Þjóðviljinn - 07.02.1984, Síða 2

Þjóðviljinn - 07.02.1984, Síða 2
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. febrúar 1984 Umsión: Víðir Sigurðsson RSS ■ §m wm .'. Urvalsdeildin í körfuknattleik: Haukar - Njardvík 67:68 Örugg staöa UMFN Njarðvíkingar tryggðu stöðu sína á toppi deildarinnar er þeir lögðu Hauka að velli í fjörugum og spennandi leik er háður var í íþrótt- ahúsinu í Hafnarfirði á sunnudag- inn. Lokatölur urðu 68:67 eftir að Haukar höfðu leitt í hálfleik 39:34. Haukar byrjuðu leikinn mjög vel, komust í 10:2 áður en Njarð- víkingar rönkuðu við sér. Þeim tókst að jafna 14:14, en lengra náðu þeir ekki í hálfleiknum. Haukarnir, sem spiluðu mjög vel auk þess sem hittni þeirra á köflum var oft einstök, voru yfir í hálfleik 39:34. Njarðvíkingar voru mun á- kveðnari í síðari hálfleiknum, eftir 4 mínútna ieik höfðu þeir náð for- ystunni 44:41. Haukum virtist á þessu tímabili nær ómögulegt að hitta í hringinn og Njarðvíkingar gengu á lagið. Er 2 mínútur voru til leiksloka höfðu þeir yfir 67:59. Haukarnir minnkuðu muninn í 3 stig, 67:64 er 1 mínúta var til leiks- loka, en Njarðvíkingum tókst að halda haus. Pálmari Sigurðssyni tókst að skora körfu á síðustu sek- úndu leiksins, en það nægði Haukum ekki og Njarðvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Lok- ÍR-Keflavík 65-66 atölur sem áður sagði 68:67. f jöfnu Njarðvíkurliði voru þeir Yalur Ingimundarson og Sturla Örlyggson bestir. Hjá Haukum voru þeir Pálmar og Sveinn Sigurbergsson bestir, þá barðist Kristinn Kristinsson mjög vel allan leikinn. Stig UMFN. Valur 16, Sturla 13, ísak Tómasson 10, Júlíus Valgeirs- KR-Valur 73-85 Átta stig Valsmanna snemma í síðari hálfleik lögðu grunninn að góðum og dýrmætum sigri í Haga- skólanum á sunnudag. Þeir breyttu þá stöðunni úr 51-50 í 59-50 og þann mun gátu KR-ingar aldrei unnið upp. Valur stefnir á 4-liða úrslitin eftir tvo sigra í röð. Leikurinn var jafn í byrjun en síðan hélt KR að mestu forystunni son og Árni Lárusson 8, Ingimar Jónsson 5, Gunnar Þorvarðarson 4, Kristinn Einarsson og Ástþór Ingason 2. Stig Hauka: Pálmar 20, Sveinn 14, Ólafur Rafnsson 14, Kristinn 5, Eyþór Árnason 4, Hálfdán Markússon 4, Reynir Kristjánsson 4 og Henning Henningsson 2. - Frosti út fyrri hálfleik. Staðan í hléi var 42-39, þeim í hag. Valur komst strax yfir í seinni hálfleik og eftir kaflann umrædda var tæpast spurn- ing um sigurvegara. Að vísu stóð 65-60 á kafla en Valur komst síðan í 78-67 og eftirleikurinn var auðveldur, lokatölur 85-73. Góður síðari hálfleikur hjá Vals- mönnum, þeir tóku sér tak eftir stanslaust nöldur í garð dómaranna í fyrri hálfleik. Jón Steingrímsson lék ekki með vegna veikinda og Einar Ólafsson er handleggsbrot- inn svo Valur átti í bakvarðaerfið- leikum. En Valdimar Guðlaugsson tvíefldist og var besti maður liðs- ins, ekki síst fyrir hve vel hann hélt Jóni Sig. niðri. Kristján Ágústsson átti þokkalegan leik, var harður í fráköstunum sem og Jóhannes