Þjóðviljinn - 14.02.1984, Page 3

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Page 3
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. febrúar 1984 Þriðjudagur 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Ænm wm im íþrottir Umsjón: Vlöir Sigurösson Umsjón: Víðir Sigurðsson Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Valur-Haukar 80-79 Boltinn dansaði á körfuhring Valsara Valsmenn voru rétt búnir að giopra unnum leik niður í tap. Eftir góða forystu þeirra, 75-64, 6 mín- útum fyrir leikslok minnkuðu Haukarnir muninn niður í eitt stig, 80-79, þegar 50 sek. voru eftir og þeir náðu knettinum og voru með hann síðustu tuttugu sekúndurnar. Tvívegis dansaði boltinn á körfu- hring Valsara en ofaní fór hann ekki og Hlíðarendapiltarnir sluppu með skrekkinn og tvö dýrmæt stig. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa, þrátt fyrir talsverða taugaveiklun margra framan af sem lýsti sér í því að knötturinn gekk liða á milli hraðar en auga á festi. Valur var ávallt yfir, nema 4-5 í byrjun, eða þá Haukar jöfnuðu. Um miðjan fyrri hálfleik breytti síðan Valur stöðunni úr 25-25 í 37-27, Haukar minnkuðu niður í þrjú stig en í hléi stóð 47-40, Val í hag. Valur var síðan með fimm til ell- efu stiga forskot þar til undir lokin. Furðuieg tiltekt þá hjá annars góðri liðsstjórn að taka Kristján Ágústsson og Torfa Magnússon útaf þegar enn voru 6 mín. eftir. Það hefði getað orðið afdrifaríkt. Þeir Kristján og Tómas Holton voru bestu menn Vals. Torfi lék ágætlega en hefur oftast hitt betur. Aðrir stóðu fyrir sínu og Valsliðið lék mjög vel, nema undir lokin, og er á ný orðið líklegasta liðið til að veita Njarðvík keppni um meistar- atitilinn. Haukarnir urðu fyrir áfalli þegar Pálmar Sigurðsson, þeirra besti maður, fór útaf með fimm villur um miðjan seinni hálfleik. Hann hafði leikið mjög vel, í vörn og sókn, og naut þess að geta loks leikið gegn Val án þess að vera í öruggri gæslu Jóns Steingríms- sonar sem er að rísa upp úr veikind- um. Hálfdán Markússon tók við aðalhlutverkinu undir lokin og lék þá frábærlega. Kristinn Kristins- son, varnarmaðurinn sterki, var hins vegar jafnbesti maður Haukanna og var drýgri í sóknar- leiknum en oftast áður. Eitt stig skildi í lokin, það reyndist Einari þjálfara Bollasyni afdrifaríkt að láta dæma á sig tæknivíti í fyrri hálf- leik sem færði Val eitt stig! Stig Vals: Kristján 23, Torfi 18, Tómas 16, Páll Arnar 9, Leifur Gústafsson 6, Jó- hannes Magnússon 4 og Valdimar Guð- laugsson 4. Stig Hauka: Pálmar 19, Kristinn 17, Hálfdán 16, Ólafur Rafnsson 8, Eyþór Árnason 7, Reynir Kristjánsson 6 og Sveinn Sigurbergsson 6. Gunnar Valgeirsson og Sigurður Valur Halldórsson dæmdu alls ekki lýtalaust en frammistaða þeirra var góð þegar á heildina er litið. -VS Keflavík-Njarðvík 60-69 Þráaðist við, leik, síðan á Sturla Örlygsson, nýliðinn í landsliðshópnum í körfu- knattleik, kom mjög við sögu í Keflavík á föstudags- kvöldið. átti stór- sjúkrahús! Það var jafnræði lengst af með nágrönnunum « Keflavík á föstudagskvöldið. ÍBK ieiddi