Þjóðviljinn - 30.11.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.11.1983, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Sr. Heimir Steinsson, þ j óðgarðsvörður: Núverandi stjórnun hefur reynst vel „Ég sé ekki ástæðu til að gera breytingu á þjóðgarðinum í núver- andi mynd. Stjórnun svæðisins sýnist hafa reynst vel og þjóðgarð- urinn er í mikilii grósku miðað við umhverfið. Ég sé enga ástæðu til að blanda því saman við hugmyndir um hvort friða eigi stærra svæði. Það er sjálfsagður hlutur enda eru hér í kring margir viðkvæmir blett- ir. Slíkt svæði myndi nokkuð sjálf- krafa heyra undir Náttúruvernd- arráð og það er verkefni fyrir Landvernd og Náttúruverndarráð að gera tillögur þar um. Það kemur í sjálfu sér ekki við þeirri skipan mála sem hér ríkir“, sagði séra Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörð- ur á Þingvöllum. „Ég er mjög ánægður með alla umræðu um þessi mál“, sagði Heimir, „en ég held að það sé best komið í hófsamlegri umræðu og mér finnast það heldur kuldalegar kveðjur til fólksins sem hér býr þegar nefndar eru jarðir, sem sjálf- gert sé að taka úr ábúð. Það á varla að þurfa að taka það fram að frið- unaraðgerðir sem koma niður á byggðinni ætti að athuga vand- lega.“ Ekki fleiri sumar- bústaði í þjóðgarðinn „Fjölgun sumarbústaða innan þjóðgarðsins hefur verið stöðvuð og það hefur verið stefna Þing- vallanefndar nú um skeið að þeim fjölgi ekki frekar. Nýverið barst Þingvallanefnd bréf frá bændum vestan við þjóðgarðinn, þar sem þeir kvarta undan vaxandi fjölda sumarhúsa í grennd við sig. Þing- vallanefnd gerði bréf að sínu leyti þar sem bent er á að þessi stefna hefur verið mörkuð innan þjóð- garðsins. Þar er einnig lýst fyllsta skilningi á viðhorfum bændanna og þeim bent á að leita stuðnings Nátt- úruverndarráðs, þar sem nefndin hafi aðeins með þjóðgarðinn sjálf- an að gera.“ Fyrsta sauðlausa sumarið „Eftir því sem ég best fæ séð er gróðursæld mikil innan girðingar- innar og allt gert sem í mannlegu valdi er til að vernda gróðurríkið. Hér hafa menn háð hetjulega bar- áttu við sauðkindina sem lyktaði með nýrri girðingu umhverfis svæðið 1982 þannig að síðasta sumar var fyrsta sauðlausa sumar- ið. Ég efast um að orðin „í bráðri hættu“ eigi við um þjóðgarðinn og ég veit ekki hvaða svæði eru „troðin". Ég held þvert á móti að þetta svæði sé eftir atvikum í lagi og það er sæmilega vel gróið yfir sumarið enda ljúka menn upp ein- um munni um hversu mikill munur sé á gróðri innan og utan þjóð- garðsins.“ Tjaidsvæðin flutt? „Mér finnst sjálfsagt að endur- skoða alla ferðamannaþjónustu Heimir Steinsson hér og það er beinlínis það sem Þingvallanefnd er nú að velta fyrir sér. Þjónustan þarf að batna og breytast. Við erum í bæjardyrum Reykjavíkur og ferðamönnum hér hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Það hefur verið rætt um að flytja tjaldstæðin til Svartagils en á því eru ýmsir meinbugir, bæði er þar vatnslítið og vindasamt, en þetta er á umræðustigi í nefndinni. Þá hefur verið ákveðið að á Þing- völlum verði ekki húsvagnar nema eigendur fylgi með og kemur það til framkvæmda næsta sumar. Akstur utan vega hefur verið stöðvaður og þannig hefur ýmislegt áunnist. Hins vegar mætti gera meira, t.d. þrífa til í Þingvalla- skógi, klippa kalviði og fleira. Þingvellir og þessi litli þjóðgarð- ur hafa afar mikla sérstöðu vesna sinnar sögu og hingað koma menn allajafna margvíslegra erinda. Ég tel nokkuð eðlilegt og tel það hafi reynst eftir atvikum vel að alþingi hafi stjórn þessa svæðis í höndum og sé ekki ástæðu til að gerð verði breyting á því. Hins vegar er mikil- vægt að fólk skiptist á skoðunum um þetta mál og það er ljóst að Reykjavíkurfjölmennið kallar á einhverjar aðgerðir. Hitt er svo aft- ur annað mál og stærra hvort meira land verður friðað“, sagði Heimir að lokum. -ÁI. Jón Helgason, dóms- og landbúnaðarráðherra: