Þjóðviljinn - 10.01.1984, Blaðsíða 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. janúar 1984
ítmttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Enska knattspyrnan
Malcolm Allison, hinn gamalreyndi framkvæmdastjóri Middlesboro,
stýrði strákunum sínum til sigurs gegn Arsenal.
Eric Gates sá alfarið um að afgreiða Cardiff- skoraði öll þrjú mörkin fyrir
Ipswich.
Mark Lillis skoraði fyrir Hudd-
ersfield gegn QPR og hefur væntan-
lega haldið veislu á eftir - slátrari
nokkur í Huddersfield gefur hon-
um nefnilega stórsteik fyrir hvert
mark sem hann skorar!
55
Leikmenn Man. Utd aldrei
líklegir til að skora!“
sagði framkvæmdastjóri Bournemouth eftir frækinn sigur á bikarmeisturunum
„Við gerðum okkur grein fyrir
því að við ættum möguleika
gegn Manchester United ef við
sýndum engin hræðslumerki,
heldur lékum á fullu frá upphafi.
Þetta tókst, og það var greini-
legt strax í upphafi að leikmenn
Man.Utd voru yfir sig taugaó-
styrkir og óörggir með sjálfa
sig. Þetta lagði grunninn að
sigri okkar“, sagði Roger
Brown, fyrirliði 3. deildarliðs
Bournemouth, sem vakti
heimsathygli á laugardaginn
með 2-0 sigri sínum á risunum
frá Manchester í 3. umferð
ensku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu. Bikarmeistararnir sjálf-
Úrslit
Enska bikarkeppnin
3. umferö:
Aston Villa-NorwichCity........1-1
Blackburn Rovers-Chelsea.......1-0
Blackpool-ManchesterCity.......2-1
Bolton-Sunderland Town.........0-3
Bournemouth-Manchester United 2-0
Brighton-Swansea City..........2-0
Burnley-Oxford United..........0-0
CambridgeUnited-Derby County... 0-3
Cardiff City-lpswich Town......0-3
Carlisle-Swindon Town..........1-1
Colchester-Charlton Athletic...0-1
CoventryCity-Wolves............1-1
CrystalPalace-LeicesterCity....1-0
Darlington-Maidstone United....4-1
Fulham-Tottenham Hotspur.......0-0
Gillingham-Brentford...........5-3
Huddersf ield-Q. P. R..........2-1
Leeds United-Scunthorpe........1-1
Uverpooi-Newcastle United......4-0
LutonTown-Watford..............2-2
Middlesborough-Arsenal.........3-2
Nottingham Forest-Southampton.. 1-2
Notts County-Bristol City......2-2
Plymouth Argyle-Newport........2-2
Portsmouth-Grimsby Town........2-1
Rochdale-Telford United........1-4
Rotherham-W.B.A................0-0
Sheffield United-Birmingham....1-1
Sheff.Wednesday-Barnsley.......1-0
Shrewsbury-Oldham Athletic.....3-0
Stoke City-Everton.............0-2
West Ham-Wigan Athletic........1-0
3. deild:
Bradford City-Wimledon.........5-2
Orient-Walsall............... 0-1
4. deild:
Aldershot-Hartlepool...........2-1
Chesterfield-Crewe.............1-3
Doncaster-MansfieldTown.......3-1
HalifaxTown-Hereford...........2-1
Peterborough-Wrexham...........0-1
Stockport-Reading..............3-0
Tranmere-Torquay United........3-0
ir eru þar með fallnir á fyrstu
hindrun.
„Mínir menn náðu tökum á
miðjunni og þögguðu niður í Rob-
son og Wilkins, og þá áttu miðverð-
irnir Roger Brown og Phil Brignull
frábæran leik. Annars eru allir
hetjur eftir svona sigur. Eftir að við
höfðum náð forystunni var ég ekki í
vafa um að við myndum sigra, leik-
menn Man.Utd höfðu aldrei ógnað
marki okkar og voru aldrei líklegir
til þess að skora mark“, sagði
Harry Redknapp, framkvæmda-
stjóri Bournemouth og fyrrum
leikmaður West Ham.
Já, þótt ótrúlegt megi virðast,
var Bournemouth, sem er í fallsæti
í 3. deildinni, betri aðilinn á Dean
Court gegn Manchester United,
næst efsta liðinu í 1. deild. Það er
þetta sem gerir bikarkeppnina svo
töfrandi, múrarnir sem aðskilj a Lið-
in í hinum ýmsu deildum hrynja og
enginn leikur er unninn fyrirfram.
