Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 4
12 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN ! Þriðjudagur 8. maí 1984
íþrottir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Enska knattspyrnan á laugardag:
QPR laumast að hlið
Liverpool og Man. Utd.
Baráttan um enska meistaratitilinn
er eins og Framsóknarflokkurinn
forðum, opin í báða enda eftir leiki
laugardagsins. Helstu keppinaut-
arnir, Liverpool og Manchester
United, tapa stigum og á meðan
hefurQ.P.R. laumast uppaðhlið
þeirra, ósigrað í sjö leikjum í röð.
Það var viðbúið að bæði topplið-
in gætu lent í klípu með sína and-
stæðinga. Liverpool átti leik í
Birmingham sem löngum hefur
haft tak á þeim lifrarpollungum
eins og þingeyskir glímumenn á
verðbólgudraug og öðrum kvikind-
um. Nóg með það. Það var mikið
paufast á St. Andrews í leik þar
sem Birmingham var að berjast
fyrir tilverurétti sínum í 1. deild og
Liverpool um enska meistaratiti-
linn. Þegar þannig er málurtt háttað
getur knattspyrnan stundum orðið
kúnstug. Strax í byrjun leiks átti
Dalglish eitraðan skalla að marki
þeirra bláu og mátti Tony Coton
svífa að marksúlunni til að verjast
marki. Við hitt markið hjá Grobba
karlinum var mikið um að vera og
mátti kauði vera með lúkur sínar á
ferð og flugi til að lauma þeim fyrir
skot Harfords, Hopkins og Ro-
berts. Rush og Kennedy særðu og
fram góða takta frá Coton sem
barg eins og berserkur.
A meöan Liverpool var að gera í
buxurnar átti Manc.Utd í höggi við
Everton í Liverpool. Eingöngu 29
þúsund manns létu sjá sig á Goodi-
son Park sem þykir lítið á þeim bæ.
Everton liðið lék þennan leik án
margra sinna fastamanna sem eru
að safna sér saman fyrir úrslita-
leikinn á Wembley gegn Watford
seinna í mánuðinum. Það varð þó
eigi séð á leik liðsins að margir
væru fjarri góðu því Manch. Utd
átti í hinu mesta brasi við líflega
leikmenn Everton. Fyrri hálfleikur
var markalaus þar sem hættuleg-
asta færið kom í hlut Andys King
sem skallaði hárfínt framhjá. I
þeim seinni skoraði 18 ára piltur
Robby Wakenshaw fyrir Everton,
sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik.
Eftir markið reyndi Manch.Utd
áð koma marki á Everton og tókst
þeim það á 71. mín. Frank Stap-
leton fékk boltann nokkra metra
frá marki, sá að hinn snjalli Neville
Southall hafði komið út úr mark-
inu. Stapleton lét því vaða á mark-
ið og knötturinn söng í netinu, 1-1.
Ron Atkinson stjóri United var að
vanda býsna kokhraustur í viðtali
við breska útvarpið. Hann hældi þó
Everton liðinu fyrir góðan leik og
benti á að þrátt fyrir að United
hefði aðeins fengið 9 stig af 21
mögulegu í síðustu sjö leikjum væri
meistaratitillinn ekki enn genginn
þeim úr greipum.
Hin frábæra velgengi Q.P.R. hef-
ur skotið þeim upp í 3. sætið aðeins
í seilingarfjarlægð frá hinum topp-
liðunum. Notts County var fórnar-
lambið á laugardag. Strax í byrjun
leiks hafði Q.P.R. tekið forystu og
var markið býsna sögulegt. Clive
Allen hinn lúnótti framherji Ran-
gers brunaði þá í átt að marki
County hvar markvörðurinn kom
askvaðandi á móti og felldi Allen.
Piltar stauluðust á fætur og
reiknuðu með því að dómarinn
dæmdi vítaspyrnu. En áður en
dómarinn hafði komið flautunni
fyrir í munni sér hafði bakvörður
County, Ken Armstrong, hjálpað
boltanum yfir marklínuna þannig
að dómarinn gat ekki annað en
dæmt mark. Clive Allen var enn á
ferð fyrir leikhlé. Hann lék þá
snoturlega á Pedro Richards, bak-
vörð County, og sendi fasta send-
ingu í markhornið. Notts County
sá aldrei til sólar í leiknum og Clive
Allen bætti 3. markinu við í seinni
hálfleik, eftir dygga aðstoð fram-
sóknarmannsíns Simons Stainrods.