Ekkert til fyrir- stöðu að bæta eyðijörðunum við Jón Helgason „Þingvellir og umhverfi vatnsins er ákaflega sérstakt land og ákjós- anlegt útivistarsvæði. Ég er hins vegar ekki nægilega kunnugur til að segja til um hversu brýn þörfin er á stækkun þjóðgarðsins11, sagði Jón Helgason, dóms- og landbún- aðarráðherra. „Það er augljóst að breyttar að- stæður krefjast breyttrar notkunar á landi og það er alls staðar að ger- ast að land er tekið undir annað en búskap. Sem betur fer er okkar land það stórt að við eigum að geta komið slíku við með friði. Stækkun þjóðgarðsins hlýtur að verða að byggjast á þeirri þörf sem er fyrir hendi og þarna eru nokkrar ríkis- jarðir sem eru komnar í eyði. Þar ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að þeim verði bætt við þjóðgarðinn. Hins vegar er það mjög viðkvæmt mál gagnvart ábúendum á þeim jörðum sem eru byggðar, fólki sem er gróið á staðnum og það verður að fara gætilega að slflcu“, sagði Jón. Ekki óeðlilegt að alþingi eigi sumarbústað „Það þarf að fara mjög gætilega við byggingar á Þingvallasvæðinu og sum af sumarbústaðahverfun- um austan við vatnið eru ekki beint augnayndi. Hugmyndin um orlofs- heimili fyrir alþingi á Þingvöllum er enn á umræðustigi. Hún byggist á því að þarna er hús í eigu alþingis, sem hefur verið notað sem sumar- dvalarstaður fyrir ríkisstofnun (Orkustofnun, innskot Þjv.), með- an alþingi hefur ekkert slíkt. Það kom hins vegar í ljós við athugun að byggingin er í svo lélegu ástandi að allir voru sammála um að það yrði miklu ódýrara að byggja nýtt hús. Það er alls staðar talið sjálf- sagt að starfsmannafélög hafi sumarbústaði og það eru tugir slíkra byggðir árlega á vegum fé- lagasamtaka. Það er ekki óeðlilegt að alþingi með sínu fjölmenna starfsliði hafi einum slíkum á að skipa.“ Alþingi og Þingvellir „Hugmyndin um yfirstjórn nátt- úruverndarráðs á Þingvöllum er dæmigerð um það að flestar stofn- anir telja nauðsynlegt að ná sem mestu undir sig, þó ég sé ekki að gera lítið úr náttúruverndarráði sem slíku. Ég fæ ekki séð að það sé nokkurt atriði í málinu hver fer með yfirstjórn Þingvalla. Þingvellir eru alveg sérstakur sögulegur stað- ur og svo nátengdur alþingi að þar verður varla sundur skilið. Ég tel full rök fyrir því að alþingi hafi þennan stað til umsjónar og undir þess stjórn hefur ýmislegt verið vel gert í þjóðgarðinum. Hins vegar þarf auðvitað að hafa náið samstarf um yfirstjórn svæðisins milli al- þingis og náttúruverndarráðs“, sagði Jón Helgason að lokum. -ÁI. Hjörleifur Guttormsson, þingmaður: Nauðsynlegt að vemda allt vatnasviðið „Eg tel að það eigi tvímælalaust að stækka verndarsvæðið við Þing- vallavatn og það reyndar svo um munar. Hugmyndir mínar þar um setti ég fram í hugmyndasam- keppni um skipulag Þingvallasvæð- isins 1972 í tillögu sem ég átti hlut að. Þingvallanefnd ásamt skipulagsstjórn stóð fyrir sam- keppninni og hugmyndin var sú að hún mætti nýtast við undirbúning þjóðhátíðarinnar 1974. Það varð hins vegar í takmörkuðum mæli því miður og enn í dag hefur ekki verið unnið úr tillögum sem bárust“, sagði Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður, sem á sæti í Þing- vallanefnd. Én hverjar voru - og eru hans hugmyndir um svæðið? „Aö allt svæðið innan aðliggjandi vatnaskila Þingvallasvæðisins verði lýst verndarsvæði og landið flokk- að niður í mismunandi þætti. Nú- verandi þjóðgarður yrði stækkaður verulega bæði norðan og sunnan vatns en að auki yrðu þjóðgarðs- svæðin tengd saman með friðlandi austan og vestan vatnsins. Að norðanverðu voru mörkin hugsuð um Langjökul allt að vatnaskilum á Kaldadal. Sunnan vatnsins yrði hluti af landinu í fyrstu sett í hjúkr- un því það er mjög illa farið af of- beit og uppblæstri en hefur hins vegar afar mikið verndunar- og úti- vistargildi. Þessi þjóðgarðar yrðu síðan tengdir með friðlandi og reynt að koma skipulagi bæði á bú- skap og sumarbústaðabyggð á þeim svæðum,“ sagði Hjörleifur. Misjafnar undirtektir „ Að hugmyndum í þessa átt var í raun unnið um tíma þegar Þing- vallanefnd og Náttúruverndarráð tengdust með þeim hætti að Eysteinn Jónsson var formaður beggja á árunum 1971-1978. 