Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. aprfl 1984 Þriðjudagur 3. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsjón: Víðir Sigurðsson Umsjón: Víðir Sigurðsson Sundmeistaramót íslands 1984: Góður árangur breidd - átján Gottlieb Konráðsson, skíðagönguharðjaxl 1984, krýndur af Matthíasi Sveinssyni. Magnús Óskars- son keppnisstjóri fylgist með Gottlieb fyrstur til Þingvaiia Gottlieb Konráðsson frá Óiafsfirði vann yfir- burðasigur í Þingvallagöngunni 1984, skíðagöngu fyrir harðjaxla eins og hún er kölluð, á laugardag- inn. Gengnir voru 42 km, frá Hveradölum að Þing- völlum, og iauk Gottlieb þeirri yfírreið á sléttum 3 klukkustundum. Tvær konur gengu, Guðbjörg Haraldsdóttir varð á undan Sigurbjörgu Helga- dóttur, á 3 klst og 40 mín, gegn 4 klst og 4 mín. Halldór Matthíasson kom annar í mark, 27 mín- útum á eftir Gottlieb. Þriðji varðGuðni Stefánsson á 3 klst 32 mín, en 15 karlar lögðu upp og luku allir keppni. Ýmsir voru ansi léttir á sér þegar í mark var komið, enda dæmi um að menn væru þá orðnir 5 kg léttari en í upphafí göngunnar miklu. - VS Sundmeistaramót Islands, sem haldið var í Sundhöll Reykjavíkur um helgina, er án efa eitt það allra besta sem haldið hefur verið hér. Bæði var árangur keppenda stór- góöur þegar litið er á bætinga ís- landsmeta því í ein 18 skipti var um metsund að ræða, svo og kom í Ijós ört vaxandi breidd, sem lýsti sér í jafnbetri árangri þegar á heildina er litið og í jafnari keppni um efstu sætin en fyrr. Eðvarð Þ. Eðvarðsson, Njarð- vík, setti fimm sinnum fslandsmet á mótinu, í þremur greinum. Uppi standa eftir mótið met í 200 m baksundi, 2:09,90 mín, og í 100 m baksundi, 59,53 mín, en í þessum greinum sigraði hann, og þá setti hann íslandsmet í 50 m baksundi, 28,25 sek, í boðsundskeppninni. Eðvarð hlaut tvö gull og eitt silfur. Bryndís Ólafsdóttir, HSK, hin bráðefnilega stúlka úr Þorláks- höfn, tvíbætti met sitt í 100 m skriðsundi og náði á sunnudaginn þeim áfanga að verða fyrst ís- Lárus skoraöi Vítin voru lenskra kvenna til að synda á undir einni mínútu, 59,79 sek. Hún setti einnig met í 100 m flugsundi, 1:06,66 mín. Bryndís sigraði í þess- um tveimur greinum, fékk gull í boðsundi að auki og tvenn silfur- verðlaun. Tryggvi Helgason, HSK, setti fslandsmet og sigraði í 100 m bringusundi, 1:05,51 mín, og bætti í leiðinni met sitt í 50 m bringus- undi, 31,33 mín. Hann lék sama leik í 200 m bringusundi, sigraði á nýju íslandsmeti, 2:24,27 mín. Tryggvi fékk tvö gull í boðsundum, og sílfur og brons að auki. Guðrún Fema Agústsdóítir, Ægi, sigraði í tveimur greinum og setti íslandsmet 200 m bringus- undi, 2:41,12 mín, og einnig met í 50 m bringusundi,34,84. Hún sig- raðií 100 m bringusundi, á 1:14,43, og var þar aðeins 3/100 frá ísland- smeti sínu. Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, veitti Guðrúnu Femu gífurlega keppni í 100 og 200 m bringusundi Lárus Guðmundsson skoraði gott mark á sunn- udaginn þegar Waterschei vann sigur á Lierse, 3-1, í bclgísku 1. deildarkcppninni í knattspyrnu. Arnór Guðjohnsen lék loks að nýju með Ander- lecht er liðið vann 1-0 sigur á Lokeren. Hið langa hlé vegna meiðslanna kom niður á honum er á leið og honum var skipt útaf þegar kortcr var eftir af leiknum. Pétur Pétursson og félagar í Antwerpen töpuðu 0-1 fyrir efsta liðinu, Beveren, og CS Briigge, lið Sævars Jónssonar, gerði 2-2 jafntefli við Beer- schot. Beveren og Anderlecht virðast ætla að heyja einvígi um meistaratitilinn. Þcgar leiknar hafa ver- ið 28 umferðir af 34 er Beveren með 41 stig gegn 39 hjá Anderlecht. - VS. Vésteinn vann Vésteinn Hafsteinsson, HSK, sigraði í kringlu- kasti á frjálsíþróttamóti í Flórída í Bandaríkjunum á laugardaginn, kastaði 63,60 metra. Ilann var eini íslenski keppandinn á mótinu, en flestir íslend- inganna sem dvelja í Bandaríkjunum keppa á miklu móti í Austin í Texas um næstu helgi. UBK í úrslitin Breiðablik sigraði Þrótt 3-1 í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki um helgina og mætir því Völsungi í úrslitaleik um næstu helgi. Leikur- inn var óhemju sveiflukenndur, Þróttur vann fyrstu hrinu 2-15 en Breiðablik þá næstu 15-0! Þróttur komst í 6-14 í þriðju hrinu en tapaði samt 16-14 og síðan í 0-4 í fjórðu hrinu en tapaði henni 15-6 og þar með leiknum 3-1. - VS. Dýrmæt stig til Stuttgart Þrátt fyrir fremur slakan leik gegn Armcnia Bieldfeld á laugardaginn tókst Stuttgart að sigra 1-0 og ná í dýrmæt stig í toppbaráttu vestur-þýsku Bundesligunnar í knattspyrnu. Lítið bar á Ásgeiri Sigurvinssyni að þessu sinni enda var hann í strangri gæslu. Guido Buchwald skoraði eina mark leiksins. Bayern Miinchen vann upp 0-2 forystu Kölnar og sigraði 4-2. Borussia Mönchengladhach heldur áfram sigurgöngu sinni og vann Nurnberg 3-1 á útivelli en Hamburger SV beið óvænt ósigur á heimavelli gegn Waldhof Mannheim, 2-3. Fortupa £ Dússeldorf tapaði eina ferðina enn, nú 2-0 í Le- verkusen, en hangir þó í sjöunda sætinu með 26 stig úr jafnmörgum leikjum. Bayern og Mönchengladbach eru með 37 stig á toppnum, Stuttgart er með 36 stig, Hamburger 35 og Bremen 32 stig, - VS. Vítaspyrnur voru miklir örlagavald- ar í ítölsku knattspyrnunni um helgina. Juventus náði að sigra Fiorentina og skoraði Vignola sigurmarkið úr víta- spyrnu, 1:0. Roma vann Inter Milano 1:0 með vítaspyrnu fyrirliðans Bartol- omei og markvörður Roma varði síðan vítaspyrnu frá leikmanni Inter. Þá varð allt vitlaust í Catania þegar Lazio jafn- aði þar, 1:1, úr umdeildri vítaspyrnu. Liam Brady skoraði eitt marka Samp- doria í 3:0 útisigri á Udinese. Juventus hefur 37 stig gegn 34 hjá Roma þegar 5 umferðum er ólokið. Atletico Biibao vann toppslaginn á Spáni gegn Real Madrid, 2:1, og hefur 43 stig, Real 41, Barcelona og Atletico Madrid 40 þegar fjórar umferðir eru eftir. Johan Cruyff skoraði mark Feyeno- ord sem gerði jafntefli, 1:1, við PSV í Hollandi. Gasselich frá Austurríki skoraði tvö fyrir Ajax sem vann Den Bocsh 5:12. Feyenoord hefur 44 stig, PSV 43 og Ajax 41. Dieter Múller skoraði 3 mörk þegar Bordeaux vann gamla stórveldið St. Et- ienne 7:0 í Frakklandi. Monaco sigraði Rennes 2:1 og er með 45 stig gegn 46 hjá Bordeaux - VS og setti síðan íslandsmet er hún sigraði í 200 m baksundi á 2:31,52 mín. Hún vann einnig glæsilegan sigur í 100 m