Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 1
Burkingshaw segir upp! Stjórn enska knattspyrnufélags- ins Tottenham Hotspur tilkynnti í gær að Keith Burkinshaw hefði sagt lausri stöðu sinni sem fram- kvæmdastjóri félagsins frá og með vorinu. Burkingshaw hefur stýrt Tottenham í níu ár og hefur á þeim tíma unnið sér orðspor sem einn virtasti framkvæmdastjóri í Eng- landi. - VS Derby Co. bjargað Enska knattspyrnufélaginu Der- by County, sem varð Englands- meistari 1972 og 1975, var í gær bjargað frá yfirvofandi gjaldþroti; beiðni skattayfirvalda um að fé- lagið yrði leyst upp vegna skulda var hafnað fyrir rétti Það var milljónamæringurinn Robert Maxwell sem greip í taumana á örlagastundu. Hann gerði sér lítið fyrir og festi kaup á leikvangi félagsins, Baseball Ground, fyrir 300 þúsund pund í reiðufé og þar með getur Derby gert upp skuldir sínar. Síðar meir er ætlunin að Derby greiði Max- well upphæðina til baka með af- borgunum og eignist þar með leikvang sinn smám saman á nýjan leik. _ vs Broddi áfram sá besti Reynir vann í fallkeppni 2. deildar voru háðir tveir leikir í gærkvöldi. Botnlið deildarinnar, lið Reynis frá Sand- gerði gerði sér lítið fyrir og sigraði HK með 25 mörkum gegn 20. Þá sigraði Fylkir ÍR 21-19. Broddi Kristjánsson, TBK hélt áfram sigurgöngu sinni á íslands- meistaramótum í badminton er hann varð þrefaldur sigurvegari á móti þessa keppnistímabils sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Broddi vann Guðmund Adolfsson, TBR, í úrslitaviður- eign einliðaleiks karla 15:12 og 15:4. Hann og Þorsteinn Páll Hængsson sigruðu Sigfús Ægi Árnason og Víði Bragason í úr- slitum tvíliðaleiks karla 15:6 og 15:10 og loks sigruðu Broddi og Kristín Magnúsdóttir þau Guð- mund og Þórdísi Edwald 15:12 og 15:9 í úrslitum í tvenndarleik. Kristín hlaut tvö gull því hún vann öruggan sigur á Þórdísi í úrslitum einliðaleiks kvenna, 11:5 og 11:5. Þórdís hafði síðan betur í tvíliðaleik kvenna, hún og Elísabet Þórðardóttir léku til úr- slita gegn Kristínu M. og Kristínu Kristjánsdóttur og sigruðu 15:12 og 15:9. Einnig var keppt í A-flokki, öðlinga- og æðsta flokki á mót- inu. Snorri Þ. Ingvarsson, TBR, vann þrefaldan sigur í A-flokki Anna Njálsdóttir tvöfaldan í öðl- ingaflokki og Jón Árnason tvö- faldan í æðsta flokki. - VS Loks fær Kennedy gamli landsleik Valsmenn komnir í bikarúrslit KKÍ Alan Kennedy, bakvörðurinn leikreyndi hjá Liverpool, leikur sinn fyrsta knattspyrnulandsleik fyrir England þegar Norður-írar koma í heimsókn á Wembley annað kvöld. Kenny Sansom frá Arsenal er meiddur og Kennedy, sem er orðinn 29 ára gamall, fær því loks sitt fyrsta tækifæri. Fjórir auk Sansoms eru meiddir, þeir Gary Mabbutt frá Tottenham sem er með vírus, Mike Duxbury frá Man. Utd. sem meiddist á öxl á æfingu á föstudaginn, Paul Marin- er frá Arsenal sem meiddist á hné gegn Coventry á laugardaginn og Steve Williams frá Southampton. Þá var í gær vafi með fyrirliðann Bryan Robson frá Man. Utd, Gra- ham Roberts frá Tottenham og Trevor Francis frá Sampdoria. „Það versta við þetta allt saman- er, að framkvæmdastjórar liðanna láta ekert frá sér heyra þegar þeirra leikmenn meiðast. Ég fæ einungis fregnir af þessu úr blöðunum", sagði Bobby Robson landsliðs- einvaldur súr í máli á sunnudaginn. Colin Hill frá Arsenal hefur ver- ið kallaður í norður-írska liðið í stað Paul Ramsey frá Leicester sem er meiddur. Þá eru engar líkur á að markvörðurinn snjalli frá Arsenal, Pat Jennings, geti leikið í markinu. Hann nefbrotnaði í leiknum við Coventry á laugardag og Jim Platt kemur væntanlega á ný í markið. Leikurinn er liður í bresku meistarakeppninni, þeirri síðustu sinnar tegundar, en England og Skotland hafa ákveðið að hætta þátttöku frá og með næsta vori. - HB/VS Lárus Guðmundsson. Lárus sýknaður Lárus Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í gær sýknaður þegar dæmt var í mútumálinu mikla í Belgíu. Fimm leikmenn Wat- erschei, félags Lárusar, voru dæmdir i eins árs keppnis- bann og sömuleiðis átta ieik- menn Standard Liege. Eins og áður hefur komið fram, létu leikmenn Standard leikmenn Waterschei fá sínar bónus- greiðslur eftir að hafa sigraö 3-1 í leik liðanna. _vs Einn leikur fór fram í körfubolta í gærkvöldi, Valur og Haukar átt- ust við í undanúrslitum bikar- keppninnar umréttinn til að leika við KR. Valsmenn sigruðu í æsi- spennandi leik með 93 stigum gegn 92 eftir að framlengja þurfti leikinn. Staðan eftir venjulegan leiktíma 83:83. Valsmenn höfðu undirtökin framan af án þess þó að ná neinni umtalsverðri forystu, munurinn oftast 1-5 stig, með þremur síðustu körfum hálfleiksins höfðu Vals- menn hinsvegar náð 11 stiga for- skoti, 41:30. í síðari hálfleiknum var mikið jafnræði með liðunum framan af, það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn að Haukar fóru að saxa á forskot Vals, þeir náðu síðan að jafna 5 mínútum fyrir leikslok, 73:73 og Valsmenn misstu Torfa Magnússon útaf er hann fékk sína 5. villu. Valsmenn voru þó ekkert á þeim buxunum að gefast upp þeir höfðu yfirleitt nauma for- ystu allt fram á síðustu mínútu en þá komust Haukar yfir 83:81. Kristján Ágústsson jafnaði síðan fyrir Val með tveimur stigum úr vítaskotum er 12 sekúndur voru til leiksloka. Valsmenn reyndust síð- an agaðri í framlengingunni og sig- ruðu 93:92. Jón Steingrímsson var bestur Valsmanna en þá áttu þeir Kristján Ágústsson, Leifur Gústafsson og Tómas Holton ágæta spretti. Hjá Haukum voru þeir Eyþór Árnason og Pálmar Sigurðsson bestir en einnig áttu þeir Ólafur Rafnsson og Kristinn Kristjánsson góðan leik. Stig Vals: Jón 20, Kristján 17, Tómas 16, Leifur 15, Jóhannes Magnússon 10, Torfi Magnússon 7, Einar Ólafsson 6 og BJörn Zoega 4. Stig Hauka: Pálmar 20, Eyþór 19, Kristinn 14, Sveinn Sigurbergsson 12, Ólafur 11, Hálfdán Markússon 10, Kári Eiríksson 4 og Reynir Kristjánsson 2. - Frosti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.