Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1983, Blaðsíða 3
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1983 íþróttir Umsjón: Víöir Sigurðsson íbróttir Þriðjudagur 23. ágúst 1983 , ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Umsjón: Víðir Sigurðsson Sannfærandi sigur United Manchester Unitcd vann góðan sigur, 2-0, á Li- verpool í opnunarleik ensku knattspyrnunnar, úr- slitaleiknum um góðgerðarskjöldinn, Charity Shield. United var betri aðilinn í þcssum árlega leik Englands- og bikarmeistaranna og leikur liðsins lof- aði góðu fyrir baráttuna í vetur. Það var Bryan Robson sem skoraði bæði mörk United, á 23. og 63. mínútu, bæði af stuttu færi. Liverpool fékk nokkur ágæt tækifæri, Kenny Dalg- lish átti m.a. skot í þverslá, en United hefði einnig gctað bætt við markatöluna. Víkingar unnu í eldri fiokki Víkingar sigruðu Val, 2-0, í úrslitaleik „Oldunga- deildarinnar" í knattspyrnu en þar keppa leiktnenn 30 ára og eldri. Pessi lið höfðu unnið sigur í sínum riðlum og úrslitaleikurinn fór fram í Laugardalnum á sunnudaginn. Leikurinn var skemmtilegur og spennandi en Víkingar skoruðu bœði mörk sín ífyrri hálfleik, Kári Kaaber og síðan Páll Björgvinsson úr vítaspyrnu. Dusseldorf byrjar vel Atli Eðvaldsson, Pétur Ormslev og félagar í Dúss- eldorf hafa byrjað vel í vestur-þýsku „Bundeslig- unni“ í knattspyrnu. Þeir sigruðu Köln 2-0 í annarri umferð á fimmtudagskvöldið og hafa 3 stig úrfyrstu tveimur leikjunum. Rudi Bommer skoraði bæði mörkin. Stuttgart, félag Ásgeirs Sigurvinssonar, gerði jafntefli, 2-2, í Kaiserslautern og hefur einnig hlotið þrjú stig. Meistarar Hatnburger unnu Dort- mund 2-1 á útivelli og nýliðar Uerdingen komu áfram á óvart, sigruðu Frankfurt 5-2 og hafa skorað níu mörk í tveimur fyrstu umferðunum. Tvöfalt heimsmet Ulrike Mayfarth, Vestur-Þýskalandi, og Tamara Bykova, Sovétríkjunum, vippuðu sér báðaryfir 2,03 metra í hástökki kvenna í Evrópubikarkeppninni í frjálsum íþróttum í London um helgina. Þœr deildtt þar með sér nýju heimsmeti. Austur-Þýskaland sigraði bæði í karla- og kvenna- flokki í London en þar kepptu bestu þjóðirnar í A-riðli. Sovétríkin lentu í öðru sæti í báðum en Vestur-Þjóðverkjar urðu þríðju í karlaflokki, Tékk- ar í kvennaflokki. ÍA nálgast tit- ilinn óðfluga Fátt eitt getur komið í veg fyrir að Skagamenn verði íslandsmeist- arar í knattspyrnu í ár. Þó sagt sé af mörgum að allt geti gerst í knatt- spyrnu, þá má mikið gerast til að það bregðist. Þeir eru með tveggja stiga forystu og í raun þriggja þvi markatala þeirra er sú langbesta. En þrátt fyrir yfirburði sem Skaga- menn hafa ótvírætt þessa stundina, þá er liðið í einhverri lægð sem stendur. Um það ber leikurinn gegn ísfirðingum á laugardaginn vitni, ÍA vann að vísu 3-0, en oft hafa sést betri tilþrif á Akranesi. Skagamenn byrjuðu leikinn af Sigurður Aðalsteinsson Víkingur hefur fót á knettinum og sekúndu síðar hafði hann skorað fyrra mark liðs síns gegn IBV. Mynd: -eik. Víkingarnir loks komn- ir úr mestu hættunni Víkingar virðast vera komnir á rétta braut í 1. deildinni í knatt- spymu eftir slakt gengi mestan hluta sumars. Á sunnudaginn lögðu þeir Eyjamenn að velli, 2-0, á Laugar- dalsvelli eftir markalausan fyrri hálf- leik. Fyrri hálfleikur var mjög slakur, Vestmannaeyingar heldur sterkari án þess að skapa sér umtalsverð færi. Seinni hálfleikur var öllu fjör- meiri. Á 54. mínútu sköpuðu Eyja- menn sér hættulegt færi. Þórarinn Þórhallsson á þá góða sendingu inn- fyrir vörn Víkings þar sem Ágúst Einarsson kom aðvífandi en Óg- mundur hafði hönd á boltanum. Á 68. mínútu fá Eyjamenn sitt besta færi í leiknum, Ómar Jóhannesson komst þá einn innfyrir vörnina, átti aðeins Ögmund eftir en Ögmundur bjargaði með stórgóðu úthlaupi. Á sömu mínútu fékk Ómar annað upplagt tækifæri, en skalli hans frá markteig var of laus. Á 72. mínútu kom síðan fyrsta mark leiksins. Þórður Marelsson á þá þversend- ingu frá hægri kanti, boltinn barst til Sigurðar Aðalsteinssonar á vinstra markteigshorni sem skaut boltanum efst í stöngina og þaðan í netið, 1-0. Eftir markið dofnaði nokkuð yfir Eyjamönnum en Víkingar hresstust að sama skapi. Eyjamenn björguðu á línu frá Heimi. Heimir innsiglaði sigur Víkings með marki á 85. mín- útu eftir að hafa haft betur í baráttu við Valþór og leikið á Aðalstein markvörð. Ögmundur var bestur Víkinga, ' mjög öruggur í markinu. Heimir og Aðalsteinn áttu góða spretti. í slöku Eyjaliði var Hlynur bestur, aðrir spiluðu undir getu. Kári Þorleifsson lék ekki með Eyjamönnum, hættur að æfa. Líklega ekkert allt of sáttur við þjálfarann eftir að hafa verið hvfldur í bikarleiknum við FH. Ágætur dómari var Ragnar Örn Pétursson. -Frosti- miklum krafti og boltinn fór ekki af vallarhelmingi Isfirðinga í sextán mínútur. Stöðug pressa, fjöldi horna og sífelld hætta við ísa- fjarðarmarkið. En þá rönkuðu ís- firðingar við sér og áttu síðan ekki neitt minna í fyrri hálfleiknum. Einungis er hægt að minnast þriggja færa fyrir leikhlé. Skoti Sig- urðar Jónssonar á 8. mínútu sem Hreiðar Sigtryggsson markvörður ÍBÍ varði vel, skalla sama leik- manns yfirá 25. mínútu og síðan því besta, Jón Oddsson Isfirðingur komst innfyrir vörn f A, Bjarni Sig- urðsson markvörður kom út á móti honum. Jón renndi boltanum framhjá honum og inn var hann að fara þegar Jón Askelsson kom á fullri ferð og bjargaði í horn. Sem sagt, fyrri hálfleikur daufur. Á 53. mínútu átti Ámundi Sig- mundsson hörkuskot að Skaga- markinu eftir aukaspyrnu, rétt framhjá. Þremur mínútum síðar skoraði ÍA sitt fyrsta mark. Horn- spyrna eftir að Hreiðar markvörð- ur ÍBÍ hafði slegið yfir þrumuskot Jóns Áskelssonar lengst utanaf velli. Sigurður Jónsson tók hana, sendi beint á kollinn á nafna sínum Lárussyni og inn fór boltinn. Sex mínútum sðar kom mark númer tvö. AUan heiður af því átti Hörður Jóhannesson. Hann einlék á fjölda fsfirðinga, renndi síðan knettinum á Ólaf Þórðarson sem stóð einn og óvaldaður á markteig