Þjóðviljinn - 07.02.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.02.1984, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 7. febrúar 1984 ÍþJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Everton hafði það tilraun í þriðju Everton tryggði sér sæti í 5. um- ferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi með því að sigra GUlingham 3-0 á útivelli. Lið- in höfðu áður tvívegis skilið jöfn. Úrslitin réðust nánast undir lok fyrri hálfleiksins þegar 1. deildar- liðið sökkti 3. deildarliðinu með þremur mörkum á tíu mínútum. Kevin Sheedy skoraði tvívegis og Adrian Heath skaut einu inn á milli, sínu níunda marki í síðustu átta leikjum Everton. Andstæðing- ar Everton í 5. umferð verða 2. deildarlið Shrewsbury sem sló Ipswich utúr 4. umferðinni. Leikurinn fer fram á Goddíson Park í Liverpool, heimavelli Evert- on. Motherwell, lið Jóhannesar Eð- váldssonar, er komið í 4. umferð skosku bikarkeppninnar eftir 3-0 sigur á Queen’s Park í gærkvöldi. Tvö önnur úrvalsdeildarlið lögðu andstæðinga úr neðri deildunum, meistarar Dundee United mörðu Ayr heima 1-0 og Hearts sigraði Partick Thistle, efsta lið 1. deildar, 2-0. -VS Framarar sluppu með skrekkinn! Framarar, sem hafa tapað fæst- um stigum í 1. deild karia í körfu- knattleik, máttu þakka fyrir sigur, 86-82, á Snæfelli í bikarkeppninni í Borgarnesi á laugardaginn. Stykk- ishólmsliðið, sem leikur í 2. deild, lék stórvel í síðari hálfleik og vann upp gott forskot Fram sem hafði góða stöðu, 43-29 í hálfleik. Snæfell skoraði 53 stig gegn 43 í seinni hálf- leik og var búið að minnka muninn í fjögur stig þegar fimm mínútur voru eftir en herslumuninn vant- aði. Ríkharður Hrafnkelsson skoraði 29 stig fyrir Snæfell en besti maður liðsins, Sigurður Bjarnason, skoraði 28. Sigurður Páll gerði 12 stig og Guðmundur Stefán 8. Ómar skoraði 29 stig fyrir Fram, Þorvald- ur 22 og Guðbrandur 10. Fram mætir Keflvíkingum í 8-liða úr- slitum bikarkeppninnar. -gsm/Stykkishólmi Þór lagði Ármann Kolbrún Rut Stephens, frjálsíþróttakonan fjölhæfa úr KR, vippar sér yfir 1,58 m í hástökki á meistaramótinu. Meistaramótid í frjálsum íþróttum innanhúss Stefán nældi í tvö gull og tvö silfur Þórsarar frá Akureyri gerðu hörkugóða ferð á Reykjavíkur- svæðið um helgina, unnu þar þrjá leiki í 3. deild karla í handknattleik. Fyrst léku þeir þýðingarmesta leikinn, við Ármenninga í Laugar- dalshöll og sigruðu 24-22 eftir hörkuspennandi viðureign. Staðan var 22-22 rétt fyrir leikslok en á allra síðustu stundu skoruðu Krist- inn Hreinsson og Sigurður Pálsson og tryggðu Þórsurum dýrmætan sigur. Daginn eftir vann Þór auðveldan sigur á Ögra, 44-14, og loks lágu Selfyssingar á sínum heimavelli, 24-19. Afturelding vann góðan sigur á Tý í Vestmannaeyjum, 18-15, og þau úrslit, ásamt tapi Ármanns, hleypa gífurlegri spennu í deildina. Akurnesingar lentu í dulitlu basli Real á toppinn Real Madrid tók forystuna í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu á Spáni um hclgina, vann Cadiz 3-2 meðan Atletico Bilbao tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid. Barcelona vann Murcia 2-0 með tveimur mörkum Bernds Schuster og er í þriðja sæti með 28 stig eins og Atl- etico Madrid. Real Madrid hefur 31 stig og Bilbao 30 stig. -VS ÍR vann í Njarðvík ÍR náði í gærkvöldi sex stiga for- ystu í 1. deild kvenna í körfuknatt- lcik með því að sigra UMFN í Njarðvík 54-51. IR-stúIkurnar hafa því 24 stig gegn 18 hjá ÍS en ÍR hefur leikið einum leik meira. 1 fyrrakvöld unnu Haukar KR 61-39 í Hafnarfirði og Haukastúlkur eru því með 14 stig. -VS með Skallgrím í Borgarnesi en unnu 29-20 eftir 13-10 í hálfleik. Staðan í 3. deild: Týr..............12 9 2 1 297-193 20 ÞórAk............13 9 1 3 339-229 19 Ármann...........12 9 0 3 344-267 18 Afturelding......12 9 0 3 292-201 18 Akranes..........11 7 1 3 274-216 15 Keflavík.........11 6 0 5 279-230 12 Selfoss..........12 2 0 10 206-259 4 Skallagrimur.....12 1 0 11 177-326 2 Ögri.............13 0 0 13 186-473 0 -K&H/VS Stefán Þór Stefánsson úr ÍR var mest áberandi allra á meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið var í Reykjavík um helgina. Hann sigraði í tveimur greinum, stökk 7,36 m í langstökki og hljóp 