Þjóðviljinn - 15.05.1984, Page 2
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 15. maí 1984
Austur-
þýskar
i formi
Austur-þýskar afreksstúlkur
voru í miklum ham um helgina
þrátt fyrir yfirlýsingar yfir-
valda þeirra um að ekkert yrði
af þátttöku Austur-Þýskalands í
Ólympíuleikunum í sumar. Á
miklu móti í Jena hljóp Marita
Koch 200 metra á 22.17 sek.
sem er besti tími í heiminum í ár
en ríflega hálfri sekúndu lakari
tími en heimsmet hennar. Heike
Daute stökk 7.29 m í langstökki
sem er annað lengsta stökk
kvenmanns i heiminum frá upp-
hafi. Kushmir frá Rúmeníu á
heimsmetið, stökk 7.43 m í
fyrra. Vestur f Kaliforníu var
svo Evelyn Ashford i góðu
formi. Hún hljóp innan við
heimsmet Marliesar Göhr frá
A-Þýskalandi (10.81 sek) í 100
m hlaupi kvenna, fékk tímann
10.78 sek, en meðvindur var of
mikill til að heimsmet fengist
staðfest.
-VS
Örn Óskarsson
Meiðsli
Arnar
þrálát
Örn Óskarsson, fyrrum
landsliðsbakvörður í knatt-
spyrnu frá Vestmannaeyjum,
hefur verið fádæma óheppinn
með meiðsli síðustu misseri.
Hann gekk til liðs við Þrótt
Rcykjavík í fyrravor en gat ekk-
ert leikið í fyrrasumar vegna
þrálátra meiðsla. Þau tóku sig
upp fyrir skömmu og á dögun-
um gekkst hann undir aðgerð -
sem mistókst. Örn leikur því
ekki í Þróttarpeysunni fyrr en
seinni part sumars í fyrsta lagi!
- F/VS
mlím bmmm UmsJón:
Viðir Sigurðsson
Þjóðviljinn á leik Stuttgart og Frankfurt í vestur-þýsku knattspyrnunni:
Asgeir færður framar!
Benthaus vildi fleiri mörk en mistókst herfilega
Frá Jóni H. Garðarssyni
fréttamanni Þjóðviljans í V.-
Þýskalandi
Eg var í Stuttgart á laugardaginn
og sá Ásgeir Sigurvinsson og félaga
missa gjörunninn leik gegn fallbar-
áttuliði Eintracht Frankfurt niður í
jafntefli, 2:2. Þetta er mikið áfali
fyrir Stuttgart, en jafnframt gleði-
leg úrslit fyrir helstu keppinautana,
Hamburger og Bayern Múnchen,
sem unnu stórsigra ásamt
Mönchengladbach og Bremen.
Stuttgart heldur þó efsta sætinu á
markatölu gagnvart Hamburger,
bæði hafa 46 stig, en Bayern og
Mönchengladbach hafa 44, Brem-
en 43 stig.
Fyrstu 25 mínútur lék Stuttgart
mjög vel og menn í kringum mig
voru farnir að tala um 5 til 7:0
sigur. Reichert skoraði á 8. mínútu
og Allgöwer á þeirri 21, staðan 2:0.
En við annað markið fór allt í bak-
Sjötti tit-
ill Dyn-
amo í röð
Porto skoraði 8
Dynamo Berlin varð um helgina
austur-þýskur meistari í knatt-
spyrnu sjötta árið í röð. Dynamo
sigraði Chemie Halle 5:4 á útivelli í
lokaumferðinni og tryggði sér þar
með titilinn.
Porto, andstæðingar Juventus í
úrslitaleik Evrópukeppni bikar-
hafa, gáfu ítölunum viðvörun um
helgina. Porto sigraði þá Estoril
8:0 í lokaumferð portúgölsku 1.
deildarinnar og gerði markakóng-
urinn Gomez þrjú markanna.
Juventus mátti þola ósigur í lok-
aumferðinni á Ítalíu, 2:1 í Genoa,
en liðið var þegar orðinn meistari.
Roma brúaði þó bilið og hirti ann-
að sætið, sigraði Verona 3:2. Gen-
oa féll þrátt fyrir sigurinn góða
ásamt Pisa og Catania.
- VS
lás hjá Stuttgart og leikur liðsins
eftir það var einn sá lélegasti í vet-
ur. Allir voru slakir nema Karl-
Heinz Förster sem hélt haus og var
valinn í lið vikunnar í 8. skiptið hjá
Kicker. Frankfurt skoraði tvívegis
á lokamínútunum og jafnaði 2:2.
