Þjóðviljinn - 08.02.1984, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 08.02.1984, Qupperneq 1
Fiskveiðiráðgjöf er enntilum- ræðu í grein Jakobs Jakobs- sonar fiski- fræðings í blað- inu í dag. Sjá5 febrúar 1984 Miðvikudagur 49. árgangur 32. tölublað Fiskverðið: Yfirnefnd að springa? Hugmyndir á lofti um að greiða skuldir útgerðar- innar úr sameiginlegum sjóðum sjómanna og útvegsmanna Mikil átök eiga sér nú stað um ákvörðun um nýtt fiskverð og hafa verið tíð fundar- höld í þingflokkum stjórnarflokkanna undanfarna daga út af þessu máli. Síðast í gær var þingfundi frestað um stund vegna þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins um málið. Sú hugmynd útgerðarmanna mun hafa fengið byr hjá ríkisstjórninni að leysa skulda- og rekstrarvanda útgerðarinnar með fé úr sameiginlegum sjóðum útgerðar- manna og sjómanna, sjóðum sem fé er tekið af í óskiptum afla. Þessu geta sjómenn að sjálfsögðu ekki unað, ekki síst þegar aðeins er talað um 6% fiskverðshækkun. í gær voru haldnir fundir í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, án þess að nokkurt sam- komulag næðist, og segja þeir sem gerst vita að svo geti farið að nefndin springi ef hug- myndir útgerðarmanna ná fram að ganga. -S.dór Ásmundur og Steingrímur deildu hart á blaðamanna- fundinum í gær Til harðra skoðanaskipta kom milli forseta ASÍ og forsæt- isráðherra á blaðamannafundi í ráðherrabústaðinum í gær. As- mundur Stefánsson sagði að vandinn hjá stórum hópi launa- fólks í landinu í dag væri svo mikill vegna þess að tekjur heimilanna hefðu verið rýrðar mjög verulega á skömmum tíma. Vandi heimilanna væri al- varlegri en hann hefði verið í langan tíma. Hann hefði vaxið stórum skrefum með kjara- skerðingu ríkisstjórnarinnar. Ábyrgðin af niðurstöðu könn- unarinnar væri ríkisstjórnar- innar. Stjórnin ber ábyrgðina sagði forseti ASI þegar niðurstöður Kjararannsóknarnefndar voru kynntar - Það er ljóst að framfærslu- byrðin hefur verulega mikið að segja þegar reynt er að afmarka þá hópa sem búa við erfiðustu aðstæð- urnar. Það eru, samkvæmt þessari könnun, einstæðir foreldrar og barnmargar fjölskyldur. Við höf- um ekki gengið frá neinum til- lögum en það er ljóst að við hljót- um að taka mið af þessum niður- stöðum við gerð þeirra kjarasamn- inga sem nú standa fyrir dyrum. Þetta er gagnleg athugun varðandi leit að aðferðum sem koma til greina bæði við opinberar tilfærslur og eins við samningaborðið, sagði Ásmundur Stefánsson um niður- stöður launakönnunar Kjararann- sóknamefndar, sem kynntar voru opinberlega í gær. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði niðurstöðuna leiðbeinandi fyrir ríkisvaldið til að bæta hag þeirra sem hefðu erfið- asta framfæri. Það væru greinilega fjölskyldur sem hefðu aðeins eina fyrirvinnu, einstæðir foreldrar og barnmargar fjölskyldur. Forsætisráðherra viðurkenndi að dregið hefði úr kaupmætti ráð- stöfunartekna um 11% og að kjaraskerðingin hefði komið erfið- ast við þá sem lifa á launum einnar fyrirvinnu. Nota þyrfti svigrúmið til launahækkana til að bæta hag þessa fólks. Forseti ASÍ sagði að hér væri verið að reka láglaunastefnu í nei- kvæðri merkingu. Ríkisstjórnin væri með aðferðum sínum að tryggja að öll laun í landinu verði lág. Sú aðhaldsstefna í peninga- málum sem stjórnin hreykti sér af væri undarleg. Allur almenningur Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ fjallar um niðurstöður í könnun kjararannsóknarnefndar á frétt- amannafundinum í gær. Með hon- um á myndinni eru Steingímur Hermannsson forsætisráðherra, Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur VSÍ og Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri VSÍ. Ljósm. eik. þekkti þær stórfelldu hækkanir á opinberri þjónustu sem orðið hefðu á sama tíma og kaupið hefði verið stórlega skert. Menn kæmu hvergi auga á þessa aðhaldsstefnu stjórnarinnar nema í launamálum. Sjá einnig baksfðu ~lg- GuðmundurJ. Guðmundssonformaður Dagsbrúnar: Sjónvarp í gœrkvöldi: Áróðursbragð V SÍ Vinnuveitendasambandið með sína könnun til að taka stjórn- endur inní og yfirmenn og sýna þannig fram á minna hlutfall jág- launafólks. Þessi könnun VSÍ er bara áróðursbragð. Hún er gerð til að draga úr gildi könnunar Kjara- rannsóknarnefndar. Þeirra könn- un er hagstæðari fyrir launamenn, vegna þess að forstjórarnir, tækni- fræðingarnir, verkfræðingarnir og aðrir slíkir ásamt öllu sérmenntuðu vinnuafli eru teknir þarna með. Auðvitað verður þcirra könnun því hagstæðari, sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar í samtali við Þjóðviljann í gær. - Þetta er áróðursbragð. Það er engin tilviljun að þeir hafa byrjað á þessari könnun í október og að það skyldi bera uppá daginn áður en niðurstöður Kjararannsóknar- nefndar eru kynntar að þeir opin- bera sína niðurstöðu. Hefur þú trú á því að þegar búið er að opinbera þessar niðurstöður þá hafi þær einhver áhrif á fram- vindu samninga? - Já, ég er ekki frá því. Þetta ýtir kannski á eftir ríkisstjórninni að koma með ráðstafanir fyrir þá sem eru verst settir, en réttlætir um leið ráðstafanir til að halda grunnkaup- inu niðri. Það á að bjarga þeim sem eiga bágt, aðrir verða eftir. Það verður notað til þess. Hitt veit ég ekki hvort er rangt að breyta tekju- skatti þessu fólki til framdráttar og hækka barnabætur upp að vissu tekjumarki. Það eru ákveðnar fé- lagslegar úrbætur. En þessi niður- staða verður bara notuð til þess að réttlæta hitt að hindra að menn séu með sanngjörn laun. Það er hugs- unin hjá ríkisstjórninni, sagði Guð- mundur J. Guðinundsson formað- ur Dagsbrúnar. Sjá bls. 3. -Ig. ,JMér þykir grjónagrautur góður“ sagði forsætisráðherra um ástandið hjá launafólki Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.