðu yfir í hálfleik gegn toppliðinu Haukum. Það var Jóhann Kristjánsson sem skoraði markið. í síðari hálfleik snerist dæm- ið hinsvegar við, enda var mikið rok á vellinum og Haukar náðu yfirhend- inni. Þeir unnu 3:2, en okkur er ekki kunnugt um markaskorara liðsins. Fyrir Bolvíkinga skoraði Albert Haraldsson síðara markið úr víti. Staðan: Haukar...............7 6 1 0 35- 3 11 Aftureldlng..........6 4 0 2 30- 6 10 Reynir...............7 3 1 3 9- 8 7 Bolungarvfk.............7 3 14 10-15 7 Stefnir.................7 1 5 1 8-20 7 Hrafnaflóki.............6 1 1 4 8-32 3 Óðinn...................7 0 1 6 1-26 1 B-riðill: Strákarnir í 2. flokki ÍR eru á keppnisferðalagi í Kaupmannahöfn um þessar mundir og hafa ÍR-ingar fengið frestað þremur leikjum af þeim sökum. Því lék liðið ekki gegn Stjörnunni um helgina. Á Höfnum sýndu heimamenn mikil og skemmtileg tilþrif og gersigruðu Grundfirðinga með þrem mörkum gegn engu. í leikhléí var staðan 4:0. Kristinn Guðbjörnsson skoraði fjórum sinnum fyrir Hafnir og Jón Ásgeir Þorkelsson eitt mark. Þá unnu Léttismenn Gróttu í mikl- um markaleik. ÍR-Stjarnan....................(frestað) Hafnir-Grundarfjörður................5:0 Léttir-Grótta........................7:3 Staðan: (R.....................7 5 0 2 18-14 10 Stjarnan...............6 4 0 2 15- 3 8 Léttir.................8 5 0 3 20-16 8 Augnablik..............7 3 2 2 11-12 8 Grótta.................7 2 1 4 19-22 5 Hafnir.................7 2 1 4 14-13 5 Grundarfjörður.........8 0 2 6 9-27 2 D-riðill: Hvöt-HSS........................... 1:0 , Glóðafeykir-Skytturnar.............3:1 jvavaiMun inuiaui cina mark Hvatar gegn HSS. í hálfleik hafði hvorugt liðið skorað mark. Með sigrinum hafa strákarnir í Hvöt náð yfirburðaforskoti í sínum riðli og má mikið vera ef þeir vinna hann ekki. Staðan: Hvöt...................4 4 0 0 7- 1 8 HSS....................5 3 0 2 15- 3 6 Glóðafeykir............6 114 4-10 3 Skytturnar.............5 113 3-15 3 E-riðill: Árroðinn-Vorboði..................1:0 Reynir-Svarfdælir.................2:1 Vaskur-Leiftur....................6:0 Leikmenn Árroðans unnu sann- gjarnan sigur á Vorboðanum. Leikurinn einkenndist nokkuð af að- stæðum, miklum vindi. Áttu bæði liðin mörg tækifæri, en aðeins tókst að nýta eitt þeirra. Rúnar Arason skoraði í fyrri hálfleik eina mark leiksins fyrir Árroðann. Léikur Reynis og Svarfdæla var fremur daufur. Annað markið sem Dalvfkingar fengu á sig var sjálfs- mark. Þá voru Ólafsvíkingar í miklu stuði og unnu stóran sigur. Staðan: Leiftur.. Reynir................;5 4 0 1 10- 5 8 Árroðinn...............6 3 0 3 13-12 6 Vorboðinn..............6 2 0 4 10-15 4 Á/askur.................6 2 0 4 10-19 4' Svarfdælir.............6 1 0 5 8-24 2 F-riðill: Úrslit í leikjum helgarinnar í F- riðli urðu sem hér segir: Höttur-Súlan....................... 2:2 Egill rauði-Leíknir..................1:8 Hrafnkell-UMFB.......................1:2 Staðan í riðlinum er nú þessi: Leiknir.................7 6 0 1 23- 4 12 Borgarfjörður...........7 601 13-512 Höttur..................7 3 1 3 11-13 7 Hrafnkell...............7 2 1 4 10-10 6 Súlan...................7 2 1 4 10-12 5 Eglltrauði.............7 0 1 6 2-23 1 Magni Pétursson lætur vaða að marki Blika i leiknum á sunnudagskvöldið. Til varnar eru þeir Trausti og Sigurjón sem taka létt dansspor í leiðinni. Ljósm.: eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.