Þjóðviljinn - 27.09.1983, Blaðsíða 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. september 1983
________________________________________íþróttir Víðir Sigurðsson
Enska knattspyrnan: Enska knattspyrnan:
Stai ía n -
1. deild:
West Ham 7 6 0 1 18:4 18
Manch. Utd 7 5 0 2 11:8 15
Southampton......... 7 4 2 1 8:2 14
Liverpool 7 .4 2 1 8:4 14
Ipswich 7 4 12 18:9 13
AstonVilla 7 4 12 11:9 13
Nottm. Forest 7 4 12 11:9 13
Arsenal 7 4 0 3 13:8 12
Q.P.R 7 3 2 2 13:8 11
W.B.A 7 3 2 2 11:11 11
Coventry 7 3 2 2 11:12 11
Birmingham 7 3 2 2 7:8 11
Luton Town 7 3 13 14:8 10
Everton 7 2 3 2 5:7 9
Watford 7 2 2 3 14:12 8
Tottenham.....; 7 2 2 3 10:11 8
Sunderland :..... 7 2 14 6:13 7
NottsCounty.......... 7 2 0 5 8:15 6
Norwich 7 12 4 8:11 5
StokeCity 7 115 5:15 4
Wolves 7 0 2 5 5:18 z
Leicester 7 0 16 4:18 1
Markahæstir:
Paul Mariner, Ipswich
David Swindlehurts, W.Ham.. ...6
John Barnes, Watford
Eric Gates, Ipswich ...5
2. deild:
Sheff.Wed 7 5 2 0 11:4 17
Manch.City 7 5 11 16:6 16
Huddersfield 6 3 3 0 8:3 12
Middlesboro 6 3 3 0 9:5 12
Charlton 6 3 3 0 7:3 12
Cheisea 6 3 2 1 10:3 11
Newcastle 7 3 2 2 11:7 11
Shrewsbury............ 7 3 2 2 8:9 11
Portsmouth 6 3 12 9:5 1Ö
Grimsby 6 2 3 1 8:7 9
Blackburn 72 3 2 10:13 9
Brighton 7 2 2 3 10:10 8
Cardiff 6 2 13 5:6 7
Leeds 7 2 14 8:11 7
Carlisle 7 13 3 2:5 6
Cambridge 6 12 3 6:7 5
Fulham 6 12 3 4:9 5
Oldham 6 12 3 4:11 5
Derby 7 12 4 6:16 5
Barnsley 6 114 9:11 4
Swansea 6 114 4:8 4
Cr. Palace 5 0 2 3 4:8 2
Markahæstir:
Derek Parlane, Manch. City.... ...7
SimonGarner, Blackburn.... ...5
Jim Tolmie, Manc. City ...5
Stuttar fréttir
úr neöri deildum:___________
Sheff.W.
og City
stinga af
Sheffield Wednesday heldur sínu
striki ■ 2. deild og hefur ekki tapað leik.
f Oldham á iaugardag komst þó hcima-
liðið yfir með marki Paul Heaton úr
vitaspyrnu á 14. minútu. Imre Varadi
jafnaði fyrir hlé og Gary Shelton og Mel
Sterland tryggðu Wednesday sigur, 1-3,
í síðari hálfleik.
Manchcster City nýtur svipaðrar vel-
gengni, vann Leeds 1-2 úti og fékk á sig
mark snemma. Það var Andy Ritchie
sem skoraði fyrir Leeds, Graham
Baker jafnaði og Derek Parlane færði
City sigur með sínu 7. marki í 2. deild.
Parlane var einmitt keyptur frá Leeds í
sumar.
Swansea vann sinn fyrsta sigur, 2-1 á
Cambridge. Alan Curtis og Bob Latch-
ford skoruðu mörkin.
Fulham náði forystu í Grimsby, Gor-
don Davies skoraði, en Paul Wiikinson
og Paul Emson svöruðu fyrir heima-
liðið.
Portsmouth gæti blandað sér í topp-
slaginn og vann Shrewsbury
sannfærandi, 4-1. Mark Hateley
skoraði fyrst, Steve Cross jafnaði en
Alan Biley kom Portsmouth yfir á ný.
Varamaðurinn Nicky Morgan bætti svo
við tveimur mörkum fyrir „Pompey" í
síðari hálfleik.
Ronnie Moore skoraði sigurmark
Charlton gegn Derby en rétt áður hafði
Paul Hooks hjá Derby verið rekinn af
leikvelli.
Steve Gatting hjá Brighton fékk einn-
ig brottvísun, í 2-2 jafnteflinu í Black-
burn.
Roger Jones, 37 ára gamall mark-
vörður og fyrirliði York í 4. deild, var
rekinn af leikvelli fyrir brot eftir aðeins
8 mínútur í Darlington! York tókst þó
að halda hreinu.
