Þjóðviljinn - 10.01.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.01.1984, Blaðsíða 3
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. janúar 1984 Fimmtudagur 5. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsjón: Víöir Sigurðsson íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Framarar á toppinn Framarar tóku forystuna í 2. deild karla í hand- knattleik á sunnudaginn er þcir sigruðu ÍR 27-21 í Laugardalshöllinni. Fram hefur þar með eitt stig framfyrir Eyjaþór en hefur leikið tveimur lcikjum meira. ÍR komst í 2-1 en Fram svaraði með átta mörk- um í röð og þar með var leikurinn unninn. Staðan var 14-8 í hálfleik og munurinn hélst að mestu eftir það. Hermann Björnsson og Óskar Þorsteinsson skoruðu 5 mörk hvor fyrir Fram, Dagur Jónasson og Tryggvi Tryggvason 4 en Einir Valdimarsson og Atli Þorvaldsson voru atkvæðamestir hjá ÍR. -VS Metjöfnun hjá Kristjáni Kristján Harðarson úr Ármanni jafnaði íslandsmet Jóns Oddssonar i langstökki innanhúss á fimmtudagskvöldið. Til þess þurfti hann að stökkva 7,52 m og það afrekaði Kristján á innanfé- lagsmóti Ármanns. V. Þróttur að stinga af? Þróttur vann öruggan sigur á HK, 3-1, í viður- eign efstu iiða 1. deildar karla í blaki í Kópavogi á sunnudaginn. Þar með hafa meistararnir náð (jög- urra stiga forystu í deildinni og stefna á einn Is- landsmeistaratitilinn i viðbót. Þróttarar unnu tvær fyrstu hrinunar, 15-10 og 15-9. HK náði að sigra 15-10 í þriðju hrinu en Þróttur vann þá fjórðu öruggiega, 15-7, og leikinn þar með. Víkingar fengu sín fyrstu stig í tvö ár en þeir unnu sanngjarnan sigur á Fram, 3-1. Hrinurnar enduðu 15-11,15-7,13-15 og 15-8. Þar með fær- Lst spenna í fallbaráttuna, Víkingur hefur 2 stig, Fram 4 og ÍS 6 stig. Þróttur vann tvosigra í l.deild kvenna um helg- ina þannig að uppskera félagsins var eins góð og hugsast getur. Víkingsstúlkurnar lágu 3-0 á laugardaginn (15-2, 15-6 og 15-11) og Breiðablik 3-2 á sunnudaginn (9-15, 15-13, 15-11, 14-16 og 15-10). Nokkur upprcisn eftir siaka byrjun meistara Þróttar en Breiðablik tapaði dýrmætum stigum i toppbaráttunni. Leik KA og Völsungs var frestað þar sem Völsungsstúlkurnar komust ekki til Akureyrar vegna ófærðar. -VS Átta marka tap FH í Ungverjatandi: Klassíski kaflinn felldi FH-ingana Þaö verður erfiður róöur fyrir FH í síðari leiknum gegn Tatabanya frá Ungverjalandi í Hafnarfirði á laugardaginn kemur. Ungverjarnir koma hingað með átta marka for- skot, unnu fyrri leik liðanna í Tata- banya á sunnudagsmorguninn, 35-27. Möguleikar FH á að komast í 4-liða úrslit IHF-keppninnar í handknattleik eru því ekki miklir, ef málið er litið raunsæjum augum. Fyrri hálfleikurinn var góður hjá FH og liðið hélt fyllilega í við þá ungversku. Staðan var 11-8 uppúr miðjum hálfleik en með góðum kafla, þar sem Tatabanya skoraði ekki í níu mínútur, jafnaði FH 11- 11. Staðan var síðan 16-15, Tata- banya í hag, f leikhléi. I upphafi síðari hálfleiks kom þessi klassíski séríslenski kafli sem hvað eftir annað hefur fellt okkar félagslið og landslið síðasta áratug- inn. Ungverjarnir skoruðu fyrstu sex mörkin eftir hlé, höfðu þá tekið Kristján Arason úr umferð og rugl- að leik FH, og þessi munur hélst lengst af eftir það. Hann varð aldrei meiri en þessi átta mörk sem skildu liðin í leikslok. Eins og tölurnar gefa til kynna, var varnarleikurinn ekki uppá margafiska hjáliðunum, oggamalt mein hjá FH að tapa þrátt fyrir að skora hátt í þrjátíu mörk. Vörnin var slök og markvarsla lítil. Sókn- arleikurinn gekk ágætlega, 27 mörk skoruð, en það stoðar lítt þegar allt fer í gegn hinum megin. Kristján