Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Gunnar með FH? ,J»að hefur verið rætt óform- lega við nokkra menn og Gunnar Einarsson er einn þeirra og ofar- lega á blaði en það hefur ekkert áþreifanlegt gerst ennþá. Ég á þó von á að við göngum frá okkar þjálfaramálum síðar í þessum mánuði", sagði Valgarður Sig- urðsson, formaður handknatt- leiksdeildar FH, i samtali við Þjóðviljann í gær. Gunnar, sem er fyrrum FH- ingur en hefur þjáifað Stjörnuna undanfarin ár, er einnig orðaður við lið KR-inga sem hafa sett sig í Ali mætti á St. Andrews Muhammed Ali, hinn eini og sanni hnefaleikakappi sem eigi alls fyrir löngu lagði heiminn að fótum sér, dvelur í Englandi þessa dag- ana. Hann er sljór og rólegur í tali og hreyfingum, enda talið að hann hafi orðið fyrir heilaskemmdum undir lok ferils síns. Ali vakti mikla athygli á laugardaginn er hann mætti á St. Andrews leikvanginn í Birmingham og horfði á heimaliðið leika gegn Liverpool í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Miðað við at- gervi hans og framkomu þegar rætt hefur verið við hann í sjónvarpi síð- ustu daga, má teljast gott ef honum hefur tekist að fylgjast með hreyf- ingum knattarins, hvað þá leik- mannanna! -HB/Englandi Jafntefli í Keflavík Keflavík og FH gerðu jafntefli, 1-1, í Keflavík á laugardaginn er félögin mættust þar í Litlu bikar- keppninni í knattspyrnu. Jón Erl- ing Ragnarsson skoraði fyrir FH en Ragnar Margeirsson fyrir Keflvíkinga. Akurnesingar hafa þegar tryggt sér sigur í keppninni. Eldurinn tendraður Ólympíueldurinn fyrir sumarleikana í Los Angeles, sem hefjast eftir tæpa þrjá mánuði, var tendraður á Ólymps- fjalli í Grikklandi í gær. Þaðan var flogið með hann í þyrlu til Aþenu, hvað- an hann leggur uppi öllu lengri flugferð — eða alla leið til New York á austur- slrönd Bandaríkjanna. Þaðan verður hlaupið með hann yfir þver Bandaríkin, yfir á Kyrrahafsströndina þar sem hann verður tendraður er leikarnir hefjast. Kanarnir stórgræða á glóðinni, þeir hafa selt auglýsendum sjálfan Ólympíu- eldinn fyrir 3000 dollara á hvern kfló- metra! -VS Getraunir I 34. leikviku Getrauna komu fram alls 16 seðlar með 12 réttum leikjum og er vinningur kr. 23,875 á hverja röð. Með 11 rétta var 231 röð og vinn- ingur þar 708 krónur. Enska knattspyrnan í gær: Rush sama og færði Liverpool titilinn! skoraði fjögur meðan Man. Utd. tapaði fyrir ipswich verpool aðeins tvö stig úr sínum tveimur síðustu leikjum, gegn Notts County á útivelli og Norwich heima. Liverpool var langt frá því að vera sannfærandi í gær og munur- inn á liðunum var einfaldur - Ian Rush! Hann skoraði tvívegis á síð- ustu þremur mínútum fyrri hálf- leiks, skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu eftir að hafa veri felldur sjálfur á 57. mínútu og loks það fimmta af stuttu færi en Alan Hans- en skaut því fjórða inná milli. Manchester United tók foryst- una gegn Ipswich eftir 26 mínútur þegar Mark Hughes skoraði en á 48. mínútu jafnaði Mich D’Avray. Man. Utd sótti án afláts, Frank Stapleton skaut í stöng og Ray Wilkins skallaði í slá en þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Alan Sunderland sigurmark Ipswich, 1-2, og tryggði liðinu áframhaldandi sæti í 1. deild. Úrslit í Englandi í gærkvöldi: 1. deild: Arsenal-west Ham 3-3 0-2 Llverpool-Coventry 5-0 Luton Towr>-Stoke City 0-1 1-2 1-1 Nottm.Forest-Watford 5-1 Q.P.R.