fyrri hálfleik, var 34-27 yfir í hléi en Njarðvík jafnaði fljótlega í seinni hálfleik. Staðan var 52-52 þegar UMFN missti Val Ingimundarson útaf með 5 villur en þá gerði liðið níu stig í röð og tryggði sér sigurinn. Njarðvíkingar voru afslappaðir, enda komnir í úr- slitakeppnina, svo við kæruleysi jaðraði á köflum. Sturla Órlygsson og Gunnar Þorvarðarson voru bestu menn. Sturla meiddist í fyrri hálfleik, var teipaður rækilega í hálfleik, þráaðist við að leika, og sýndi snilldartakta í seinni hálfleik. Skoraði þá 14 stig, þar af úr fimm langskotum í röð. Eftir leikinn fór hann beint á sjúkrahús, staulast nú um á hækjum og leikur vart með gegn Val á föstudagskvöldið. Gunnar Þor- varðarson þjálfari var vankaður eftir síðasta leik en fór inná um miðjan fyrri hálfleik og skoraði síðustu 12 stig UMFN í hálfleiknum. Seigur, sá gamli, og lék mjög vel. Valur náði sér hins vegar ekki á strik og skoraði minna en áður í manna minnum. ÍBK lék fyrri hálfleikinn mjög vel, í sókn sem vörn, en síðari helmingurinn var afleitur hjá liðinu. Sigurð- ur Ingimundarson, Jón Kr. Gíslason og Þorsteinn Bjarnason léku allir fyrri hálfleikinn geysivel en duttu niður á sama plan og aðrir í þeim seinni. Enn gustar því af falldraugnum í Keflavík og erfið barátta fram- undan. Stig UMFN: Gunnar 23, Sturla 14, Valur 8, Ingimar Jónsson 7, Ástþór Ingason 6, Kristinn Einarsson 5, ísak Tómasson 4 og Júlíus Valgeirsson 2. Sftig IBK: Sigurður 17, Jón 14, Þorsteinn 14, Pótur Jónsson 5, óskar Nikulás8on 4, Björn V. Skúlason 4 og Guðjón Skúlason 2. -SV/VS íslandsmótið í blaki: Vestur-þýska knattspyrnan: Atli skoraði í Nurnberg. Fortuna Dusseldorf, lið Atla Eð- valdssonar, beið annan ósigur sinn í röð í Bundesligunni um helgina, tapaði geysilega óvænt 2-1 í Núrnberg. Heimaliðið sat á botninum og hafð að- eins fengið eitt stig útúr síðustu ellefu leikjunum, þar af tapað síðustu sex. Atli náði að skora mark Dússeldorf, sitt sjöunda í deildinni, en það dugði ekki tU. Stuttgart vann hins vegar Borussia Dortmund 3-1 og er eitt í efsta sætinu. Peter Reichert, hinn 34 ára gamli Her- mann Oiicher og Karl-Heinz Förster skoruðu mörkin fyrir Suttgart. Ásgeir Ovæntur sigur Atla og félaga Nurnberg hafði ekki unnið í 11 leikjum Sigurvinsson lék mjög vel og átti m.a. skot í stöng Dortmund-marksins. Bayern Munchen lék ekki, leiknum við Kickes Offenbac var frestað og Werder Bremen komst í annað sætið með stórsigri, 4-1, á fallandi stórveldi Kölnar, og það í Köln. Borussia Mönchengladbach var á skotskónum óg vann Eintracht Braunschweig 6-2. Hamburger vann Leverkusen 3-0. Stuttgart hefur 30 stig, Bremen 29, Ba- yern og Hamburger 28, Mönchengla- dbach 27 og Dusseldorf 25 stig sem fyrr. -VS 2. deild karla í handknattleik:_ Sjö Blikamörk í röð gerðu útaf við Fram „Eftir að þeir höfðu skorað sjö mörk í röð í fyrri hálfleiknum, breytt stöð- unni úr 3-5 í 10-5, áttum við aldrei möguleika. Þeir léku mjög vel, voru mikið betri og unnu afar sanngjarnt,“ sagði Hermann Björnsson, handknatt- leiksmaðurinn kunni úr Fram í samtali við