Þjóðviljinn - 15.10.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.10.1983, Blaðsíða 3
Helgin 15.-16. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 lcikhús Sigurður Höfundur: Oddur Björnsson Lýsing: Páli Ragnarsson Leikmynd og búningar: Steinþör Sigurðsson Leikstjóri: Oddur Björnsson Á miðvikudagskvöld frumsýndi Þjóðleikhúsið nýtt leikrit eftir Odd Björnsson, „Eftir konsertinn“, og eru liðin sex ár síðan leikrit eftii hann hefur sést á sviði, en á þeim tíma hafa komið frá hans hendi ekki færri en fjögur útvarpsleikrit. Með þessu síðasta verki virðist mér Oddur Björnsson hafa lagt inná nýja braut í þeim skilningi að hann nálgast nú það sem almennt er kallað hversdágslegur veruleiki og segir að mestu skilið við þann tilraunakennda absúrdisma sem setti svo sterkan svip á fyrri verk hans og léði þeim sérkennilega ögr- andi þokka. Samt er ekki fyrir það að synja að víða í leiknum skýtui fáránleikinn upp kollinum og þá ekki síst í hinu furðulega drykkju- samkvæmi eftir konsertinn og jóla- sveinaleiknum sem kemur einsog skrattinn úr sauðarleggnum eða Hafnarfjarðarbrandari í sauma- klúbbi. Er engu líkara en höfundui geti ekki setið á strák sínum, þó feginn vildi, og verði fyrir hvern mun að koma leikhúsgestum í opna skjöldu og rugla þá svolítið í rím- inu. Og er ekkert nema gott um það að segja. Þó leikritið sé á yfirborðinu nokkurnveginn raunsæ umfjöllun um dálítið sérstætt fjölskyldulíf og algengan hjónabandsvanda, þá er allt inntak þess og undirtónn sprottinn af sárri skynjun á fárán- leik og tilgangsleysi veraldar sem rambar á barmi glötunar og hefur týnt draumum sínum og áttavitum, með þeim afleiðingum að mannleg samskipti verða einsog kviksyndi: hvergi örugg fótfesta og engir bjarghringir í augsýn. Einsog vænta mátti er leikritið einkar haglega samið, leiðarstef og viðlög leikin í ýmsum tóntegund- um, galsa og alvöru blandað saman svo úr verður „sársaukafullur gam- anleikur“ eða „gamansamur sorg- arleikur“, og það sem kannski er mest um vert og dæmigert fyrir Odd Björnsson: leikritið fjallai bæði um tiltekna fjölskyldu og boðsgesti hennar á tilteknu kvöldi og um eitthvað allt annað sem liggur milli línanna og laumast inni lagið, ekki einsog fölsk nóta, held- ur einsog sterkur undirtónn sem vísar í aðrar áttir: heimili í kreppu, heimur í kreppu; misheppnuð bylt- ing heimafyrir, misheppnaðar bylt- ingar um heim allan; innantómt hjónaband í miðjum allsnægtum, glötuð lífsgildi í allsnægtaheimi. Ein af mörgum áleitnum spurning- um leiksins er einmitt sú, hvers- vegna menn séu allslausir í alls- nægtum. Höfundur hefur af miklum hag- leik ofið saman atburðarás, sem heldur athyglinni vakandi frá upp- hafi til loka, og samtöl sem víða eru myrk eða torræð, en búa yfir ljóð- rænni dul sem örvar ímyndunarafl- ið og varpar margskonar óvæntum ljósbrotum á kenndir og hugmynd- ir. Þessi sérstaki galdur er ein helsta prýði verksins, þó hinu verði ekki neitað að á stöku stað teygðist óþarflega úr atriðum sem hefðu grætt á meiri samþjöppun og örari framvindu, og átti það einkum við orðræður hjónanna og boðflenn- unnar Jóhannesar. Önnur höfuð- prýði leiksins er markvís og blæ- brigðarík krufning tilfinninga og næstum miskunnarlaus afhjúpun á innstu hræringum persónanna. Það er einsog leikritið sé samið með hjartablóði höfundar, enda lætur hann þess á einum stað getið í orð- astað heimilisföðurins að p.'nku- lítið hjartablóð megi gjarna renna í þeim einkabyltingum sem efnt er til í heimahúsum. í sýningu Þjóðleikhússins eru helstu persónur leiksins skýrt mótaðar, þó hlutverk Jóhannesar væri með köflum eilítið vandræða- legt. Jóhannes er hinn sígildi óboðni gestur margra skáldverka, sem óvænt yfir slétt yfirborð hvers- „Höfundur hefur af miklum hagleik ofið saman atburðarás, sem heldur athyglinni vakandi frá upphafi til Ioka“, segir Sigurður A. Magnússon m.a. í umfjöllun sinni. A myndinni eru Helgi Skúlason (Pétur), Helga Bachmann (Ingunn) og Erlingur Gíslason (Jóhannes) í sýningunni. Eftir konsertinn dagsleikans og riðlar með návist sinni fastskorðuðum viðmiðunum