Þjóðviljinn - 01.11.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 01.11.1983, Qupperneq 2
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. nóvember 1983 Þriðjudagur 1. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir yiðir Sigurðsson ibróttir Umsjón: Viöir Sigurðsson Jón Kr. Gíslason „leggur“ knöttinn í körfu Haukanna eftir eitt af sínum stórskemmtilegu gegnumbrotum. Mynd: -eik. Einar Bollason hressti uppá Haukaliðið:_______________________ Þorsteinn, Jón og Pálm- ar hver öðrum betri Það er satt og rétt að úrvalsdeildar- lið Keflavíkinga í körfuknattleik byggist á fáeinum máttarstólpum en ef þessir stólpar leika áfram í vetur eirís og þeir gerðu gegn Haukum í Hafnarfirði í fyrrakvöld er lið ÍBK til alls líklegt í vetur. Þorsteinn Bjarna- son og Jón Kr. Gíslason voru ger- samlega óviðráðanlegir og lögðu grunninn að góðum sigri ÍBK, 81-74. Ekki má heldur gleyma Pálmari Sig- urðssyni, bakverðinum skemmtilega í Haukum. Hann og Jón Kr., sem líklega eru bestu bakverðir landsins í dag, háðu mikið einvígi í síðari hálfleiknum, Pálm- ar skoraði þá 22 stig en Jón 16. Það var skemmtilegra að fylgjast með þessum tveimur í fyrrakvöld en flestum útlend- ingum sem hér hafa leikið. Haukarnir höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn og komust snemma í 12-4. ÍBK náði að jafna fyrst 21-21 en þegar staðan var 23-23 brá Einar Bolla- son, fyrrum landsliðsmiðherji sem þjálf- ar Haukana, sér inn á og skoraði 7 stig í röð á skömmum tíma. Þar af var eitt hinna margfrægu „húkkskota“ og áhor- fendur í Hafnarfirði kunnu vel að meta þetta framlag Einars. Haukar komust 9 stigum yfir á þessum kafla en ÍBK náði að jafna fyrir hálfleik, 40-40. ÍBK komst síðan í fyrsta skipti yfir í byrjun síðari hálfleiks og Jón Kr. kom liðinu nánast einn tíu stigum yfir. ÍBK náði síðan 14 stiga forskoti, 66-52, og sigurinn virtist í höfn. Ekki alveg, Haukarnir börðust grimmilega og minnkuðu muninn niður í fjögur stig, staðan var 72-76 þegar tvær mínútur voru eftir en reynsluleysi á lokasprettin- um kom í veg fyrir að þeir kæmust nær. Þeir fengu á sig klaufavillur í vörn og sókn, Keflvíkingar léku hins vegar af yfirvegun og skynsemi, og þegar á heildina er litið, var sigur þeirra fyllilega sanngjarn. Jón Kr. og Þorsteinn voru að sjálf- sögðu yfirburðamenn í liði ÍBK. Þor- steinn fór á kostum í fyrri hálfleik og skoraði þá 19 stig, flest á sinn einstaka máta, en Jón tók völdin eftir hlé. Þá lék Óskar Nikulásson vel í vörn og sókn og hefur sýnt gífurlegar framfarir frá því í fyrra. Allir börðust vel og eiga hrós skilið fyrir ákveðnina og sigurviljann. Keflvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af fallinu sem svo margir hafa spáð þeim ef framhaldið verður í þessum dúr. Pálmar var langbestur Haukanna, fór rólega af stað en var í „Kanaham" eftir það. Kristinn Kristinsson var óhemju drjúgur í vörn en aðrir