Eftir þennan ósigur County má
telja fullvíst að þeir svífi niður í 2.
deild í fylgd Wolves. En hvaða lið
bætist þar í hóp er erfitt að segja til
um. Ipswich má heita sloppið eftir
1-0 sigur á Sunderland. Russell
Osman gerði eina markið 10 mín.
fyrir leikhlé eftir undirbúning hins
snjalla Marks Brennans. Alan
Sunderland fór illa með nokkur
góð færi og að sögn þular breska
útvarpsins hefði hann hæglega get-
að skorað 5 mörk. Stoke City er í
mestri hættu eftir leiki laugardags-
ins. Þeir börðust af krafti gegn
Southampton og tvívegis dæmdi
dómarinn af þeim mörk. Nick
Holmes skoraði fyrst fyrir Sout-
hampton en Paul Maguire jafnaði á
80. mín eftir að heiðurskempumar
Alan Hudson og Sammy Mcllroy
höfðu splundrað vörn Southamp-
ton.
Coventry er „dingadong" lið. Þeir
hófu keppnistímabilið af miklum
krafti en síðan hefur heldur en ekki
sigið á ógæfuhliðina. Liðið er enn í
fallhættu eftir að þeim tókst aðeins
að ná jöfnu gegn Luton. Nicky
Platnauer kom Coventry yfir.
Raddy Antic og Brian Stein svör-
uðu með mörkum fyrir Luton.
Terry Gibson jafnaði 10 mín. fyrir
leikslok og þannig stóð er dómar-
inn flautaði leikinn af.
Af öðrum leikjum ber fyrst að
nefna góðan sigur Leicester á Nott-
Wilkins fer en
Strachan kemur
Frá Heimi Bergssyni frétta-
manni Þjóðviljans í Eng-
landi:
,3Ég veit að útsendarar AC Mfl-
anó voru á Goodison Park að fylgj-
ast með mér og nú bíð ég bara eftir
því að formaður Manchester Unit-
ed ræði við mig,“ sagði Ray Wilk-
ins, landsliðsmaðurinn kunni hjá
Man. Utd, í viðtali við eitt ensku
blaðanna um helgina.
Allar líkur eru á að AC Mílanó
frá Ítalíu kaupi Wilkins nú í vor
fyrir 2 miljónir punda. Man.Utd
fær 1,5 miljónir í sinn hlut en Wilk-
ins sjálfur hálfa. Wilkins fer vænt-
anlega til Ítalíu nú í vikunni til við-
ræðna við forráðamenn félagsins.
Nils Liedholm, hinn sænski
þjálfari ítölsku meistaranna fráfar-
andi, AS Roma, tekur líklega við
hjá AC Mflanó í sumar og eitt skil-
yrðanna sem hann setti fyrir því var
að félagið keypti góðan „playmak-
er“, stjórnanda á miðjuna.
Man.Utd hefur hins vegar kom-
ist að samkomulagi við Aberdeen,
skosku meistarana, um kaup á hin-
um snjalla skoska landsliðsmanni
Gordon Strachan fyrir 600 þúsund
pund. Það ýtir enn undir að Wilk-
ins verði seldur, Strachan mun þá
taka stöðu hans á miðjunni. Það
má því reikna með að gengið verði
frá báðum sölunum formlega á
næstu dögum eða vikum; Wilkins
fari til AC Mflanó og Strachan til
Manchester United.
úrslit...úrslit...
Ray
Wilkins
ingham Forest. Leichester komst í
2-0 með mörkum Gary Lineker og
Steve Lynex. Geri ég það að tillögu
minni að þeir verði látnir fylla í
fjárlagagatið hans Alberts með
nokkrum góðum mörkum. Peter
Davenport gerði eina mark Forest.
Arsenal með Don Howe sem lög-
gildan stjóra er á mikilli keyrslu.
Þeir sigurðu í West Bromwich með
mörkum Brians Talbot, Pauls Mar-
iner og Stewarts Robson. Gary
Thompson gerði mark WBA. West
Ham tapaðj á heimavelli fyrir Ast-
on Villa. Það var fyrirliði Villa
Dennis Mortimer sem sá til þess að
Villa nældi í þrjú stig. Mark Falco
og Steve Archibald gerðu mörk
Spurs gegn Norwich. Watford og
Wolves áttust við í markalausum
leik þar sem fátt var bitastætt.