Þjóðviljann. Fram tapaði á laugar- daginn fyrir Breiðabliki, keppinaut sínum um annað sætið í 2. deiid karla í handknattleik, 21-16 í Kópavogi og Blikarnir eru þar með komnir í annað sætið. Stefnir í mikla baráttu þessara liða um h verj ir fylgja Þórurum upp í 1. deild. Þórarar léku ekki um helgina, leik þeirra við Gróttu var frestað vegna slæmsku í veðurguðum. Reynir er að koma til, vann ÍR í Sandgerði 28-24 á föstudagskvöldið. Þá gerðu HK og Fylkir jafntefli í fyrrakvöld, 14-14, í Kópavogi, og var HK með góða for- ystu þar til á lokamínútunum að Árbæ- ingum tókst að jafna af mikilli seiglu. Stefnir nú í gífurlega harða fallbaráttu í deildinni. Staðan í 2. deild: ÞórVe.............12 12 0 Breiðablik........13 10 0 Fram..............13 9 1 Grótta............12 6 1 ÍR.............. 13 4 0 HK................13 3 1 Fylkir............13 1 4 ReynirS...........13 2 1 0 271-202 24 3 277-241 20 3 284-251 19 5 259-243 13 9 224-267 8 9 229-259 7 8 228-264 6 10 281-326 5 -vs 1. deild kvenna í handknattleik: Skagastúlkur í fjórða sætið! Skagastúlkurnar rifu sig uppí fjórða sætið í 1. deild kvenna á laugardaginn er þær burstuðu Fylki óvænt í Selja- skólanum, 22-13. Oflugt klapplið frá Akranesi setti Fylkisstúlkurnar útaf laginu strax í byrjun og þegar lands- liðskonan Eva Baldursdóttir varð að yfirgefa völlinn meidd eftir 10 mínútur stóð ekki steinn yfir steini hjá Fylki. Laufey Sigurðardóttir og Ágústa Frið- riksdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir ÍA og Karítas Jónsdóttir fjögur. Rut Baldursdóttir skoraði 5 fyrir Fylki, Eva og Jóna Sigurðardóttir 2 hvor. íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti ásamt Fylki og steinlágu fyrir FH í Höllinni í fyrrakvöld, 23-12. Staðan í 1. deild: Fram................10 9 0 1 221-156 18 ÍR..................10 7 2 1 224-165 16 FH..................10 7 1 2 226-168 15 Akranes.............10 3 1 6 150-195 7 Víkingur............10 2 2 6 172-192 6 KR..................10 2 2 6 157-184 6 Valur............... 9 2 1 6 136-184 5 Fylkir.............. 9 2 1 6 147-189 5 Aðgefnu tilefni er rétt að taka fram að Valsstúlkurnar teljast ofar Fylki þrátt fyrir lakari markatölu vegna betri útkomu úr innbyrðis viðureign. -VS Pétur skoraði fyrsta Pétur Pétursson skoraði mark þegar Antwerpen sigraði Lierse 3-0 í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um heigina. Það var fyrsta mark leiksins og Antwerpen þokaðist upp í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig úr 22 leikjum. Lárus og félagar í Waterschei gerðu markalaust jafntefli gegn Molenbeek og eru með 20 stig um miðja deild. Á svipuðum slóðum eru Sævar Jóns og félagar í CS Brúgge sem töpuðu 1-2 fyrir Waregem. CS Btúgge hefur 22 stig. Beveren er með 7 stiga forskot, 37 stig, Seraing tapaði 1-3 fyrir- FC Brúgge og hefur 30, Anderlecht vann Beringen 1-0 og hefur 29 stig. _y§ Tvö töp Pórsara Þórsarar frá Akureyri töpuðu tveimur leikjwm í 1. deild karla í körfu- knattleik á suðvesturhorninu um helg- ina. Fyrst í Njarðvík gegn Grindvík- ingum, 86-82, og