Þjóðviljinn - 13.03.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 13.03.1984, Side 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. mars 1984 Enska knattspyrnan íl»rcrt-tir Umsjón: Víðir Sigurðsson John Barnes sveiflaði vinstri fætin- um með glæsilegum árangri i Birm- ingham. Það var bikarkeppnin sem átti at- hygli breskra um helgina. Þrír leikir voru á laugardag í FA bikarn- um. 40 þúsund áhorfendur komu á St. Andrews völlinn í Birmingham til að sjá viðurcign sinna manna og Watford, mesti fjöldi þar í 17 mán- uði. Leikurinn var allskemmtilegur eins og svo margir leikir þar sem liðið hans Elton John á í hlut. Eftir 22 mín. leik fékk John Barnes bolt- ann inn í teig Birmingham, lék snaggaralega á tvo varnarmenn, sveiflaði vinstri fætinum með þeim árangri að tíu þúsund Watford- áhangendur lyftust í sætum sínum. Watford hefði hæglega getað bætt tveimur mörkum við í fyrri hálfleiknum en þá léku þeir kump- ánar George „stóri" Reilley og Mo „litli" Johnston vörn Birmingham stundum illa, vel studdir af útherj- uiium Nigel Callaghan og John Barnes. Ron karlinn Saunders, stjórinn hjá Birmingham, hefur Iíkast til lamið krumlunum í borðið í búningsherberginu í hálfleik því Birmingham kom tvíeflt til leiks í seinni hálfleik. 15 mín. eftir hlé tókst heimaliðinu að jafna metin. Robert Hopkin sendi lágbolta fyrir markið hvar Byron Stevenson og Steve Terry börðust við að koma fæti í tuðruna. Af þeim síðarnefnda hrökk boltinn í netið, 1-1, og nú reiknuðu flestir með því að Birm- ingham myndi taka leikinn í sínar hendur. En Watford sem notaði leikaðferðina 4-2-4 var ekki dautt og grafið. Þeir Kenny Jackett og Les Taylor voru óstöðvandi á miðj- unni og það var einmitt Taylor sem fékk samherja sína til að brosa út að öxlum á 78. mín. er hann skaut firnaföstu skoti framhjá Tony Cot- on í marki Birmingham. Og ekki- liðu nema tvær mínútur til þegar útherjinn snjalli John Barnes birt- ist við fjærstöngina og ýtti boltan- um inn fyrir marklínana og innsiglaði góðar sigur, 1-3. Everton er lið sem stöðugt kemur á óvart. Á laugardaginn tókst því að sigra Notts County á Meadow Lane og tryggja sér þar með þátt- tökurétt í undanúrslitum bikarsins. Everton tók forystuna eftir aðeins 5 mín. Gary Stevens átti þá send- ingu á nærstöngina. Andy Gray náði ekki til boltans en það kom ekki að sök því Kevin Richardson kom eins og davíðskur íkarus- strætó og skoraði 1-0. Það var markvörður Everton, Neville So- uthall sem hélt liði á floti með snilldarmarkvörslu í fyrri hálf- leiknum. Þrívegis mátti hann hefja sig til flugs í markinu til að verjast skotglöðum County leikmönnum. Ekki fékk Southall þó við neitt ráðið á 18. mín. Honum tókst að verja skot frá Trevor Christie en John Chidozie fylgdi vel á eftir og kom fæti í boltann; þar með hafði County jafnað, 1-1. Strax í byrjun seinni hálfleiks, nánar tiltekið eftir 75 sek, skoraði Everton mark sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Eftir brot á einum sóknarmanna Everton spyrnti Kevin Sheedy dágóðum bolta inn í teig County. Andy Gray fleygði sér flötum og af hausnum á honum fór boltinn í netið. Everton verðskuldaði sigurinn í leiknum og það voru einkum Southall í mark- inu og snjallir miðvallarspilarar sem gerðu úslagið. Hvorki fleiri né færri en 34 þúsund áhorfendur komu á Home Park í Plymouth til að öskra á sína menn í leiknum gegn Derby. Litlum sög- um fer af ágæti þessa leiks, sparkað var og hlaupið í 90 mín. Sjö