og átti ekki í neinum vandræðum með að skora, 2-0. „Ágætt að vinna, en... „Það var ágætt að vinna svona stórt, en þetta var samt sennilega lélegasti leikurinn okkar í sumar, að Breiðabliksleiknum undan- skildum", sagði Björn Árnason, þjálfari Þórs, eftir að menn hans höfðu unnið stórsigur, 4-0, á Þrótti úr Reykjavík. Leikur félaganna í 1. deildinni í knattspyrnu fór fram á Akureyri á föstudagskvöldið. Leikurinn var frekar slakur en þó brá fyrir ágætu spili á köflum hjá báðum liðum, meira hjá Þórsur- um. Ekkert markvert gerðist fyrr en á 26. mínútu þegar Halldór Áskelsson, Þór, og Árnar Friðriks- son, Þrótti, fengu eldrautt spjald hjá dómaranum fyrir að sparka hvor í annan góða stund. Bæði lið léku því með 10 mönnum það sem eftir var. Á 35. mínútu kom fyrsta Þórs- markið. Guðjón Gumundsson, ný- kominn inná sem varamaður, átti stungusendingu í gegnum vörn Þróttar, Bjarni Sveinbjörnsson komst einn í gegn og lyfti boltanum yfir Guðmund markvörð Erlings- son og í netið. Annað mark kom aðeins þremur mínútum síðar, Óskar Gunnarsson renndi knettin- um á Sigurbjörn Viðarsson, hann skaut föstu skoti, Guðmundur varði en hélt ekki boltanum og Nói íslandsmótið í knattspyrnu - 4. deild: Haukar og Stjarnan í úrslit Örn skoraði sex á Patró — Elli svarti með sitt árlega gegn borðtennislandsliði Víkverja Haukar úr Hafnarfirði og Stjarnan úr Garðabæ tryggðu sér um helgina sæti í úrslitakeppni 4. deildarinnar í knattsm'rnu. Haukar með því að sigra Oðin 9-0 og Stjarnan með tveimur góðum sigrum, 3-1 gegn ÍR á fimmtudagskvöldið og 5-0 gegn Létti á laugardag. Haukar, Stjarnan og Víkverji leika saman í riðli í úrslit- unum og eitt þeirra kemst upp í 3. deild. Hvöt, Leiftur og Leiknir frá Fáskrúðsfirði berjast um hitt lausa sætið í 3. deild og hefjast úrslitin ann- að k\ ild. Þá mætast Víkverji og Stjarnan á Melavellinum og Hvöt og Leiftur á Blönduósi. Leikið er heima og heiman í úrslitakeppninni. Úrslit í 4. deild um helgina urðu sem hér segir: A-riðill: Óöinn-Haukar.........................0-9 Afturelding-Reynir Hn................4-2 Hrafnaflóki-Stefnir..................4-8 Nóg af mörkum og flest þeirra gerði Örn Hólm fyrir Stefni í tólf marka leiknum á Patreksfirði, sex talsins. Hafþór Kristjánsson skoraði tvö fyrir Aftureldingu, Lárus Jóns- son og Ríkharður Jónsson eitt hvor. Staðan: Haukar...............12 10 1 Afturelding..........12 9 2 Reynir Hnífsdal......12 Stefnir..............11 Bolungarvik..........12 Hrafnaflóki.........11 Óðinn................10 B-riðill: ÍR-St|arnan........................1-3 Hafnir-Augnablik...................0-3 Grótta-Grundarfjörður..............1-3 Léttir-Stjarnan....................0-5 Stjarnan þurfti aðeins jafntefli gegn Létti á laugardag eftir sigurinn á IR en þeir Garðbæingar létu sér það ekki nægja heldur unnu stór- sigur. Slæm byrjun í mótinu felldi Augnabliksmenn og sigurinn gegn Höfnum var ekki nóg. Eitt mark- anna þar gerði Sigurður Halldórs- son, tvíburinn eldsnöggi. Lokastaðan: Stjarnan.............12 8 3 1 30-7 19 Augnablik............12 8 2 2 25-15 18 ÍR...................12 8 1 3 44-21 17 Léttir................12 5 2 5 24-25 12 Hafnir................12 2 3 7 22-30 7 Grótta................12 3 1 8 25-48 7 Grundarfjörður........12 1 2 9 14-38 4 C-riðill: Þór Þ.