Þjóðviljinn - 08.02.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.02.1984, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. febrúar 1984 j ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Sendikennarastarf í norrænu í Frakklandi Senn verður sendikennarastarf í norrænu við háskólann í Lyon II auglýst laust til umsóknar, en Orn Ólafsson hefur gegnt því undanfar- in fímm ár. Blaðiö hefur fengið þær upplýs- ingar að ráðlegt sé að sækja um þetta starf, ef menn hafa hug á, fyrir miðjan mars. Laun eru um 8000 frankar á mánuði. 1 umsókn þurfa menn að greina frá prófum sínum í íslenskum fræðum og er líklegt að íslenskar fornbók- menntir séu hátt metnar sem sér- svið, ennfremur þurfa þeir plagg upp á sína kunnáttu í frönsku. Umsóknir ber að senda til: Mr. Girard. Institut d’Etudes allemandes et scandinaves 86 Rue Pasteur 69007 Lyon France Meistarakökur Um 30 ára skeið hefur Brauð- gerð Mjólkursamsölunnar fram- leitt kökur, sem upphaflega voru seldar í mjólkurbúðum MS og víðar. I áranna rás hefur þessi kökuframleiðsla og sala farið minnkandi og kemur ýmislegt til, en einkum samkeppnin við inn- fluttar kökur sem þykja standa framar hinum innlendu yflrleitt, um gæði og útlit. En nú hefur Brauðgerð MS hafið framleiðslu á nýrri kökutegund, sem auglýst er og seld undir fram- leiðslumerkinu „Meistarakökur". Hefur undirbúningur þessarar framleiðslu staðið yfir í rúmt ár. Áhersla hefur verið lögð á bragð- gæði og vandaðar umbúðir og hafa margir starfsmenn MS lagt þar hönd að verki. Neytendur hafa tekið „Meistara- kökunum" mjög vel. Mun áhersla verða á það lögð að þær standist samkeppni við innlenda sem er- lenda framleiðslu. -mhg Nýjungar hjá EMMESS-IS Að undanförnu hafa verið að koma á markaðinn nýjungar frá EMMESS-ÍS. Má þar nefna ís- blómið, sem eru 4 mi dósir í hulstri. í þeim er skafls, súkkulaðihjúpur og jarðaberjahlaup. Neytendur hafa tekið þessari nýjung mjög vel, enda markaðskynningu fylgt eftir með skipulögðum sjónvarpsauglý- singum. Fyrir jólin var hafin framleiðsla á sérstökum jólaís, piparmyntuís með súkkulaðibitum. Á markað- inn var og sett hulstur með 4 jóla- sveinum, en það eru sérstakar dós- ir með jólasveinaandlit á botnin- um. í haust fékk ísgerðin svokallaða Flex-e-Fill vél, tæki, sem rutt hefur sér til rúms á undanförnum árum, bæði austan hafs og vestan. Aðal kostir vélarinnar eru að hún veitir mikla möguleika á fjölbreytni í um- búðum og mismunandi stærð þeirra. -mhg Phan Hoi afhendir Magnúsi Kjartanssyni fyrrverandi ráðherra orðu og viðurkenningarskjal frá ríkisstjórn Víetnamí maí 1981. A myndinni sést einnig Ólafur Gísiason. Þettamun vera ein síðasta myndin sem tekin var af Magnúsi Kjartanssyni áður en hann lagðist banaleguna. Phan Hoi er látinn Mér voru að berast þær fréttir að okkar góði vinur og félagi Phan Hoi væri Iátinn. Hann mun hafa látist í Hanoi þann 8. desember si. Hoi veiktist af illkynja sjúkdómi meðan hann var í Osló og gekkst undir aðgerð þar í des. ’80. Þessi sjúkdómur mun nú hafa valdið dauða hans fyrir aldur fram. Félagi Hoi var fæddur í