Þjóðviljinn - 30.11.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.11.1983, Blaðsíða 10
. . , r i 10 SÍfeA — ÞJÓÐVlLjíNN Miðvikudagur 30. nóvember 1983 Ævisaga frá Gylfa Gröndal „Björtu hliðarnar“ heitir ný bók eftir Gylfa Gröndal. Þetta er ævi- saga Sigurjónu Jakobsdóttur, ekkju Þorsteins M. Jónssonar skólastjóra ogbókaútgefanda. „Ég hef alltaf getað séð björtu hliðarn- ar á tilverunni“, segir Sigurjóna Jakobsdóttir, og þetta lífsviðhorf gengur eins og rauður þráður gegn- um endurminningar hennar. Sigurjóna giftist ung Þorsteini M. Jónssyni, en hann var um skeið alþingismaður og átti sæti í sam- bandslaganefndinni 1918. Þótt lífs- baráttan væri oft hörð, tókst henni að gera hvort tveggja í senn: veita mannmörgu heimili forstöðu og ala upp stóran barnáhóp, en hafði samt tíma aflögu til að sinna áhug- amálum sínum. Þetta er áttunda ævisaga Gylfa Gröndal, en hann sendi frá sér í fyrra Æviminningar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, sem varð metsölubók. Bókin er 208 bls. Aldnir hafa orðið Skjaldborg á Akureyri hefur gef- ið út tólfta bindi af ritsafninu Aldn- ir hafa orðið. Erlingur Davíðsson skráir og býr til prentunar sem hin fyrri. Þessir segja frá í 12. bindinu: Baldvin Þ. Kristjánsson fv. fé- lagsmálafulltrúi SÍS, Erik Kond- rup, húsgagna- og húsasmiður á Akureyri, Hrafn Sveinbjarnarson, búfræðingur, Hjalla við Hallorms- stað, Laufey Valrós Tryggvadóttir frá Meyjarhóli, formaður Náttúru- lækningafélagsins á Akureyri, Sig- ríður Pétursdóttir frá Selsskerjum við Breiðafjörð, Sigurður Helga- son, rafvirkjameistari og lengi starfsmaður Rafveitu Akureyrar, og Sigurður Jóhannesson frá Vermundarstöðum í Ólafsfirði, nú látinn. Þess má geta að öll tólf bindin eru fáanleg hjá útgáfunni. Af indjána- höfðingja í Alaska Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út nýja bók eftir I'eter Freuchen, sem nefnist Larí- on. Peter Freuchen er frægur vítt um lönd vegna þekkingar sinnar og rannsókná - og vegna margra frá- bærra bóka. Ævintýralega atburði, sem oft gerast í raunveruleikanum, en fæstir kynnast af eigin raun, leitaði hann uppi, skráði á bækur og ávann sér hylli og aðdáun fjöldans. Þannig varð til sagan af PETER FREUCHEN IARION Laríon, síðasta mikla indíánahöfð- ingjanum í Alaska. Þetta er frásögn um hinar miklu óbyggðir Alaska og líf indíánanna, sem landið byggðu, er fyrstu hvítu skinnakaupmennirnir komu þang- að og frumbyggjarnir komust í fyrstu snertingu við menningu hvíta mannsins. Þetta er meistara- leg frásögn hins mikla sögúmanns um baráttu náttúrubarna gegn þeim, sem þröngvuðu sér inn á Iandsvæði þeirra og tókst að sá því hatri, er að lokum endaði með hinu hroðalegu blóðbaði við Núlató. Laríon var ókrýndur konungur hinna miklu óbyggða. Hann var litríkur persónuleiki, náttúrubarn, sem barðist til hins síðasta til að vernda hið dýrkeypta frelsi sitt. Laríon er 270 bls. að stærð, þýdd af Sverri Pálssyni. Elskaðu sjálfan þig Iðunn hefur gefið út bókina Elskaðu sjálfan þig eftir banda- ríska sálfræðinginn dr. Wayne W. Dyer. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Bók þessi er ný af nálinni og hefur að undanförnu verið þýdd á fjölda tungumála. Formála að íslensku útgáfunni ritar Anna Valdimarsdóttir sál- fræðingur og gerir þar grein fyrir bókinni m.a. á þennan hátt: „Nafn bókarinnar kann að vekja þær hug- rELSKAÐU ; SJÁLFAN hfp WAYNF. l-^lvjr W.DYER ÍIÐUNNÍ renningar hjá einhverjum að til- gangur höfundar sé að ala á sjálfs- elsku og óbilgirni, en það er að sjálfsögðu langt frá lagi. Hins vegar undirstrikar hann að unditstaða væntumþykju og ástar á öðrum sé að elska sjálfan sig. Ef tilfinningar okkar í eigin garð mótast af ósann- gjarnri gagnrýni, sjálfsásökunum og miskunnarlausri kröfuhörku um eigin getu, er hætt við að tilfinning- ar okkar til annarra beri einhvern lit af því lífsviðhorfi... Undirstaða væntumþykju á öðrum er að geta elskað sjálfan sig. Höfundur leggur ennfremur áherslu á að sjálfsvirð- ing sé hverjum manni nauðsyn og enginn geti lifað sæll undir oki þess að þykjast stöðugt öðrum síðri.