-Víkverji...:..................4-3 Stokkseyri-Drangur...................7-0 Hveragerði-Eyfellingur...............1-4 Fyrsta og eina tap Víkverjanna kom í Þorlákshöfn á föstudagskvöld- ið. Fyrst skoraði Ingi Hreinsson, 15 ára, fyrir Þór en Svavar Hilmarsson, Guðmundur B. Ólafsson og Tómas Sölvason svöruðu fyrir Víkverja, 1- 3. Jón „bolti“ Hreiðarsson og Ellert Hreinsson með aðstoð varnarmanns Víkverja, jöfnuðu, 3-3 fyrir leikhlé. Erlingur Sæmundsson, „Elli svarti", skoraði svo sigurmark Þórs, þru- munegling af 25 m færi, sláin inn, en það er komið upp í vana hjá honum að skora slík mörg í lok hvers keppn- istímabils. í liði Víkverja léku fjórir landsliðsmenn í borðtennis og það var einn þeirra sem „smassaði" í eigið marknet. Halldór Viðarsson skoraði 4 mörk fyrir Stokkseyri gegn Drangi, Steinþór Einarsson og Eyjólfur Eyjólfsson eitt hvor en eitt mark- anna var sjálfsmark Víkurpilta. Staðan: Víkverji.............12 Stokkseyri...........12 Þór Þ................11 Árvakur..............12 Hveragerði...........12 Eyfellingur..........12 Drangur..............11 10 1 1 33-10 21 7 1 4 34-20 15 6 3 2 32-19 15 6 2 4 33-17 14 3 1 8 19-32 7 3 0 9 15-41 6 209 11-38 4 -vs Björnsson skoraði af stuttu færi, 2-0 í hálfleik. Þróttarar voru mun frískari framan af síðari hálfleik, Sigurður Hallvarðsson klúðraði dauðafæri af markteig á 51. mínútu, og það var gegn gangi leiksins þegar Þór bætti þriðja markinu við á 58. mín- útu. Bjarni fékk boltann utan víta- teigs og þrykkti honum glæsilega í netið, alveg út við stöng, 3-0. Hann fullkomnaði síðan þrennuna á 70. mínútu, lék á Guðmund markvörð og sendi boltann í autt markið, 4-0. Tveimur mínútum síðar komst Þorvaldur Þorvaldsson einn innfyrir Þórsvörnina en Þor- steinn Ólafsson markvörður bjarg- aði laglega. Bjarm var að sjálfsögðu maður leiksins hjá Þór, bestur á vellinum. Þorsteinn skilaði því sem skila þurfti í markinu en aðrir voru jafn- ir. Ársæll Kristjánsson var bestur Þróttara, sterkur í vörninni, og þá átti Daði Harðarson ágætan leik. Dómari var Friðgeir Hallgríms- son og stóð hann sig ekki nógu vel. -K&H/Akureyri Á 64. mínútu léku Jón Oddsson og Ámundi skemmtilega upp völl- inn og voru að reka endahnútinn á sóknina þegar naumlega var bjarg- að. Vel gert hjá þeim félögum. Á 75. mínútu var Jón aftur í aðalhlut- verkinu og átti gott skot að marki ÍA en bjargað var í horn. Þriðja mark ÍA kom á 79. mín- útu. Eftir hornspyrnu barst boltinn út til Harðar Jóhannessonar sem skaut að marki. Á markteig stóð Sigþór Ómarsson og bætti um bet- ur og skoraði. Síðustu tvö færi leiksins áttu ísfirðingar. Ámundi skaut í stöng eftir að ísfirðingar höfðu opnað