Þjóðviljinn - 31.01.1984, Blaðsíða 4
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 31. janúar 1984
íþr« r
Umsjón:
Viöir Sigurðsson
- . N
Enska bikarkeppnin í knattspyrnu - 4. umferð.
„Verðum að láta nægja
að skála í bjór!“
„Ætli viö verðum ekki aö láta
okkur nægja aö skála í bjór eftir
þennan stórkostlega sigur, fé-
lagið er svo fátækt aö kampa-
vín kemur ekki til greina!" sagöi
Graham Turner, framkvæmda-
stjóri enska 2. deildarliðsins
Shrewsbury, sem sló 1. deild-
arlið Ipswich útúr bikarkepp-
ninni, 4. umferð, á laugardag-
inn. Þetta er í annað skiptið á
þremur árum sem Ipswich
hlýtur þessi bikarörlög á Gay
Meadow í Shrewsbury.
Öll lið hræðast að leika á Gay
Meadow, jafnt 1. sem 2. deildarlið,
og það sást berlega á leik Ipswich,
sem stefndi greinilega að 0:0 jafn-
tefli. Shrewsbury sótti mest allan
fyrri hálfleik en 1. deildarliðið náði
betri tökum á gangi mála eftir hlé.
En 20 mínútum fyrir leikslok
fögnuðu hinir 11 þúsund áhorfend-
ur í litla bænum óspart. Ungur ný-
liði, Gary Hackett, lék þá á George
Burley bakvörð og skoraði
skemmtilega, 1:0. Rétt á eftir hefði
John Wark getað jafnað, klúðraði
dauðafæri, og það reyndist dýr-
keypt. Tveimur mínútum fyrir
leikslok fékk varamaðurinn Colin
Robinson boltann frá Gary Ste-
vens og tryggði sigurinn, 2:0.
„Hélt að þeir væru
að fagna jafntefli!"
Mesta bikarstemmningin var þó
á Fratton Park í Portsmouth þar
sem 36 þúsund manns horfðu á
leikinn gegn nágrönnunum á
suðurströndinni, Portsmouth.
Heimaliðið, sem leikur í 2. deild,
hafði tögl og hagldir í leiknum mest
allan tímann og hefði hæglega get-
að sigrað. Alan Biley skallaði tvisv-
ar yfir opið mark Southampton, og
Peter Shilton varði tvisvar glæsi-
lega frá Mark Hateley, einu sinni
frá Alan Rogers. Pegar 90. og síð-
asta mínútan var upprunnin stóð
enn 0:0, beðið var eftir loka-
fjautinu og Lawrie McMenemy
framkvæmdastjóri Southampton
horfði stjarfur á úrið sitt. Frank
Worthington sendi þá boltann
langt inn á vallarhelming Portsmo-
uth, David Armstrong fékk hann
og skaut, Alan Knight varði en hélt
ekki boltanum og Steve náði að
koma honum yfir línuna, 0:1.
Innan við mínútu síðar var flautað
til leiksloka og leikmenn 1. deildar-
liðs Southampton ærðust af fögnu-
ði. „Eg var búinn að sætta mig við
jafntefli, við vorum heppnir að
tapa ekki, og þegar leikmenn mínir
fögnuðu hélt ég að dómarinn hefði
flautað til leiksloka. Ég sá alls ekki
boltann í netinu, ég vissi ekki að
þeir hefðu skorað. Það tók mig
drjúga stund að átta mig á að við
höfðum í raun og veru unnið
Ieikinn“, sagði McMenemy þegar
hasarinn var yfirstaðinn.
Watford gæti náð langt í bikarn-
um í ár og vann sannfærandi 2:0
útisigur í London gegn 2. deildar-
liði Charlton. Maurice Johnston
skoraði að sjálfsögðu, eftir 19 mín-
útur, en 2. deildarliðið barðist vel
og Mick Flanagan átti sláarskot.
En á 68. mínútu gerði Watford út
um leikinn. John Barnes gaf á Ge-
orge Reilly sem þakkaði fyrir sig
með góðu marki, 0:2.
Crystal Palace var óheppið að
vinna ekki nágrannana í London,
1. deildarlið West Ham. Andy
McCulloch kom Palace yfir á 29.
mínútu, fylgdi þá vel eftir að David
Giles hafði skotið í slá. West Ham
sótti mjög síðasta korterið og
jöfnunarmarkið kom á 83. mínútu.
Hasar í vítateig Palace, Henry
Hughton (bróðir Chris hjá Totten-
ham) bjargaði á línu en David
Swindlehurst, fyrrum miðherji Pal-
ace, jafnaði, 1:1, og tryggði West
Ham aukaleik á heimavelli í kvöld.