Magnússon, Torfi Magnússon lék ágætlega og Páll Arnar kom á óvart Gunnar Þorvarðarson leiddi Njarðvfkinga til tveggja sigra um helgina. undir lokin og baunaði stigum á KR. Guðni Guðnason átti stórgóðan leik og var bestur KR-inga. Ótrú- legt hve mikið hann hirðir af frá- köstum. Garðar Jóhannesson átti mjög góðan fyrri* hálfleik en villu- vandræði háðu honum eftir hlé. Páll Kolbeinsson var drýgstur í stigaskoruninni og Jón Sigurðsson stjórnaði vel að vanda en hefur oft leikið betur. Stig Vals: Kristján 24, Torfi 18, Tómas Holton 13, Páll 11, Valdimar 10, Jóhannes 5 og Leifur Gústafsson 4. Stig KR: Páll 17, Garðar 15, Guðni 12, Jón 10, Þorsteinn Gunnarsson 10, Krist- ján Rafnsson 4, Ágúst Lindal 2, Ólafur Guðmundsson 2 og Birgir Guðbjörnsson 1. Davíð Sveinsson og Gunnar Valgeirsson dæmdu ekki vel og höfðu einum of mikil áhrif á leikinn til hins verra í fyrri hálfleik. - HG/VS. Keflvíkingar bitu frá sér Valsmenn í gang Hverjir voru að segja að Keflvíkingar væru dæmdir til að falla úr úrvals- deildinni með komu Péturs Guðmunds- sonar til ÍR? Þeir hafa verið margir og undirritaðir í þeim hópi. Með þessum óvænta en verðskuldaða sigri í Seljask- ólanum í fyrrakvöld sýndu Suðurnesj- apiltarnir að þeir eru staðráðnir í að haida sér uppi og hafa nú fjórum stigum meira en gamla stórveldið ÍR. ÍR var yfir allan fyrri hálfleik, mest 11 stigum, og aðeins formsatriði virtist að ljúka leiknum. En með góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks minnkaði ÍBK muninn í 35-32 og jafnaði síðan um Staðan: FH ..12 12 0 0 356:237 24 Valur ..12 9 1 2 270:233 19 Víklngur... ..12 7 0 5 280:262 14 Þróttur ..12 4 3 5 254:275 11 Stjarnan... ..12 5 1 6 235:272 11 KR ..12 4 2 6 210:213 10 Haukar ..11 1 1 9 212:271 3 KA ..11 0 2 9 196:250 2 Markahæstir: Kristián Arason, FH..........103 Páll Ólafsson, Þrótti.........80 Sigurður Gunnarsson, Vík......71 Hannes Lelfsson, Stjörn.......62 Þorglls Óttar Mathlesen, FH...61 Vlggó Sigurðsson, Vík..........60 Brynjar Harðarson, Val........57 Eyjólfur Bragason, Stjörn.....57 miðjan seinni hálfleik, 52-52. ÍBK komst síðan yfir, 62-58 og lét forystuna ekki af hendi en engu mátti þó muna í lokin, ÍR skoraði fimm síðustu stigin og lokatölurnar 66-65. Sigurður Ingimundarson var maður leiksins hjá ÍBK. Þessi 17 ára piltur er ekki bara líkur stóra bróður Val í UMFN í útliti og númeri á baki, hittnin utan af velli var ekki síðri í fyrrakvöld og pilturinn hirti einnig fjölda frákasta. Þorsteinn Bjarnason átti góðan leik og Jón Kr. Gíslason var heilinn í leik ÍBK, útsjónarsamur og baráttuglaður. Hreinn og Gylfi Þorkelssynir voru bestir hjá ÍR ásamt Hirti Oddssyni. Pét- ur Guðmundsson átti sinn daprasta leik til þessa, lék að vísu mjög vel í vörn en var utangátta í sókninni. Það var bæði honum og samherjum hans að kenna. Pétur fékk sína fjórðu villu þegar stað- an var 43-36 fyrir ÍR og það átti stórárt þátt í hvernig fór. Hann kom aftur inná þegar staðan var 62-58 en