Skagavörnina laglega og Jón skaut góðu skoti sem Bjarni varði. ísfirðingar virkuðu ekki mjög sannfærandi í þessum leik. Allan kraft og baráttu vantaði. Þeirra bestu menn voru Ámundi og Jón en einnig áttu Guðmundur Magn- ússon og Jóhann Torfason ágætan leik. Hjá ÍA var Sigurður Jónsson bestur maður og eins átti Hörður góðan leik. Liðið virtist sakna Sveinbjörns Hákonarsonar sem er í leikbanni. Annars segir marka- tala liðsins, 27-10, allt sem þarf, langflest skoruð mörk og fæst feng- in á sig. Ágætur dómari var Þóroddur Hjaltalín. Áhorfendur voru 810. -MING/Akranesi Ásta B. Gunnlaugsdóttir sækir að finnskum varnarmanni í landsliðsleiknum á sunnudag. Mynd: -cik. Slakt gegn Finnum Enn máttu íslensku stúlkurnar sætta sig við tap í Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu, nú 0-2 gegn Finnum á Kópavogsvellin- um á sunnudag. Finnsku stúlkurnar voru betri aðilinn, einkum í síðari hálfleik, og sigur þeirra var sann- gjarn eftir atvikum. Fyrri hálfleikur var slakur, mest um miðjuþóf og lítið um færi. Helst voru langskot íslensku stúlknanna hættuleg, það besta átti Erla Rafns- dóttir, en markvörður Finna sló boltann í horn. f síðari hálfleik náðu finnsku stúlkurnar betri tökum á leiknum og tóku forystuna á 6. mínútu. Helena Vanhanen stakk svifaseina íslensku vörnina af og skoraði örugglega. Eftir þetta var oft hætta við íslenska markið og á lokamínútunni bætti Vanhanen, besti leikmaður Vallar- ins, öðru marki við. Hún lék á varn- armann og skoraði með föstu skoti sem Guðríður Guðjónsdóttir var þó mjög nálægt því að verja. Skortur á sjálfstrausti háði ís- lensku stúlkunum og mesti galli liðs- ins er svifasein vörn. Guðríður stóð sig þokkalega í markinu, hirti allar háar fyrirgjafir sem komu nálægt markinu en hún er ragari þegar þær koma utarlega í vítateiginn. Arna Steinsen stóð sig best af útispilurun- um, Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Laufey Sigurðardóttir léku ágætlega frammi, en fengu lítið að vinna úr. Rósa Valdimarsdóttir barðist vel og Erla og Magnea Magnúsdóttir stóðu sig þokkalega. Kristín Arnþórsdótt- ir var skárst í vörninni. Ðlikar stefna en Keflavík upp niður Breiðablik úr Kópavogi er áfram í slagnum um efstu sæti 1. deildar- innar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Keflvíkingum í Kópavogi á sunnu- daginn. Möguleiki á Evrópusæti í fyrsta skipti en í herbúðum Kefl- víkinga cr vaxandi fallskjálfti eftir þennan fjórða tapleik í röð. Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill. Breiðablik tók for- ystuna strax á 13. mínútu, Sigurjón Kristjánsson átti góða sendingu á Sigurð Grétarsson sem skoraði með fallegu skoti, 1-0. Mörkin hefðu getað orðið fleiri fyrir hlé, Jóhann Grétarsson og Sigurður fengu báðir ágæt færi en Keflvík- ingar björguðu naumlega í bæði skiptin. Keflvfkingar sóttu talsvert í síð- ari hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Blikarnir voru hins vegar ákaflega hættulegir í skyndisókn- um