Suður- Víetnam. Hann hóf feril sinn í þjóðfélagsbaráttunni ungur að árum, fyrst í stríðinu gegn frönsku nýlenduherrunum og síðar gegn bandarísku heimsvaldastefnunni. í kringum 1. des. 1971 kom hann fyrst til Islands í boði fjögurra fé- lagasamtaka. í þann mund var Bráðabirgðabyltingarstjórnin í SVN að setja á laggirnar upplýs- ingaskrifstofu í Osló og veitti Phan Hoi henni forstöðu. Heimsókn hans hingað varð kveikjan að stofnun Víetnamnefndarinnar á ís- landi, samstarfi 15 félagasamtaka, stjórnálaflokka, kvenna- og náms- mannasamtaka. Phan Hoi var lífæðin í því sam- bandi sem íslendingar höfðu við þjóðfrelsisbaráttuna í Víetnam á þeim árum sem úrslit hennar réð- ust. Hvar sem hann kom á Norður- löndunum laðaði hann fólk að sér með hreinskilni sinni og hlýju. Hann var ekki góður málamaður á norsku né ensku, en framganga þessa hugsjónamanns, þekking hans á sögu og aðstæðum sinnar þjóðar, baráttuvilji hans og þrek vógu margfalt upp tungumálaörð- ugleikana. Eftir að innrásarherir Banda- ríkjanna höfðu verið lagðir að velli og leppstjórn þeirra í Saigon verið steypt var Phan Hoi kallaður til starfa í utanríkisráðuneytinu í Hanoi. Þegar endursameining landsins hafði átt sér stað kom hann á ný til starfa í Osló, í sendi- ráði Víetnam fyrir Noreg, Dan- mörku og ísland. í apríl 1981 kom Phan Hoi til íslands á ný, þá í boði Vináttufé- lags íslands og Víetnam. Á ársaf- mæli þess félags 3. maí var hann á fundi á Hótel Borg gerður að heiðursfélaga VÍV. I þeirri heim- sókn átti hann fundi með framá- mönnum í opinberum stöðum, en sérstaklega minnistæð er heimsókn hans til Magnúsar Kjartanssonar, fyrrum ritstjóra, alþingismanns og ráðherra. Phan Hoi afhenti Magn- úsi við það tækifæri þá einu orðu sem hann féllst á að þiggja á sínum ferli, vináttuorðu víetnömsku þjóðarinnar. í þeim miklu erfiðleikum sem eftirleikur stríðsins hefur verið sáu Víetnamar sig tilneydda til að draga saman seglin í utanríkisþjón- ustu. Sendiráðinu í Osló ásamt mörgum öðrum var lokað. f lok júní hélt Phan Hoi heimleiðis. Síð- asta kvöldið í Osló hringdi hann til mín og bað fyrir innilegar kveðjur til vina og félaga á íslandi. Það var greinilegt að aðskilnaðurinn var erfiður en landið hans kallaði og heima beið hans kona og tvær upp- komnar dætur sem hann hafði lítið séð af á löngum og ströngum árum baráttunnar. Phan Hoi auðnaðist aðeins rúmt ár lífs eftir heimkomuna. Hann var kominn á eftirlaun en lét þó ekki sitt eftir liggja í hlutastarfi allt fram á síðustu stund. Við höfum misst góðan vin og baráttufélaga. Phan Hoi er allur, en andi hans lifir. Blessuð sé minning hans. Húsavík, 31. janúar Sveinn Rúnar Hauksson. 