Þjóðviljinn - 31.01.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNjÞriðjudagur 31. janúar 1984
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson,,
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Augiýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóþannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkayrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Muna þeir enn
eða hvað?
í umræðum utan dagskrár á alþingi í gær um atvinnu-
málin rifjaði Svavar Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins upp málatilbúnað á þingi þegar samning-
urinn við álhringinn var gerður 1966.
í umræðum á alþingi 1966 lýsti Benedikt Gröndal því
yfir fyrir hönd Alþýðuflokksins að það væri algert skil-
yrði af hálfu þess flokks fyrir samþykki við starfsemi
hringsins hér á landi, að ísal mætti ekki ganga í samtök
atvinnurekenda, iðnrekenda eða annarra sambærilegra
aðila og hafa þannig áhrif á kjarabaráttu þjóðarinnar.
Þáverandi iðnaðarráðherra Jóhann Hafstein var á
sama máli og leitaði staðfestingar á því við álhringinn
að ekki yrði leitað inngöngu í samtök atvinnurekenda.
Las Jóhann upp staðfestingu á alþingi frá Sviss Alumin-
ium, þar sem segir að ísal muni ekki gerast meðlimur
vinnuveitendasamtaka á íslandi.
Talsmenn Alþýðubandalagsins og þáverandi Fram-
sóknarflokks töidu ekki nægilegt hald í þessari yfirlýs-
ingu, eins og einmitt nú hefur komið á daginn.
Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokksins
spurði þá: „Hvaða hald er í yfirlýsingu frá hringnum
um, að hann ætli ekki að ganga í Vinnuveitendasam-
bandið og hvaða viðurlög verða ef hann gerir það
samt?“ Þessi spurning brennur nú og svíður í pólitískri
samvisku þeirra manna, sem nú sitja fyrir hönd hins
gamla flokks Eysteins Jónssonar á alþingi íslendinga.
Eða þekkist ekki nokkur samviska í persónuleika þess-
ara ólukkumanna?
Reyndar er ekki síður eftirtektarvert frá umræðun-
um á alþingi 1966 um álbræðsluna í Straumsvík, hve
Sjálfstæðismennirnir voru þá ólíkir þeim sem nú bíta ,í|
skjaldarrendurnar með erlenda auðvaldinu.
Jóhann Hafstein sagði, að ríkisstjórnin hefði engar
sérstakar skyldur gagnvart verkföllum í bræðslunni
fremur en á vinnustöðum yfirleitt. „Alusuisse á enga
heimtingu á því að ríkisstjórn grípi til sérstakra ráðstaf-
ana til að tryggja vinnufrið í bræðslunni“, sagði Jóhann
Hafstein. Skera þessi ummæli ekki í eyru þegar núver-
andi iðnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins og ríkis-
stjórnin öll ráðast hvað eftir annað til atlögu við launa-
menn í Straumsvík? Hversu smáir verða þessir menn
ekki, þegar orð þeirra og athafnir eru bornar saman við
orð hinna föllnu leiðtoga Sjálfstæðisflokksins?
Bjarni Benediktsson lýsti því hvað eftir annað yfir í
umræðúnum að hann deildi áhyggjum með Alþýðu-
bandalagsmönnunum Einari Olgeirssyni og Lúðvík
Jósepssyni um hætturnar sem samfara væru erlendu
auðmagni inn í landið. En Bjarni Benediktsson taldi að
íslendingar hefðu lagaleg tök og siðferðisleg til að hafa
yfirburði yfir álhringinn. Hann gat ekki séð fyrir hversu
siðferðið er hallt úr heimi Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins þegar peningar eru annars vegar.
Hvað eftir annað benti Bjarni á varnaglana í samriingn-
um við hringinn: „Ef allt um þrýtur þá höfum við
eignarnámsheimildina“.