2. deild
f 2. deild tryggði Newcastle svo gott
sem sæti í 1. deild með góðum 4-0 sigri á
Derby County sem við ósigurinn færð-
ist niður á barm 3. deildar. Það var
aldrei spurning hvort liðið bæri sigur-
orðið því yfirburðir Newcastle voru
miklir. Áhorfendur létu sig heldur ekki
vanta og tæplega 36 þúsund voru mættir
á hinn fræga völl, St. James Park. Á 23.
mínútu opnaði Chris Waddle vörn Der-
by og Kevin Keegan skallaði í netið af
stuttu færi. Fjórum mín. síðar bætti Pet-
erBeardsleyöðrumarkivið. Á60. mín.
sýndu þeir Keegan og Beardsley snjöll
Nevin
frábær
Frá Heimi Bergssyni frétta-
manni Þjóðviljans í Englandi:
Leikur Manchester City og
Chelsea í 2. deild var sýndur
beint í sjónvarpi hér á föstu-
dagskvöldið. Hann var fremur
slakur, Man.City enda búið að
missa af 1. deildarsæti en Chel-
sea komið upp.
Einn leikmaður hélt þó athygli
áhorfenda við skjáinn, hinn stór-
efnilegi skoski útherji hjá Chel-
sea, Pat Nevin. Hann er
skemmtilega lipur og ógnandi
leikmaður sem hefur svo sannar-
lega slegið í gegn meö félaginu í
vetur. Chelsea vann 0-2 og bæði
mörkin komu með stuttu millibili
um miðjan seinni hálfleik. Nevin
skoraði fyrst en síðan Kerry Dix-
on sitt 27. mark í 2. deild í vetur,
33. mark sitt á keppnistímabilinu.
I __
Enskar getraunir
Stig fyrir leiki á Vernons- og
Littlewoods-getraunaseðlunum:
3 stig: nr. 2, 6, 12, 16, 18, 25, 35, 37,
43, 44, 45, 46 og 53.
2 stig: nr. 1 og 8.
IVi stig: nr. 5, 9, 10, 11, 20, 23, 27,
28, 29, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 48, 50 og
55.
1. deild:
Stoke-Southampton.
... 0:0 2. deild: 3. deild: 1:1 4. deild: Aldershot-Blackpool Bristol C-Swindton 3:2 1:0
3:0 Bury-Northampton
... 1:1 2:3 Doncaster-Rochdale
Gillingham-Newport Hartlepool-Stockport 1:2
... 2:1 2:1 Halifax-Chesterfleld 2:1
... 0:3 Lincoln-Rotherham 0:1 Hereford-Readlng 1:1
...1:1 n-? Millwali-Bolton 3:0 Mansfield-York 0:1
... 2:0 1:1 Peterbro-Darlington..
... 0:0 3:1 Torquay-Crewe 3:1
... 1:3 1:2 Tranmere-Chestor
Shrowsbury-Sheff Wed 2:1 Sheff Utd -Wimbiedon 1:2 Wrexham-Colchoster 0:2
tilþrif er enduðu með marki Waddle.
Beardsley átti lokaatriðið er hann
skoraði 4. markið. Chelsea vann góðan
sigur á Man. City á föstudagskvöldið en
ekki gekk Sheff. Wednesday eins vel í
leiknum gegn Shrewsbury, töpuðu 1-2.
Á botni 2. deildar unnu Oldham og
Crystal Palace góða sigra. Roger Palm-
er gerði eina mark Oldham á útivelli
gegn Barnsley og þeir Jim Canon og
Mabbutt skoruðu fyrir Palace gegn
Swansea. Svo þarf náttúrlega ekki að
taka það fram að Leeds United bar sig-
urorð af Carlisle með þremur mörkum
gegn engu. Ætli Lorimer hafi ekki verið
íbanastuði? Mark Gavin, Andy Ritchie
og George McCluskey gerðu mörkin.
-ABfHúsavík
Paul Walsh.
Walsh til
Liverpool
Frá Heimi Bergssyni
fréttamanni Þjóðviljans í
Englandi:
Eftir miklar vangaveltur og
getgátur í marga mánuði er nú
orðið næsta víst að landsliðs-
miðherjinn ungi frá Luton,
Paul Walsh, gengur til liðs við
Liverpool þegar keppnistíma-
bilinu lýkur I vor. „Ég er orðinn
mjög þreyttur á öllum þessum
getgátum, Walsh fer nánast ör-
ugglega“, sagði David Pleat,
framkvæmdastjóri Luton, nú
um helgina.
fmtNevtn
Pat Nevin sem Chelsea keypti fr.
Clyde sl. sumar á drjúgan þátt í vel
gengni Lundúnaliðsins í vetur.