mínút- um fyrir leikslok var Gordon Stan- iforth nálægt því að skora er hann vegis varði Clemmence frá honum sannkallaða þrumufleyga. Man. Utd lék ekki skemmtilega gegn Leicester í fyrri hálfleiknum. Gary Bailey var í banastuði og kom í veg fyrir að leikmenn Leicester skoruðu þrívegis, Steve Lynex tvisvar og Kevin McDonald einu sinni. Bryan Robson átti skot í stöng Leicester í fyrri hálfleiknum. United var mun ákveðnara í seinni hálfleik og tókst að skora tvívegis. Á 53 mín. skaut Remi Moses í gegnum þvögu og í netið rataði boltinn. Seinna markið gerði Mark Hughes með skalla en þetta var hans fyrsti deildaleikur í byrjunar- liði United. Lynex var ýkja óhepp- inn að laga ekki stöðuna en Gary Bailey varði firnafasta vinstrifótar- bíru frá honum. Það verður að teljast bjartsýni ef önnur lið ætla að blanda sér í bar- áttuna um meistaratitilinn. En hart verður barist til þess að komast í Evrópukeppnina. Eitt þeirra liða sem komið hefur á óvart í vetur er Andy Gray var í jafn láréttri stöðu og á myndinni að ofan þegar hann kastaði sérflötum og skoraði sigurmark Evert- on gegn Notts County í bikarkeppninni á iaugardaginn. Hann var svo nálægt grasrótinni þegar hann skallaði að með ólíkindum þótti. „Ég var með höfuðuð í drullunni þegar ég skallaði, en þetta var eina leiðin til að ná til knattarins!“ sagði Gray, einn ósérhlífnasti leikmaður í ensku knattspyrnunni, eftir leikinn. Um 15 þúsund áhangendur fylgdu Everton til Nottingham og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Howard Kendall framkvæmdastjóri félags- ins var orðinn tæpur í starfi sínu fyrir áramót en nú er hann dýrlingur eftir frábæran árangur það sem af er þessu ári. Hann þakkaði áhang- endum Everton stuðninginn í leikslok og sagði síðan: „Ég hef trú á að öll æðstu verðlaun enskrar knattspyrnu hafni á Merseyside í vor!“ Auðvitað átti hann við að Liverpool yrði meistari en Everton ynni báðar bikarkeppnirnar! -HB/Englandi Brosað út að öxl- um í Birmingham skaut bylmingsskoti af 20 metra færi. Boltinn fór í stöngina þegar leikmenn Derby náðu að hreinsa frá. Steve Cherry markvörður Der- by var maður leiksins og honum einum má þakka að Derby fær nú tækifæri á heimavelli sínum á mið- vikudaginn. „Við vorum heppnir að fá annað tækifæri“ sagði Peter Taylor, stjóri Derby, eftir leikinn. Engin breyting á toppi Lítið var um óvænt úrslit í 1. deildinni á laugardag. Liverpool fékk Spurs í heimsókn og Man Utd tók á móti Leicester. Þeireru sjálf- sagt flestir steindauðir Spurs- aðdáendurnir sem muna þann dag þegar liðið þeirra bar síðast sigur- orð af Liverpool á Anfield. Sam- kvæmt munnmælum og áreiðan- legum heimildum gerðist það árið 1912. Eftir 103 sek. hitti Steve karl- inn Perryman beint á Gary Stevens úr aukaspyrnu og Stevens kom Spurs yfir. í 42 mín. var Spurs mun betra liðið og hillti undir sigur eftir öll þessi ár. En Liverpool er aldrei betra en einmitt þegar þeir eru marki undir. Á tveggja mín. kafla snéru þeir dæminu við. Kenny „kóngur“ Dalglish jafnaði eftir að hafa þjarmað ögn að Clemence í markinu. Mín. síðar náði Miller að hreinsa frá hornspyrnu Sammy Lee. Ekki tókst þó betur til en að knötturinn hafnaði á ristinni á Ronnie Whelan og þaðan í mark- hornið. Það var síðan faiti strákur- inn hann Sammy Lee sem veitti Spurs rothöggið þremur mínútum fyrir leikslok, 3-1. Aumingja Mike Robinson gengur svolítið illa að gleðja áhorfendur á Anfield. Tví- West Ham. Liðið hefur þó átt mis- jafna