1975 eða 1976 var stofnað til sérstakrar samstarfsnefndar þessara aðila ásamt hreppsfélögunum og Árnes- sýslu til að ræða hugmyndir um verndun svæðisins og löggjöf þar um. Nefndin kom saman nokkrum sinnum, kannski tvisvar, en það voru mjög misjafnar undirtektir sem þetta mál mætti. Meginhug- myndin var að setja svipaða löggjöf og nú er á Mývatns- og Laxársvæð- inu en það er að mínu mati mjög brýnt og vaxandi þörf á að frá slíku verði gengið.“ Margt færst til betri vegar „Ég hef átt sæti í Þingvallanefnd síðan 1979 og nefndin sem fjallar formlega séð aðeins um núverandi þjóðgarð hefur unnið að mörgu. Margt hefur færst til betri vegar varðandi þjóðgarðinn sjálfan, girð- ingin umhverfis hann hefur verið endurnýjuð og færð út að austan- verðu, svæðið allt hefur verið ljós- myndað og kortlagt, farið hefur verið ofaní sumarbústaðabyggðina innan svæðisins, og unnið að skipu- lagi varðandi Skógarhólasvæðið, sem Landssamband hestamanna hefur. Nefndin hefur ákveðið að þar verði ekki efnt til stórmóta framar, en hins vegar sköpuð góð aðstaða fyrir hestamenn. Þá hefur nefndin tekið ákvörðun um að um hjólhýsi gildi á næsta sumri sömu reglur og um tjöld og nefndin hefur stutt ötullega við rannsóknir á Þingvallavatni, sem Pétur Jónas- son hefur stýrt.“ „Ég hef ítrekað lagt til að gert verði aðalskipulag að svæðinu öllu Hjörlcifur Guttormsson til að þoka áfrarn verndunarhug- myndum og móta skilmerkilega stefnu varðandi þjóðgarðinn og að- liggjandi svæði. Tillögur mínar eru í athugun í nefndinni. Þá hefur nefndin einnig hugað að breyttri skipan varðandi yfirstjórn svæðis- ins. Ég er almennt þeirrar skoðun- ar að Þingvallasvæðið og þjóðgarð- urinn sem slíkur eigi að heyra undir Náttúruverndarráð en eðlilegt sé að alþingi hafi forræði yfir hinni gömlu þinghelgi og stjórni því svæði í samráði við Náttúruvernd- arráð. Ég tel reyndar að ein af ástæðum þess að ekki hefur þokað í þessu efni sé einmitt þessi sérstjórn Þingvallanefndar sem er sprottin af sögulegum ástæðum: Þjóðgarður- inn var stofnaður með lögum 1928 en Náttúruverndarlögin komu ekki fyrr en 1956. í þeim segir hinsvegar að stofna megi þjóðgarða vegna náttúru- og sagnhelgi, og hvað á betur við um Þingvallasvæðið?“ Svæðinu utan þjóðgarðs hrakar stórlega „Ef menn hugsa til Þingvalla f þrengstu merkingu þá veldur fyrir- sögn Þjóðviljans „Þingvellir í bráðri hættu“ kannski misskiln- ingi. Þjóðgarðssvæðinu sjálfur hef- ur verið haldið í horfinu eftir að úthlutun sumarbústaða var hætt og svæðið girt og ég tel að þjóðgarðs- verðirnir Eiríkur Eiríksson og Heimir Steinsson hafi rækt sitt starf af alúð en við erfiðar aðstæður. Svæðinu utan þjóðgarðsins hefur hins vegar hrakað stórlega og það verið tekið til einkaafnota með ó- forsvaranlegum hætti að mínu mati. Það þarf að leggja sérstaka áherslu á samvinnu við fólkið sem þarna býr, - menn reka ekki bænd- ur af jörðum sínum og það er ekki hægt að álasa sumarbústaða- eigendum sem slíkum, svona hug- myndir þarf að þróa og fara með vissri varúð í sakirnar." Sumarbúðir þingmanna? „Hugmyndin um orlofsbústað fyrir þingmenn á Þingvöllum er ekki komin frá Þingvallanefnd, heldur forsetum alþingis fyrir um 2 árum. Þeir fengu tekna upp sér- staka heimild í fjárlög þessa árs í því skyni en án samráðs við Þingvallanefnd. Nefndin hefur hugmyndina til skoðunar en ekkert hefur verið aðhafst í því máli. Þetta ásamt fjöldamörgu öðru gerir það knýjandi að menn fari í heildstæða skipulagsvinnu varðandi þjóðgarð- inn og Þingvallasvæðið allt,“ sagði Hjörleifur að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.