Þjóðviljinn - 31.01.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.01.1984, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN Helgi Ólafsson skrifar um al- þjóðlega skák- mótið janúar 1984 þriðjudagur 49. árgangur 25. tölublað „Ég mun beita mérgegn þvíaÖ há- launamennirnir í Straumsvík brjóti ísinnu sagði talsmaður ríkisstjórnar- innarígœr Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra Vildi spilla Reiðþrunginn ráðherrann veifaði ákaft framan í þingheim Þjóðvilja frá því í desember þarsem haft er eftir talsmanni Straumsvíkurmanna að þeir séu að brjóta ísinn fyrir launafólk í landinu. (Þjóðviljamynd á þingi í gser - Atli). - Ummæli mín í útvarpinu um daginn hafa svo sannarlega náð tilgangi sínum ef þau hafa spillt fyrir samningum há- launamannanna í Straumsvík sem nú eru að heimta meira, sagði Sverrir Hcrmannssun iðnaðarráðherra við utandag- skrárumræður á Alþingi í gær. Það var Guðmundur Einarsson þingmaður Bandalags jafnaðarmanna sem hóf umræðurnar og gerði að umtalsefni ummæli ráðherranna í ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar um að koma yrði í veg fyrir að starfsmenn álverksmiðj- unnar í Straumsvík næðu fram kröfum sínum. Taldi Guð- mundur að þau bæru vott um gróft brot á stefnu stjórnvalda hingað til að skipta sér ekki af frjálsum kjarasamningum. - Ætlast einhver til þess að ég komi öðruvísi til dyranna en ég er klæddur? Nei, ég hef ekki skap til þess. Ég mun beita mér gegn því að hálaunamennirnir í Straumsvík brjóti ísinn og nái samningum sem sprengja þann ramma sem ríkis- stjórnin hefur sett sér í launamálum, sagði Sverrir Her- mannsson ennfremur og veifaði framan í þingheim eintaki af Þjóðviljanum frá í desember sl. þarsem haft var eftir starfs- manni Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði að starfs- menn álversins væru að brjóta ísinn fyrir verkalýðshreyfing- una í heild. Staðhæfði Sverrir Hermannsson á Alþingi í gær að frétt Þjóðviljans hefði verið samin fyrir forgöngu Alþýðu- bandalagsins sem vildu með því eyðileggja stefnu ríkis- stjórnarinnar í launamálum og koma ríkisstjórninni á knéi Fleiri tóku þátt í umræðunum, m.a. Svavar Gestsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Svavar ræddi einkum þá ósk ríkisstjórnarinnar að ísal gengi í Vinnuveitendasambandið. Sú stefna væri þvert á þau viðhorf sem uppi voru þegar samningurinn um álverið var samþykktur á Alþingi árið 1966. Guðmundur J. Guðmundsson líkti Sverri Hermanns- syni við fíl í glervörubúð sem með yfirlæti sínu, hroka og jafnvel beinni valdníðslu hefði kallað á verkfall starfsmann- anna í Straumsvík. - v. Sjá viðtöl við Straumsvíkurmenn á bls. 2, leiðara á bls. 4, frásagnir af þingi í gær og ummæli leiðtoga stjórnmálaflokkanna í álumræðunum á þingi í apríl 1966 á bls. 5. ASÍ og VSÍ: ~~ Viðræður halda áfram Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í síðustu viku fóru fram viðræður milli forystumanna ASÍ og VSI, um nýja kjarasamninga fyrir rúmri viku. Eftir að skýrt var frá þessum viðræðum opinber- lega voru haldnir fundir í miðstjórn ASÍ og framkvæmdastjórn VSÍ og ákveðið að halda við- ræðum áfram. í gær hittust þeir aftur Ásmundur Stefánsson og Magnús Gunnarsson til viðræðna en hvað útúr þeim kom hefur Þjóðviljinn ekki spurnir af. Þá mun Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri VSÍ og núverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, hafa haft einhver afskipti af þessu máli síðan miðstjórn og íramkvæmda- stjórn sambandanna ákváðu að halda viðræðun- um áfram. - S.dór. Guðmimdur J. Guðmundsson segir sig úr formannanefndinni Ég vil hafa frjálsar hendur í komandí samningum Sjónarmið ASÍ annars vegar og Verkamannasambandsins og Dagsbrúnar hins vegar stangast á, segir Guðmundur J. Guð- mundsson formaður VMSI „Mér þykir þetta nú engin frétt en það er rétt að ég sagði mig úr formanna- nefnd Alþýðusambands Islands fyrir helgi. Ástæðan fyrir því er sú að mér þykja sjónarmið ASÍ annars vegar og Verkamannasambandsins og Dags- brúnar hinsvegar stangast á og því vil ég hafa frjálsar hendur í komandi kjarasamningum“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambandsins og Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í samtali við Þjóð- viljann í gær. Að öðru leyti vildi Guðmundur ekki tjá sig um málið á þessari stundu né þeir menn úr forystusveit ASÍ sem Þjóðviljinn náði tali af í gær. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.