og Hans Guðmundsson voru lang atkvæðamestir hjá FH og skorðu 18 markanna, eða tvo þriðju. Mörkin dreifðust þannig: Kristján 11, Hans 7, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Atli Hilmarsson 2, Guðmundur Magnússon 2 og Pálmi Jónsson 2. Marazi skoraði 12 mörk fyrir Tatabanya, Kontra 8, Barbos og Erno 4 hvor. _ VS. Valsmenn stefna í úrslitin en Haukarnir í 2. deildina Valsmenn eru nánast öruggir með sæti í 4-llða úrslitum 1. deildar karla í handknattleik eftir auðveld- an sigur á Haukum, 28:17, í Hafn- arfirði á laugardaginn. Á hinn bóg- inn virðist nánast öruggt að Haukarnir falli í 2. deild á ný, eins og liðið hefur leikið að undanförnu á það lítið erindi í 1. deildarkeppn- ina. Leikurinn tafist um heilar 45 mínútur þar sem annar dómarinn mætti ekki til leiks. Að lokum hljóp Elías Jónasson, hinn gamal- kunni fyrrum Haukamaður, í skarðið og dæmdi á móti Árna Sverríssyni. Dómgæsla þeirra var til fyrirmyndar. Leikurinn var jafn framan af en Valur var 12-9 yfir í hálfleik. Hlíð- arendaliðið hafði síðan algera yfir- burði í síðari hálfleik og ellefu niörk skildu því að lokum. Júlíus Jónasson og Jakob Sigurðsson áttu bestan leik hjá Val en Þórir Gísla- son stóð uppúr hjá Haukunum. Mörk Vals: Brynjar Harðarson 7(5), Júlf- us 7, Jakob 6, Stefndór Gunnarsson 3, Valdimar Grfmsson 3, Jón Pétur Jónsson 1 og Þorbjörn Jensson 1. Mörfc Hauka: Þórir Gfslason 7, Hörður Sígmarsson 3, Ingimar Haraldsson 3, Lár- us Karl Ingason 2, Jón Hauksson 1 og Sigurjón Slgurðsson 1. ^ Stjaman í slaginn Allt stefnir í hörkukeppni um fjóröa (?) sætiö í úrslitakeppni 1. deildar karla í handknattleik, baráttan harönaði mjög á föstu- dagskvöldið þegar Stjarnan sigraði KR 22-18 í Kópavogi. Leikurinn var jafn framan af, liðin skiptust á um að hafa foryst- una, og staðan var jöfn í hálfleik, 10-10. Jafnræðið hélst framan af miðjum síðari hálfleik. Þáttaskilin komu þegar KR var yfir, 15-14. Þá skoraði Stjarnan fjögur mörk í röð, 18-15, og sigur liðsins komst ekki í verulega hættu eftir það. Hannes Leifsson var aðalmaður- inn í liði Stjörnunnar og lék eink- um vel í síðari hálfleik þegar hann skoraði sex mörk. Áðrir voru nokkuð jafnir en sterk vörn var besti hluti Garðabæjarliðsins að þessu sinni. Markvarslan þó slakari en oftast, en það kom ekki að sök. Jens Einarsson var bestur KR- inga og varði mjög vel allan tím- ann. Hugleiðingarefni hver staða KR væri í dag ef markvarlsan væri ekki svona góð. Sóknarleikurinn er höfuðverkur KR sem fyrr en Jakob Jónsson ógnaði mest að vanda og lék mjög vel í fyrri hálfleik. Gunn- ar Gíslason lék með í fyrsta skipti eftir komuna frá V.-Þýskalandi. Hann er æfingarlítill en verður vafalítið góður styrkur í komandi leikjum. Mörk Stjörnunnr: Hannes 9, Magnús Teitsson 5, Eyjólfur Bragason 3, Gunn- laugur Jonsson 3, Bjarni Bessason 1 og Björgvin Elíasson 1. Mörk KR: Jakob 6, Guðmundur Alberts- son 6, Jóhannes Stefánsson 3, Friðrik Þorbjörnsson 2 og Gunnar 1. - -B/VS. 1. deild kvenna í handknattleik: Ingunn með 13 gegn gömlu vinkonunum! Stórsigur ÍR, Fram og FH Sigrún Blomsterberg, Fram, brýst framhjá Evu Baldursdóttur, Fylki, f leik liðanna í 1. deild kvenna á sunnudaginn. Mynd: -eik. Þróttarar æfðu fótbolta! og unnu sfðan sanngjarnan sigur á íslandsmeisturum Víkings Þróttarar eru sagðir hafa tekið því afar rólega yfir jól og áramót, ekkert æft fyrr en í síðustu viku og þá spilað hálftíma fótboltaleik. Hvort það var lykillinn að 28-25 sigri á íslandsmeisturum Víkings í 1. deildinni í handbolta á laugar- daginn skal ósagt látiö, en svo mikið er víst að Þróttarar voru frísk- ari