leiki og vantar alla festu til að eiga raunhæfa möguleika í barátt- unni um efsta sætið. Á laugardag lék liðið afar illa er Úlfarnir komu í heimsókn. Scott McGarvey, láns- maðurinn frá Man Utd kom Úlfun- um yfir með langskoti á 30. mín. Tony Cottee jafnaði skömmu síð- ar. Þeir Cottee og Billy Bonds fóru illa með upplögð færi í leiknum sem gamla roðhænsnið Trevor Brooking hafði skapað. Gamla góða ipswich Town er nú í miklu basli þessa dagana. Hvorki gengur né rekur hjá þessu fyrrum stórskemmtilega liði. í leiknum á Highbury voru það gamlir Ipswich- leikmenn, Paul Mariner og Brian Talbot, sem snéru hnífnum í sár- inu. Mariner gerði tvö mörk en Talbot eitt. Tony Woodcock kom Arsenal í 4-0 áður en Eric Gates lagaði stöðuna undir lokin. Stoke krækir stöðugt í stig. Ian Painter afgreiddi Aston Villa með marki í fyrri hálfleik. Stoke og Joe Corrigan, fyrrum mark- vörður Man.City, lék með Brigh- ton gegn sínu gamla félagi á laugardag og sýndi af sér mikla hörku í 1 -1 jafnteflinu. Hann slas- aðist snemma í leiknum og var í fyrstu talið að hann væri hand- leggsbrotinn. Svo reyndist þó ekki eftir á, en sá gamli lék allan leikinn eins og ekkert hefði í skorist. Meiðslin eru þó ansi slæm og líklegast verður hann að taka sér eitthvert frí frá störfum. -HB/Englandi úrslit...úrslit...úrslit ■ Bikarkeppnin - 6. umferð Birmlngham-Watford..............1-3 Notts C-Everton.................1-2 Plymouth-Derby..................0-0 Sheff.Wed.-Southampton..........0-0 1. deild: Arsenal-lpswich.................4-1 Liverpool-Tottenham.............3-1 Manch Utd-Leicester.............2-0 Q.P.R.-Coventry.................2-1 Stoke-Aston Villa...............1-0 West Ham-Wolves.................1-1 2. deild: Brighton-Manc.City..............1-1 Cambridge-Cardlff...............0-2 Charlton-Grimsby................3-3 Leeds Utd.-Blackburn............1-0 Newcastle-Chelsea...............1-1 Oldham-C.Palace.................3-2 Portsmouth-Carlisle.............0-1 Shrewsbury-Huddersfield.........1-0 Swansea-Barnsley................1-0 3. deild: Bournemouth-Southend.............1-0 Brentford-Orient.................1-1 Burnley-Bristol Rovers...........0-0 Exeter-Sheff.Utd.................1-2 Gillingham-Walsall...............1-3 Millwall-Bradford................0-0 Newport-Hull...................- T1 Oxford-Port Vale.................2-0 Rotherham-Preston................0-1 Scunthorpe-Lincoln...............0-0 Wimbledon-Wigan..................2-2 4. deild: Aldershot-Chester...............5-2 Blackpool-Doncaster.............3-1 BristolC-Darlington.............1-0 Chesterfield-Peterbro...........1-0 Colchester-Mansfield............1-0 Crewe-Bury......................2-1 Hartlepool-Swindon..............0-1 Northampton-Hereford............0-3 Rochdale-Tranmere...............2-3 Wrexham-Reading.................0-3 Halifax-Stockport...............2-0 Torquay-York....................1-3 Æ* Staðan 1. deild: Ipswich eru nú jöfn að stigum en markahlutfall Ipswich er heldur skárra. Q.P.R. sigraði Coventry 2-1. Gerry Daly náði forystunni fyrir Coventry með marki úr víta- spyrnu. í seinni hálfleik náðu þeir Simon Stainrod og Clive Allen að tryggja Q.P.R. sigur, 2-1. Hörkubarátta í 2. deild Önnur deildin er að dómi undirritaðs óvenju skemmtileg í ár. Þar er að finna mörg stórveldi sem væntanlega ætla sér ekki að dvelja í skugganum lengi, og vilja eiga sæti með 22 þeim bestu. Stóri leikurinn var í Newcastle þar sem