síðan fyrir Fram í Reykjavík, 84-77. Loks unnu Laugdælir Skallagrím 64-53 í Borgar- nesi. Fram hafði ávallt undirtökin gegn Þór og leiddi 47-39 í hálfleik. Þorvald- ur Geirsson skoraði 27 stig fyrir Fram og Ómar Þráinsson 17. Konráð Ósk- arsson var stigahæstur hjá Þór með 18 stig en Jóhann Sigurðsson og Guð- mundur Björnsson skoruðu 17 stig hvor. Staðan í 1. deild: (S...........15 11 4 1180-1030 22 Fram.........12 9 3 937- 801 18 Laugdælir..14 9 5 977- 919 18 ÞórAk......14 6 8 1081-1080 12 Grindavík....14 6 8 971- 974 12 Skailagrímur.13 0 13 793-1135 0 _____________________-vs_ Snæfell gaf tvo Snæfeil úr Stykkishólmi gaf tvo leiki í 1. deild kvenna í körfuknattleik sem fram áttu að fara um helgina, gegn Njarðvík og KR. Ófærð og próftökur urðu til þess að fallist var á þessa niðurstöðu. Stúdentar í fallbaráttuna! ÍS, gamla stórveldið í blakinu, er komið í fallbaráttu 1. deildar karla eftir 3-2 ósigur fyrir Fram um helg- ina. ÍS vann fyrstu hrinu 9-15 en sterkir Framarar tvær næstu, 15- 12 og 15-11. Fram komst síðan í 14-10 í fjórðu hrinu en tapaði þó, 14-16, en vann loks lokahrinuna 15- 12. Þá léku einnig Þróttur og Vík- ingur. Þróttarar voru án þriggja lykilmanna en unnu öruggan sigur, 3-1. Hrinurnar enduðu 15-11,15-3, 11-15 og 15-7. Fjórir leikir fóru fram norðan heiða í 1. deild kvenna. Völsungur fékk fjögur stig, vann fyrst Breiða- blik 3-2 í skemmtilegum og æsi- spennandi leik þar sem lokahrinan endaði þó með yfirburðasigri Völsungs, 15-2. Húsavíkurstúlk- urnar unnu síðan Þrótt 3-1 í ótrú- lega sveiflukenndum leik, 3-1 (15- 3, 15-0, 3-15 og 15-3). Þróttur og Breiðablik léku einnig bæði á Ak- ureyri gegn KA og unnu bæði 3-1. Þróttur vann 15-4, 12-15, 15-7 og 15-9, og Breiðablik vann 8-15,15- 13, 15-10 og 15-13. Loks vann ÍS Víking 3-0 fyrir sunnan (15-7, 15-9 og 15-10). Staðan í 1. deild karla: Þróttur...........12 12 0 36-10 24 HK.............. 11 8 3 25-18 16 ÍS................10 3 7 18-26 6 Fram..............11 3 8 19-30 6 Víkingur..........10 1 9 14-28 2 1‘. deild kvenna: ÍS..............13 11 2 35-12 22 Völsungur......12 10 2 30- 9 20 Brei&ablik.....14 8 6 31-23 16 Þróttur........12 6 6 22-23 12 KA.............11 2 9 10-28 4 Víkingur.......12 0 12 3-36 0 f 2. deild karla fór fram einn af úrslitaleikjunum, KA náði að vinna Reynivík 3-2 á Dalvík. Leikurinn var hörkuspennandi og stóð í heilar 133 mínútur. KA stendur því best að vígi í riðlinum. -VS Skoska knattspyrnan: Burst hjá Aberdeen Aberdeen burstaði Jóhannes Eðvaldsson og félaga hjá Motherwell, 0-4, ■ skosku úrvarls- deildinni. Gordon Strachan (2), Eric Black og John Hewitt skoruðu mörkin. Celtic vann einn- ig ytirburðasigur á sínum andstæðingum, St. Johnstone, 5-2. Sigurinn hefði getað orðið miklu stærri ef Celtic helði nýtt sín færi. Brian McClair og Murdo Macleod skoruðu tvö hvor og Frank McGarvey eitt en Gordon Scott og Ray Blair skoruðu fyrir St. Johnstone. Sá leikur sem mesta athygli vakti í Skotlandi var viðureign Hearts og Rangers. Staðan var 2-0 fyrir Rangers fram á 88. mínútu, Bobby Williamson