Þjóðviljinn - 27.09.1983, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9
Umsjón: Víöir Sigurðsson
Aganefnd skoðaði plöggin í Þórðarmálinu í gær:
Yfirlýsing í dag!
Falla Eyjamenn eða Keflvíkingar í 2. deild?
„Aganefndin kom saman áðan og tapa honum þá og eru fallnir í 2.
skoðaði þau plögg er þegar liggja dei]d
fyrir í málinu en ég get ekkert sagt á
þessu stigi. Fundur verður haldinn Verði Eyjamenn dæmdir úr
á morgun (í dag) og engar yfirlýs- keppni, breytir það nokkuð stöðu-
ingar verða gefnar út fyrr en að nni í 1. deild. Ekki tilfinnanlega
honum loknum,“ sagði Sigurður þó,ísfirðingarfylgjaþeimniðuren
Hannesson, formaður aganefndar Þór nær þriðja sæti. Lokastaðal.
KSÍ samtali við Þjóðviljann í gær. deildar væri þá þessi:
Akranes........16 tO 3 3 27- 8 23
Það er mál ÍBV og Þórðar Hall- KR-™-.............5 8 3 16-17 18
grímssonar sem um ræðir en Þórð- wy 16 5 7 4 19-15 17
ur lék með IBV gegn Breiðabliki á ÞrótturR.......16 5 6 5 21-27 16
föstudagskvöldið þrátt fyrir að Breiðablik......16 4 7 5 20-18 15
hafa einungis afplánað einn leik af Vfkingur.......16 3 8 5 17-19 14
þremur sem hann var dæmdur til af jsafjörður..... 16 2 8 6 14-22 12
aganefndinni fyrir stuttu.
Afstaða ÍBV liggur ekki fyrir og
Falli dómur þannig, að Eyja- ekki tókst að ná í Eyjamenn áður
menn hafi notað Þórð vísvitandi, en þeir héldu til Austur-
verða þeir dæmdir úr keppni. Þýskalands í gærmorgun. Þar leika
Nokkuð ljóst þykir að Þórður var þeir annað kvöld í UEFA-
ólöglegur í þessum leik, Eyj amenn bikarnum.
um i
Formaður aganefndar staðfesti
við undirritaðan í gær að
þriggja leikja bann hefði verið að
ræða. Spurningin er þá, af hverju
notuðu Eyjamenn Þórð? Líkleg-
asta skýringin virðist athugunar-
leysi, eitt dagblaðanna greindi frá
því að Þórður hefði fengið eins
leiks bann. Það verður þá að teljast
kæruleysi forráðamanna ÍBV að
athuga ekki innihald skeytisins.
Þeir hafa ekkert látið uppi um hvað
stóð í skeytinu sem þeir fengu.
Eina von Eyjamanna virðist því sú
að skeyti það sem þeir fengu í
hendur hafi haft að geyma annan
fróðleik en það sem sent var frá
aganefndinni. Misritun kannski?
Það kemur í ljós, en fyrr fáum við
ekki að vita fyrir víst hvort Eyja-
menn eða Keflvíkingar falla í 2.
deild.
-VS
* 9 S 3 3 S
"1 -------
t % m*
Erlendu stjörnurnar enn
í sviðsljósinu á Ítalíu
Landsliðsmenn Raba: Lásár Szentes, Gyula Csonka, Gyöso Bursca, Gyula
Hajszán og Pétur Hannich.
Víkingur - Raba annað kvöld^
Brasilíu-
menn Evrópu
Brasilíumenn eru áfram í sviðsl-
jósinu í ítölsku knattspyrnunni.
Roberto Falcao og Zico skoruðu
fyrir félög sín um helgina en Zico og
félagar í Udinese máttu þó þola tap
gegn Avellionu, 2-1, Zico jafnaði
leikinn, 1-1, hans flmmta mark í
fyrstu þremur leikjunum en varn-
armaður Udinese skoraði sjálfs-
mark á síðustu mínútu leiksins.
AS Roma er eitt með 6 stig úr
þremur leikjum, vann AC Milano
3-1. Falcao skoraði eitt markanna
og átti skínandi leik. Luther Blis-
sett átti góðan leik með AC og
lagði upp mark liðsins.
Michel Platini sýndi snilldar-
takta þegar Juventus vann Napoli
2-0. Frakkinn snjalli lagði bæði
mörkin upp, fyrir Antonio Cabrini
og sjálfan Paolo Rossi. Roma hef-
ur 6 stig, Juventus 5, Udinese, Fi-
orentina, Verona og Avellino 4
hvert.
Auxerre tapaði í frönsku 1.
deildinni eftir átta sigurleiki í röð.
Bordeaux komst í efsta sætið með
1-0 sigri í Laval en bæði Bordeaux
og Auxerre hafa 16 stig.
Ajax missti niður 3-1 forskot
gegn Haarlem í Hollandi og
leiknum lauk 3-3. Feyenoord vann
sinn leik 2-0 og hefur 13 stig gegn
14 hjá Ajax.
Real Madrid vann loks á Spáni,
Real Sociedad lá 3-1 á útivelli. Uli
Stielike, vestur-þýski landsliðs-
maðurinn, átti frábæran leik hjá
Real Madrid og lagði upp mörkin,
tvö fyrir Santillana og eitt fyrir
Lozano. Barcelona vann enn, nú
meistara Atletico Bilbao 4-0.