aðilinnog unnu verðskuldaðan sigur á daufum Víkingum. Leikurinn var hnífjafn allan tím- ann. Víkingar voru yfir í hálfleik, I 14-13, og fram áð því höfðu aldrei meira en tvö mörk skilið liðin af. Sú varð einnig raunin mest allan síðari hálfleik. Þróttur skoraði tvö fyrstu mörkin og síðan var skipst á þar til Þróttur komst í 22-20. Stað- an var 26-25 fyrir Þrótt þegar 1,45 mín. var eftir en 50 sek. fyrir leiks- lok skoraði Víkingurinn gamli og núverandi þjálfari Þróttara, Páll Björgvinsson, markið sem réði úr- slitum á skemmtilegan hátt. Páll Ólafsson skoraði svo á lokasek- úndunni, 28-25. Pálarnir voru í miklum ham og Víkingar réðu ekkert við þá. Björgvinsson var leiðandi framan af en Ólafsson var óstöðvandi í síð- ari hálfleik þrátt fyrir að hann væri tekinn úr umferð. Þróttur stefnir á 4-liða úrslitin en á framundan harða baráttu við Stjörnuna, KR og jafnvel Víking ef meistararnir leika ekki betur en þetta. Steinar Birgisson var yfirburða- maður hjá Víkingi, Guðmundur Guðmundsson átti ágæta kafla en aðrir voru slakir. Vörnin léleg og markvarsla á núlli. Mörk Þróttar: Páll Ó. 10, Páll B. 8, Kon- ráö Jónsson 5, Birgir Sigurðsson 3 og Jens Jensson 2. Mörfc Víkings: Steinar 8, Guðmundur 6, Hilmar Sigurgíslason 3, Hörður Harðar- son 3, Karl Þráinsson 3 og Einar Jóhann- esson 2. _ Ingunn Bernótusdóttir var í miklum ham meö ÍR gegn sínu gamlafélagi, Víkingi, pegar lið- in mættust í 1. deild kvenna í handknattleik í Laugardalshöll- inni á sunnudaginn. Hún skoraði 13 mörk í leiknum og ÍR vann yfirburðasigur, 29-15. ÍR náði strax yfirburðaforystu og var komið í 19-8 í hálfleik. Vík- ingsstúlkurnar náðu að laga stöð- una í 20-12 í upphafi síðari hálfleiks en þá setti ÍR aftur á fullt og 14 mörk skildu liðin í lokin. Önnur deildin blasir við Víkingi með þessu áframhaldi, Eiríka Asgríms- dóttir var tekin úr umferð og þar með átti Hæðargarðsliðið ekki minnstu möguleika. Annars ein- kenndist leikurinn af ákaflega slakri dómgæslu, jaðraði við hneyksli að sögn forráðamanna beggja liða. Ingunn 13, Katrín Friðriksdóttir 5, Asta Óskarsdóttir 4 og Erla Rafnsdóttir 3 skoruðu mest fyrir ÍR en Svava Baldvins- dóttir 4, Eiríka 3 og Inga Lára Þór- isdóttir 3 mest fyrir Víking. Fram vann góðan sigur á Fyiki, 26-15. Staðan var jöfn framan af, 7-7 um miðjan fyrri háifleik, en þá skoraði Fram 6 mörk í röð, 13-7 í hálfleik. Þar með var mótspyrna Árbæjarstúlknanna á enda, Fram náði fljótlega 10 marka forskoti í síðari hálfleik og aðeins formsatr- iði að ljúka leiknum. Guðríður Guðjónsdóttir skoraði 11(3) mörk fyrir Fram, Sigrún Blomsterberg 6 og Margrét Blöndal 3. Eva Bald- ursdóttir 6, Rut Baldursdóttir 5 og Margrét Hjartardóttir 2 mörk voru atkvæðamestar hjá Fylki. FH hafði mikla yfirburði gegn ÍA í Hafnarfirði og vann 32-15. Staðan var 19-4 í hálfleik og það segir allt um gang leiksins. Krist- jana Aradóttir skoraði 10(8) mörk fyrir FH, Sigurbjörg Eyjólfsdóttir 5, Kristín Pétursdóttir 5 og Katrín Danivalsdóttir 4. Laufey Sigurðar- dóttir skoraði 6 mörk fyrir Skaga- stúlkurnar en næstar komu Ágústa Friðriksdóttir, Hrefna Guðjóns- dóttir og Karítas Jónsdóttir með 2 mörk hver. KR vann Val 14-8 í þýðingar- miklum fallbaráttuleik á laugar- daginn. Leikurinn var jafn lengi vel, 5-4 fyrir KR í hálfleik og 9-7 þegar langt var liðið á leikinn. Góður endasprettur færði síðan KR kærkominn sigur í besta leik liðsins í vetur. Ása Ásgrímsdóttir lagði grunninn að sigrinum með frábærri markvörslu en atkvæðam- est úti á vellinum var hin leikreynda Hansína Melsteð sem skoraði 5 mörk. - vs: Hrakningar eftir fyrsta sigurinn