baksundi á 1:11,54 mín. og hlaut tvö silfur til viðbótar. Ingi Þór Jónsson, ÍA, setti ís- landsmet í 200 m flugsundi, 2:19,76 mín. Hann sigraði í tveimur grein- um til viðbótar, 100 m skriðsundi á 53,45 sek, mjög góðum tíma, og í 100 m flugsundi á 59,60 sek. Önnur íslandsmet voru í boð- sundum. Karlasveit HSK synti 4x100 m fjórsund á 4:13,30 mín, kvennasveit HSK 4x100 m skrið- sund á 4:15,03 mín, og kvennasveit Ægis 4x100 m fjórsund á 4:49,97 mín. Þórunn Kristín Guðmundsdóttir og Ragnar Guðmundsson, syskinin efnilegu úr Ægi sem komu frá Dan- mörku, urðu mjög sigursæl þótt fs- landsmetin féllu ekki að þessu sinni. Þau fengu 3 gull hvort, Þór- unn 2 brons að auki og Ragnar eitt silfur. Anna Gunnarsdótir, Ægi, hlaut ein gullverðlaun og ein silfur- verðlaun og til viðbótar þeim, sem þegar hafa verið nefnd, komust 16 á verðlaunapall, Guðbjörg Bjarna- dóttir, HSK, Olafur Einarsson, Ægi, Sigríður Björgvinsdóttir, ÍBV, Magnús M. Ólafsson, HSK, Þorgerður Diðriksdóttir, Ár- manni, Árni Sigurðsson, ÍBV, Smári Harðarson, ÍBV, Jóhann Björnsson, Njarðvík, Hugi Harð- arson, HSK, Guðmundur Gunn- arsson, Ægi, Matha Ernstsdóttir, Ægi, Sigurlín Pétursdóttir, UMFB, Ingólfur Arnarsson, Ve- stra, Þórður Óskarsson, Njarðvík, Erla Traustadóttir, Ármanni, og Ólafur Hersisson, Ármanni. Staðan í úrslitum deildakeppni karla á Is- landsmótinu í handknattleik: 1. deild - efri: FH..............6 6 0 0 168:142 12 Vikingur........6 3 0 3 150:145 6 Valur...........6 2 0 4 128:134 4 Stjarnan........6 1 0 5 128:153 2 Markahæstir: Gunnar Einarsson, Stjörnunni.....51 Sigurður Gunnarsson, Víkingi.....40 Kristján Arason, FH..............39 Atli Hilmarsson, FH..............33 Stefán Halldórsson, Val..........32 Þorgils Óttar Mathiesen, FH......26 Hans Guðmundsson, FH.............25 SteinarBirgisson, Víkingi........23 l.deild - neðri: Þróttur .... 20 10 3 7 450:456 23 KR 9 3 8 377:370 21 Haukar 5 1 14 430:497 11 KA 0 3 17 366:456 3 2. deild - efri: ÞórVE 0 1 472:361 38 Breiðablik.. ...20 15 0 5 434:389 30 Grótta ...20 10 1 9 436:412 21 Fram 9 1 10 414:420 19 2. deild - neðri: HK 12 1 10 446:437 25 Fylkir 23 6 4 13 416:442 16 IR 7 0 16 415:474 14 ReynirS 4 1 18 487:576 9 (leikirnir í gærkvöldi ekki taldir með). íí Eðvarð Þ. Eðvarðsson geysist af stað í 200 m baksundi þar sem hann setti glæsilegt íslandsmet á laugar- daginn. Mynd: - eik. Þá sýndu sig sundstjörnur fram- tíðarinnar, fremst í flokki margra efnilegra voru Hannes Sigurðsson frá Bolungarvík og Hugrún Ólafs- dóttir, HSK, systir Bryndísar. Ekki enn verðlaunahafar á móti sem þessu en þess veður vart langt að bíða. -VS Celtic lagði Aberdeen Celtic náði að leggja efsta liðið, Aber- deen, að velli, 1:0 í skosku úrvals- deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Jim Melrose skoraði eina mark leiksins, sem fram fór á Celtic Park í Glasgow, á 35. mínútu. Þó er ólíklegt að Celtic tak- ist að ná Aberdeen sem er fjórum stig- um á undan og á tvo ieiki til góða. Motherwell, lið Jóhannesar Eðvalds- sonar, tapaði 0:3 heima fyrir Rangers oger samaog fallið. Motherwell barðist þó af krafti, markvörðurinn Hugh Sproat varði