-VS
„Ungverjar eru í mínum huga
Brasilíumenn Evrópu. Landsliðs-
menn Raba eru geysisnjallir og geta
gert ótrúlegustu hluti með knött-
inn. En veikleiki Ungverja er sá, að
þeim hættir til að gleyma liðs-
heildinni, þeir leika fremur sem
einstaklingar en liðsheild,“ segir
Jean-Paul Colonoval, þjálfari Vík-
inga, sem mæta Raba ETO Györ í
Evrópukeppni meistaraliða í knatt-
spyrnu á Laugardalsvellinum á
morgun.
Eins og menn muna, komu Vík-
ingar geysilega á óvart í Ungverja-
landi fyrir hálfum mánuði og töpu-
ðu aðeins 2-1. Þar af leiðandi eiga
þeir óvænt talsverða möguleika á
að komast í 2. umferð keppninnar,
1-0 sigur dugir til þess vegna úti-
marksins.
Frammistaða Víkinga ytra kom
Ungverjunum í opna skjöldu.
Ungverska blaðið Népsport
greindi m.a. þannig frá leiknum.:
„Lið Víkings kom mjög á óvart
með góðum leik. Besti maður Vík-
ings var markvörðurinn, Ögmund-
ur Kristinsson, en vörn liðsins lék
mjög vel og agað. Skyndisóknir
Víkings voru alltaf hættulegar. Við
verðum að vera hreinskilnir. Raba
vanmat íslenska liðið. Þeir töldu
sig örugga í 2. umferð, en það er
öðru nær. Viðureign liðanna verð-
ur mjög tvísýn og Raba á þar fyrir
höndum erfiðan leik. I liði Víkings
eru margir leikmenn með mikla
hæfileika. Liðið leikur taktíska
knattspyrnu og leikmenn gáfu allt
sem þeir gátu. Þeir voru sterkari í
öllum návígjum og bókstaflega
áttu alla skallabolta, okkar leik-
menn höfðu ekkert í þá að gera í
skallaeinvígjum,“ sagði Népsport.
-VS
Michel Platini lagði upp bæði mörk
Juventus.
McEnroe fór
setuverkfall!
i
Enskir óánægðir:
55
Kallið á Clought“
Tennisleikarinn skapmikli, John
McEnroe, var enn í fréttum um
helgina. Hann tók þátt í Trans-
American mótinu í San Fransisco
og mætti Kevin Curran frá Nýja-
Sjálandi í undanúrslitum.
McEnroe rauk upp í eitt skiptið
þegar hann taldi boltann hafa verið
úr leik og dómarinn dæmdi and-
stæðingnum stig. Hann gerði sér
lítið fyrir og settist niður framan
við dómarapallinn. Þar hreyfði
McEnroe sig ekki lengi vel, og að-
eins átta sekúndum áður en leikur-
inn hefði verið dæmdur honum
tapaður, reis hann upp og hélt á-
fram. McEnroe vann leikinn og
mætti Ivan Lendl í úrslitaleik í gær
en mátti þola tap, 6-3, 5-6 og 4-6.
Fyrsta tap hans fyrir Tékkanum á
þessu ári.
-VS
Stjarnan á von á styrk
Stjarnan úr Garðabæ, sem
tryggði sér 3. deildarsæti í knatts-
pyrnunni á dögunum, á von á góð-
um liðsstyrk. Þar eru Jónas Skúla-
son, sem lék með Grindavík í sum-
ar og Magnús Teitsson sem þjálfaði
Víking, Olafsvík og lék með liðinu.
Báðir eru Garðbæingar og er talið
líklegt að þeir gangi til liðs við sitt
gamla félag. -VS
Frá Heimi Bergssyni frétta-
manni Þjóðviljans í Eng-
landi:
„Kallið á Brian Clough“ er skeyti
breska blaðsins The Sun til ensku
landsliðsnefndarinnar í knatts-
pyrnu. Blaðið, sem er þekkt fyrir
allt annað en hógværan fréttaflutn-
ing, heimtar að Bobby Robson
verði settur af vegna ósigursins
gegn Dönum í síðustu viku og
Clough, sem stýrir Nottingham
Forest, komi í hans stað.
„Clough er þrjóskur og þraut-
leiðinlegur en hann veit sínu viti og
kemur því fram sem hann ætlar
sér,“ segir.blaðið.
I flestum blöðum kemur fram
harkaleg gagnrýni á Robson og af-
sögn hans er krafist víða. Val liðs-
ins er tekið fyrir, hvers vegna var
maður eins og Glenn Hoddle úti í
kuldanum, er spurt. Hann hefði
getað breytt öllu.
„Alger háðung, ensku atvinnu-
mennirnir töpuðu fyrir verslunar-
manni,“ segir á einum stað. Ole
Kjær, markvörður Dana, rekur
sportvöruverslun!
Þá er bent á að Liverpool og
Manchester United séu þau lið sem
helst sé að vænta árangurs af. Það
sé því í meira lagi kaldhæðnislegt
að þau eru lítt skipuð Englending-
um,; Skotar, írar, Walesbúar, Hol-
lendingar og jafnvel Zimbabwe-
menn (Bruce Grobbelaar skipi að
mestu leyti þessi tvö stórliö enskrar
knattspyrnu.
-HB/VS
Brian Clough-
ætlar sér!“
„þrjóskur en þrautleiðinlegur en kemur því fram sem hann