og Ally McCoist höfðu skorað. Undir lokin jafnaði Hearts með mörkum Der- eks O’Conor og Johns Robertson. Dundee United vann Hibs 2-0 með mörkum Paul Heg- arty og Maruice Malpas og St. Mirren vann góðan sigur, 4-0, á Dundee með mörkum lans Scanlon (áður Notts County) scm gerði tvö, Franks McDougall og Franks McAvennie. Staðan í úrvalsdeildinni: Aberdeen 22 Celtic 22 Dundee United 20 Rangers 23 St. MÍrren 22 Hearts 22 Hibernian 22 21 St. Johnstone 23 Motherwell 23 4 51-25 31 4 38-18 28 8 35-30 25 7 15 17-48 9 -AB/Húsavík íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla: Leikur þessi var háður í Selja- skólanum á laugardaginn. KR kom Víking í opna skjöidu strax í byrjun þessa leiks, með því að spila vörn- ina mjög framarlega. Stórskyttur Víkinga áttu því erfitt uppdráttar. Eyrri hálfleikur var allan tímann hnífjafn, Víkingar þó oftar fyrri til að skora. Liðin stóðu jöfn í hálf- leik, 12:12. Seinni hálfleikur var nokkuð köflóttari. Víkingar komust í 15:13 KR svaraði með 4 mörkum og stað- Valur-FH 21-27 an þá orðin 17:15. Er 9 mínútur voru til leiksloka höfðu KR-ingar náð 3 marka forskoti 21:18! Vík- ingar tóku þá það til bragðs að taka þá Guðmund Albertsson og Jakob Jónsson úr umferð. Við þetta riðl- aðist leikur KR nokkuð og Víking- ur náði að jafna 22:22. Síðasta orð þessa leiks átti síðan Guðmundur Albertsson og lokatölur því 23:22 vesturbæjarliðinu í hag. Þrátt fyrir sigurinn eru möguleikar liðsins á því að komast í úrslitakeppnina hverfandi. Guðmundur Albertsson og Jak- ob Jónsson stóðu upp úr í liði KR. Þeir Sigurður Gunnarsson, Viggó Sigurðsson og Steinar Birgisson fylgdu skammt á eftir. Mörk KR: Guðmundur Albertsson 10. Jakob Jónsson 7, Gunnar Gíslason 3, Jó- hannes Stefánsson 2, Björn Pétursson 1. Mörk Vfkings: Viggó Sigurðsson 6, Stelnar Birgisson, Sigurður Gunnarsson, Hilmar Sigurgislason og Guðmundur Guðmundsson 3, Hörður Harðarson 2, Karl Þráinsson og Guðmundur B. Guð- mundsson 1. - Frosti Óttar og Atli óstöðvandi í síðari hálfleiknum Ekkert virðist nú geta stöðvað FH frá því að vinna fyrri hluta ís- landsmótsins með fullu húsi stiga. Þeir lögðu erkifjendurna, Val, í leik sem fram fór í Laugardalshöll- inni á sunnudagskvöldið. Til marks um það hvað fyrri hálf- leikur var jafn má geta þess að það munaði aldrei meira en einu marki á liðunum. í hálfleik hafði FH eins marks forystu 11-10. Staðan Valsmenn náðu að jafna og komast yfir, 14-13. En þá fóru Hafnfirðingar í gang, komust í 19- 15. Þeir náðu síðan að auka for- skotið enn meir undir lok leiksins, lokatölur 27-12. Nokkurrar þreytu virtist gæta hjá báðum líðum. Varnarleikur liðanna þó alltaf góður en sóknar- leikurinn datt oft niður hjá báðum. Hjá FH voru þeir Kristján Ara- son og Haraldur Ragnarsson best- ir. Þá voru þeir Þorgils Óttar og Atli Hilmarsson óstöðvandi í seinni hálfleik. Hjá Val var Brynjar Harðarsson bestur. Þá voru þeir Valdemar Grímsson og Steindór góðir. Mörk FH: Þorgils Öttar 8, Kristján Ar- asin 7, Atli 5, Pálmi Jónsson og Jón Ragn- arsson 2, Guðmundur Magnússon, Egg- ert