vítaspyrnu á 37. mínútu og mörk Rangers komu öll á síðustu 20 mínútunum. Dundee tapaði 1-2 heima fyrir Hi- bernian, Hearts og Dundee United gerðu markalaust jafntefli og St. John- stone sigraði St. Mirren 4:2. - VS 1. deild karla í handknattleik — 2. úrslitaumferð í Digranesi: Meistaratitillinn blasir við FH-ingum Hafa sex stiga forskot þegar úrslitakeppnin er hálfnuð - FH 12- Víkingur 6 - Valur 4 - Stjarnan 2 FH-Víkingur 30:29 Leikur þessi var tvímælalaust leikur umferðarinnar. Eins og fyrs- ti leikur þessara liða einkenndist hann af opnum sóknarleik ásamt mikilli spennu. Varnarleikur iið- anna gleymdist hinsvegar oft í öllum iátunum og útkoman varð markaflóð. En snúum okkur að leiknum. Víkingar komust í 6:4 eftir 10 mínútna leik en þá tóku FH-ingar við sér skoruðu næstu 3 mörk en Víkingar jöfnuðu 7:7 en þar skildu leiðir. FH náðu mjög góðum kafla og Víkingar voru sem áhorfendur. í hálfleik var staðan 18:12. í seinni hálfleik tóku Víkingar það til bragðs að taka þá Kristján Arason og Atla Hilmarsson úr um- ferð, en þá losnaði um Hans Guð- mundsson, hann kom FHí 20:12 og síðan aftur í 21:13 og það virtist aðeins tímaspursmál að Ijúka leiknum en hið ótrúlega skeði: Víkingar röðuðu inn 6 mörkum og munurinn skyndilega aðeins 2 mörk, 21:19. Liðin skiptust síðan á því að skora, FH komst í 25:22 en Víkingur lét ekki sitt eftir liggja í þessum „leik sveiflunnar“ þeir komust í 28:26 er rúmlega 7 mínút- ur voru til leiksloka. FH-ingar settu þá menn til höfuðs þeim Sig- urði Gunnarssyni og Herði Harð- arsyni, það dæmi gekk upp og næStu 3 mörk voru FH. Guðmund- ur jafnaði fyrir Víking, 29:29 og voru þá 4 mínútur til leiksloka. Víkingar áttu síðan gullið tækifæri til að komast yfir en Haraldur Ragnarsson varði vítakast Steinars Birgissonar. Atli Hilmarsson tryggði FH síðan sigur með marki 2 mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 30:29. Haraldur markvörður, Atli, Kristján og Þorgils Óttar áttu allir mjög góðan dag, hver öðrum betri ef undanskildir eru slæmir kaflar í seinni hálfleik. Hjá Víking voru þeir Sigurður Gunnarsson og Guðmundur Guð- mundsson bestir en einnig áttu þeir Steinar, Hörður og Karl Þráinsson - góðan leik. Mörk FH: Krlstján 6/3 og Þorgils Óttar 6, Atli og Hans 5, Pálmi Jónsson 4, Guð- mundur Magnússon og Sveinn Bragason 2 Mörk Víkings: Sigurður 6, Guðmundur, Hörður og Steinar 5, Karl 4, Hilmar Sigur- gíslason og Ólafur Jónsson 2. - Frosti Stjarnan-Valur 22:20 Nokkurt jafnræði var með liðun- um á fyrstu mínútum þessa leiks td. var jafnt á flestum tölum upp í 6:6 en þá tóku Stjörnumenn heldur betur við sér og skoruðu næstu 5 mörk, staðan þá 11:7. Valsmenn náðu að minnka muninn niður í 2 mörk, staðan þá 11:7. Seinni hálfleikur var síðan held- ur tilþrifalítill, Stjörnumenn voru 2:4 mörkum yfir er ein mínúta var til leiksloka og staðan þá 21:19 tóku Valur það til bragðs að spila maður á mann og freistaði þess að ná boltanum af Stjörnunni, Birkir Sveinsson markvörður kórónaði þá sigur Stjörnunnar, hann spilaði upp allan völlinn og skoraði síðan af línu. Þorbjörn Jensson átti síðan síðasta orð leiksins fyrir Val með marki