voru með daufara móti. Einar Bollason hressti mjög upp á liðið þann kafla sem hann var inná og koma hans veitti strákunum greinilega mikinn sálrænan styrk. Stig ÍBK: Þorsteinn 27, Jón Kr. 25, Óskar 15, Pétur Jónsson 6, Björn Víkingur Skúlason 4, Hafþór Óskarsson 2 og Sigurður Ingimundar- son 2. Stig Hauka: Pálmar 35, Ólafur Rafnsson 8, Hálfdán Markússon 8, Einar Bollason 7, Krist- inn 6, Henning Henningsson 4, Reynir Krist- jánsson 4 og Eyþór Árnason 2. Davíð Skúlasyni og Kristbirni Al- bertssyni fórst dómsgæslan vel og rögg- samlega úr hendi. Kristbjörn þó ívið of smámunasamur eins og oft áður. -VS Pálmar Sigurðsson skoraði 35 stig fyrir Hauka. Vestur-þýska knattspyrnan: Sigurganga Diissel- dorf heldur áfram Atli Eðvaldsson og félagar í Fortuna Dusseldorf komu enn á óvart í vestur-þýsku Bundeslig- unni í knattspyrnu á laugardag- inn er þeir unnu stórsigur á Stuttgart, 3-0. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik, Gerd Zewe, hinn 33 ára gamli fyrirliði, skoraði fyrst og síðan bætti Gunter Thiele tveimur við. Atli á við meiðsli að stríða og varð af þeim sökum að hverfa af leikvelli 30 mínútum fyrir leikslok. Ásgeir Sigurvins- son var besti maður Stuttgart. Dusseldorf virðist nú til alls lík- legt í toppbaráttu Bundeslig- unnar. Úrslit í V.-Þýskalandi á laugar- daginn urðu þessi: Bayern Múnchen-Núrnberg 4-2 Bochum-Kalserslautern 4-1 Braunschweig-Uerdlngen 1-2 Dússeldorf-Stuttgart 3-0 Köln-Frankfurt 7-0 Mannheim-Dortmund 4-1 Mönchengladbach-Hamburger.....4-0 Offenbach-Bielefeld...........2-2 Werder Bremen-Lverkusen.......2-0 Stórskellur Evrópumeistara Hamburger kom mjög á óvart. Borussia Mönchengladbach virðist vera á uppleið á ný eftir mögur ár undanfarið og mörkin skoruðu Frank Mill, Ewald Lienen, Wilfri- ed Hannes og Hans-Gunter Bruns. Þá er enn allt í kalda koli hjá Frankfurt, 7-0 tap fyrir Köln þar sem hinn 19 ára gamli Uwe Haas skoraði tvö markanna. Bayern átti í vandræðum með Nurnberg en vann loks 4-2. Klaus Augenthaler, Karl-Heinz Rummenigge, Michael Rummenigge og varnarmaður Núrnberg skoruðu fyrir Bayern en hinn gamalreyndi markaskorari Manfred Búrgsmúller, sem er orð- inn 34 ára, gerði bæði mörk Núrn- berg. Hamburger er áfram efst þrátt fyrir skellinn með 18 stig. Bayern og Bremen hafa 16 en Dússeldorf, Stuttgart og Mönchengladbach hafa 15 stig hvert. Frankfurt situr áfram á botninum með 6 stig en Núrnberg og Dortmund eru þar fyrir ofan með 8 stig hvert. - VS. Tómas G. bestur Tómas Guðjónsson vann fremur auðveldan sigur á nafna sínum og félaga úr KR, Tómasi Sölvasyni í úrslitaleik afmælismóts Víkings í borðtennis á laugardaginn. Hann sigraði allar loturnar, 21-10, 21-11 og 21-7. Kristján Jónasson Víkingi varð þriðji, tapaði fyrir Tómas Sölvasyni í hörkuleik, 11-21, 21-18, 21-19, 21-18. Tómas Guðjónsson var hætt kominn í fyrstu umferð, lenti 2-0 undir gegn hinum 17 ára gamla Bergi Konráðssyni úr Víkingi en knúði fram sigur, 3-2. Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB, og Asta Urbancic, Erninum, háðu harða baráttu í meistaraflokki kvenna og náði Ragnhildjir að sigra 23-21 og 21-18. Elísabet Ólafsdóttir úr Erninum kom nokkuð á óvart og náði þriðja sæti. Kjartan Briem, KR, sigraði í flokki 13-15 ára og Ragnar Árnason, KR, í flokki drengja yngri en 13 ára. - VS. Valsmenn öðru sinni yfir níutíu stigin Það fór eins og búast mátti við, Valsmenn unnu öruggan sigur á botnliði ÍR í úrvals- deildinni í körfuknattleik í fyrra- kvöld. Leikurinn fór fram í Selja- skóla og endaði með sigri Vals, 92-75, eftir 50-34 í hálfleik. Ann- að skiptið í vetur sem lið nær 90 stigum í úrvalsdeildarleik og Valsmenn hafa verið að verki í bæði skiptin. Valur náði strax yfirhöndinni en ÍR-ingat voru ekki langt á eftir framan af. Staðan var 22-20 á tíma- bili en Valsmenn juku síðan for- skotið í 40-26 og í hálfleik var stað- an 50-34. Valsmenn bættu örlítið við eftir hlé en um miðjan síðari hálfleik náðu ÍR-ingar góðum kafla, skoruðu 16 stig gegn tveimur og staðan 74-67. Valsmenn svör- uðu með 12 stigum í röð og sigur þeirra var aldrei í hættu. Valsliðið var nokkuð fyrir ofan mótherja sína í þessum leik. Góð breidd er í liðinu þó að varamenn- irnir falli ekki nógu vel inní heildina. ÍR-liðið virðist að sama skapi vanta breidd og reynslu en Jón Steingrímsson var stigahæstur Valsmanna gegn ÍR. það virðist vera orðinn vani í þeim herbúðum að ná góðum köflum seint í leikjum (sbr. gegn KR). Torfi Magnússon var bestur Valsmenna en einnig áttu þeir Jón Steingrímsson og Kristján Ágústs- son góðan leik. Hjá ÍR voru Ragn- ar Torfason og Hreinn Þorkelsson yfirburðamenn. Þeir skoruðu 43 stig samanlagt auk þess sem þeir voru báðir grimmir í fráköstunum. Ragnar lék sérstaklega vel í síðari hálfleik og skoraði þá 21 stig. Stig Vals: Jón Steingrímsson 21, Torfi Magnússon 18, Kristján Ágústsson 15, Leifur Gústafsson 14, Valdimar Guð- laugsson 8, Tómas Holton 6, Einar Ólafs- son 4, Jóhannes Magnússon 2, Helgi Gústafsson 2 og Björn Zoega 2. Stig ÍR: Ragnar Torfason 25, Hreinn Þorkelsson 18, Hjörtur Oddsson 12, Jón Jörundsson 8, Kristján Oddsson 6, Bene- dikt Ingþórsson 4 og Kolbeinn Kristins- son 2. Dómarar voru Gunnar Bragi og Jón Otti og stóðu þeir sig vel. - Frosti. Skoska knattspyrnan:___________ Búbbi bókaður í baráttu- leik gegn meisturunum Ásgeir Sigurvinsson var besti mað- ur Stuttgart í Diisseldorf. Motherwell, lið Jóhannesar Eðvaldssonar, er á stöðugri uppleið í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og náði jafntefli, 2-2, á heimavelli gegn meistur- um Dundee United á laugardag- inn. David Dodds skoraði fyrir United á 7. mínútu, Alexander og Gahagan komu Motherwell yfir en Dodds jafnaði, 2-2, á lok- amínútu fyrri hálfleiks. Leikur- inn varð afar harður í síðari hálf- leik og þá voru