ísdal og Guðjón Árnason 1. Mörk Vals: Brynjar 7, Valdemar 4, Björn Björnsson, Jakob Sigurðsson og Steindór 3, Jón P. Jónsson 1. Þeir Þorgeir Pálsson og Guð- mundur Kolbeinsson voru oft full fljótir á flautuna en misstu þó leikinn aldrei úr höndum sér. -Frosti Gunnar Gíslason skorar eitt þriggja marka sinna gegn Víkingi á laugardaginn. Mynd: - eik. Haukar-KA 24-15 Haukar eygja glætu Haukar eygja smá vonarglætu um að halda sæti sínu í 1. deildinni eftir þennan örugga sigur. Þeir leiddu 10-8 í hálfleik og tóku síðan öll völd eftir hlé, skoruðu þá 14 mörk gegn sjö norðanmanna sem virðast dauðadæmdir. Mörk Hauka: Hörður Sigmarsson 8, Snorri Leifsson 5, Sigurjón Sigurðsson 3, Sigurgeir Marteinsson 3, Pétur Guð- mundsson 3 og Ingimar Haraldsson 2. Mörk KA: Þorleifur Ananíasson 3, Er- lingur Kristjánsson 2, Jón Kristjánsson 2, Sigurður Sigurðsson 2, Sæmundur Sig- fússon 2, Hafþór Heimisson 1, Jóhann Einarsson 1, Jóhannes Bjarnason 1 og Magnús Blrgisson 1. -VS Stjarnan-KA 30-21 Þessumleikjum er ólokið í 1. deild: Haukar-Þróttur KA-KR FH-Haukar Þróttur-Stjarnan Víkingur-Valur FH.........13 Valur.....13 Víklngur.... 13 Stjarnan.... 13 KR.........13 Þróttur...12 Haukar....12 KA.........13 I3 0 0 383:258 26 9 1 0 291:260 19 7 0 6 302:285 14 6 1 6 265:293 12 5 2 6 233:235 12 4 3 5 254:275 11 2 1 9 236:286 5 0 2 11 232:304 2 Gunnarskaut KA í kaf Markahæstir Krlstián Arason, FH....O.....110 Páll Ólafsson, Þrótti.........80 Slgurður Gunnarsson, Vík......74 Þorglls Óttar Mathiesen, FH...69 Vlggó Sigurðsson, Víkingi.....66 Brynjar Harðarson, Val........64 Hannes Lelfsson, Stjörnunnl...63 Atli Hilmarsson, FH...........60 Eyjólfur Bragason, Stjörnunni.58 Guðmundur Albertsson, KR......58 Jakob Jónsson, KR.............58 Stjörnumenn urðu fyrir áfalli strax í byrjun leiksins í Digranesi, Hannes Leifsson meiddist á ökkla og þurfti að yfirgefa völlinn. Við hans hlutverki tók Gunnar Einars- son og má í raun segja að hann hafi skotið KA í kaf. Annars var þessi leikur eign Garðbæinga frá fyrstu mínútu. Þeir komust snemma í 4:1 og síðar í 11:5. KA náði að rétta hlut sinn að mestu fyrir leikhlé, staðan þá 13:10. Stjarnan komst fljótlega í 5 marka forystu í byrjun seinni hálf- leiks. Þeir juku muninn síðar jafnt og þétt og lokatölur urðu 30:21. Gunnar Einarsson bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Hann skoraði helming marka Stjörnunn- ar þar af 10 mörk í þeim seinni. Þá átti Brynjar góðan leik í markinu og Guðmundur Þórðarson var traustur í vörninni að vanda. Hjá KA var Magnús Gauti ágæt- ur í markinu, þá áttu þeir Sigurður Sigurðsson og Jón Kristjánsson ágæta spretti. Mörk Stjömunnar: Gunnar Einars- son 15, Guðmundur Þórðarson 5, Gunn- laugur Jónsson 4, Magnús Teitsson 3, Eyjólfur Bragason, Hannes Leifsson og Sigurjón Guðmundsson 1. Mörk KA: Jón Kristjánsson og Sigurð- ur Sigurðsson 4, Logi Einarsson, Magnús Blrgisson og Erlingur Kristjánsson 3, Þorleifur Ananíasson 2, Sæmundur Slg- fússon og Hafþór Heimisson 1. - Frosti.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.