Löng fýluferð Grindvíkinga Körfuboltastrákarnir úr Skallagrími í Borgarnesi unnu sinn fyrsta lcik í vetur er þeir léku við b-lið KR í Hagaskólanum í Reykjavík á sunnudaginn. Leikurinn var liður í bikarkeppni KKÍ og lauk með öruggum sigri Skallagríms, 84-64. Það gekk síðan öllu verr hjá Borg- nesingum á heimleiðinni, þeir þurftu að gista í Hvalfírðinum í fyrrinótt eftir hina mestu hrakninga í ófærð og óveðri. Snæfell og Fram áttu að leika í Borgarnesi í bikarkeppninni á laugardaginn en þeim leik varð að fresta vegna ófærðar. Leik Skallagríms og Grindvíkur sl. föstudagskvöld var einnig frestað en af öðrum og leiðinlegri orsökum, enginn dómari mætti til leiks. Það voru Akurncsingar sem áttu að sjá urn dómgæsluna. Löng fýluferð því þjá Grindvíkingum og ófært að svona lagað eigi sér stað. - ÓH/VS. Skoska knattspyrnan: Motherwell óheppið gegn Celtic Þróttari smassar - HK-menn búast til varnar, og til hægri er enginn annar en Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður Tímans, viðbúinn hinu versta. Mynd: - eik. Motherwell, liö Jóhannesar Eö- valdssonar, var hársbreidd, eða svo, frá sigri á Celtic í skosku úr- valsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Leikurinn endaði 2- 2 en Motherwell átti bæði sláar- og stangarskot meðan staðan var 1 - 1. Stewart Rafferty skoraði fyrir Motherwell á 11. mínútu en Frank McGarvey jafnaði á þéirri 22. Paul McStay kom Celtic yfir 12 mínútum fyrir leikslok en Andy Dornan jafn- aði fjórum mínútum síðar. Leikur- inn var afar fjörugur og þótti stór- skemmtilegur á aö horta. Mikið gekk á þegar Rangers og Aberdeen gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow. Ally Dawson hjá Ran- gers og Eric Black hjá Aberdeen voru báðir reknir útaf eftir aðeins 13 mínútur. Dave Cooper kom Rangers yfir úr vítaspyrnu á 49. mínútu en John Hewitt kom inná sem varamaður hjá Aberdeen og jafnaði á 68. mínútu. Dundee United vann St. John- stone 2-1 í Perth og nálgast því Celtic og Aberdeen örlítið. David Dodds kom meisturunum í 2-0 en Gordon Scott svaraði fyrir heima- liðið á 86. mínútu. Hibernian og St. Mirren gerðu jafntefli, 1-1. Gra- eme Harvey skoraði fyrir Hibs en Frank McÁvennie jafnaði á 85. mínútu. Loks vann Dundee 4-1 sigur á Hearts. Bobby Glennie, Walker McCall, Ian Ferguson og Cammy Fraser komu Dundee í 4-0 en John Robertson svaraði undir lokin fyrir Edinborgarliðið. Staðan í úrvalsdeildinni: Aberdeen....... Celtic......... DundeeUtd...... Hearts......... Rangers........ St. Mirren..... Hibernian...... Dundee......... St. Johnstone.... Motherwell..... Partick Thistle er áfram efst í 1. deild, hefur 31 stig, en næst koma Dumbarton með 30 og Morton með 27 stig. - VS. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERD VERÐTRVGGDRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLjOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*' 10.000 GKR.SKÍRTEINI 1970 - 2. fl. 05.02. 84 kr. 17.415,64 1972 - 1.fl. 25.01. 84- - 25.01. 85 kr. 12.886,60 1973- 2. fl. 25.01. 84- - 25.01. 85 kr. 7.046,76 1975 - I.fl. 10.01. 84- - 10.01. 85 kr. 4.002,39 1975- 2. fl. 25.01. 84- - 25.01. 85 kr. 3.021,25 1976- I.fl. 10.03. 84- - 10.03. 85 kr. 2.877,97 1976- 2. fl. 25.01. 84- - 25.01 85 kr. 2.273,74 1977 - 1.fl. 25.03. 84- - 25.03. 85 kr. 2.122,16 1978 - 1.fl. 25.03. 84- - 25.03. 85 kr. 1.438,89 1979 - 1.fl. 25.02. 84- - 25.02. 85 kr. 951,45 Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Sérstök athygli skal vakin á lokagjalddaga 2. flokks 1970, sem er 5. febrúar n.k. Reykjavík, janúar 1984 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.