sex ieikmenn bókaðir, Jóhannes var einn þeirra. Motherwell barðist mjög vel og átti stigið skilið. Celtic burstaði Hibernian 5-1 og tveir leikmanna Hibs, Blackley og Rae, voru reknir af leikvelli. Mur- do McLeod skoraði þrjú marka Celtic, David Provan og McLean eitt hvor. Bobby Thomson skoraði fyrir Hibs. Landsliðsmaðurinn kornungi hjá Celtic, Paul McStay, var borinn af leikvelli eftir að hafa meiðst á auga. Aberdeen komst á toppinn með 3-1 sigri í Dundee. Bobby Glennie kom Dundee yfir en Gordon Strac- han, Peter Weir og Doug Bell tryggðu Aberdeen stigin. Hearts vann St. Johnstone 2-0 og skoraði hinn efnilegi John Ro- bertson bæði mörkin. St. Mirren vann Rangers 3-0, Ian Scanlon gerði eitt niarkanna, og enn hallar undan fæti hjá Ran- gers. Fyrir leikinn var framicvæmd- astjórinn John Greig rekinn, eftir 20 ára feril hjá félaginu sem leik- maður og stjóri. Staðan í úrvalsdeildinni: Aberdeen...........10 7 1 2 26-7 15 DundeeUnited........ 9 7 11 22-8 15 Celtic.............10 6 2 2 27-13 14 Hearts.............10 6 2 2 13-8 14 Hibernian..........10 5 0 5 15-20 10 Rangers............10 3 1 6 15-19 7 Dundee.............10 3 1 6 14-23 7 St.Mirren.......... 9 1 4 4 9-15 6 Motherwell.........10 1 4 5 8-18 6 St.Johnstone.......10 2 0 8 10-28 4 Patrick Thistle hefur 19 stig í 1. deild, Kilmarnock og Falkirk 17. Forfar er efst í 2. deild með 21 stig en Queen of the South hefur 18 stig. -VS Örucjgt hjá Þrótti en IS-menn í basli Þróttarar unnu mjög öruggan sigur á nýliðum HK, 3-0, í 1. deild karla á fyrsta leikdegi Islandsmótsins í hlaki á laUgardaginn. Hrin- urnar enduðu 15-11, 15-6 og 15-11, en í lið HK vantaði nokkra sterka leikmenn. ÍS lenti í miklum vandræðum með Víking en náði að sigra eftir rúmar lOOmínútur, 3-2. Hrinurnar enduðu 15-2,13-15,15-8,13-15 og 15-9. Þá hófst einnig keppni í 1. deild kvenna. ÍS vann iéttan sigur á meisturum Þróttar, 3-0 (15-3, 15-4 og 15-10), og Völsungur frá Húsavik vann KA örugglega á Akureyri, 3-0 (15-4, 15-6 og 15-1). Hreinn úrslitaleik- ur í Lissabon Portúgal á ágæta möguleika á að komast í úrslit Evrópukeppni landsliða næsta sumar eftir 1-0 sigur á Pólverjum í Varsjá á föstu- daginn. Carlos Manuel skoraði eina mark leiksins. Einn leikur er eftir í 2. riðli, Portúgal og Sovétríkin eigast við í Lissabon þann 13. nóvcmber. Sovétmenn hafa 9 stig, Portúgalir 8, þannig að þeim sovésku dugir jafntefli til að komast áfram. Tvö í gegn en tvö féllu út Tvö „íslcndingaliðanna“ komust í 16-liða úrslit belgísku bikar- keppninnar í knattspyrnu um helgina en tvö voru slegin út. Antwerpen sigraði Charleroi 3-1 og skoraði Pétur Pétursson eitt markanna. Þá vann Waterschei 2. deildarlið Ilasselt 2-0. Ander- lecht féll hins vegar út, tapaði 1-2 fyrir FC Brugge og CS Brugge fór sömu leið, steinlá 0-3 fyrir Bevercn. 