50 m grindahlaup á 7,2 sek. Hann varð einnig annar í hástökki og 50 m hlaupi karla. Magnús Haraldsson úr FH náði einnig að sigra í tveimur greinum. Hann hljóp 800 m á 2:02,1 mín. og 1500 m á 4:31,8 mín. Bryndís Hólm, ÍR, sigraði í langstökki kvenna, stökk 5,88 m. Hún stökk mjög óvænt 1,72 m í há- stökki en var ekki skráð í keppnina. Þórdís Hrafnkelsdóttir, UÍA, sigraði því í hástökki, með l, 61 m. Aðrir sigurvegarar urðu þessir: 50 m hlaup kvenna -Oddný Arnadóttir, ÍR, 6,4 sek. 800 m hlaup kvenna - Súsanna Helgadóttir, FH 2:31,1 mín. 50 m grinda- hlaup kvenna - Helga Halldórsdóttir, KR, 7,3 sek. Kúluvarp kvenna- Soffía Gestsdóttir, HSK, 12,66 m. 50 m hlaup karla - Jóhann Jóhannsson, ÍR, 5,9 sek. Hástökk karla - Gunnlaugur Grettisson, íR, 1,96 m. Kúluvarp karla - Garðar Vilhjálmsson, UÍA, 14,35 m. Þrístökk karla - Guðmundur Sigurðsson, ÚMSE, 14,27 m. Fréttir frá Englandi. Maxwell vill kaupa Manchester United! Frá Heimi Bergssyni frétta- manni Þjóðviljans í Eng- landi: Robert Maxwell, milljónamær- ingurinn og blaðaeigandinn sem á 3. deildarlið Oxford United, mun vera reiðubúinn til að kaupa knatt- spyrnuliðið Manchester United. Hann var ekki til umræðu um mál- ið við enska blaðamenn nú um helgina en C.M. Edwards, formað- ur Man. Utd, lét hafa eftir sér að eitthvað væri að gerast þó svo ekk- ert hefði enn komið inná borð hjá sér. Talið er að Maxwell hafi boðið 10 milljónir í félagið en sunnu- dagsblöðin ráðlögðu honum að lækka boðið ef Man. Utd héldi áfram að leika eins illa og gegn Norwich á laugardaginn. Þá leiða þau getum að því, að fari svo að Maxwell taki völdin, sé eins víst að hann leiði Jim Smith, fram- kvæmdastjóra Oxford, í stól Ron Atkinsons, stjóra Man. Utd. 2. deildarlið Barnsley hefur boð- ið 100 þúsund pund í Jimmy Case, fyrrum Liverpool-leikmann sem nú leikur með Brighton. Barnsley hefur gengið illa undanfarið, en framkvæmdastjóri félagsins er Norman Hunter, fyrrum járnkarl í vörn Leeds og enska landsliðsins. Á undan honum hélt þar um stjórnvölinn Allan Clarke, félagi hans úr Leeds. í vetur hefur fá- menn en hávær klíka haldið sig aft- an við þjáifaraboxið á heimavelli Barnsley, Oakwell, látið ófriðlega og gargað í sífellu: „Burt með Hunter, við viljum Clarke". Á laugardaginn, þegar Barnsley beið 2-3 ósigur fyrir Cardiff var þolin- mæði Hunters á enda, hann stökk ÍR-ingar eru á uppleið á ný í hand- knattleik karla, þar sýndu þeir í fyrra- dag er þeir unnu frækinn sigur á Gróttu, 21-19, í 2. deildinni. Gróttan var yfir, 10-7, í hálfleik, en góður varn- arleikur IR-inga eftir hlé lagði grunninn að þessum óvænta sigri þeirra. Atli Þór Þorvaldsson skoraði 7 mörk fyrir ÍR og Þorsteinn Guðmundsson 4, en Sverrir Þór Sverrisson var atkvæðamestur Sel- tirninga, skoraði 7 mörk. afturfyrir boxið og sagði görgurun- um ærlega til syndanna. Wolves, sem situr á botni 1. deildar, hefur gert tilboð í írska landsliðsmanninn Eamonn O’Kee- fe sem leikur með Port Vale í 3. deild. O’Keefehefursannaðsigíl. deild, lék þar með Everton fyrir fáeinum árum. Liverpool hefur á ný sýnt áhuga á að fá Terry Adcock frá Colchest- er. Það sama var uppi á teningun- um fyrr í vetur, Adcock virtist á leið til Anfield, en meistararnir hættu við á síðustu stundu. Þórarar úr Vestmannaeyjum nálgast 1. deildina hægt og bítandi, þeir unnu sex marka sigur á Fram, 24-18, í Reykjavík á lostudagskvöldið og fullkomnuðu ferðina með því að vinna Fylki 22-16 á laugardaginn. Þorbergur Aðalsteinsson skoraði 13 markanna í leiknum við Fram. Þá léku einnig Kópa- vogsliðin í deildinni. Breiðablik vann HK 2M8. Jimmy Case - á förum frá Brigh- ton? Staða framkvæmdastjóra hjá 4. deildarliði Torquay er laus. Meðal umsækjenda eru Emlyn Hughes, hinn eini og sanni, og Gordon Lee, sem áður stýrði m.a. Everton og Preston, en var rekinn frá báðum. Staðan í 2. deild: ÞórVe.......... 12 12 0 0 271-202 24 Fram........... 12 9 1 2 268-230 19 Breiðablik......12 9 0 3 256-225 18 Grótta..........12 6 1 5 259-243 13 ÍR............. 12 4 0 8 200-239 8 HK............. 12 3 0 9 215-245 6 Fylkir......... 12 1 3 8 214-250 5 ReynirS........ 12 1 1 10 253-302 3 -Frosti/VS ÍR-ingar á örri uppleið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.