Þjóðviljinn - 21.02.1984, Blaðsíða 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. febrúar 1984
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Plymouth Argyle hefur átt erf-
itt uppdráttar í 3. deildinni í vetur
og verið viðloðandi fallbarátt-
una á þeim vígstöðvum. Fáir
reiknuðu því með stórafrekum á
útivelli gegn 1. deildarliði West
Bromwich Albion í 5. umferð
bikarkeppninnar á laugardag-
inn, frábær árangur að komast
yfirleitt alla leið í 5. umferð. En
nú er Plymouth eitt átta liða sem
eftir er, eftir óvæntan 1 -0 sigur á
The Hawthorns.
Þaö sem meira var, Plymouth
verðskuldaði sigurinn fyllilega.
Liðið af suðvesturhorninu yfirspil-
aði heimamenn á löngum köflum
og það kom ekkert á óvart þegar
Tommy Tynan skoraði sigurmark-
ið á 58. mínútu. Hann fékk þá bolt-
ann fyrir opnu marki frá Gordon
Staniforth og eftirleikurinn var
auðveldur. Staniforth hafði verið
aðal ógnvaldur WBA og átt tvö
hættuleg færi fyrr í leiknum. „Við
sýndum að bilið milli deildanna er
ekki eins mikið og halda mætti og
vonandi verða þessi úrslit til þess að
lyfta okkur upp í deildakeppninni“,
sagði hetjan Tynan í leikslok. Já,
Giles, Hunter og Stiles eiga mikið
verk framundan við að koma liði
WBA á réttan kjöl á ný.
Derby County er illa statt í 2.
deild en Norwich á í miklum upp-
gangi í 1. deildinni. En á Baseball
Ground í Derby voru það Eng-
landsmeistararnir frá 1972 og 1975
sem voru óvænt mun betri aðilinn,
hvattir áfram af 26 þúsund áhorf-
endum. Clive Woods markvörður
hélt Norwich á floti í fyrri hálfleik
og varði þá sex sinnum meistara-
lega. Hann réð þó ekki við neitt á
56. mínútu. Þá var John Robertson
felldur og úr vítaspyrnunni skoraði
Archie Gemmill, gamli og góði,
sem verður 37 ára í mars. Bobby
Davison slapp síðan í gegn á 76.
mínútu og skoraði auðveldlega, 2-
0. Eins og sæmir í góðum bikarleik
skoraði Norwich þegar skammt var
eftir, á 86. mínútu, og var John
Deehan þar að verki eftir horn-
spyrnu Daves Bennett. Gífurlegur
fögnuður braust út þegar lokaflaut
Larry Lloyd, framkvæmda-
stjóri Notts County, er að
reyna að sannfæra fyrrum fé-
laga sinn í Liverpool, Phil
Thompson, um að Notts sé
eini rétti staðurlnn fyrlr hann til
að halda áfram ferli sínum.
Thompson, landsliðsmark-
vörður Englands tll skamms
tíma, hefur ekki komist í lið hjá
Liverpool t vetur og er ekki
einu sinni fyrsti varamaður ef
annar miðvarðanna meiðist.
- HB.
Deildakeppnin:
Enska bikarkeppnin - 5. umferð:
Glæstir sigrar hja
Plymouth og Derby
dómarans gall við, ekki hvað síst
hjá undirrituðum (VS) sem sat
heima í stofu, nagandi neglurnar
frammi fyrir útvarpstækinu, beinni
lýsingu BBC.
Watford vann öruggan sigur, 3-
1, á bikarúrslitaliðinu frá í fyrra,
Brighton. Hinn marksækni dúett,
George Reilly og Maurice Johns-
ton, kom Watford í 2-0 fyrir hlé og
þeir hafa skorað 24 mörk sl. þrjá
mánuði. „Ég hafði aldrei búist við
svona miklu af þeirra samvinnu“,
sagði Graham Taylor, stjóri Wat-
ford, eftir leikinn. Watford átti
leikinn að undanskildum fimm
mínútna kafla í seinni hálfleik. Þá
skoraði Danny Wilson úr víta-
spyrnu og Steve Penney átti gott
skot sem Steve Sherwood í Wat-
ford-markinu varði. En Watford
tók völdin á ný og Kenny Jackett
innsiglaði sigurinn, 3-1.