frá miðju. Lokatölur því 22:20. Stjörnumenn virðast nú aðeins vera að koma til eftir mjög slaka leiki í byrjun mótsins. Gunnar Ein- arsson var rétt eina ferðina enn að- almaðurinn í sóknaraðgerðum liðs- ins. Þá voru þeir Magnús Teitsson Birkir Sveinsson og Guðmundur Þórðarson góðir. Hjá Valsliðinu réð meðal- mennskan ríkjum og liðið var frek- ar baráttulaust að þessu sinni, og mega þeir þakka ágætis varnarleik því að sleppa með 2 marka tap. Jakob Sigurðsson, Einar Þorvarð- arson og Geir Sveinsson voru þeirra bestir. Mörk Stjörnunnar: Gunnar Einarsson 10/ 5, Magnús Teitsson 4, Guðmundur Þórð- arson 3, Bjarni Bessason 2, Birkir Sveins- son, Eyjólfur Bragason og Hermundur Sigmundsson 1. Mörk Vals: Stefán Halldórsson 4/2, Geir Sveinsson og Jakob Sigurðsson 3, Jón Pótur Jónsson, Steindór Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson og Þorbjörn Jensson 2, Björn Björnsson og Július Jónasson 1. - Frosti FH-Valur 27-21 Rétt eins og í leik liðanna í fyrstu úrslitaumferðinni, byrjuðu Vals- menn af miklum krafti og náðu góðri forystu. Þeir komust í 6-2 og síðan í 8-3 eftir 14 mínútna leik. Vörnin var leikin framarlega, bar- áttan var gífurleg í liðinu og í sókn- inni gekk línuspilið frábærlega, enda gerði Steindór Gunnarsson 4 af fyrstu 6 mörkunum, öll eftir að vörn FH hafði verið galopnuð. En þarna urðu kaflaskipti. Valur komst að vísu í 10-6 en sex mínút- um fyrir hlé jafnaði FH í fyrsta sinn, 11-11, kornst yfir 13-12 en jafnt var í hléi, 14-14. Á fyrra korteri seinni hálfleiks réðust úrslitin. Allt small saman hjá FH meðan flest fór úr skorðum hjá Val, og um miðjan hálfleikinn hafði FH gert 8 gegn einu, 22-15. Síðan var staðan 26-19 tveimur mínútum fyrir leikslok. Valur hafði þá aðeins gert 5 mörk á 28 mínút- um en skoraði tvö í lokin. Þorgils Óttar átti síðan lokaorðið, 27-21. Liðsheild FH var geysisterk, loks er hún fór í gang. Kristján Arason átti einna bestan leik, lék samherja sína snilídarlega uppi hvað eftir annað. Atli Hilmarsson var mjög atkvæðmikill og skoraði glæsimörk, Sveinn Bragason, Þorgils Óttar og Pálmi Jónsson Atli Hilmarsson og félagar í FH léku mjög vel í seinni hálfleiknum gegn Val. Mynd: -eik léku allir mjög vel og þá ekki síður Sverrir Kristinsson í markinu sem varði 11 skot áð baki óhemju góðr- ar varnar í seinni hálfleik. Nei, all- ur vafi ætti að vera úr sögunni, meistaratitillinn 1984 hlýtur að hafna í Hafnarfirði. Valsmenn áttu sem fyrr segir mjög góðan fyrri hluta leiks en virt- ust sprengja sig á látunum. Liðið býr yfir fjölda karftmikilla leik- manna og heint ótrúlegt að ógnun- in í sóknarleiknum skuli ekki vera í samræmi við það. Einar Þorvarð- arson markvörður var besti maður liðsins og undirstrikaði hver er sá besti á landinu um þessar mundir. Steindór og Jón Pétur léku báðir mjög vel framan af en duttu síðan niður eins og aðrir. Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli snemma í seinni hálfleik er landsliðsfyrirliðinn og varnarmaðurinn öflugi, Þorbjörn Jensson, missté sig illa og hvarf af leikvelli. Án hans átti Valur aldrei viðreisnar von, og án hans yrðu Valsmenn illa settir um næstu helgi. Mörk FH: Atli 7, Þorgils Óttar 5, Pálmi 5, Sveinn 4, Kristján 2, Hans 2/(1) og Jón Erling 2. Mörk Vals: Jón Pétur 5, Steindór 5, Stefán 5(3), Valdimar 2, Jakob 1, Þorbjörn J. 1, Júlíus 1 og Þorbjörn G.1. -vs Víkingur-Stjarnan 28-23 Úrslitin sama og réðust á fyrstu 25 mínútum leiksins. Staðan var 5- 4 fyrir Víking eftir 11 mínútur en var orðin 12-14 fjórtán mínútum síðar. Víkingar voru óhemju baráttuglaðir og ákveðnir en leik- menn Stjörnunnar virtust þreyttir og kraftlitlir. Þeir tóku sig þó sam- an í andlitinu og löguðu stöðuna í 14-9 fyrir hlé. Víkingar héldu sínu striki fram- an af seinni hálfleik og komust í 21-14. Þá kom besti kafli Störnunn- Úrslit ráðast í handboltanum: Þórarar eru komnir upp Þór, Vestmannaeyjum, tryggði sér sæti í 1. deiid karla í handknatt- leik á laugardaginn en um helgina var önnur úrslitaumferð 2. deildar leikin á Seltjarnarnesi. Þórarar höfðu unnið Gróttu naumlega á föstudagskvöldið, 26-25, en á laugardaginn fóru þeir upp með glæsibrag, sigruðu Breiðablik með 10 marka mun, 31-21. Á sunnudag unnu þeir svo heillum horfna Framara sannfærandi, 30-22. „Ofseint Skallagrímur og Grindavík áttu að leika í 1. deild karla í körfuknattleik í Borgarnesi á laugardaginn. Á föstu- dagskvöld hringdu Skallagrímsmenn til KKÍ og tilkvnntu stutt og laggott að þeir gætu ekki tekið á móti Grindvíkingum. ,JÞetta var alltof seint tilkynnt hjá þeim og ég á von á að Skallagrími verði dæmdur leikurinn íapaður", sagði Kol- brún Jónsdóttir framkvæmdastjóri KKÍ í gær. Haukar í úrslit Haukar sigruðu IR-b í undanúrsiit- um bikarkeppni kvenna í körfuknatt- leik um helgina 64:43. Haukastúlkurn- ar mæta því Njarðvík eða IS í úrslitaleik á fimmtudagskvöldið. Sagt eftir 2. umferð Breiðablik er sama og öruggt uppí 1. deild, vann Fram 26-22 og Gróttu 22-19, og þarf bara 3 stig úr síðustu sex leikjunum til að komast upp í fyrsta skipti. Grótta vann Fram 23-21 og á veika von ef eitthvað fer úrskeiðis hjá Blikun- um. Framarar hafa hins vegar misst alla möguleika, hafa tapað öllum sex leikjum sínum í úrslitaumferð- unum. - VS. en KA er fallið KA frá Akureyri féll um helgina í 2. deild karla ■ handknattleik, tap- aði þá öllum þremur leikjum sínum í 2. umferð fallkeppninnar sem leikin var i Hafnarfírði. Osigrarnir voru þó fremur naumir, 24-26 gegn Þrótti, 17-21 gegn Haukum og 17- 20 gegn KR. Haukar, KR og Þróttur fengu 4 stig hvert um helgina. Haukar töpuðu 23-29 fyrir KR en unnu síð- an góðan sigur á Þrótti, 26-21. Þróttur vann loks KR 26-20 og þarf því bara eitt stig enn til að vera 100 prósent öruggur um áframhaldandi 1. deildarsæti. Haukar eru sama og fallnir, eru 10 stigum á eftir KR þegar 6 leikjum er ólokið. - VS. „Stress að haldasínustriki" „Við erum ekki orðnir (slandsmeistarar enn, en næsta umferð verð- ur afar mikilvæg. Það er mikið stress að halda svona sínu striki og öll liðin geta hirt af okkur stig,“ sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari FH í samtali við Þjóðviljann á sunnudagskvöldið. „Mlnir menn hafa átt sveiflukennda leiki en hafa greinilega lært af þeim og síðari hálfleikurinn gegn Val er sennilega það besta sem þeir hafa gert í vetur, bæði í sókn og vörn.