Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 1
• » M 1. deild Úrstit leikja i 11. umferö íslands- mótsins i ííRSttspyrnu urðu sem hér segir: Víkingur-ÍA......................1:2 Þór-KH.....;.....................2:0 Þróttur-ÍBÍ......................1:0 Breiöabilk-Valur............... 2:2 ÍBV-ÍBK..........................1:2 Akranes.........11 6 1 4 19-8 13 Breiðablik......11 4 5 2 12-7 13 Vestm.eyjar.....11 4 4 3 20-13 12 Þór.............11 3 5 3 12-12 11 Keflavik........10 5 1 4 14-15 11 Valur...........11 3 4 4 16-20 10 Þróttur.........11 3 3 4 10-18 ,10 ísafjörður......11 2 5 4 11-15 9 Vfkingur........10 1 6 3 7-10 8 Markahæstir: Ingi Björn Albertsson Val........ 8 Hlynur Stefánsson (BV .............7 Guðjón Guðmundsson Þór.............6 Kári Þorleifsson ÍBV............. 5 SigurðurGrétarsson, Breiöabl.....5 Sigþór Ómarsson ÍA.................5 Næstu leikir: IA - Breiöablik 23. júli, ÍBI - Þór 25. júií, Valur - (BV 25. júlí, KR - Víkingur 26. júlf, ÍBK - Þróttur 26. júli. 1. deiid kvenna: Skaginn vann Akranes vann Vfking með einu marki gegn engu í 1. deiid kvenna i knattspyrnu á Vikingsvellinum sl. sunnudag. Mark Skagastúlkna var skorað þegar 15 minútur voru af fyrri hátfleik og þar var aö verkl Vanda Sig- urgeirsdóttir. Skagastúlkurnar léku undan strekkingsvindi I fyrri hálfleik og sóttu þá mun meira. Þó áttu Víkings- stúlkurnar nokkrar skyndisóknir sem voru hættulegar. Hrefna markvörður Vikings átti góðan leik f markinu og geta Víkingsstúlkur þakkað henni fyrir að hafa ekki tapað meö meirl mun. Næstu leikir í 1. deild verða á fimm- tudaginn. Þá leika Breiðablik og Val- ur, Víðir og ÍA. KR og Vikingur leika á föstudag. MHM. Watson öllum sterkari Bandariski golfleikarinn Tom Watson, sem verið hefur í öldudal undanfarin ár, sigraði í hinu ægisterka móti „British - open“ sem haldið var á St. Andrews- golfvellinum í Skotlandi. Wakson hefhr átt i nokkrum vandræðuin vegna „sveifl- unnar", sem honum hefur ekki þótt nándar nserri góð og sigur hans kom því nokkuð á óvart þó engum djljist að þar fari frábær golfleikari. Watson lék af frhæru öryggi á meðan Craig Stadler frá Bandarfkjunum, sem hafði leikið af snilld fyrstu hringina, brotnaði undan álaginu og varð að láta sér lynda deíit 11. sætiö. Wtson lék holurnar 72 á 275 höggum. I 2. sæti varð H. Irwin frá Bandaríkjunum með 276 högg. Graham Marsh ÁstraUu varð í 3. sætl mcð 277 högg og gamla kempan Lee Trevino, fyrrum Mexfkó- búl, keppir nú fyrir Bandaríkin, varð í 4. sæti með 278 högg. Bellesteros frá Spáni, sem margir telja besta golfleikara heims um þessar mundir, varð f 5. - 6. sæti. 2. deild Staðan f 2. deild eftir leiki helgarinnar er nú þessi: Fram..............9 6 2 1 13-6 14 KA...............10 5 4 1 17-8 14 Völsungur........10 5 2 3 11-8 12 Vlðlr............11 6 2 3 9-7 12 Njarðvík.........11 5 1 5 13-11 11 KS...............11 2 6 3 10-11 10 Einherji..........8 3 3 2 5-5 9 Reynir...........11 1 3 7 7-22 5 Fylkir...........11 1 2 8 12-18 4 Þriðjudagur 19. júlí 1983 Þ.TÓÐVILJINN - SÍÐA 9 i . ..... —ii' Vésteinn Hafsteinsson - Fleygði kringlunni 65,60 metra sem er nýtt íslandsmet. Átti tvö önnur köst yfir 60 metrana. Sigurður T. Sigurðsson - nýtt íslandsmet í stangarstökki, 5,25 metrar. Bikarkeppni FRI um helgina- 1. deild: oi Vésteinn og Sigurður T. settu glæsileg íslandsmet „Ég held að Sigurður eigi að geta stokkið hærra. Hann hefur verið að æfa með nýja stöng og það tekur alltaf sinn tíma að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ég