Hull og Oxford eru efst í 3. deild með
14 stig, Wimbiedon hefur 13 og Orient,
Bolton og Bristol Rovers 12 hvert.
York og Hereford hafa 13 stigí4. deild,
Colchester og Doncaster 12. -VS
Atkinson hógvær eftir sigurinn á Liverpool:
„Þetta er bará
einn áfangi“
Frá Heimi Bergssyni frétta-
manni Þjóðviljans í Eng-
landi:
Ron Atkinson,
framkvæmdastjóri Manchester
United, varóvenju rólegurog
fámáll eftir 1 -0 sigurinn á
Liverpool á laugardag. „Þetta
er bara einn áfangi, “ var það
eina sem hann lét hafa eftir sér.
Leikur þessara tveggja risa olli
nokkrum vonbrigðum, síðari hálf-
leikur var þó í líflegra lagi eftir af-
spyrnudaufan fyrri hálfleik. Man.
Utd. var hættulegri aðilinn og sig-
urinn var verðskuldaður. Arthur
Graham og Bryan Robson voru
bestir hjá Man. Utd. og haft er á
orðið að Graham hafi með frammi-
stöðu sinni greitt til baka kaupverð
sitt og gott betur. Hann lagði upp
sigurmarkið, fékk boltann frá
Mike Duxbury, gaf fyrir mark Li-
verpool á Frank Stapleton sem
skoraði. Þetta ar á 53. rnínútu
leiksins.
Stapleton og Norman Whiteside
fengu nokkur gullin tækifæri til að
bæta við markatöluna. Því besta
bjargaði Phil Neal, bakvörður Li-
verpool, hreinsaði af eigin marka-
línu frá Whiteside. Liverpoolliðið
var slappt, Kenny Dalglish einna
skástur, og í heild áttu 57.000 áhor-
fendur á Old Trafford von á betri
frammistöðu beggja.
Steve Archibald hefur ekkert
fengið að spila við Tottenham í
haust og verið á sölulista. Hann var
þó varamaður á Watford á laugar-
daginn og var skipt inná í síðari
hálfleik, með hangandi haus.
Fimm mínútum fyrir leikslok
skoraði hann stórkostlegt mark,
skot af 25 m færi í bláhornið, og
færði Tottenham forystu 1-2. Chris
Hughton skoraði strax á eftir, 1-3,
en Nigel Callaghan minnkaði mun-
inn á 2-3 á lokamínútunni, skoraði
úr vítaspyrnu sem John Barnes fi-
skaði.
Ég sá megnið af þessum leik í
sjónvarpi, eins og Man. Utd. Li-
verpool, og Watford var betri aði-
linn lengi vel. Wilf Rostron skoraði
í fyrri hálfleik, eftir sendingu frá
Barnes sem hafði snúið glæsilega á
Steve Perryman. Glenn Hoddle
jafnaði fyrir Tottenham snemma í
Steve Archibald kom inná með
hangandi haus en skoraði glæsilegt
og þýðingarmikið mark fyrir Tott-
enham.
síðari hálfleik með stórkostlegu
marki. Hann fékk boltann frá Gary
Brooke, sneri sér fallega og lyfti
knettinum í hornið fjær, gersam-
lega óverjandi. Síðan kom Arci-
bald og Tottenham hirti þrjú stig.
- HB/VS
Brooking er til-
búinn í slaginn!
Trcvor Brooking, hinn 35 ára gamli
miðvallárspilari hjá West Ham lék
gegn Notts County á laugardaginn.
Hann skoraði fyrsta markið í 3-0
sigri og lagði upp annað sem Paul
Goddard skoraði. Eftir slaka
frammistöðu enskra gegn Dönum
sl. miðvikudag eru menn farnir að
orða Brooking við landsliðið á ný,
og eftir leikinn á laugardag gaf
hann í skyn að hann væri tilbúinn í
slaginn.
West Ham lék mjög vel, County
reyndar ágætlega líka, en mátti
sætta sig við sitt fimmta tap í röð.
Trevor Brooking nálgast óðum sitt
gamla landsliðsform.
Þriðja markið skoraði Ray Stewart
á lokamínútu leiksins, úr vítasp-
yrnu.
Það var sammerkt með flestum
sem settir voru útí kuldann hjá en-
ska landsliðinu fyrir leikinn gegn
Dönum, að þeir áttu góðan dag á
laugardag. Éinn þeirra var Peter
Withe hjá Aston Villa, sem skoraði
sigurmarkið gegn Southampton á
24. mínútu eftir að Mark Walters
hafði snúið á þrjá varnarmenn
Southampton. Baráttan í leiknum
var hrikaleg, fimm bókaðir og
Frank Worthington, miðherji
Southampton, rekinnn útaf eftir
sviptingar við Allan Evans. South-
ampton sótti mjög í síðari hálfleik
og undir lokin bjargaði Brendan
Ormsby, miðvörður Villa, á mark-
línu með markvörðinn, Nigel
Spink, liggjandi bjargarlausan úti í
vítateig.