Mörkin komu með tveggja mín-
útna millibili snemma í síðari hálf-
leik. Milton Graham, ungur
blökkumaður, skoraði á 60. mín-
útu og fagnaðarlætin voru enn í há-
marki þegar Ian Thompson
skoraði strax á eftir. Thompson var
áhugamaður þar til fyrir nokkrum
mánuðum, barnakennari að at-
vinnu og er orðinn 26 ára gamall.
Stór og sterkur miðherji sem kom
vörn Man.Utd í vandræði hvað
eftir annað. Það var sungið og
dansað á suðurströndinni fram
eftir aðfaranótt sunnudags, ekki
aðeins í Bournemouth, heldur
einnig í nágrannaborgunum Sout-
hampton, Portsmouth og Brighton
en þessi lið eru öll komin í 4. um-
ferð keppninnar. Óskalið Red-
knapp framkvæmdastjóra var
Southampton, við sjáum á bls. 9
hvort honum hafi orðið að ósk
sinni.
„Mesta þyðingu
fyrir fólkið“
Margt óvænt átti sér stað, t.d. á
Ayresome Park í Middlesborough
þar sem Middlesborough lagði
Arsenal að velli, 3-2. Gary Mac-
Donald skoraði á 4. mínútu en
Tony Woodcock jafnaði fyrir
Arsenal fyrir hlé. Paul Sugrue kom
Boro aftur yfir en Charlie Nicholas
jafnaði, 2-2, með sínu eina fram-
taki í leiknum. Mike Baxter
skoraði síðan sigurmark heimaliðs-
ins. Malcolm Allison, hinn frægi
stjóri Boro, var furðu rólegur og
orðspar eftir leikinn. „Það var mér
mikill léttir þegar flautað var til
lciksloka, spcnnan var gífurleg.
Þessi sigur hefur mesta þýðingu
fyrir fólkið hér í Middlesboro, at-
vinnuástandið er slæmt, fátt til að
gleðja íbúana, en svona stund lyftir
því upp úr drungalegri tilverunni“,
sagði „Big Mal“.
Endurminningar
í Blackpool
Blackpool á sér Ianga og merki-
lega sögu, vann frækna bikarsigra á
sjotta áratugnum, en hírist nú í 4.
deild. Gömlu góðu dagarnir rifjuð-
ust upp á laugardaginn þegar Blac-
kpool lagði Manchester City að
velli, 2-1 David McNiven skoraði
fyrir Blackpool á 5. mínútu en fyr-
irliði liðsins, Steve Hetzke, gerði
síðan sjálfsmark eftir fyrirgjöf Paul
Power. Sigurmark Blackpool var
einnig sjálfsmark, skorað af Neil
McNab eftir fyrirgjöf McNivens.
Aston Villa og Norwich verða að
mætast aftur, Peter Withe kom
Villa yfir en John Deehan jafnaði
gegn sínu gamla félagi.
Noel Brotherston skoraði fyrir
Blackburn eftir 3 mínútur og það
dugði til sigurs gegn Chelsea.
Sunderland vann létt í Bolton,
3-0. Colin West skoraði 2 mörk og
Lee Chapman eitt, sitt fyrsta eftir
söluna frá Arsenal.
Mike Hughes í marki Swansea
hélt liði sínu á floti í klukkutíma í
Brighton. Þá skoruðu Walesbúarn-
ir sjálfsmark og Terry Connor
innsiglaði síðan 2-0 sigur Brighton
með miklu loftfimleikamarki.
Kevin Wilson, Calvin Plummer
og John McAlle skoruðu fyrir Der-
by sem vann 3-0 í Cambridge.
Eric Gates vann leikinn fyrir
Ipswich í Cardiff, skoraði öll mörk-
in fyrir Austur-Anglíuliðið í 3-0
sigri.
Jack Ashurst skoraði fyrir Carl-
isle en Andy Rowland jafnaði fyrir
4. deildarlið Swindon sem þar með
fær heimaleik í vikunni.
Stewart Houston lék með Man-
.Utd á Wembley á síðasta áratug
og hann kom aftur við sögu í bikar-
keppninni um helgina. Hann
skoraði eina markið í leik Colc-
hester og Charlton, en því miður
fyrir hann leikur hann með Colc-
hestér og Charlton vann 0-1!
Wolves náði óvænt 1-1 jafntefli í
Coventry og hefði getað sigrað því
Wayne Clarke brenndi af úr víta-
spyrnu. Hann skoraði þó jöfnunar-
mark Úlfanna eftir að Graham
Withey hafði komið Coventry yfir.