Með munninn
fullan af tungum
Á miðvikudag í síðustu viku segir í ritstjórnargrein í
Tímanum, sem siðprúðir Framsóknarmenn gefa út, að
Þjóðviljinn hafi birt fréttir af yfirstandandi samningum
af því blaðið styddi samkomulagið sem væri í burðar-
liðnum.Umhelgina segir hins vegar í ritstjórnargrein í
sama blaði, að Þjóðviljinn hafi birt fréttirnar til að
koma í veg fyrir samkomulagið. Svona fer þegar Fram-
sóknarmaður þarf að tala með munninn fullan af tung-
um; fyrr en varir kemst engin meining til skila.
klippt
MORGUNSU&W, Í.AUtJAKDAC;UH SCl JA.ttÚAR tm
Einsofi mer synist ....
Ég efast um
að Frakkarnir
skildu þetta
1
.„ sintí Má ifagor þ:i
sft xiona {wsAsri frt'.nsRu
íríÚai»W?n véfii ðg }>!Anxf-i í
hjívcrtias vm Sr'ú Sísfiur
síy»»i< k<-»ni rf
r»kk!i{:r þareið.
yrf eitthwrt cláOSJJíi
okks: jýfjad; syóa c-ifíi
c-k brcuatítfir.i, hvo.5 xtCA
tnáisfr'firrxn í
«»>»> om'A jswssr* w:»ju:««a
a? jjitiitaáí hjOf^u.-f, a? ;öka
: hy«r «<> þrm h*f;
sí »tufaKtfiCogurvi!li:r i'.já
0«4frs4t<!»: Tvííx-
wfci ðkkar :»S hur.rtraO
c-rd i iej5&»fi; ;i:.r*l!i. Kfr
VffVfH. og kA4ar m&tkaVttr
íyrir tífkAaöo. ttíhnriL-
íjÓ!!á»K!» ha.fr*
ter itrtwita SSffrftarc-
i:T»áiaraöhvrf-
ir.-WUjf, Vf)i:ift« og
t:ir,Ur«. ijRBÍayít.
•Shróöut: jafavci h
rhiiijAnaþjðSaiian:
ftiirfnstu
rW: :
ncfia's-
: f{a>rst:
r»: >KVa
Rfi'iiai
har> i
r*A-
tífiA l
ufcVc.r Jíisi.-ftVag'fr!
hs::n jf-ff; csrW
\;A #h í:<-r «t
>m»> f>sVi>i>. .WK''#
r,»ÍÖ<fs:'Wt íiiik sc:
i ijcifn flSjtuniþ^áf n;c-
S þs»:«»> íiöOnsj s»>jiö
it:nyfi:n i h*i;cftnn:
iðVoihi c\Íf.;i:vV> íisiiJf»
ná .{fwui h»;>iö. Fýsif
síts i fytsU ii'Ri hvurf.
ci{W« VsnntJcs vor. í þvf
ar i Kýrtlx’-S'. (icfu:........
histnð >:ö í Jslancií íii
««,o oí>t.a{ .Mftfiriiit þc-g-
ar ,*ir VcrAi ráðr.crcar.
Möfura ai.rfcfd íicyrt t&'.aA
v:?< Kf'?«j«Wfin:a ;-c alOrsi
u:r. ).<;!*!«',;« : samh-jrai:
v;4 sljf>t»arfC5-n::.\aif. -
f-vwwni ííniff.ti;: nr?>
RSTÍr M ckki !ík* biiW-
c* SK.-syt: fynfta
Kpat c» ahr«
KÍS.ViW
:r taki >
jKVaV, ,.
hvcn fy:vr,c-ír.<
ráöfcsrra i;afi »;«Vfcúi! t
Einskonar siaðbfmdm
stófsetníng...