“ - Ertu ekki farinn að gæla við þá hugmynd að þið farið í gegnum allt íslandsmótið án þess að tapa stigi? „Ég hugsa ekki svo langt, okkar mottó er aðtaka aðeins einn leik í einu," sagði Geir Hallsteinsson. „FH þegar búið að vinna“ ar, munurinn minnkaði í 22-19 og hefði getað orðið minni ef Gunnar Einarsson hefði ekki bombað í þverslá Víkingsmarksins úr víta- kasti. Við þetta tóku Víkingar við sér á ný, fóru í 26-21 og eftir það var bara formsatriði að kíára leikinn. Barátta og kraftur einkenndi leik Víkinga í 50 mínútur af 60. Þeir tóku Garðbæinga föstum tökum strax, og leiki leiðið þannig áfram, gæti það hæglega gert FH skráveifu í síðari umferðunum tveimur. Sterk liðsheild, Sigurður Gunnars- son, Hilmar Sigurgíslason, hinn vaxandi Karl Þráinsson og Steinar Birgisson léku allir mjög vel og aðrir voru skammt að baki. Sigurjón Guðmundsson var einna frískastur Stjörnumanna og skoraði lagleg mörk úr vinstra horninu. Gunnar var í rólegara lagi, miðað við undanfarna leiki og Eyjólfur Bragason var daufur framan af en reif sig upp í seinni hálfleik. Birkir Sveinsson varði mjög vel fyrsta korterið og furðu- legt að hann kæmi ekki meira í markið eftir það. Þá er einkenni- legt hve Bjarni Bessason hefur ver- ið „sveltur“ út í horni, þar á Stjarn- an karftmikla skyttu sem hlýtur að mega nýta mikið betur. Mörk Vfkings: Siguröur 9 (5), Steinar 6, Hilmar 4, Karl 4, Guömundur 3 og Ólatur 2. Mörk Stjörnunnar: Gunnar 7 (2), Sig- urjón 6, Eyjóltur 5, Bjarni 3, Guðmundur 1 og Magnús 1. „Við eigum enga möguleika lengur, mér sýnist FH vera þegar búið að vinna mótið. Það stöðvar fátt Hafnfirðinga, þeir eru með mjög gott og heilsteypt lið,“ sagði Hilmar Björnsson þjálfari Vals eftir tapið gegn FH. „Fyrri hálfleikur hjá okkur í kvöld var í lagi en þó var að sjálfsögðu slæmt að tapa niður fimm marka forystu. Menn fóru að „slútta" sókn- unum of snemma og lélega og 3-4 hraðaupphlaupum var klúðrað í röð. Það sama var uppi á teningunum í byrjun seinni hálf leiks og þá var hreinlega um uppgjöf hjá strákunum að ræða," sagði Hilmar Björns- son. „Berjumstframá síðustu stundu“ „Hjá okkur er alltaf stefnt á toppinn, sama hver staðan er. Það er staðreynd að FH er með besta liðið en við og Valsmenn getum unnið þá á góðum degi. Við berjumst fram á síðustu stundu,“sagði Sigurður Gunnarsson landsliðsmaður úr Víkingi eftir sigurinn á Stjörn- unni. „Þetta er alltaf sama sagan hjá okkur gegn Stjörnunni; viö náuum góðu forskoti á móti þeim en töpum því siðan alltaf niður síðari hluta leiksins," sagði Sigurður. „Stefnum á annað sætið“ „Þessi umferð var betri hjá okkur en sú fyrsta, en ég er ósáttur við að hafa tapað þessum leik gegn Víkingi. Við byrjuðum illa, en tókum okkur á, enda get þetta ekki versnað. Stefnan er sett á annað sæti í deildinni, við eigum ekki síður möguleika á því en aðrir, sagði Eyjólfur Bragason fyrirliöi Stjömunnar. „FH vinnur mótið, en ég reikna með að mesta baráttan úr þessu verði um hverjir verða fyrstir til að sigra Hafnfirðingana," sagði Eyjólf- ur. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.