Þjóðviljinn - 23.07.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.07.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJTNN Helgin 23.-24. júlí 1983 skammlur Af Titlatogi Stundum, þegar ég fyllist löngun til aö kanna þjóðarsálarástandiö, kíki ég í blöðin, hlusta á útvarp, horfi á sjónvarp, eöa fer á kjaftaþing niörá Hressó. Mér skilst að um þessar mundir sé þjóðarsálin þræl- ballanséruð, þó haustið sé að vísu að ganga í garð, án ,þess að veturinn hafi kvatt, hagbönn, aflabrestur og markaðshrun séu óumflýjanlegar staðreyndir, landið óseljanlegt, enda veðsett uppí topp, lánstraust nærri þorrið, en 25% kjararýrnun launþega framundan. íslenska þjóðarsálin fer nú ekki úr jafnvægi þó gras- ið klárist af landinu, fiskurinn úr sjónum og menn hætti að eiga fyrir mat; ekki aldeilis. Nú er það hinsvegar annað, sem virðist ætla að raska sálarró þjóðarinnar svo um munar. Það er eins og einhver uggur hafi gripið um sig, margir eru í tals- verðu uppnámi og eitt stórmál virðist mál málanna í dag: Réttarstaða lespía og homma. Nú veit ég ef til vill ekki nógu vel um hvað málið snýst, því mér hafa alltaf fundist hommar og lespíur jafn sjálfsagður hluti af mannfélaginu eins og Brímar, Proppear og Tórsarar. Þegar ég var smákrakki, vissi ég ekki frekar en aðrir á mínu reki, hvað það var að vera hommi, svo ég lallaði mér einhvern tímann til ömmu minnar og bað hana að setja mig inní málið. „Æ“, sagði amma, „það eru einhverjir kallar, sem hafa gaman af að toga í tippið á hver öðrum“. Þetta fannst mér svo drepfyndið að ég hló mig máttlausan að því bæði á daginn og uppúr svefni á nóttinni, en sjálf athöfnin þótti mér jafn fráleit einsog að greiða sér áður en farið var út á morgnana. í mörg ár hélt ég svo að „titlatog" væru ástaratlot homma, já ég held bara þangað til að ég fór að stúd- era tannlækningar í Þýskalandi, en þá komst ég svo sannarlega að því að titlatog var ekkert „létt flört á Ijúfri stundu", heldur lífsnauðsynlegur hluti af mannlegum samskiptum prússa. „Titlatog". Það hálfa hefði verið nóg. Eg meina það. Jæja. Nú eru semsagt allir á bólakafi í því að mynda sér haldgóða skoðun á lespíum og hommum og auðvitað verð ég að láta hér til mín taka, því ekkert mannlegt er mér óviðkomandi. Mér skilst að allt mannkynið sé annaðhvort lespíur eða hommar. Eðlilegt og æskilegast er hinsvegar talið að konur séu hommar en karlmenn lespískir, semsagt konur uppá karlhöndina, en karlar uppá kvenhöndina. Ef konur afturámóti verða lespískar, eða karlar homm- ar er - að því að mér skilst - voðinn vís, því (eins og æskulýðsleiðtoginn sagði í útvarpinu um daginn) „bib- lían gerir ekki ráð fyrir því“. Þegar ég var yngri, höj, slank og dálítið meira tæl- andi en ég er nú orðinn, döðruðu hommar stundum við mig og það fannst mér alltaf svona heldur skemmti- legt, því þeir áttu aldrei séns. Maður var alveg þræl lespískur allan tímann. Það er nú einu sinni svo, þegar maður hefur eitthvað á boðstólum í þjóðfélagi hins frjálsa framtaks, framboðs og eftirspurnar, að þá er ólíkt notalegra að eftirspurnin eftir manni sé meiri en framboðið. Satt að segja fannst mér stundum að stelpurnar hefðu mátt vera ögn aðgangsharðari, þó ég sé auðvitað ekkert að kvarta. Aldrei man ég eftir því að hommar yllu mér minnstu óþægindum. Ég held þeir hafi fljótt fundið að „titla- togið" var ekki á óskalistanum hjá mér og þá féll allt í Ijúfa löð, þeir fóru að reyna við aðra stráka og ég við stelpurnar. í hópi homma voru líka menn, bæði lífs og liðnir, sem ég hafði mikið dálæti á og virti umfram aðra menn. Nægir þar að nefna Njál og Gunnar, Gög og Gokke. Á þessum árum vissu það allir að þeir sem verst létu útí homma, voru sjálfir svolítið svag fyrir karlmönnum, oftast án þess að gera sér það Ijóst. Þetta var kallað að vera „latent" og var alþekkt fyrirbrigði á Langabarnum í Aðalstræti. Ef einhver fékk taugaáfall við það að hommi lagði höndina á hnéð á honum, sögðum við, sem vorum í stelpunum: „Nú, hann er latent þessi". Einn okkar, Brandur hálfmáni átti sér enga ósk heitari en að geta orðið „bí“, eins og það er kallað, en það er þegar maður nær því að verða bæði hommi og lespa jöfnum höndum. „Þá kæmi nú eitthvert svíng í tilfinningalífið“, sagði Brandur hálfmáni stundum. Og áður en hann fór að sofa, hafði hann yfir þessa vísu: Um það hugsa ég æ og sí er ég fer að sofa, hve gaman væri að vera bí í