“ Bókin er 206 bls. Líkamsrækt með Jane Fonda Leikfimibók bandarísku kvik- myndastjörnunnar Jane Fonda er nýlega komin út á íslensku í útgáfu Fjölva. í útgáfu Fjölva kallast hún „Lík- amsrækt með Jane Fonda" en hún inniheldur líkamsæfingar fyrir ung- ar konur. Hún er gefin út í sam- starfi og samprenti við aðrar bóka- útgáfur í öllum hinum Norðurlönd- unum. Líkamsrækt með Jane Fonda er 254 bls. í mjög stóru broti. Hún skiptist í fimm kafla. Meginhluti hennar eru líkamsæfingarnar, sem taka yfir um 150 bls. Þar er hverri æfingu skipt í hreyfingar og takta, rætt um hraða og hvaða tilgang hver hreyfing hefur, hvaða vöðva hún styrkir. Ljósmyndir sem sýna líkamsstellingu fylgja svo að segja hverri hreyfingu. í ritgerðarköflum sem fylgja út- skýrir Jane Fonda svo grundvöll LÍKAMSRÆKT MIíÐJANE fonda líkamsræktar og heilbrigðs lífernis út frá ýmsum hliðum. Einkum tekur hún fyrir næringarfærði, líkamshreyfingu og útiveru. í loka- köflum, sem þykja all-harð- skeyttir, afhjúpar hún svo hættuna sem lífi og heilsu fólks stafar frá gervifæðu í pökkum og hættu- legum efnum frá nútíma-efnaiðn- aði, sem hafa valdið sjúkdómum og dauða. Steinunn Þorvaldsdóttir þýddi bókina, en Ragna Lára Ragnars- dóttir leikfimiskennari var til ráðu- neytis um útfærslu líkamsæfing- anna. Bangsa- bækurnar Fjölvaútgáfan hefur nýlega hafið útgáfu nýs flokks barnabóka, sem kallaðar eru Bangsabækur. Þetta eru íslenskar sögur samdar fyrir yngri aldursflokkana og fara þar saman sögtextinn og myndatexti, sem er allur litprentaður. Þær eru í allstóru broti og stífum spjöldum. Óvenjulegt er við Bangsabæk- urnar, að þær eru prentaðar er- lendis, hjá Proost-útgáfufyrirtæk- inu í Belgíu, en tilgangurinn með því er einmitt að hefja sókn og leitast við að ná fótfestu fyrir ís- lenskar bækur á alþjóðamarkaði. Þær fjórar bækur í Bangsa- flokknum, sem fyrst koma út, eru tvær bækur eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur sem heita Hagbarð- ur og Hvutti - og Draumahúsið. Og tvær bækur eftir Hjalta Bjarna- son sem heita Tak og draugurinn og - Tak og innbrotageimveran. Þau Guðrún Kristín og Hjalti eru mæðgin. Það er óvenjulegt við ævintýrin af Tak, að þau voru samin fyrir nokkrum árum, þegar höfundur þeirra Hjalti, var 9-10 ára gamall. Veiðar á er- lendum niiðuiu og fiskileit í sambandi við gerð hafrétt- arsáttmálans komst kletta- eyjan Rockall á dagskrá, en hún er á Reykjaneshryggn- um vestan Bretlandseyja. Vegna jarðfræðilegrar legu Rockall hafa fulltrúar okkar íslendinga í hafréttarmálum talið að við eigum hagsmuna að gæta á þessu hafsvæði. Eins og sakir standa munu bæðj Rockall og hafsvæðið þar vera talið til alþjóðlegra svæða. Það er að segja einskis ríkis eign. Hinsvegar hafa ýmsar þjóðir stundað fisk- veiðar á Rockall-miðunum undan- farin ár, en við íslendingar erum ekki í hópi þeirra þjóða. Að sjálf- sögðu styrkir það ekki kröfu okkar um lagaleg ítök á þeim miðum í framtíðinni, að við höfum hvorki sent þangað skip til rannsókna né fiskveiða. Er þá einhvern fisk að hafa á þessum miðum? Þann 12. októbersl. kom norski línuveiðar- inn m/s Bergholm til Álasunds af Rockall-miðunum eftir 10 vikna úthald. Hann lagði frá Noregi í veiðiferðina um mánaðamótin júlí- águst, búinn flökunarvélum og með 13 manna skipshöfn. Farmur- inn sem m/s Bergholm