og lífsháttum. Þetta hlutverk boð- flennunnar er einátt erfitt í með- förum og hættir til að verða ein- hæft, en Erlingur Gíslason vann skilmerkilega úr þeim efniviði sem honum var lagður uppí hendur, túlkaði stóíska ró og sjálfsöryggi heimilislæknisins, var kletturinn í brimróti uppgjörs og ásakana, en stóð einhvernveginn alltaf álengd- ar við leikinn. Ekki kunni ég fylli- lega að meta hliðstæðar innkomur og hler þeirra Jóhannesar og Pét- urs í fyrsta og þriðja þætti: endur- tekningin varð í því tilviki helsti augljóst og þreytt leikbragð. Helgi Skúlason og Helga Bach- mann léku hjónin Pétur og Ingunni og náðu bæði minnisverðum tökum á samsettum hlutverkum. Kannski var Helgi ívið hástemmd- ur og órólegur í upphafi leiks, en varð eftir því sem á leikinn leið æ innlífari hinum sjálfsánægða, af- brýðisama og ráðvillta eiginmanni sem í lokin fær allt að því tragíska reisn. Helga túlkaði fordekraða og lífsleiða eiginkonuna af frábæru ör- yggi og næmri skynjun á blæbrigði tilfinningalífsins, og var látbragð hennar ekki síður áhrifamikill mið- ill til túlkunar innri hræringa en orðin sem henni voru lögð í munn. A. Magnússon skrifar Guðbjörg Þorbjarnardóttir lék óborganlegt hlutverk lífsþyrstrar og dálítið drykkfelldrar Ömmu, sem lifir í liðnum tíma og þolir ekki að hróflað sé við gömlum og lög- helguðum hefðum. Túlkun Guð- bjargar var í senn bráðfyndin og átakanleg. Af öðrum leikendum kvað mest að Steinunni Jóhannesdóttur, sem lék konsúlsfrúna með glæsilegum og kynæsandi tilburðum, og Jóni S. Gunnarssyni sem lék pólska pían- istann af ríku skopskyni sem gerði manninn ekki einungis gráthlægi- legan, heldur líka að hryggðar- mynd listamanns í snobbheimi broddborgara. Aðra boðsgesti léku Árni Tryggvason, Randver Þorláksson og Sigrún Björnsdóttir og stóðu hvert fyrir sínum hlut. Dóttirin og sonurinn á heimil- inu, sem leikin voru af Lindu Vil- hjálmsdóttur og Þorsteini M. Jóns- syni, voru ekki ýkjamargorð, en hljóðlát návist þeirra sagði mikla sögu um hið margfræga kynslóða- bil hjá samkvæmisglöðu efnafólki. Bára Magnúsdóttir lék unga stúlku sem rétt brá fyrir í lokin, en ungar tvíburasystur voru leiknar af Önnu Maríu Pitt og Sólveigu Kristjáns- dóttur. Oddur Björnsson setti sjálfur verk sitt á svið með aðstoð Ingu Bjarnason og náði eftirtektarverð- um tökum á torveldu viðfangsefni. Hann hefur lagt ríka áherslu á ljóðrænan þátt leiksins, stundum á kostnað hraða og tilþrifa, en innsti kjarni hans er sársaukafull angur- værð sem skilar sér með prýði í heilsteyptri og verulega faliegri sviðssetningu. Hún nýtur að sjálf- sögðu góðs af íburðarmikilli og stfl- hreinni sviðsmynd Steinþórs Sig- urðssonar sem einnig teiknaði skemmtilega og litríka búninga. Umgerð sýningarinnar var með sérstökum glæsibrag. Páll Ragn- arsson stjórnaði lýsingu og átti ólítinn þátt í fallegri áferð sýning- arinnar og þá ekki síst í „frumskóg- aratriðinu" í öðrum þætti. Sigurður A. Magnússon. Opid frá kl. 12—18 alla virka daga nema föstudaga frá kl. 12—19, laugar■ daga frá kl. 10—16. ■ Verið velkomin í Imarkaðs-I HÚSIÐ Sigtúni 3, 2. hæð SÍMI 83075 STORUTSAL íidatVta&s hÚSt«u kaffiteria SiQtúni 3, 2. h8eÖ Á STAÐNUM (Þvottastöðin Bliki er á 1. hæð) Mjög þekkt fyrirtæki eru nú meö viö opnun s.s.: KARNABÆR Opið í dag, laugardag kl. 10-16 Slík markaðshús eru þekktumalla Evrópu. Þau hata því hlutverki aö gegna að þjóna almenningi og tyrirtækjum' sem hafa gagnkvæma þörf fyrir aö kaupa og selja vörursem eru af einhverjum ástæðum ekki toppsölu- vara og er því ódýr. Þörfin fyrir slík markaðshús hér er því örugglega ______^ mikil. BELGJAGERÐIN (Vinnuföt) SPORTVAL (Sportfatnaður) iáuakim o d.^ad.mm JOHANN G. (Hljomplötur) B“N ,SPOr,,a‘naðUr) LAGERINN (Fatn. á alla fjölskylduna) HENSON (íþróttafatnaöur) T|NDASTÓLL(S.H.gluggatjaldaefni) G.M. PRJÓNAGARN PRJÓNASTOFAN KATLA (ísl. prjónapeysur) K. HELGASON(Sælgæti) M. Bergmann (Sængurfatnaður) Verslið ódýrt UTILIF (Sportfatnaður) ÆSA (Skartgripir) ASSA (Tiskuföt, barnaföt) S.K. (Sængurfatnaður) LIBRA (Fatnaður)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.