Gillingham, sem leikur í 3.deild,
náði frábærum árangri, 0:0 jafn-
tefli gegn 1. deildarliði Everton á
útivelli. Everton sótti mikið fyrstu
20 mínúturnar og David Fry í
marki Gillingham stóð sig þá af
stakri prýði. Gillingham skoraði
reyndar í leiknum, Tony Cascarino
eftir hornspyrnu, en dómarinn
dæmdi markið af og lét endurtaka
hornspyrnuna. Kevin Sheedy hjá
Everton fór manna verst með
marktækifærin í leiknum.
Plymouth Argyle, úr 3. deild,
lenti undir gegn Darlington úr 4.
Alan Hudson hressti mjög upp á lið
Stoke og lagði upp sigurinn á Arse-
nal.
deild þegar Kevin Todd, fyrrum
leikmaður Wolves, skoraði. John
Uzzell jafnaði fyrir Plymouth sem
vann síðan 2:1 með sigurmarki frá
Gordon Staniforth.
Bobby McDonald, fyrrum bak-
vörður Manchester City og Co-
ventry, var svo sannarlega maður
leiksins þegar Oxford sigraði
Blackpool 2:1. Hann skoraði úr
vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en var
síðan ábyrgur þegar Keith Mercer
jafnaði fyrir Blackpool. Oxford
fékk síðan aðra vítaspyrnu og úr
henni skoraði McDonald sigur-
mark 3. deildarliðsins bikarsigur-
sæla.
Fjölskylda Harfords
í miklum vanda!
Mick Harford ólst upp í Sunder-
land en heimaliðið þar hafði ekki
áhuga á honum og lét hann fara
eftir smá reynslutíma fyrir sjö
árum. Hann kom heim og hefndi
sín, skoraði sigurmark Birming-
ham, 2:1, á Roker Park í Sunder-
land á laugardaginn. Colin West
kom Sunderland yfir rétt fyrir hlé
en jöfnunarmark Birmingham,
skorað af Martin Kuhl, kom sex
mínútum fyrir leikslcrk. Harford
gerði síðan út um leikinn á síðustu
stundu og fjölskylda hans, sem býr
í Sunderland og var mestöll á
áhorfendapöllunum, vissi ekki
hvort hún skyldi hlæja eða gráta.
Tottenham varð að sætta sig við
0:0 jafntefli heima gegn Norwich
Mick Harford skoraði á síðustu
stundu í Sunderland og Birming-
ham slapp í gegn. Þetta var í
fimmta skiptið sem þessi félög mæt-
ast i bikarkeppninni og Birming-
ham hafði sigrað í öll skiptin.
þrátt fyrir nokkuð stöðuga sókn.
Steve Archibald sólundaði fjölda
marktækifæra fyrir Tottenham.
Þrír menn báru af, Chris Woods í
marki og Aage Hareide og David
Watson í vörn Norwich sem fær nú
heimaleik við Lundúnaliðið annað
kvöld.
4. deildarlið Swindon var 1:0 yfir
í hálfleik gegn 2. deildarliði Black-
burn, Jimmy Quinn skoraði þá sitt
sjötta markí keppninni. Blackburn
var síðan betri aðilinn f seinnim
hálfleik og tryggði sér 2:1 sigur
með mörkum frá Simon Garner og
Glenn Keeley.
Leikjum Derby og Telford,
Huddersfield-Notts County,
Middlesborough-Bournemouth,
Sheff.Wed.-Coventry og WBA-
Scunthorpe var öllum frestað
vegna óblíðra veðuryfirvalda.
- HB/VS
Einn leikur í 1. deiid:
Hudson var hetja Stoke
Aðeins einn leikur fór fram í 1. deild, Stoke vann Arsenal nokkuð óvænt,
1:0, á Victoria Ground í Stoke. Þar skein hæst hinn gamalkunni Alan
Hudson, sem þarna lék sinn fyrsta leik fyrir Stoke síðan hann sneri heim
frá Bandaríkjunum. Hudson átti stjörnuleik, frábært „come-back“, og
hann var maðurinn á bakvið sigurinn. Það var Paul Maguire sem skoraði
eina mark leiksins úr vítaspyrnu.