„Sheff. Wed. er eitt besta lið
landsins í dag, leikmenn þess leggja
100 prósent í hvern leik og ég spái
að þeir komist alla leið á Wem-
bley“, sagði Jim Smith, stjóri Ox-
ford, eftir að hans menn höfðu tap-
„Þetta keppnistímabil hefur
verið hreinasta hörmung hjá
mér, ég vil komast frá Totten-
ham“, sagði Alan Brazil,
skoski landsliðsmaðurinn hjá
Tottenham, nú um helgina er
hann fór fram á að verða seld-
ur frá félaginu.
- HB.
að 0-3 í uppgjöri toppbaráttulið-
anna úr 3. og 2. deild. Gary Meg-
son átti snilldarleik hjá Wednesday
og lagði upp öll þrjú mörkin, eitt
fyrir Imre Varadi og tvö fyrir Gary
Bannister.
West Ham steinlá 3-0 í Birming-
ham og getur einbeitt sér að
deildinni. Heimaliðið vann afar
sanngjarnt, Bobby Hopkins á 9. og
Tony Rees á 12. mínútu tryggðu
því góða 2-0 stöðu og Billy Wright
skoraði úr vítaspyrnu, 3-0, tíu mín-
útum fyrir leikslok. Undir lokin
réðust áhorfendur West Ham tví-
vegis inná völlinn, greinilega í því
skyni að láta heimaliðið sitja í súp-
unni ef ekki yrði hægt að ljúka
leiknum. Það tókst ekki. „Það var
gott hjá dómaranum að klára
leikinn þrátt fyrir lætin, áhorfend-
ur eiga ekki að geta breytt úrslitum
leikja. Framkoma áhangenda West
Ham var hneyksli“, sagði Ted Cro-
ker, ritari enska knattspyrnusam-
bandsins, sem var meðal áhorf-
enda.
Everton er að verða bikariið árs-
ins, vann Shrewsbury 3-0 og hefur
ekki fengið á sig mark í FA-
bikarnum. Um 27 þúsund skjálf-
andi áhorfendur sáu Adrian Heath
eiga snilldarleik með Everton en
mörkin gerðu Allan Irvine á 29.
mínútu, Peter Reid með ótrúlegum
þrumufleyg á 60. mínútu og loks
gerði Colin Griffin sjálfsmark rétt
fyrir leikslok eftir að Andy Gray
hafði skotið að marki.
Notts County er komið í 8-liða
úrslit í fyrsta skipti í 29 ár, þökk sé
glæsimarki Johns Chiedozie á 31.
mínútu gegn Middlesboro. Hann
lék 40 metra með boltann og skaut
óverjandi skoti frá vítateig. Mi-
ddlesboro átti 70 prósent af
leiknum en gat aldrei skapað sér
almennileg marktækifæri.
-HB/VS.
Enska knattspyrnan
' Reid skoraði glæsimark
Everton.
Frá Heimi Bergssyni fréttamanni Þjóðviljans í Englandi:
Southampton varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úr-
slitum bikarkeppninnar með því að sigra 2. deildarlið Blackburn 1-0
á Ewood Park í Blackburn á föstudagskvöldið. Leikurinn var sýndur
beint í sjónvarpi hér í landi en samt mættu 15,300 á völlinn sem er
tvöfaldur meðaláhorfendafjöldi á Ewood Park í vetur.
Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og látum í fyrri hálfleik og
þá var Southampton þrælheppið. Reuben Agboola bjargaði tvívegis
á marklínu frá Simon Garner og Mick Mills sömuleiðis frá Glenn
Keeley. Þá varði Peter Shilton stórglæsilega frá Garner.
Southampton var síðan mun betri aðilinn í seinni hálfleik og náði
góðum tökum á gangi mála. Um miðjan hálfleik kom sigurmarkið.
Mick Mills átti langa sendingu fram, Steve Moran komst að enda-
mörkum og sendi fyrir á David Armstrong sem skoraði auðveldlega.