kom með heim af Rockall-miðunum var þessi: Af flöttum og söltuðum stór- þorski 50 tonn, af söltuðum flökum 70 tonn og 23 tonn af frosnum fiski. Útgerðarmaður línuveiðarans taldi í blaðaviðtali að hér væri um mjög verðmætan fiskfarm að ræða bæði fyrir útgerð og skipshöfn, þar sem allur fiskurinn væri 1. flokks vara. Skipstjórinn lét mjög vel yfir veðri allan tímann sem þeir voru á Rockall-miðunum. Norskir línuveiðarar sem búa við aflakvóta á heimamiðum bæta þannig útgerðargrundvöll sinn með sókn á alþjóðleg fiskimið eins og Rockallsvæðið. Nýja svarta skýrslan og fiskileit Eftir að hin nýja skýrsla Haf- rannsóknastofnunar var birt nú á þessu hausti, þar sem lagt er til að þorskveiðar á íslandsmiðum á ár- inu 1984 verði miðaðar við 200 þús- und tonna hámarksafla, þá hélt Farmanna og fiskimannasamband- ið þing sitt þar sem þetta mál var rætt og niðurstaða þess var sú að hámarksafla þorsks á næsta ári ætti að miða við 300 þúsund tonn. Það kom fram í fréttum frá þessu þingi, að yfirmenn fiskveiðiflotans byggja sína tillögu á þorskveiði- skýrslum síðustu 60 ár. Þeir segja: Þorskveiði á íslandsmiðum héfur alltaf gengið í bylgjum. Þar hafa skipst á Iægðir og öldufaldar í veiðinni, og hefur þar mestu ráðið ástand sjávar og hafstraumar. Eftir tregfiskiár hafa komið aflaár. Fiskifræðingar miða hinsvegar við rannsókn sem þeir framkvæma ár- Jóhann E. Kúld skrifar um fiskimál lega á miðunum. En hvort þessar rannsóknir eru nógu víðtækar er spurning sem tíminn á eftir að svara. Ég hef áður bent á það í þessum þáttum að hér er mikil þörf á fiski- leit, en þó aldrei eins mikil og á tregfiskiárum. Þegar ástand sjávar er þannig að átuskilyrði eru slæm þá rásar fiskurinn meira en ella á milli miða eftir beinni eðlisávísun í ætisleit. Og maður getur hugsað sér að eftir að fiskur hefur náð ákveðnum aldri, að þá ferðist hann meira um. Fiskileit er víða stunduð hjá fiskveiðiþjóðum og þykir jafn sjálfsögð og útgerð sjálfra veiði- skipanna þar sem hún spari útgerð- arkostnað. Þannig gera hin stóru útgerðarfélög sem eiga marga tugi veiðiskipta út eitt eða fleiri leitar- skip. Höfum ekki efni á ööru en fiskileit Hér á íslandi éru engar slíkar stórútgerðir sem kostað geta leitar- skip, og þannig er það einnig í Nor- egi. En norska ríkið veit hinsvegar hvers virði fiskileit er fyrir norsku útgerðina og heldur því úti mörg- um leitarskipum á hverju ári sem nota margskonar veiðarfæri. Oftast eru þetta fiskiskip sem leigð eru af ríkinu til þessa. Þetta þykir sjálfsögð þjónusta við út- gerðina þar. Og enginn dregur í efa að þetta svari kostnaði. Á fyrstu árum nýsköpunartogar- anna var hér stofnað til fiskileitar um stuttan tíma fyrir togaraflot- ann. Þessi fiskileit skilaði miklum og góðum árangri, og m.a. voru ný fiskimið fundin, sem flotinn býr ennþá að. Við íslendingar eigum geysilega víðáttumikil fiskimið síðan fisk- veiðilandhelgin var færð út í 200 mílur. Það þarf mikla yfirferð til þess að kanna þessi mið og verður ekki gert nema með því að halda úti fiskileitarskipum. Sérstaklega er þetta aðkallandi verkefni yfir sumar- og haustmánuðina. Slík leit á heldur ekki að vera bundin við mörk íslenskrar fiskveiðilögsögu. Ég tel engan vafa á því, að slík skipulögð leit myndi styrkja ís- lenskar fiskveiðar, sérstaklega á djúpmiðum. Og hún myndi líka þegar frá liði styrkja rannsóknir ís- lenskra fiskifræðinga og gefa þeim meiri yfirsýn. Það er fásinna að ís- lenska þjóðin sem á meira undir fiskveiðum en nokkru öðru, hafi ekki efni á því að stunda slíka fi- skileit. Enda má reikna með því að afli sem leitarskip fá greiði alltaf nokkurn hluta útgerðarkostnaðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.