1. deild karla í körfuknattleik:_ Hástökkvararnir hrelldu Framara! Hástökkvararnir kunnu, Unn- ar Vilhjálmsson og Sigurður Matthíasson settu mikinn skrekk í Framara í 1. deild karla í körfuknattleik á sunnudaginn. Þeir félagar leika með nýliðum Laugdæla sem komu mjög á óvart og voru nálægt sigri gegn Fram en máttu sætta sig við tap, 69-65. í hálfleik var staðan 26-22, Fram í hag, en leikurinn fór fram á heimavelii Framara í Haga- skólanum. Unnar og Sigurður skoruðu bróðurpart stiga Laugdæla, Unnar 25 og Sigurður 20. Ómar Þráinsson gerði flest stig Framara, 22, og Þor- valdur Geirsson kom næstur með 12. Leikurinn var frekar slakur. Á laugardaginn léku Skallagrím- ur og Grindavík í Borgarnesi. Grindvíkingar keyrðu heimamenn í kaf í fyrri hálfleik, voru 37-18 yfir í leikhléi, og sigruðu síðan 7Ó-44. Eyjólfur Guðlaugsson, þjálfari Grindvíkinga, skoraði 20 stig, Jó- hannes Sveinsson 18, Ólafur Jó- hannesson 13 og Pálmi Ingólfsson Unnar Viíhjálmsson, - 25 stig. 10. Hafsteinn Þórisson skoraði 19 stig fyrir Skallagrím, Hans Egils- son 7 og Jón Pálsson 6. Staðan í 1. deild: Fram........ ÍS......... Grindavík.. Laugdælir.... Þör Ak..... Skallagrímur - vs. 4 4 0 327-245 8 3 2 1 258-188 4 3 2 1 214-195 4 2 1 1 138-114 2 2 0 2 140-183 0 4 0 4 219-371 0 1. deild kvenna í körfuknattleik: Tveir góðir sigr- Öruggur Njarðvíkursigur ar Haukastúlkna Njarðvíkingar áttu ekki í telj- andi vandræðum með að af- greiða KR-inga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, sigruðu 79-69 í Njarðvík á föstudagskvöldið. Leikurinn var jafn framan af, staðan 41-33 fyrir Njarðvík í hálfleik, en heimamenn náðu 27 stiga forystu í síðari hálfleik og sigur þeirra var aldrei í nokkurri hættu eftir það. Það háði KR nokkuð eftir hlé að Jón Sigurðsson og Kristján Rafns- son fengu 4 villur hvor í fyrri hálf- leik. Hvorugur byrjaði inná í síðari háifleik af þeim sökum. Um miðj- an síðari hálfleik átti síðan sér stað leiðinlegt atvik. Jón Sigurðsson grýtti knettinum í andlit Sturlu Ör- lygssonar af tveggja metra færi og var umsvifalaust rekinn úr húsinu. Svona lagað á ekki að henda leikreyndan og góðan leikmann eins og Jón, ekki síst þar sem hann nú þjálfar Vesturbæjarliðið. A 14. mínútu fékk Valur Ingi- mundarson, hinn frábæri leikmað- ur Njarðvíkinga, tæknivíti fyrir munnsöfnuð. Gunnar Þorvarðar- son þjálfari tók hann samstundis útaf og lét hann sitja á bekknum það sem eftir var. Skynsamlegt hjá Gunnari og hefur vonandi góð áhrif á Val, en skapið hefur löngum verið hans versti óvinur og bitnað mjög á getu hans. Njarðvíkingar léku með unga og óreynda pilta lokakaflann og KR náði að minnka muninn niður í tíu stig. Valur átti frábæran leik með Njarðvík, hitti mjög vel og sýndi á sér nýja hlið með því að mata fé- laga sína á stórgóðum sendingum. Valur Ingimundarson og Jón Sigurðs- son hurfú báðir af leikvelli, af ólíkum ástæðum. Sturla var sem klettur í vörninni og Gunnar stóð fyrir sínu að vanda. Jón Sig. var potturinn