Billy Gilbert, miðvörður Crystal
Palace, sá til þess að 2. deildarliðið
kæmist áfram á kostnað 1. deilar-
liðs Leicester. Hann skoraði eina
mark leiksins í seinni hálfleik og
bjargaði síðan á eigin marklínu á
lokamínútunni efti skot Ian Banks.
Tottenham slapp vel með 0-0
jafntefli á Craven Cottage gegn
Fulham eins og við sáum í sjón-
varpinu. Marga leikmenn vantaði í
bæði lið en leikurinn var nokkuð
fjörugur á' köflum. Baráttan var
gífurleg hjá Fulham, Tottenham
fékk aldrei frið til að byggja upp
sóknir. Blökkumennirnir Leroy
Rosenoir (9) og Paul Parker (2)
voru bestu menn Fulham ásamt
miðverðinum Tony Gale (6) en
Glenn Hoddle var frískastur hjá
Totlenham, hann átti margar
hættulegar sendingar sem ógnuðu
vörn 2. deildarliðsins. Þá sýndi
Graham Roberts snilldartakta í
markinu eftir að Ray Clemence
landsliðsmarkvörður hjá Totten-
ham hafði yfirgefið völlinn
meiddur á öxl.
Terry Cochrane, norður-írski
landsliðsmaðurinn sem lengi lék
með Midlesboro, var meðal
markaskorara Gillingham sem
vann Brentford 5-3.
Huddersfield kom á óvart og þó
ekki, sigraði 1. deildarlið QPR 2-1.
Steve Moran skoraði bæði mörk
Southampton í Nottingham.
Mark Lillis skoraði fyrir 2.
deildarliðið á 17. míntútu og Kevin
Stonehouse bætti öðru við í síðari
hálfleik en John Gregory lagaði
stöðuna fyrir QPR undir lokin.
QPR var ívið betri aðilinn lengst
af.
Steve Cammack jafnaði fyrir
Scunthorpe í Leeds og tryggði 3.
deildarliðinu aukaleik á heima-
velli.
Liverpool fór létt með Newcastle
á föstudagskvöldið og þeir Kevin
Keegan og Terry McDermott áttu
aldrei möguleika gegn sínu gamla
félagi. Craig Johnston og Ian Rush
skoruðu 2 mörk hvor í 4-0 sigri Li-
verpool.
Leikur Luton og Watford var
einn sá allra fjörugasti, en hann
endaði 2-2. Nígeríumaðurinn Em-
ekea Nwajiobi og Brian Stein
komu Luton í 2-0 en Watford jafn-
aði með mörkum John Barnes og
Maurice Johnstone. Steve Sherwo-
od átti stórleik í marki Watford.
Ekkert mark var skorað í leik
Nottingham Forest og Southamp-
ton fyrr en 14 mínútum fyrir leiks-
lok, þá kom Steve Moran Sout-
hampton yfir eftir frábæra send-
ingu Franks gamla Worthington.
Paul Hart jafnaði strax á eftir fyrir
Forest en Moran var aftur á ferð-
inni og skoraði sigurmark Sout-
hampton með skalla. Þriðja árið í
röð sem Forest fellur á fyrstu
hindrun í bikarkeppninni.
John Aldridge skoraði bæði
mörk Newport í 2-2 jafnteflinu í
Plymouth.
Mark Hateley og Nicky Morgan
skoruðu fyrir Portsmouth en Kevin
Drinkell í millitíðinni fyrir
Grimsby.
Utandeildaliðið Telford hefur
náð frábærum árangri, lagði nú
þriðja deildaliðið að velli í keppn-
inni, Rochdale 1-4 á útivelli. Bail-
ey, Hogan og Williams heita þrír
markaskoraranna fræknu.
3. deildarlið Rotherham fékk
mörg dauðafæri gegn WBA, Ray
Gooding og Kevin Kilmore þau
bestu, en markalaust jafntefli varð
niðurstaðan.
Billy Wright skoraði úr víta-
spyrnu fyrir Birmingham eftir 17
mínútur í Sheffield gegn 3. deildar-
liði Sheff.United. 3. deildarliðið
átti síðan allan síðari hálfleik og þá
jafnaði varamaðurinn Gary Brazil
á 55. mínútu.
Gary Stevens, Ross McLaren og
Colin Robinson skoruðu fyrir
Shrewsbury í 3-1 sigrinum á Old-
ham.
Andy Gray og Alan Irvine
tryggðu Everton 2-0 sigur í Stoke
og Everton er loks farið að skora
(kominn tími til Mörður!).
West Ham marði sigur á 3.
deildarliði Wigan, Ray Stewart
skoraði eina markið úr vítaspyrnu í
fyrri hálfleik. _VS