Armstrong var bestur hjá Southampton og þá lék Frank gamli
Worthington vel, byggði upp gott spil. Mark Wright, miðvörðurinn
sterki sem Bobby Robson landsliðseinvaldur kom til að fylgjast
með, byrjaði vel en dalaði þegar leið á leikinn. Hann er sterkur í
loftinu en mistækur á jörðu niðri. Shilton var óvenju óöruggur i
markinu. Simon Garner var besti maður Blackburn, sá piltur veit svo
sannarlega hvar markið er að finna. Snýr sér á punktinum og reynir
markskot í hvert skipti sem hann fær boltann í vítateignum og var
ákaflega óheppinn að komast ekki á blað.
Dýrmæt stig til Newcastle
í deildakeppninni var athyglisverð-
asti leikurinn háður í 2. deild, á Maine
Road í Manchester, þar sem Man. City
beið ósigur, 1-2, fyrir Newcastle. Um 43
þúsund áhorfendur sáu hina mark-
heppnu Peter Beardsley og Kevin Keeg-
an koma Newcastle í 0-2 í fyrri hálfleik
en Steve Kinsey laga stöðuna fyrir City í
þeim seinni. Margt bendir til þess að
þessi félög heyi einvígi um þriðja sætið í
2. deild svo stigin þrjú gætu reynst
Newcastle gullvæg þegar upp verður
staðið.
Öll toppliðin gerðu jafntefli í tilþrifa-
litlum leikjum á útivöllum. Helst var
fjör í Wolverhampton þar sem Manch.
Utd tókst ekki að jafna, 1-1, gegn
botnliðinu fyrr en níu mínútum fyrir
leikslok. Norman Whiteside sá um það,
knötturinn hrökk reyndar af varnar-
manni, og þar var eina leiðin til að sigr-
ast á John Burridge í marki Wolves sem
sýndi einhverja þá bestu markvörslu
sem sést hefur í Englandi í vetur. Sam-
my Troughton skoraði fyrir Wolves á
14. mínútu og síðan hélt Burridge Man.
Utd algerlega í skefjum fram á síðustu
stundu.
Nottingham Forest sýndi enga
meistaratakta og var heppið að ná 1-1
jafntefli í Sunderland. Gordon Chis-
holm skoraði með skalla fyrir Sunder-
land um miðjan seinni hálfleik en Viv
Anderson náði að jafna þegar sex mín-
útur voru eftir.
Leikmenn Luton og Liverpool virt-
ust hafa meiri áhuga á að heyra bikarúr-
slitin í leikslok en sínum eigin leik og
markalaust jafntefli varð niðurstaðan.
Luton hafði endurskipulagt vörn sína
eftir 0-5 skellinn gegn Man. Utd og Li-
verpool komst aldrei neitt áleiðis.
.......... úrslit...úrslit...úrslit...
Bobby Robson landsliðseinvaldur sá
Paul Walsh eiga snilldarleik með
Luton.
Stoke vann geysilega óvænt í Covent-
ry, 3-2, þrátt fyrir að heimaliðið næði
Jack Charlton, gamli „gíraff-
inn“ sem lengi var miðvörður
enska landsliðsíns og Leeds,
er talinn líklegastur í fram-
kvæmdastjórastöðuna hjá
Barnsley sem hefur verið laus
um skeið. Charlton stýrði
Sheff. Wed. þar til í fyrravor er
hann hætti störfum og hefur
verið á lausu síðan.
- HB.
tvisvar forystu. Dave Bennett og Terry
Gibson skoruðu fyrir Coventry, Peter
Hampton, Mark Chamberlain og
Brendan O’Callaghan fyrir Stoke sem
vann þarna sinn fyrsta útisigur í vetur.
Arsenal var lengst af 1-0 yfir gegn
Aston Villa, Graham Rix skoraði, en
Allan Evans jafnaði fyrir Villa úr víta-
spyrnu seint í leiknum.