þá voru Keflvíkingar orðnir illviðráðanlegir og léku af baráttu og skynsemi í bland. Stig ÍBK: Slgurður 22, Þorstelnn 22, Jón 6, Björn V. Skúlason 4, Guðjón Skúla- son 4, Óskar Nikulásson 4 og Pétur Jóns- son 4. Stig ÍR: Hjörtur 18, Gylfi 16, Hreinn 16, Pétur 12, Benedikt Ingþórsson 2 og Stef- án Kristjánsson 1. Ingi Gunnarsson og Kristbjörn Al- bertsson dæmdu þokkalega. - VS. Njarövík-Keflvfk 95-82 Tólf stig í röð afgreiddu ÍBK í fyrri hálfleik viðureignar nágrann- anna og erkifjendanna í Njarðvík á föstudagskvöldið sýndu Keflvíkingar eitt sitt allra besta í vetur. Hálfleikurinn var líflegur og fjörugur og að honum loknum leiddi ÍBK með einu stigi, 45- 44. Njarðvík tók forystuna strax í seinni hálfleik en útslagið kom þegar staðan var 63-56. Þá gerðu Njarðvíkingar tólf stig í röð, geystust í hvert hraðaupp- hlaupið á fætur öðru meðan þeir keflvísku hittu ekkert og eftir þann hamagang var staðan orðin 75-56. Úr- slitin voru ráðin. Njarðvíkingar misstu Sturlu Örlygsson útaf með fimm villur og ÍBK náði að minnka muninn niður í þrettán stig fyrir leikslok, 95-82. Gunnar Þorvarðarson þjálfari Njarð- víkinga átti bestan leik sinna manna, lék virkilega vel og reynslan er honum ómetanleg. Valur Ingimundarson vará svipuðu róli og vanalega og skoraði sinn skammt. Sturla var gífurlega öflugur í fráköstunum og Kristinn Einarsson hinn ungi raðaði grimmt í körfu fBK undir lokin en hann lék nánast ein- göngu síðustu fimm mínúturnar. Jón Kr. Gíslason var besti maður ÍBK og vallarins. Skoraði drjúgt og átti stórsendingar sem skiluðu arði. Hann var kominn með fjórar villur í fyrri hálf- leik en lék leikinn á enda af miklum krafti. Pétur Jónsson og Þorsteinn Bjarnason voru einnig vel frískir. Stig UMFN: Valur 24, Gunnar 20, Krist- inn 12, ísak Tómasson 12, Árni Lárusson 11, Sturla 6, Ingimar Jónsson 4 og Júlíus Valgeirsson 4. Stig ÍBK: Jón 20, Þorsteinn 20, Pétur 13, Sigurður Ingimundarson 11, Björn V. Skúlason 7, Óskar Nikulásson 7 og Guð- jón Skúlason 4. Dómararnir, Gunnar Bragi og Ing- var Kristinsson voru ekki bestu menn vallarins - VS. ÍS vann toppuppgjörið ÍS vann öruggan sigur, 3:0, á Völsungi í toppuppgjöri 1. deildar kvenna í blaki á laugardaginn. Leikið var í Hagaskóla og IS, sem lék stórvel, vann hrinurnar 15:13, 15:11 og 15:5. Bæði lið hafa þar með tapað tveimur leikjum í deildinni. KA lék tvo leiki í Reykjavík, tapaði 3:0 fyrir Þrótti á föstudagskvöldið (15:3, 15:13, 15:12) en vann Víking 3:0 (15:8, 15:13, 16:14) á laugardag. Leik Breiðabliks og Völsungs var frestað. Staðan: ÍS ...12 10 2 32:12 20 Völsungur ...10 8 2 24:6 18 Breiðabilk ...12 7 5 26:19 14 Þróttur ... 10 5 5 18:19 10 KA ... 9 2 7 8:22 4 Víklngur ...10 0 10 3:30 0 Þróttur vann ÍS 3:2 í 1. deild karla eftir nokkuð baks. Þróttur vann fyrst 15:7, ÍS tvær næstu 13:15 og 12:15 en Þróttur tvær síðustu, 15:10 og 15:10. Seint á fimmtudagskvöldið tapaði Fram 2:3 fyrir HK eftir að hafa kom- ist í 2:0. Staðan: Þróttur.............11 11 0 33:9 22 HK...................10 7 3 22:16 1 4 l'S.................. 9 3 6 16:23 6 Fram.................10 2 8 16:28 4 Vfklngur............. 