Dularfullt mál
Dularfullt mál er nú komið upp
í utanríkisráðuneytinu í beinu
framhaldi af Treholtsmálum í
Noregi. Morgunblaðið skýrði frá
því strax í upphafi að það hefði
undir höndum skýrslu frá 1971
eftir þremenninga sem blaðið
vildi ekki nefna, en önnur blöð
hjálpuðu því síðan með, og upp-
lýstu að um væri að ræða þá dánu-
menn Hannes Pálsson, Braga
Jósepsson og Stefán Jónsson.
Þetta mun vera tuttugu síðna
doðrantur.
Hannes Pálsson mun hafa
tekið það sérlega óstinnt upp að
verið væri að dylgja um það í
Morgunblaðinu að hann væri
með einhverjum hætti flæktur í
Treholtsmál. Fór hann því á stúf-
ana og fleiri komu á eftir. Einar
Ágústsson sendiherra í ■ Dan-
mörku hringdi í utanríkisráðu-
neytið og vildi láta leita uppi
skýrsluna sem hann móttók. Og-
mundur Jónsson sjónvarpsfrétta-
maður var líka á höttunum eftir
skýrslunni. En viti menn, í utan-
ríkisráðuneytinu kom í ljós að
skýrslan, sem merkt var trúnað-
armál upphaflega, var hvergi
finnanleg í skjalasafni ráðuneyt-
isins. Voru nú góð ráð dýr, en þó
bót í máli að samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins var hana
að finna á ritstjórnarskrifstofum
þess.
Fannst á Mogganum
Hvað sem öðru líður þá kom
það fram í sjónvarpinu sl. föstu-
dagskvöld að seint þann sama
dag hafi utanríkisráðuneytið
loksins verið búið að hafa upp á
skýrslunni, sem reyndist þá vera
fjölritað gagn, þótt leyndarplagg
hafi verið sagt af Mogga og merkt
sem trúnaðarmál. Tíminn benti á
þá staðreynd að stjórnarformað-
ur Árvakurs, útgáfufélags Morg-
unblaðsins, og utanríkisráðherra
eru einn og sami maðurinn. Það
gæti verið skýringin á því að trún-
aðarskýrslur væru geymdar á
Morgunblaðinu en ekki í utan-
ríkisráðuneytinu eins og vera
ber.
Hver er moldvarpan?
Geir Hallgrímsson er vandur
að virðingu sinni og gerði þá at-
hugasemd við skrif Tímans að
honum væri með öllu ókunnugt
um með hvaða hætti skýrslan frá
þremenningunum hefði komist í
hendur Morgunblaðsins. Geir
kveðst taka það óstinnt upp að
verið væri að brigsla honum um
að hann misnotaði trúnaðarstarf
sitt sem ráðherra í þágu Morgun-
blaðsins.
En eftir stendur spurningin:
Hver misnotaði trúnaðarstarf sitt
í þágu Morgunblaðsins? Hvaða
„moldvarpa" hefur grafið sig inn í
utanríkisráðuneytið? Kannski
Morgunblaðið upplýsi það. En af
skýrslunni góðu er það helst að
frétta að höfundar hennar munu
hafa sett fram kröfu um að hún
verði birt in extensio.
Hundar kunna
ekki á bíla
Það er margt skrítilegt að ger-
ast á íslandi eins og þetta dæmi
sannar. Svo margt að Gísli J. Ást-
þórsson prísar sig sælan í Morg-
unblaðinu á laugardaginn að vera
ekki lengur í þjónustu frönsku
fréttastofunnar, sem hann þjón-
aði með eldgosa- og duggufrétt-
um áður fyrr. Hvernig hefði hann
átt að skýra út fyrir Frökkum
Z-etu-mál Sverris, hundamál Al-
berts, bflamál Steingríms og
Tómasar, eða niðurstöður skoð-
anakannana? Gísli J. Ástþórsson
skrifar eins og honum sýnist slíka
satíru að fátítt er í íslenskum
blöðum. Hún verður að lesast í
heild ef hún á að njóta sín, en
niðurstaðan af umfjöllun um
hundamál og bíladellu ráðherra
verður þessi:
„Auðvitað mundi okkur aldrei
detta í hug að dubba hund uppí
ráðherra. Hundur kann ekki á
bfl, þóað aldrei væri annað. Fjár-
málaráðherrann okkar, sá mæti
mann, sagði líka einungis að fyrr
léti hann drepa sig en fara að
lögum.