9. umferð á Búnaðarbankamótinu tefld í gærkveldi: Magnþrungin spenna vegna fjölda biðskáka Guðmundur Sigurjónsson stór- mcistari varð fyrstur kcppenda á skákmóti Búnaðarbankans til að sigra sænsku stúlkuna Piu Cram- ling. Staðan í mótinu að loknum níu umferðum er mjög óljós vegna íjölda biðskáka en biðskákir úr 6., 7., 8. og 9. umferð verða tefldar á morgun. Þau Guðmundur og Pia tefldu afbrigði af Sikileyjarvörn sem nefnist Scheveningen-afbrigðið en Guðmundur tefldi það afbrigði töluvert á árum áður. I tuttugasta og öðrum leik gerði Guðmundur út um skákina er hann fórnaði skipt- amun og gaf Pia skákina fjórum leikjum síðar (sjá skákina). Helgi Ólafsson og Shamkovic tefldu Slavneska vörn en í sjötta leik brá Shamkovic út af hefð- bundnum leiðum og tefldi afbrigði sem lítt er þekkt. Skákin fór í bið og hefur Helgi betri stöðu eins og sjá má. Jóhann Hjartarson ætlar sér Búnaðarbankaskákmót 1984 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð 1 Pia Cramling G.M. 2405 1/2 1 1/2 1/2 1/2 B B 0 1 4 +2B 6 2 M. Knezevic G.M. 2450 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1/2 0 1 1/2 4 7 3 L. Shamkovich G.M. 2450 0 1/2 1/2 B 1/2 B 1/2 1 1/2 37*+211 8 4 Jóhann Hjartarson 2415 1/2 1/2 1/2 1 B 1 1/2 1/2 B 47: +2B 3-4 5 Sævar Bjarnason 2375 1/2 1/2 B 0 1/2 0 1/2 0 B 2 +2B 11 6 deFirmian I.M. 2515 1/2 1 1/2 B 1/2 1 1/2 0 1 S +B 1-2 7 Helgi Ólafsson I.M. 2445 B 1/2 B 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1 472 +2B 3-4 8 L. Alburt G.M. 2515 B 1 1/2 0 1/2' 1/2 B B 0 27i +3B 10 9 Guðm. Sigurjónss G.M. 2470 1 0 1 1/2 1/2 1/2 1/2 B 1/2 47. +B S 10 Margeir Péturss I.M. 2465 1/2 1/2 1/2 1 1/2 B 1/2 1 1/2 5 +B 1-2 11 Jón Kristinsson 2385 0 0 1/2 1 0 0 B B 0 17.+2B 12 12 Jón L. Árnason I.M. 2500 0 1/2 1/2 B B 0 1 1/2 1/2 3 +2B 9 Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson Svart: Pia Cramling. Sikileyjar-vörn. augljóslega ekkert að gefa eftir í baráttunni um efstu sætin en skák hans og deFirmians fór í bið og hef- ur Jóhann góða möguleika á sigri. Helgi Ólafsson-Shamkovic Biðskák Alburt-Knezevic 1:0 deFirmian-Jóhann Hjartarson Bið- skák Sævar Bjarnason-Jón L. Árnason Biðskák Margeir Pétursson-Jón Kristinsson 1:0 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. e4 c5 Rf3 e6 d4 cxd4 Rxd4 Rc6 Rc3 a6 Be2d6 0-0 Rf6 Be3 Be7 f4 0-0 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. a4 Dc7 Khl Hd8 Bd3 Rxd4 Bxd4 e5 Be3 exf4 Hxf4 Be6 Rd5 Bxd5 exd5 He8 Bd4 Da5 Þegar Pia hafði leikið 18. leik sín- um átti hún aðeins 25 mínútur eftir til að Ijúka 40 ieikjum og lék hún því mjög hratt það sem eftir var. 19. c3 Bd8 23. Dg4+ Kf8 20. DO Dc7 24. Bxh7 He5 21. Bxf6 Bxf6 25. Dg8+ Ke7 22. Hxf6! gxf6 26. Dxa8 Gefið Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: L. Shamkovich Slavnesk vörn. 1. d4 Rf6 21. Df3 b5 2. c4 c6 22. Re5 a6 3. Rc3 d5 23. h4 Rd7 4. Rf3 dxc4 24. axb5 axb5 5. a4 Bf5 25. d5 Rxe5 6. e3 Bd3 26. Bxe5 f6 7. Bxd3 cxd3 27. Bf4 exd5 8. 0-0 e6 28. exdS Rxd5 9. Dxd3 Ra6 29. Rxd5 Hxd5 10. De2 Be7 30. Hxd5 cxd5 11. e4 0-0 31. Hxd5 f5 12. Bg5 h6 32. h5 b5 13. Bh4 Re8 33. Dd3 Dc8 14. Bg3 Rf6 34. Hd7 Hd8 15. Hfdl Da5 35. Dd5+ Kh8 16. Re5 Rb4 36. Hxd8+ Bxd8 17. Hd2 Ha-d8 37. Dd6 Bf6 18. Ha-dl Da6 38. Dxb4 Dc2 19. Rc4 b6 39. Df8+ Kh7 20. b3 Db7 40. Df7 De4 Biðskák abcdefgh Hvítur iék biðleik. Hvítt: DeFirmian. Svart: Jóhann Hjartarson. Svartur lék biðlcik. Hvítt: Sævar Bjarnason. Svart: Jón L. Árnason. Svartur lék biðleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.