og pannan í leik KR meðan hans naut við og skoraði öll sín 13 stig í fyrri hálf- leik. Guðni Guðnason er virkilega drjúgur og skemmtilegur leikmað- ur sem þekkir sín takmörk og leikur skynsamlega. Páll Kolbeins- son gerði virkilega laglega hluti og stóð sig mjög vel. stiq UMFN: Valur 27, Sturla 16, Gunn- ar 11, Isak Tómasson 7, Inglmar Jónsson 6, Ástþór Ingason 4, Júlíus Valgelrsson 4, Árnl Larusson 2 og Kristinn Elnarsson 2. Stig KR: Páll 17, Guðni 16, Garðar Jó- hannsson 14, Jón Sig. 13, Ágúst Líndal 5 og Olafur Guðmundsson 4. Leikurinn var auðdæmdur fyrir Gunnar Valgeirsson og Kristin Al- bertsson. -sv/vs Staðan Úrslit leikja í 4. umferð úrvals- deildarinnar í körfuknattleik og staðan að henni lokinni: Njarðvík-KR.....................79-69 IR-Valur........................75-92 Haukar-Keflavlk................74-81 Njarðvfk............4 4 0 325-291 8 Valur............:..4 3 1 336-297 6 Keflavfk.............4 2 2 288-290 4 KR...................4 2 2 270-290 4 Haukar...............4 1 3 284-303 2 ÍR...................4 0 4 267-299 0 Stigahæstir: Valur Ingimundarson, Njarðvfk..119 Pálmar Sigurðsson, Haukum.y... 103 Þorsteinn Bjarnason, Keflavfk...86 Kristján Ágústsson, Val.........74 Torfi Magnússon, Val............72 Hreinn Þorkelsson, ÍR...........69 Jón Kr. Gíslason, Keflavfk......69 Jón Sigurðsson, KR............ 67 Stúlkurnar efnilegu úr Haukum í Hafnarfirði komu skemmtilega á óvart í 1. deild kvenna í körfuknattleik um helg- ina. Þær unnu tvo góða sigra, lögðu ÍS að velli, 48-42, í íþrótta- húsi Kennaraháskólans á fimmtudagskvöldið og í fyrra- kvöld unnu þær Njarðvík í Hafn- arfirði 61-35. Leikurinn á fimmtudagskvöldið var mjög jafn og staðan var 20-20 í hálfleik. Sóley Indriðadóttir skoraði 23 stig fyrir Hauka en Kol- brún Leifsdóttir 16 fyrir ÍS. Njarðvík skoraði fyrstu körfuna gegn Haukum en síðan ekki sög- una meir. Haukar voru yfir 28-17 í hálfleik og gerðu síðan út um leikinn með því að gera 14 stig í röð í upphafi síðari hálfleiks. Sóley var stigahæst sem fyrr, gerði 25 stig, og Svanhildur Guðlaugsdóttir kom næst með 16. Katrín Eiríksdóttir skoraði 12 stig fyrir Njarðvík og María Jóhannesdóttir 7. ÍS vann ÍR 44-34 í Seljaskóla í fyrrakvöld. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur, ÍS komst í 18-7 en IR minnkaði muninn í 20-19 fyrir hlé. ÍS hafði síðan undirtökin í síðari hálfleik og vann nokkuð ör- ugglega. Þórdís Kristjánsdóttir og Vigdís Þórisdóttir skoruðu 10 stig hvor fyrir ÍS en stigahæstur hjá ÍR voru Þóra Steffensen með 8 stig og Guðrún Gunnarsdóttir sem skoraði 7. Staðan í 1. deild kvenna: Njarðvík.............4 2 2 166-145 4 ÍR...................3 2 1 141-128 4 Haukar...............3 2 1 152-141 4 IS...................3 2 1 131-120 4 Snæfell..............2 1 1 65-64 2 KR..................3 0 3 83-140 0 -vs

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.