-W.B.A 1-1 Southampton-Tottenham 5-0 Sunderland-Notts County 0-0 Wolves-Leicester 1-0 2. deild: Blackburn-Cardiff 1-1 Ðrighton-Middlesboro 3-0 Cambridge-Shrewsbury 1-0 2-2 Charlton-Fulham 3-4 Chelsea-Barnsley 3-1 Huddersf ield-Newcastle 2-2 Oldham—Grimsy 2-1 Sheff.Wed.-Manch.Clty 0-0 Swansea-Leeds 2-2 3. deild: Bolton-Sheff.United 3-1 Bradford C.-Lincoln 0-0 Exeter-Bournemouth 0-2 Newport-Brentford 1-1 Orient-Oxford 1-2 Port Vale-Hull City 1-0 Rotherham-Wigan 4-1 Scunthorpe-Burnely Southend-Plymouth 1-1 Walsall-Preston 2-1 1-3 4. deild: Blackpool-Halifax 4-0 Chester-Bristol City 1-2 Chesterfield-Aldershot 3-1 Colchester-Hereford 3-0 Crewe-Mansfield 1-3 Reading-Tranmere 1-0 Rochdale-Torquay 1-0 Stockport-Doncaster 0-2 Swindon-Peterborough 2-0 York City-Bury 3-0 Fallbaráttan er all rosaleg, fyrir lokaumferðina eru fimm lið í fall- hættu en Notts County féll í gær á markalausu jafntefli í Sunderland og Wolves er löngu dottið. Stoke vann góðan 0-1 sigur í Luton með marki Ians Painter, Coventry tap- aði eins og áður er sagt, Briming- ham náði 1-1 jafntefli í Norwich og WBA hélt jöfnu gegn QPR í London. Sunderland, WBA, Birmingham, Coventry og Stoke; eitt þessara fer niður með Notts County og Wolves. Tottenham stillti upp varaliði í Southampton vegna UEFAúrslit- aleiksins við Anderlecht annað kvöld og fékk flengingu, 5-0. Danny Wallace og David Arms- trong skoruðu tvö mörk hvor fyrir Southampton. Nottm. For. kemst í UEFA-keppnina næsta vetur eftir 5-1 sigur á Watford. Pet- er Davenport skoraði tvö mark- anna. Derby County, Englands- meistari 1972 og 1975, féll í 3. deild í gær er Oldham náði að vinna Grimsby. Grímsbæingar áttu fár- veika von um 1. deildarsæti en Newcastle hreppti það endanlega í gær með 2-2 jafntefli í Hudd- ersfield. Wimbledon, sem hóf að leika í deildakeppninni haustið 1977, er komið í 2. deild í fyrsta skipti þrátt fyrir ósigur á heimavelli gegn Gill- ingham. Sheffield United og Hull berjast um lausa sætið í 2. deild en Oxford er þegar komið up. York, Doncaster, Reading og Bristol City eru öll komin í 3. deild eftir úrslit gærdagsins. -VS Staðan í ensku knattspyrnunni eftir leikina i gær: 1. deild: v Liverpool....40 22 12 6 72-31 78 Manch.Utd....40 20 13 7 70-38 73 Q.P.R........41 22 7 12 66-34 73 Southampton.. 39 20 10 9 61-37 70 Nottm.For....40 20 8 12 72-44 68 Araenal......41 18 9 14 73-58 63 WeatHam......40 17 9 14 61-52 60 AstonVflla...41 17 9 15 58-58 60 Tottenham....41 17 9 15 63-64 60 Everton......40 14 14 12 40-42 56 Watford......41 15 9 17 66-76 54 Leice8ter..„.41 13 12 16 65-66 51 Luton........41 14 9 18 53-63 51 Norwlch......40 12 14 14 46-44 50 Ipawlch......41 14 8 19 53-56 50 Sunderland...41 12 13 T6 40-53 49 W.B.A........40 13 9 18 45-60 48 Blrmlngham.... 41 12 11 18 39-50 47 Coventry.....41 12 11 18 55-76 47 Stoke.......41 12 11 18-40-63 47 NottsCounty... 