Og er það ekki fullmikil tilætl-
unarsemi ef sami maðurinn sem
setur lýðnum lög á í þokkabót að
fara eftir þeim?“
-ekh
og
Hlœgileg rök
Þeim gengur dæmalaust erfið-
lega að rökstyðja þátttöku borg-
arinnar í fjölmiðlarisanum nýja,
ísfilm, Davíð Oddssyni borgar-
stjóra og Markúsi Erni Ant-
onssyni formanni útvarpsráðs og
forseta borgarstjórnar. Almennt
kjaftæði um að þeir vilji fylgjast
með tækniþróun og borgin ætli
bara að vera með í byrjun ævin-
týrisins o.s.frv. hljómar ekki sér-
lega trúverðuglega. Þá er það
ennþá hlægilegra þegar Indriði
G. Þorsteinsson sér engar pólit-
ískar víddir í þessu nýja fyrirtæki,
en sjálfur hefur hann undir nafn-
inu Svarthöfði og eigin nafni gert
það að höfuðverkefni sínu að
sannfæra borgarastéttina um
nauðsyn samstöðu yfir flokka-
mörk og samkeppni. Ef þetta er
ekki dæmigert afsprengi þessa
áróðurs þá er svart orðið hvítt.
Smáaurar?
í sjónvarpsviðtali við Markús
Örn Antonsson á föstudaginn
kom fram að þær tvær milljónir
króna sem borgin leggur fram séu
hreinir smámunir, sem ekki sé
ástæða til þess að gera veður út
af. Þó er það svo að mörgum
þeim aðilum sem borgin þótti sér
sæma að skera niður fé hjá í fjár-
hagsáætlun hefði þótt gott að fá
þessa aura, sér í lagi ýmiskonar
menningarfélögum. En borginni
þótti meiri nauðsyn á að bjarga
Vídeósón og ísfilm frá gjaldþroti.
Gegn einokun
Einn þáttur þessa máls er nær
óræddur enn. Það er sú ætlan
forráðamanna Vídeósón að hefj-
ast, handa þegar fært þykir um
kapalvæðingu höfuðborgarinnar
með borgina sem hauk í horni. í
viðtölum hafa Vídeósón-menn
sagt að inn á þessa kapla geti þeir
af góðmennsku sinni hugsað sér
að hleypa fleirum en sjálfum sér
og ísfilm. Hér er komið að kjarna
málsins. Það verður með öllum
ráðum að koma í veg fyrir að
einkafyrirtæki nái eignarhaldi á
þeim upplýsingaveitum sem
skipulagðar verða í framtíðinni.
Bæði á Alþingi og á vettvangi fyr-
irtækja verður að leggja áherslu á
að opinberir aðilar, borg eða ríki,
taki að sér að þróa og leggja
fullkomnustu upplýsingaveitur
um borg og bý. Þar þarf að vera
um að ræða fjölrásakerfi, sem
bæði má tengja sjónvarpi og
síma. Síðan eiga þau fyrirtæki
sem uppfylla ákveðin skilyrði að
hafa heimild til þess að selja upp-
lýsingarnar og efni inn á veitu-
kerfið. Eignarhald opinberra að-
ila á veitukerfunum á að tryggja
að hér komist ekki á einokun í
upplýsingamiðlun. Hinsvegar
eiga opinberir aðilar sem mest að
halda puttunum frá framleiðslu-
hliðinni, en skipta sér aðeins af
henni með styrkveitingum, út-
boðum og almennum aðgerðum.
-ekh