sínum, Sigurður slapp í gegn en Þorsteinn Bjarnason markvörður bjargaði með úthlaupi, og Keflvík- ingar voru nærri því að gera sjálfs- mark eftir hornspyrnu. Sigurður Grétarsson og Sigurjón Kristjánsson fagna fyrra marki þess fyrrnefnda gegn Keflvíkingum. Sigurður hefur nú náð Inga Birni Alberts- syni í markakóngskeppni 1. deildar, báðir hafa skorað 9 mörk. Mvnd: -eik. Annað mark Breiðabliks kom einmitt eftir skyndisókn á 55. mín- útu. Einfalt, Benedikt Guðmunds- son átti langa sendingu á Sigurð, hann stakk vörnina af og renndi boltanum í netið, 2-0. Keflvíkingar sóttu áfram og á 72. mínútu minnkuðu þeir muninn í 2- 1. Freyr Sverrisson lyfti yfir varn- arvegg Breiðabliks úr aukaspyrnu og Óli Þór Magnússon skoraði með viðstöðulausu þrumuskoti. Blikar voru síðan rétt búnir að skora þriðja markið undir lok leiksins, misheppnað skot Sævars Geirs Gunnleifssonar kom Þorsteini markverði mjög á óvart en hann náði að slá boltann í stöng og útaf. Sigur liðsheildarinnar hjá Blik- unum, vart veikan hlekk að finna í liði þeirra. Sigurður var sífelld ógn- un varnarmönnum Keflvíkinga og aðrir stóðu honum ekki langt að baki. Keflvíkingarnir voru allir fremur daufir, enginn reif sig upp- úr meðalmennskunni að þessu sinni. Enn nálgast Valsmenn 2. deildina KR-ingar fylgja Skagamönnum á eftir í toppbaráttu 1. deildarinnar eftir 3-2 sigur á Val í fjörugum og skemmtilegum leik á Laugardals- vellinum á föstudagskvöldið. Leikurinn var jafn og tvísýnn, Valsmenn áttu síst minna í honum, en þeir máttu sætta sig við enn eitt tapið og hafa nú leikið átta leiki í röð í deildinni án sigurs. Eftir nokkurt jafnræði með liðunum framan af þar sem KR- ingar voru ívið hættulegri, tók KR forystuna á 34. mínútu. Sæbjörn Guðmundsson sendi fyrir mark Vals og Willum Þórsson skallaði í netið af stuttu færi. Undir lok hálf- leiksins sóttu Valsmenn stíft en á 42. mínútu fengu KR-ingar víta- spyrnu, reglulega unideilda. Úr henni skoraði Ottó Guðmundsson, 2-0. í byrjun síðari hálfleiks skoraði Hilmar Sighvatsson fyrir Val með fallegu skoti utan vítateigs, 2-1, en eins marks munurinn hélst ekki lengi. KR-ingar byrjuðu á miðju, geystust upp í sókn og Sæbjörn skoraði, 3—1, með skemmtilegu skoti. Eftir þetta var mjög á brattann að sækja fyrir Val en þeir gerðu harða hríð að KR-markinu allt til leiksloka. Uppskeran varð þó aðeins eitt mark, Hilmar skallaði fallega í netið eftir fyrirgjöf Magna Péturssonar á 53. mínútu. Hann fékk síðan opið færi til að jafna en þá bjargaði Jósteinn Einarsson á marklínu og Ingi Björn Albertsson klúðraöi síðan dauðafæri tíu mín- útum fyrir leikslok, skaut yfir af markteig. KR-sigur og Valsmenn nálgast ískyggilega 2. deildina. Sæbjörn Guðmundsson átti bestan leik KR-inga, en mið- verðirnir Jósteinn og Ottó voru einnig góðir ásamt Magnúsi Jóns- syni. HjáValbarmestáHilmari og Guðmundi Þorbjörnssyni og Hörður Hilmarsson komst einnig ágætlega frá leiknum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.