Lundúnaliðið Chelsea var í heimsókn. Chelsea náði forystunni á 53. mín. með marki Dave Speedie en gamla Liver- poolrörið, Terry McDermott, sá til þess að Newcastle krækti í stig í leiknum. Sem kunnugt er var Charlton forðað frá gjaldþroti í síðustu viku. Grímsbæ- ingar komu í heimsókn á The Valley og áhorfendur sáu stórgóðan leik krydd- aðan með sex mörkum. Derek Hales kom Charlton yfir í fyrri hálfleik og strax í upphafi þess síðari bætti ungur nýliði, Robert Lee, við öðru marki. Grimsby jafnaði með mörkum frá Ke- vin Drinkell sem skallaði inn eftir hornspyrnu og Tony Ford sem skoraði með viðstöðulausri spyrnu. Martin Ro- binson kom Charlton yfir en Kevin Drinkell jafnaði með síðustu spyrnu leiksins. Carlisle kemur heldur betur á óvart oger nú í hópi efstu liða. Alan Shoulder gerði eina mark leiksins gegn Portsmo- uth. Man City hafði eingöngu eitt stig upp úr krafsinu gegn Brighton. Asa Hartford kom City yfir en Tony Greal- ish náði að jafna. Loks ber að geta sig- urs strákanna í Swansea sem náðu heilum þremur stigum gegn Barnsley. Það var Chris Marustik sem skoraði eina markið. -AB/Húsavík Liverpool. 18 9 4 51-22 63 Manch.Utd . 31 17 10 4 59-31 61 West Ham .31 16 6 9 52-32 54 Nottm.For .30 16 5 9 54-34 53 Southampton. . 29 15 7 7 37-25 52 Q.P.R .31 15 5 11 47-28 50 Tottenham .31 12 8 11 48-48 44 Arsenal .31 12 6 13 50-43 42 Norwich .30 11 9 10 35-32 42 Watford .30 12 5 13 57-58 41 Luton 12 5 12 42-43 41 AstonVilla .30 11 8 11 43-46 41 Coventry.... 10 9 11 39-40 39 Birmingham... .30 11 6 13 31-34 39 Everton 9 10 9 26-33 37 Sunderland.... .30 9 10 11 31-41 37 Leicester . 30 9 8 13 48-52 35 WBA .30 9 6 15 33-49 33 Ipswich .30 9 5 16 37-47 32 Stoke . 31 8 8 15 28-50 32 Wolves 5 8 17 24-59 23 NottsCo .29 5 7 17 37-59 22 Markahæstir: lan Rush, Liverpool.............22 SteveArchibald, Tottenham.......16 Garv Lineker. Leicester 15 Paui Mariner, Arsenal.. ' ...15 Tony Woodcock, Arsenal. 2. deild: Chelsea ..32 17 11 4 64-33 62 Sheff.Wed ..30 18 8 4 57-27 62 Newcastle 17 5 8 59-42 56 Man.City .. 31 16 8 7 49-32 56 Carlisle .. 31 15 11 5 36-19 56 Grimsby ..31 15 11 5 48-35 56 Blackburn ..30 13 12 5 40-33 51 Charlton 13 8 9 41-41 47 Leeds 12 7 11 40-39 43 Brighton 11 8 12 48-44 41 Huddersfield. ..30 10 10 10 38-38 40 Shrewsbury... ..30 10 9 11 32-38 39 Portsmouth... ..31 11 5 15 52-46 38 Cardiff ..30 12 2 16 38-46 38 Middlesbro.... ..30 9 9 12 31-32 36 Oldham ..31 10 6 15 33-52 36 Fulham 8 11 12 41-41 35 Barnsley 9 6 15 40-42 33 Cr.Palace ..30 8 8 14 31-39 32 Derby 7 7 16 27-53 28 Swansea ..32 5 6 21 26-61 21 Cambridge.... .. 31 2 8 21'21-59 14 Markahæstir: Kevin Keegan, Newcastie..........21 Kerry Dixon, Chelsea.............18 Mike Quinn, Oldham...............17 Mark Hateley, Portsmouth.........16 3. deild: Oxford..........32 20 6 6 66-40 66 Wimbledon.......34 18 7 9 77-61 61 Walsall.........34 18 7 9 55-45 61 Sheff.Utd.......34 17 9 8 66-42 60 Bristol R.......34 17 8 9 52-38 59 HullCity........31 15 11 5 47-26 56 4. deild: YorkCity........33 21 6 6 69-32 69 Doncaster.......34 18 11 5 61-42 65 Reading.........35 16 11 8 65-46 59 Aldershot.......34 17 7 1 0 58-51 58 Bristol C.....34 17 6 11.51-34 57 Colchester....32 14 12 6 52-28 54 Enskar getraunir Stig fyrir leiki á Vernons- og Littlewoods-getraunaseðlunum sem ekki eru á síðunni: 3 stig: nr. 41 og 46. 2 stig: nr. 38, 43, 47, 53 og 55. l>/2 stig: 49, 51 og 52.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.