40 10 10 20 49-69 40 Wolves......41 6 11 24 27-76 29 Markahæstir tan Rush, Li verpool............ 31 Gary Uneker, Leicester...........22 Steve Archibald, Tottenham.......20 Tony Woodcock, Arsenal...........20 Trevor Christle, Notts Co....18 Maurice Johnstone, Watford...18 Paul Mariner, Arsenal............18 Steve Moran, Southampton.........18 2. deild: ' Chelsea.....41 24 13 4 89-40 85 Sheff.Wed...41 25 10 6 70-34 85 Newcastle...41 23 8 10 82-52 77 Grlmsby......41 19 13 9 60-46 70 Manch.City...41 19 10 12 61-48 67 Blackbum.....41 16 16 9 55-46 64 Carlisle.....41 16 16 9 47-39 64 Brighton.....41 17 9 15 68-57 60 Shrewsbury...41 16 10 15 46-53 58 Leeds.........41 15 12 14 54-56 57 Charlton......41 16 9 16 55-61 57 Huddersfield... 41 14 14 13 56-49 56 Fulham........41 14 12 15 57-53 54 Cardiff.......41 15 6 20 53-64 51 Barnsley......41 14 7 20 55-52 49 Middlesbro....41 12 1 2 17 41-46 48 Cr.Palace.....41 12 11 18 42-50 47 Oldham........41 13 8 20 47-70 47 Portsmouth....40 13 7 20 68-62 46 Derby.........40 10 9 21 34-69 39 Swansea.......41 7 8 26 36-80 29 Cambridge.....41 4 12 25 28-72 24 3. deild: Oxford........47 47 27 11 88-48 92 Wlmbledon.....45 25 9 11 95-76 84 Sheff.Utd.....45 23 11 11 84-53 80 HullClty......44 22 13 9 69-38 79 Plymouth......44 11 12 21 50-61 45 Scunthorpe....44 9 18 17 53-69 45 Southend......44 9 14 21 53-74 41 PortVale......44 10 10 23 48-80 40 Exeter.......45 6 15 24 50-81 33 4. deild YorkCity......45 31 8 6 95-37 101 Doncaster.....44 23 13 8 81-51 82 Brlstol C.....46 24 10 12 70-44 82 Readlng.......45 22 15 8 81-53 81 Fjögur lið færast milli 3. og 4. deildar. Gunnar Einarsson. santband við hann. Gunnar er á- kveðinn í að hætta hjá Stjörnunni en hann hefur komið Garðabæj- ariiðinu úr 3. deild í toppbaráttu 1. deildar á mettíma, og varð sjálfur markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar um íslands- meistaratitilinn sem lauk í síðasta mánuði. v« Ian Rush, gulldrengurinn frá Wales, sama sem færði Liverpool enska meistaratitilinn í knatt- spyrnu í gær er hann skoraði fjór- um sinnum í 5-0 sigri Liverpool á Coventry á Anfíeld Road. Á meðan tapaði Manchester United óvænt á heimavelli gegn Ipswich og QPR mátti sætta sig við jafntefli heima við QPR þannig að til að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð þarf Li- lan Rush skoraði 4 mörk í gærkvöldi og hefur því gert 46 alls fyrir Liverpool í vetur. Þar með sló hann Liverpool-met Rogers Hunt sem gerði 42 mörk fyrir félagið í 2. deild veturinn 1961-62. Sendi dómaranum spítalavink! Björgvin Björgvinsson, leikmað- ur með ÍBK, gerði sér lítið fyrir og sló niður dómara leiks b-liða IBK og FH í knattspyrnu í Keflavík á laugardaginn. Dómarinn, Baldvin Gunnarsson, var að vísa Björgvini af Icikvelli þegar atvikið átti sér stað. Baldvin rotaðist og var fluttur á sjúkrahús. Knattspyrnuráö ÍBK og Dóm- arafélag Suðurnesja ætluðu að funda um málið í gærkvöldi. Þarna var um leik b-liða að ræða, engin leikskýrsla og engin aganefnd til að dæma í málinu en ofangreindir að- ilar ásamt Hauki Hafsteinssyni þjálfara ÍBK munu ákveða hvers kyns refsingu Björgvin skuli sæta. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.