- HB/VS
Úrslit
Enski bikarinn
4. umferð:
Brighton-Uiverpool.............2:0
Charlton-Watford...............0:2
Crystal Palace-West Ham........1:1
Derby Coynty-Telford.......frestað
Everton-Gillingham.............0:0
Huddersf ield-Notts Co.....frestað
Middlesboro-Boumemouth.....frestað
Oxford United-Blackpool........2:1
Plymouth-Darllngton............2:1
Portsmouth-Southampton.........0:1
Sheff. Wed.-Coventry.......frestað
Shrewsbury-lpswichTown.........2:0
Sunderland-Birmingham..........1:2;
SwindonTown-Blackburn..........1:2
Tottenham-Norwich City.........0:0
W.B.A.-Scunthorpe...........frestað
1. deiid:
Stoke City-Arsenal.............1:0
3. deild:
Bristol Rovers-Port Vale.......0:0
Millwall City-Húll City........1:0
Walsall-Bolton Wanderers.......1:0
Wimbledon-Southend.............3:2
Walsall........26 15 6 5 41:31 51
Wimbledon......26 15 3 8 61:49 48
Oxford............24 14 5 5 5:33 47
Bristol C........26 14 5 7 42:30 47
HullCity.........24 12 9 3 38:19 45
4. deiid:
Coichester-Stockport............1:1
Crewe-Chester.................. 1:1
Hartlepool-Bristol City.........2:2
Hereford-Doncaster............ 0:3
Reading-Rochdale................0:0
Torquay-Peterborough............1:0
YorkClty.........24 16 4 4 54:24 52
Doncaster........26 14 8 4 49:32 50
Reading..........27 12 8 7 56:41 44
Bristol C........25 13 4 8 41:23 43
Blackpool........25 13 3 9 33:25 42
Meistarar Liverpool falla annað ário í röð fyrir liðinu af sudurströndinni
Brighton endurtók afrekið
í storskemmtilegum leik
Mike Robinson fagnar Gerry Ryan eftir að
sá síðarnefndi hafði skorað fyrir Brighton
gegn Liverpool á Anfield í fyrra. Báðir léku
einnig á sunnudag, Robinson nú með Li-
verpool og tapaði - Ryan var sem fyrr með
Brighton og endurtók leikinn, skoraði fyrra
markið.
Frá Heimi Bergssyni fréttamanni
Þjóðviljans í Englandi:
Brighton and Hove Albion, sem leikur í
2. deild ensku knattspyrnunnar og lék til
úrslita í ensku bikarkeppninni í fyrra,
endurtók afrek sitt frá síðasta keppnistíma-
bili og lagði Englandsmeistara Liverpool að
velli. í þetta skiptið var leikið á Goldstone
Ground í Hove og Brighton vann 2:0.
Leikurinn fór fram á sunnudag og var sýnd-
ur beint í sjónvarpi.
Þetta var þrælgóður og skemmtilegur
leikur og gífurleg stemmning ríkti meðal 19
þúsund áhorfenda á sjálfum Ieikvanginum.
Liverpool var mun meira með boltann eins
og vænta mátti en gekk illa að brjóta mót-
spyrnu 2. deildarliðsins á bak aftur. Eftir
hálftíma leik urðu svo meistararnir fyrir
miklu áfalli - Graeme Souness, fyrirliðinn
og heilinn í miðvallarspilinu, haltraði af
velli, meiddur á læri. Meiðslin eru þó ekki
talin alvarleg. Ronnie Whelan kom þá inná
og Sammy Lee fór í stöðu Souness sem
skipuleggjandinn á miðjunni. Honum tókst
bærilega upp.
Mörkin tvö komu með mínútu millibili
snemma í síðari hálfleik. Bæði eftir langar
sendingar, fyrst slapp Gerry Ryan einn
innfyrir eftir sendingu Tony Grealish og
skoraði auðveldlega frá vítateig, framhjá
úthlaupandi Bruce Grobbelaar, og síðan
fékk Terry Connor svipaða sendingu frá
hinum 19 ára gamla Steve Penney og af-
greiddi á keimlíkan hátt í netið, 2:0. Nokk-
uð var rætt um rangstöðu í fyrra tilfellinu.
Bestu menn vallarins voru útherjar Brig-
hton, hinn norður-írski Penney sem var að-
eins að leika sinn ellefta leik með aðalliðinu
og Neil Smillie. Sá síðarnefndi fór fram á
kant af miðjunni í seinni hálfleik og fór
hrikalega illa með landsliðsbakvörðinn Phil
Neal, sem er greinilega farinn að sýna elli-
mörk. Þessir tveir sköpuðu ávallt hættu.
Steve Foster var mjög traustur í vörninni og
Joe Corringan frábær í markinu. „Hann
fyllir út í markið!“ varð sjónvarpsþulnum
eitt sinn að orði, enda maðurinn hávaxinn
og mikill á velli. Hann varði fjórum sinnum
glæsilega frá Ian Rush og Mike Robinson.
Alan Hansen var bestur hjá Liverpool og
Sammy Lée sterkur á miðjunni en aðrir
voru fremur daprir miðað við þeirra vana-
legu getu. Rush var óvenju rólegur frammi
og Craig Johnston við hlið hans var hreint
og beint slakur. Leikur meistaranna riðlað-
ist greinilega þegar Souness hvarf af
leikvelli. Samt sem áður er ekki hægt að
segja annað en að meistararnir hafi verið
óheppnir í leiknum, þeir voru sterkari aðil-
inn þegar á heildina er litið. En mörkin
telja, Brighton er komið í 5. umferð bikar-
keppninnar, eftir frækilegt afrek.