8 1 7 11:22 2 Þróttur Neskaupstað lék tvo leiki syðra í 2. deild, tapaði 0:3 fyrir Sam- hygð á Selfossi cn vann Breiðablik 3:1 í Kópavogi. Þróttarar hafa 10 stig í suð-austurriðlinum, Samhygð og HK-2 8 hvort og Breiðablik 4 stig. Þórsarar töpuðu og sigruðu Skipst á Laugdælir og Þór mættust tvívegis á Akureyri í 1. deild karla í körfuknattleik um helgina. Laugdælir unnu fyrri leikinn 77:68, en Þórsarar sneru blaðinu algerlega við í þeim síðari og unnu stórsigur, 101:74. ÍS er með 20 stig í 1. dcild eflir 14 leiki, Fram 16 stig eftir 11 leiki, Laugdælir 16 stig eftir 13 leiki, Þór 12 stig eftir 12 leiki, Grindavik 10 stig eftir 12 leiki og Skallagrímur ekkert stig úr 12 leikjum. Vestur-þýska knattspyrnan: Markið ekki gilt en Stuttgart á toppinn Mark Ásgeirs Sigurvinssonar sem virtist fullkomlega gilt fór framhjá dómara og línuverði í leik Mannheim og Stuttgart í Bundes- ligunni á laugardaginn. Asgeir skaut, knötturinn fór í þverslá og niður, innfyrir línu og að því er virtist, en leikurinn var látinn halda áfram. Honum lauk 2:2 en Stuttgart komst á toppinn þar sem Bayern Múnchen tapaði. Dan Corneliusson og Peter Reichart skoruðu mörk Stuttgart eftir að Mannheim hafði komist í 2:0, Ás- geir lagði upp markið fyrir Corne- liusson. Fortuna Dússeldorf rústaði Bay- ern Múnchen 4:1 á föstudagskvöld- ið eins og Bjarni Fel. er búinn að sýna okkur rækilega, en um þrjátíu íslendingar, sem fóru gagngert á leikinn, fengu ekki miða eins og lofaði hafði verið og misstu því af þremur fyrstu mörkunum. Fátt stenst Atla og félaga þessa dagana og Atli gerði fjórða markið með öruggu skoti. Ralf Dusend og Gúnter Thiele skoruðu fyrst fyrir Dússeldorf og varnarmaður Bay- ern gerði sjálfsmark Hamburger tapaði óvænt 3:1 fyrir Bayer Uerdingen þannig að úrslit helgarinnar voru íslendinga- liðunum hagstæð. Bremen sigraði Mönchengladbach 2:0. Stuttgart og Bayern hafa 28 stig, Bremen 27, Hamburger 26, Dússeldorf og Mönchengladbach 25. - VS 1. deild kvenna í handknattleik: Útlitið dökkt hjá Víkingum Útlitið er dökkt hjá Víkingsstúlk- unum eftir tap, 20:19, fyrir ÍA á Akranesi á föstudagksvöldið. Þær sitja á botninum með 4 stig en eiga eftir leiki gegn KR og Val þannig að ekki er öll nótt úti enn. Staðan í hálfleik var jöfn, 12:12, en ÍA náði fjögurra marka forskoti í steinni hálfleik og leiddi 20:16 þegar skammt var eftir. Víkingur skoraði þrjú síðustu mörkin en klúðraði þrívegis dauðafærum í stöðunni 20:18 og þá var Kristín Brandsdóttir í Skagamarkinu þeim erfiður ljár í þúfu. Laufey Sigurð- ardóttir var best í jöfnu Skagaliði og skoraði 7 mörk. Eiríka Ásgríms- dóttir skoraði 12 marka Víkings, 7 úr vítum, en best í þeim herbúðum var þó Valdís Birgisdóttir sem gerði 4 mörk og fiskaði flestöll víta- köstin. FH er að líkindum úr leik í bar- áttunni um