veislu stórra klofa. sHraargatið Margt er nú gert til að plokka fé út úr gamla fólkinu á Hrafnistu og höfðað til ýmissa tilfinninga. í ný- útkomnu eintaki af Hrafnistu- bréfinu er skýrsla um minning- arkapellu í Hrafnistu í Hafnar- firði eftir Pétur Sigurðsson al- þingismann, formann Sjómanna- dagsráðs sem rekur dvalarheimil- in. Þar segur m.a.: „Á einum vegg kapellunnar er komið fyrir litlum koparspjöldum, sem fest eru á minningartöflu. Á spjöldin eru skráð nöfn, fæðingardagur og dánardagur þeirra, sem aðstand- endur og vinir vilja minnast á þennan hátt. Á minningartöfluna eru komin sex nöfn, og kostar hvert spjald tíu þúsund krónur árið 1983.“ Já, dýrt er Drottins orðið. ✓ / Helgarpóstinum í gær er sagt frá úrslitum í smásagnasamkeppni sem Samtök móðurmálskennara efndu til í vor og er það nýjung að úrslit í slíkum samkeppnum leki út áður en þau eru tilkynnt form- lega. Einnig eru talin upp nöfn ýmissa höfunda sem ekki fengu verðlaun, en sendu inn sögu. Kannski er skýringin á þessum Ieka í Helgarpóstinn sú að Sig- urður Svavarsson, formaður Fé- lags móðurmálskennara, en einn af dálkahöfundum blaðsins. Menntamálaráðu- neytið er um þessar mundir að kaupa tölvu af Heimilistækjum h.f. og ýmis forrit sem henni eiga að fyl- gja. Eitt af forritunum á að inni- halda lista yfir ósvöruð bréf sem liggja í ráðuneytinu og hljóta þau að vera ærið mörg úr því að tölvu- vinna þarf skrá yfir þau. Fyrsti ársfjórðungur Janúar Febrúar Mars S M T W T F S S M T W T F S S M T w' T F S 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Annar ársfjórðungur Apríl Maí Júní S M T W T F S S M T W T F S S M T W T t S 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29-30 ■**W Þriðji ársfjórðungur Júlí Ágúst September S M T W T F S S M T W T F S* S M T w T F S 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12 3 4 5 6 7 8 9 io 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 1516 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Fj órði ársfjórðungur Október Nóvember Deseniber S M T W T F S S M T W T F S S M T W T F S 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12 3 4 5 6 7 8 9 io 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 _ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 H 12 13 14 1S 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 w Röng mynd í aukablaðinu I aukablaðinu nú sem fylgir blaðinu í dag er birt mynd sem undir stendur Heimsalmanak o.s.frv. Þau mistök urðu hins vegar að birt var röng mynd eða af almanakinu eins og það lítur út í dag. Hér kemur rétta myndin af heimsalmanakinu eins og það á að vera samkvæmt tillögum og gildir myndatextinn á bls.2 í aukablaðinu við þessa mynd. Ólafur: Fimmti biskupinn Pétur: Dýrt er Drottins orðið íslenskir annálar 1400-1800 voru gefnir út fyrir fjölmörgum árum í fjórum bindum en aidrei var lokið við útgáfuna og vantar því nokkra annála og nafnaregistur sem er tilfinnanlegt fyrir þá sem gagn vilja hafa að verkinu til að fletta upp ákveðnum atburðum og nöfnum. Nú mun á næstunni verða bætt úr þessu og er það vel. Þórhallur Vilmundarson sér um útgáfuna. Bókaforlagið Örn & Örlygur mun hins vegar nú í haust hefja útgáfu á íslenskum annál- um og verða þar felldir saman hinir ýmsu annálar og gerð ein heildarsaga úr þeim öllum. Það er Anders Hansen sem sér um útgáfuna en Haukur Halldórsson teiknar myndir. Pví var haldið fram í síðasta Sunnu- dagsblaði að nyrsta gróðurhús í heimi væri að Laugarlandi í Skjaldfannardal í Isafjarðar- djúpi. Magnús Bjarnason í Grímsey hringdi til blaðsins og benti á að gróðurhús væri þar á eynni og mundi það vera norðar en gróðurhúsið í Skjaldfannar- dal. Þettá er auðvitað rétt en þar mun líklega vera um að ræða garðgróðurhús en í Skjaldfannar- dal er gróðurhúsið rekið í atvinn- uskyni og ræktaðir þar tómatar, gúrkur og fleira. Nú um helgina verður vígður nýr víg- slubiskup í Skálholtsstifti, séra Ólafur Skúlason, og tekur hann við af séra Sigurði Pálssyni í Hraungerði. Nú mun það vera svo að biskupsvígla verður ekki tekin af mönnum og heldur séra Sigurður því biskupsnafnbót áfram. Eru þá biskuparnir orðnir alls 5 í landinu. Þeir eru auk fyrr- nefndra Pétur Sigurgeirsson, Sig- urbjörn Einarsson og Sigurður Guðmundsson vígslubiskup fyrir norðan. Þeir verða allir viðstadd-, ir biskupsvígsluna í Skálholti á sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.