veit til þess að hann hefur stokkið 5,37 metra á æfingu þannig að ekki er óraunhæft að hann stökkvi þetta 5,40-5,50 við toppaðstæður,“ sagði frjálsíþróttaþjálfarinn kunni, Ólafur Unnsteinsson eftir að Sig- urður T. Sigurðsson sveiflaði sér yfir 5,25 metra seinni keppnisdag- inn í bikarkeppni FRÍ sem haldin var á Laugardalsvelli og Kópavogs- velli um helgina. Vésteinn Haf- steinsson gerði það heldur ekki endasleppt. Hann kastaði kringl- unni 65,60 metra og bætti 9 ára gamalt með Erlends Valdimars- sonar um röskan meter. Aðstæður til keppni í kringlukasti voru með allra besta móti, hávaðarok. Engin vindtakmörk eru þegar keppt er í kringlukasti. Það hefur runnið mikið vatn til sjávar frá því að Valbjörn Þorláks- son setti Islandsmet sitt á Melavell- inum árið 1958, 4,50 stökk hann á stálstöng. Þá var heimsmetið 4,77 og þótti gott enda notaði heimsmethafinn bambusstöng. Finninn Nikkola fór fyrstur yfir 5 metra árið 1962 og uppúr því fóru að koma betri og betri stangir á markaðinn. Stangirnar eru sér- hannaðar fyrir hvern stökkvara. Spurt er um hæð og þyngd. Sigurð- ur hefur verið að æfa sig með nýja rándýra stöng frá V-Þýskalandi og hefur gefist vel. Ekki er víst að Vésteinn fái að vera með met sitt svo lengi í friði, því Óskar Jakobsson bankar á. Hann hefur kastað kringlunni 63,24 metra og átti nýlega kast yfir 65 metra sem mældist hárfínt ógilt. Kastasería Vésteins var góð. Hann átti þrjú köst sem fóru yfir 60 metra og í upphituninni kastaði hann kringlunni yfir 65 metra. Um önnur úrslit í bikarkeppn- inni vísast til bls. 10 og 11. Furðuleg úrslit í 2. deild, 10. umferð: Öllum Þau undarlegu úrslit áttu sér í leikjum 2. deildar um helgina, að föstudeginum meðtöldum, að öll- um leikjum 10. umferðar lauk með einum og sömu úrslitunum, 1:0. Á föstudagskvöldið fór fram einn leikur. Völsungar mættu FH á heimavelli og var þar um afar mikilvægan leik að ræða fyrir bæði liðin, ekki síst fyrir FH sem varð að vinna til að eygja möguleika á sæti í 1. deild næsta keppnistímabil. Pálmi Magnússon skoraði eina mark leiksins fyrir FH á 60. mínútu. Þá vann Einherji Víði, 1:0. Gúst- af Baldvinsson var ekkert að tví- nóna við hlutina og skoraði beint úr aukaspyrnu af 50 metra færi! 1:0 þar. Þá höldum við til Siglufjarðár, en þar öttu heimamenn kappi við Fram. Guðmundur Torfason skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Og á sunnudagskvöldið fóru svo leikjum lauk 1:0! fram tveir leikir. KA vann Fylki 1:0 á Hallarflöt. Hinrik Þórhallsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar stutt var til leiksloka. I Sandgerði léku Reynir og Njarðvík. Haukur Jóhannsson skoraði fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik. Næstu leikir Næstu leikir í 2. deild karla á íslandsmótinu verða sem hér segir: 22. júlí, FH - Víðir á Kaplakrika- velli. 22. júlí, Njarðvík - Fylkir í Njarðvík. 24. júlí, Fram - Völsung- ur á Laugardalsvelli. 25. júlí, Ein- herji - Reynir á Vopnafirði. 25. júlí. KA - KS á Akureyri. íslands- meistari í hjólreiðum Pálmar Kristmundsson sigraði í karlaflokki á meistaramóti Islands í hjólreiðum sem haldið var í þriðja sinn um helgina. Pálmar hjólaði 110 kílómetra vegalengd á 3 klst., 4 mínútum og 8 sekúndum. Annar varð Frosti Sigurjónsson og í þriðja sæti kom Guðmundur Jakobsson. í unglingaflokki sigraði Ingólfur Einarsson, en hann kom sekúndu fyrr í mark en næsti maður, Sigurð- ur Gíslason. Keppendur á mótinu voru níu talsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.