Garry Thompson skoraði sigur-
mark WBA í Ipswich, 3-4, út vít-_
aspyrnu á síðustu mínútu eftir að
Terry Butcher hafði fellt Cyrille
Regis. Tveimur mínútum áður
hafði hinn 18 ára Mick Perry jafn-
að, 3-3, fyrir WBA. Romeo Zon'd-
ervan skoraði fyrsta mark leiksins,
0-1 fyrir WBA, en John Wark, víti,
og Eric Gates komu Ipswich yfir.
Regis jafnaði, 2-2, með þrumu-
fleygs fyrir hlé. Paul Mariner kom
Ipswich í 3-2 eftir frábæran undir-
búning Gates, en mörkin tvö hjá
WBA komu sem vatnsgusa framan
í leikmenn Ipswich undir lokin,
sigur hafði breyst í tap.
Clive Allen var í banaformi þegar
QPR vann Úlfana 4-0 á útivelli.
Hann skoraði tvö markanna og
bresku blöðin segja eftir leikinn að
hann eigi fyllilega skilið að fá tæki-
færi með enska landsliðinu. John
Gregory og Simon Stainrod
skoruðu hin mörkin.
Lee Chapman kom Arsenal yfir
gegn Norwich, í sínum fyrsta leik í
haust. Alan Sunderland skoraði
síðan tvö, 3-0, í síðari hálfleik.
Charlie Nicholas haltraði af
leikvelli, annan leikinn í röð.
Ian Wallace skoraði sigurmark
Nottingham Forest gegn Luton,
eftir sendingu Steve Wigley á 58.
mínútu. Wigley hefur tekið stöðu
John Robertson sem útherji og er
geysilegt efni. Luton var líklegra
liðið lengi vel, fékk betri færi, en
Hans Van Breukelen átti stórleik í
marki Forest.
Ian Painter og Paul Maguire
komu Stoke í 0-2 í Leicester. Nýlið-
arnir jöfnuðu fyrirhlé, Robert Jon-
es og Gary Lineker, og náðu í sitt
fyrsta stig.
Colin West skoraði sigurmark
Sunderland gegn Coventry á 53.
mínútu.
Howard Gayle kom Birmingham
yfir gegn Everton í fyrri hálfleik en
Graeme Sharp náði að jafna, l-lrí
síðari hálfleiknum.
- HB/VS
Clive Allen fór illa með varnarmenn Úlfanna og þessi sterkbyggði en leikni
miðherji QPR er farinn að banka á dyr enska landsliðsins.
úrslit.-.úrslit ■ ■■ úrslit i
1. deiid:
Arsenal-Norwlch Cíty...........3:0
Aston Villa-Southampton........1:0
Everton-Blrmingham.............1:1
Ipswlch-W.B.A..................3:4
leicester-StokeCity............2:2
Manch. United-Liverpool........1:0
Nottm.Forest-LutonTown.........1:0
Sunderland-Coventry Clty.......1:0
Watford-Tottenham............ 2:3
WestHam-NottsCounty............3:0
Wolves-Q.P.R...................0:4
2. deild:
Barnsley-Newcastle.............1:1
Blackburn-Brighton.............2:2
Carllsle-Huddersfield..........0:0
Charlton-Derby.................1:0
Chelsea-Middlesborough....,....0:0
Crystðl Palace-Cardiff.....frestað
GrimsbyTown-Fulham.............2:1
LeedsUnited-Manch. Clty........1:2
Oldham-Sheffield Wednesday.....1:3
Portsmouth-Shrewsbury..........4:1
SwanseaCity-Cambridge..........2:1
3. deild:
Bolton Wand-Rotherham......'....2:0
Bournemouth-Gillíngham..........2:0
Brentford-Burnley...............0:0
Exeter City-Wlmbledon...........0:3
Hull City-Lincoln Clty..........2:0
Newport-Scunthorpe..............1:1
Orlent-Bristol Rovers...........0:1
Oxford-MillwallCity.............4:2
Plymouth-Preston N.E............1:0
PortVale-BradfordCity...........1:2
Sheffield Unlted-Wigan..........2:2
Southend United-Walsall.........0:0
4. deild:
Aldershot-Wrexham..............1:1
Blackpool-Crewe Alexandra.......3:0
BristolCity-Torquay.............5:0
Chester-Reading................2:1
Chesterfield-Cholchester.......1:1
Darlington-YorkCity.............0:0
Doncaster Rovers-Bury..........3:1
Haiifax Town-Hartlepool.........3:2
Peterborough-Mansfield..........3:0
Rochdale-Northampton...........1:1
Stockport-Swindon Town.........r 1:3
Tranmere-Hereford...............0:1