meistatatitilinn eftir 16:15 ósigur gegn Fram í Höllinni á föstudagskvöldið. Staðan í hálfleik var 9:9 og viðureignin var jöfn og spennandi. Guðríður Guðjóns- dóttir og Oddný Sigsteinsdóttir skoruðu 4 mörk hvor fyrir Fram en Kristjana Aradóttir gerði 4 fyrir FH, Margrét Theódórsdóttir og Kristín Pétursdóttir 3 hvor. ÍR vann KR í miklum markaleik í fyrrakvöld, 28:23. Staðan í hálf- leik var 14:11, ÍR í hag, og liðið hélt síðan fimm marka forystu út seinni hálfleikinn. Erla Rafnsdóttir var í aðalhlutverki hjá ÍR og skoraði 8 mörk en Ingunn Bernót- usdóttir skoraði 9, 6 úr vítum. Staðan: IR.................9 7 2 0 203:136 16 Fram...............9 8 0 1 192:135 16 FH.................9 6 1 3 203:156 13 KR.................9 2 2 5 143:168 6 Valur..............8 2 1 5 124:161 5 Fylkir.............8 2 15 134:167 5 Akranes............9 2 1 6 128:182 5 Víkingur...........9 1 2 6 156:178 4 Leik Vals og Fylkis var frestað vegna ófærðar á laugardaginn. - VS Kristín Arnþórsdóttir stekkur inn af linunni og skorar fyrir ÍR gegn KR í fyrrakvöld. Mynd: - eik. Stenmark fœrist nœr Ingemar Stenmark frá Svíþjóð færð- deginum. Mark Girardelli frá Luxem- ist nær Pirmin Zurbriggen frá Sviss í burg varð annar á laugardagin og vann stigakeppni heimsbikarsins á skiðum á sunnudaginn. Þriðji í síðari keppninni um helgina. Þá var keppt tvívegis í stór- var Franz Gruber frá Austurriki. Zur- svigi í Austurríki, Stcnmark sigraði á briggen hefur aðeins átta stiga forskot á laugardeginum en varð annar á sunnu- Stenmark á toppi stigakeppninnar. Þriðjudagur 7. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Umsjón: Víðir Sigurðsson Islandsmótið í handknattleik - 1. deild karla: FH - KR 25:20 Lítil barátta í KR Vonir KR-inga um að komast í úrslitakcppni efstu liða 1. deildar er nær engar eftir að liðið tapaði fyrir FH með fimm marka mun á laugardaginn, 25:20. FH-ingar Iryggðu scr hins vegar efsta sætið i deildarkeppninni með þessum sigri. Það var að heyra á áhorfendum fyrir leik liðanna, sem höfðu um nóg að spjalla þann klukutíma sem beðið var eftir leikmönnum vegna ófærðarinnar, að KR-ingar myndu selja sig dýrt í þessum leik. Þeir sýndust grimmir þegar flautað var til leiks og náðu forystunni 1:0 og héldu jöfnu 2:2, en eftir það kom- ust FH-ingar fyrst á verulegan skrið, náðu öruggri forystu 5:2 og eftir það áttu KR-ingar ekki við- reisnar von. í leikhléi var staðan 14:9 og FH-ingar náðu ekki að auka þann markamun í síðari hálf- leik, en sigur þeirra var aldrei í hættu. KR-ingar spiluðu vörnina fram- arlega og reyndu þannig að trufla stórskyttur FH-inga. Um leið losn- aði vel um Þorgils Óttar á línunni og hann nýtti sér færin vel og skoraði 9 mörk. Kristján og Atli ógnuðu vel fyrir utan, og þegar KR-ingar reyndu það örþrifaráð að taka þá báða úr umferð, riðlaðist varnarleikurinn illilega. Leikur liðanna var hraður og skemmtilegur á að horfa. Dómar- arnir Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson voru