Leeds vann sinn fimmta leik í röð í 2.
deild en var þó 2-0 undir í Portsmouth
eftir að Nicky Morgan og Mark Hateley
höfðu skorað. Tommy Wright og Andy
Watson jöfnuðu, 2-2, og gamli stór-
skotabombarinn Peter Lorimer skoraði
sigurmark Leeds úr vítaspyrnu. Hann
hefur haft mikil og góð áhrif á hina
ungu leikmenn Leeds síðan hann sneri
aftur á heimaslóðirnar fyrir skömmu
síðan.
- VS.
Bikarkeppnin 1. deild: 3. deild: 4. deild:
5. umferð: Arsenal-Aston Villa 0-3 Aldershot-Halifax 5-2
. . 3-0 Coventry-Stoke City 3-0
0-1 LutonTown-Liverpool 4-2 1-0
Sunderland-Nottm. For 3-4
Wolves-Manch. Utd 2-1 2-1
Notts Co.-Middlesborough 1-0 Port Vale-Newport 4-2 Doncaster-Tranmere
Oxford-Sheff ield Wed 0-3 2. deild: 1-0 Mansfield-Hereford
Watford-Brighton .. . 1-1 Wimbledon-Scunthorpe Peterborough-Brlstol C 4-1
W.B.A.-Plymouth O-d SwindonTown-Reading
Carlisle-Oldham 2-0 Torquay-Wrexham 1-0
Manch. City-Newcastle 1-2 York City-Northampton
Portsmouth-Leeds United 2-3
Staðan
1. deild:
Liverpool .28 16 8 4 45-20 56
Nottm. For 16 5 7 54-32 53
Manch. Utd .28 14 10 4 52-30 52
WestHam 15 5 7 44-26 50
Q.P.R . 27 14 4 9 45-24 46
Southampton. .26 12 7 7 30-23 43
Tottenham .27 11 7 9 46-44 40
LutonTown.... .27 12 4 11 41-41 40
Norwich 10 9 9 33-30 39
Coventry . 27 10 8 9 37-36 38
Aston Viila .27 10 8 9 39-42 38
Watford .27 11 4 12 48-48 37
Arsenal 10 5 13 43-40 35
Everton .26 9 8 9 21-27 35
Sunderland.... .27 8 9 10 27-37 33
Ipswich 9 5 12 36-35 32
W.B.A . 27 9 4 14 30-45 31
Birmingham... .27 8 6 13 27-33 30
Leicester .27 7 8 12 42-49 29
Stoke 6 8 14 26-49 26
NottsCo 5 5 16 36-57 20
Wolves .27 4 7 16 22-54 19
Markahæstir:
lan Rush, Liverpool............20
Steve Archlbald, Tottenham.....16
Terry Gibson, Coventry.........14
Gary Llneker, Lelcester........14
Tony Woodcock, Arsenal.........13
2. deild:
Chelsea.......29 16 9 4 60-32 57
Sheff.Wed.....27 16 7 4 53-25 55
Man.City......28 15 6 7 47-31 51
Newcastle.....27 16 3 8 53-38 51
Carlisle.......28 13 10 5 33-19 49
Grimsby.......27 13 10 4 39-27 49
Markahæstir:
Kevin Keegan, Newcastle........18
Kerry Dixon, Chelsea...........17
Mlke Quinn, Oldham.............15
David Currie, Middlesboro......14
Derek Parlane, Leeds...........14
3. deíld:
Walsall........30 1 7 6 7 50-38 57
Wimbledon......30 17 4 9 70-55 55
Oxford.........27 16 5 6 56-35 53
HullCity.......26 14 9 3 42-20 51
BristolR.......30 15 6 9 46-36 51
Sheff.Utd......29 13 9 7 52-35 48
4. deild:
YorkCity.......28 19 4 5 60-27 61
Doncaster......30 15 11 4 55-37 56
Aldershot......31 15 7 9 50-46 52
Reading........31 13 11 7 60-44 50
Bristol C......30 15 5 10 47-31 50
Colchester.....28 13 10 5 50-26 49
Enskar getraunir
Stig fyrir leiki á enska Vernons-
getraunaseðlinum sem eru ekki úrslit í
annars staðar:
3. stig: nr. 27,28,33,37,39,40 og 48.
2. stig: 32. IVi stig: 26, 35, 36, 38, 42,
44, 45, 50 og 52.