fullákafir með flauturnar, en höfðu að öðru leyti góð tök á leiknum og héldu hörkunni niðri. Hjá KR-ingum átti Haukur Geirmundsson einna skárstan dag en frekar var baráttan dauf hjá lið- inu, jafnvel Jens í markinu hafði ekki trú á sigri, þrátt fyrir að hann hefði náð að verja tvö vftaköst. Mörkin: FH: Þorglls 9, Kristján 5/2, Pólmi 3, Valgarð 2, Sveinn 2, Gu&mundur 2, Atli og Hans 1 hvor. KR: Haukur G. 6/1, Friðrlk 3, Jóhannes, Jakob, 2 hvor og Ólafur og Gunnar 1 hvor. - Ig- KA - Víkingur 20:26 Víkingar alltaf með undirtökin Grófur og harður leikur á Akur- eyri á föstudagskvöldið og mikið um brottrekstra á báða bóga. Vík- ingar, með Viggó Sigurðsson fremstan í flokki, höfðu ávallt undirtökin og ættu að vera nokkuð öruggir með sæti í úrslitakeppninni um meistaratitilinn. Leikurinn var jafn í upphafi, 5-5 þegar nokkuð var búið, en þá skildu Víkingar heimamenn eftir og náðu fimm marka forskoti. Staðan í hálfleik var 14-9, þeim í hag. KA hélt í við meistarana fram- an af seinni hálfleik og lagaði stöðuna í 18-15 en nær komust Ak- ureyringar ekki og sigur Víkings var ekki í teljandi hættu. —Viggó Sigurðsson var í aðalhlut- _rki hjá Víkingum og skoraði nær helming markanna. Steinar Birgis- son átti geysigóðan varnarleik og Hörður Harðarson stóð sig með ágætum. Þorleifur Ananíasson nálgast fertugsaldurinn óðum, en það er vart að sjá, hann átti stórleik og var Víkingum feikilega erfiður. Jón Kristjánsson, 3. flokksmaðurinn efnilegi, lék vel, en var lengst af tekinn ur umferð, og Magnús Gauti varði ágætlega. Mttrk Vfkings: Viggó 12, Hörður 4, Sigurður Gunnarsson 4, Hllmar Sigurgislason 3, Guð- mundur Guðmundsson 2 og Steinar 1. Mttrk KA: Þorleifur 9(1), Sigurður Sigurðsson 5, Erlingur Kristjónsson 3, Jón Kr. 2 og Magnús Birglsson 1(1). -K&H/Akureyri Þróttur - Valur 18:26 Stjarnan - Haukar 22:17 Nokkuð öruggt hjá Garðbæingum Valur allsráðandi í seinni hálfleik Valsmenn unnu góðan sigur á Þrótturum er liðin áttust við á sunnudags- kvöldið. Lokatölur urðu 26:18 eftir að Valsmenn höfðu verið einu marki yfir í hálfleik 12:11. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, Valsmenn þó ávallt fyrri til að skora. Valsmenn voru hinsvegar allsráðandi í seinni hálfleiknum, komust í 17:12 og er upp var staðið var munurinn orðinn 8 mörk, 26:18. Brynjar Harðarson og Einar Þorvarðarson voru bestir Valsmanna. Sem dæmi um frammistöðu Einars má geta þess að Þróttur skoraði aðeins úr einu vítakasti af þeim 6 er þeir fengu í leiknum. Þá áttu hornamennirnir Jakob Sigurðsson og Valdemar Grímsson ágætan leik. Hjá Þrótti voru þeir Gísli Óskarsson og Páll Björgvinsson bestir. Konr- áð Jónsson og Páll Ólafsson áttu einnig ágæta spretti. Mörk Vals: Brynjar 7, Valdemar 6, Jakob 4, Björn Björnsson 3, Geir Sveinsson og Steindór Gunnarsson 2, Guðni Bergsson og Þorbjörn Jensson 1. Mörk Þróttar: Gísli Óskarsson, Konráð Jónsson og Páll Björgvinsson 4, Páll Ólais- son 3, Jens Jensson 2, Lárus Lárusson 1. - Frosti - Stjarnan vann nokkuð öruggan sigur á Haukum í Digranesi á föstu- dagskvöldið. Lokatölur urðu 22:17 eftir að Garðbæingar höfðu verið yflr í hálfleik 9:7. Stjarnan hóf leikinn með mikl- um látum, komst í 7:1, Haukar náðu síðan að minnka muninn nið- ur í 2 mörk fyrir hálfleik. í síðari hálfleik náði Stjarnan síðan fljótlega að auka við for- skotið, mest fyrir tilstilli Brynjars Kvaran sem stóð sig vel í markinu. Þeir komust í 17:11 og við þann mun réðu Haukar ekkert, lokat- ölur sem áður sagði 22:17. Brynjar Kvaran var bestur Stjörnumanna, þá áttu þeir Magn- ús Teitsson og Hannes Leifsson ágæta spretti, aðrir léku undir getu. Hjá Haukum voru þeir Þórir Gíslason og Snorri Leifsson einna skástir. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson réðu ágætlega við dóm- gæsluna. Mörk Stjörnunnar: Hannes Leifsson 8, Magnús Teitsson 5, Gunnlaugur Jónsson 3, Skúli Gunnsteinsson, Guðmundur Þórðarson 2, Eyjólfur Bragason og Sigur- jón Guðmundsson 1. Mörk Hauka: Þórir Gíslason 5, Lárus K. Ingason, Hörður Sigmarsson og Snorri Leifsson 3, Guðmundur Haraldsson 2 og Jón Örn Stefánsson 1. _ prostj _ Staðan: Njarðvík.... 15 12 KR.........15 8 Haukar.....15 8 Valur......15 7 Keflavík.... 15 6 IR..........15 4 3 1211:1115 24 7 1078:1073 16 7 1082:1093 16 8 1244:1162 14 9 1002:1129 12 IR........15 4 11 1124:1169 8 Stigahæstlr: Valur Inglmundarson, Njarðv..400 Pálmar Slgurðason, Haukum....328 Krlstján Ágúatason, Val......297 Þorstelnn Bjarnason, Keflav..250 Torfl Magnússon, Val.........246 Jón Kr. Glslason, Keflav.....240 Hrelnn Þorkelsson, IR........236 Gunnar Þorvarðarson, Njarðv..220 Ingi Þór vann þre- fait á Ægismótinu Ingi Þór Jónssnn frá Akranesi sigraði í þremur greinum á sundmóti Ægis sem haldið var í Sundhöll Reykjavíkur á sunnudaginn. Hann synti 400 m skrið- sund á 4:20,89 mín, 100 m flugsund á 1:00,79 mín. og 100 m skriðsund á 54,81 sek. Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, sigraði t 100 m bringusundi kvcnna á 1:15,81 mín. og 200 m fjórsundi kvenna á 2:33,73 mín, Bryndfs Olafsdottir, Þór Þ, í 200 m baksundi kvenna á 2:39,95 mín, Eðvarð Þ. Eðvarðsson, Njarðvfk, I 100 m bringusundi karla á 1:09,16 mín, og Anna Gunnarsdóttir, Ægi, í 200 m flugsundi kvenna á 2:37,14 mín. Svcit Njarðvíkur sigraði í 4x100 m skriðsundi karla á 3:56,68 mín. og A-sveit Ægis í 4x100 m fjórsundi kvenna á 4:59,13 mín. Lárus Guðmundsson er á ný kom- inn I byrjunarlið Watcrschei. Tvö sigruðu CS Brúggc og Antwerpen, lið Sævars Jóns- sonar og Péturs Pcturssonar, unnu sína leiki í belgfsku 1. deildinni í knattspyrnu um heigina. CS Brúgge vann Molenbeek 2-0 og Antwerpen sigraði Liege 3-1. Lárus Guðmundsson og fé- lagar í Waterschei töpuðu hins vegar 2-0 fyrir Standard Liege en Andcrlccht, lið Arnórs Guðjohnsens sem cnn er ekki leikfær, gcrði 2-2 jafntefli við Beveren. Beveren er efst mcð 35 stig, Seraing 30, Andcrlecht og Standard 27 stig.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.