Ásgeir var ekki látinn leika sína
vanalegu stöðu sem stjórnandi á
miðjunni, heldur var hann færður
framar. Hann kom sjaldan aftur
fyrir miðju og komst aldrei al-
mennilega inní leikinn. Samt fékk
hann 3 í einkunn hjá Kicker. Hel-
mut Benthaus þjálfari Stuttgart
sagði eftir leikinn að hann hefði
ætlað með þessu að stefna að mark-
asúpu en það mistókst herfilega.
Ásgeir lék nánast stöðu framherj-
ans sænska, Dans Corneliussonar,
KR-ingar hafa gert skriflegan
samning við Englandsmeistara Li-
verpool í knattspyrnu um að þeir
síðarnefndu tefli fram sínu sterk-
asta liði þegar félögin mætast á
Laugardalsvellinum þann 12. ágúst
i sumar. KR-ingar hafa þegar hafið
undirbúning fyrir leikinn sem er
háður í tilefni af 85 ára afmæli KR
og því að 20 ár eru liðin síðan KR
og Liverpool mættust í Evrópu-
keppni meistaraliða. Það var frum-
raun beggja í Evrópukeppni.
sem var ekki með vegna meiðsla.
Eftir að staðan var orðin 2:0 var
greinilegt að leikmenn Stuttgart
vanmátu lið Frankfurt og því fór
sem fór. Þó átti Stuttgart að fá tvær
vítaspyrnur í fyrri hálfleik, Förster
og Buchwald voru felldir grófléga
innan vítateigs Frankfurtara en
ekkert var dæmt.
Á meðan vann Hamburger 6:1
sigur í Nurnberg og það þrátt fyrir
að heimaliðið kæmist í 1:0.
Schatzschneider gerði tvö mark-
anna eftir að hafa komið inná sem
varamaður korteri fyrir leikslok.
Bremen vann 7:3 í Offenbach, Ne-
ubarth gerði þrjú markanna, og
Karl-Heinz Rummenigge var val-
inn maður dagsins eftir að Bayern
Knattspyrnudeild KR hefur
samið við Þýsk-fslenska verslun-
arfélagið um auglýsingu á búning-
um deildarinnar og munu flokkar
KR auglýsa vörur frá Sadolin og
Varta í sumar. Samvinna KR og
Þýsk-íslenska hófst árið 1982 er
samið var um að meistarflokkar
karla og kvenna auglýstu Varta á
búningum sínum. Að þessu sinni
munu meistarar, 1. og 2. flokkur
karla auglýsa Sadolin en allir aðrir
flokkar bera Varta-auglýsingar.
-VS
burstaði Kaiserslautern 5:2. Hann
gerði tvö markanna. Alls voru 53
mörk gerð í Bundesligunni, marka-
met í sögu hennar. Önnur úrslit
urðu Bochum-Leverkusen 2:1,
Mannheim-Bielefeld 0:2, Köln-
Dortmund 5:2 og Braunschweig-
Dusseldorf 4:1. Dússeldorf var
gersamlega yfirspilað og Atli Eð-
valdsson fékk 5 í einkunn.
Ísjaka-Zico!
En þrátt fyrir slakan leik á laug-
ardag, birti Kicker í gær mikla
grein um Ásgeir Sigurvinsson og
líkti honum við brasilíska knatts-
pyrnusnillinginn Zico. Sagði Ás-
geir vera Zico Evrópu, ísjaka-
Zico, og hann væri maðurinn sem
allt byggðist á hjá Stuttgart.
„Leikur Ásgeirs er meistaraverk;
hann hefur alla þá hæfileika sem
vestur-þýska miðvallaspilara vant-
ar“, sagði í þessari grein hjá Kicker
í gær.
Valur
meistari
En hvar var
bikarinn?
Grímur Sæmundsen, hinn
leikreyndi bakvörður Vals, tryggði
liði sínu Reykjavíkurmeistaratitil-
inn f knattspyrnu fimm mínútum
fyrir lok leiksins gegn Ármanni á
sunnudaginn. Hilmar Sighvatsson
sendi fyrir mark Ármanns og
Grímur kastaði sér fram á víta-
teignum og skallaði í fallegum boga
yfir markvörð Ármanns og í netið.
Valur vann þar með 3-1 og fékk
aukastig sem færði liðinu titilinn
með 13 stig gegn 12 stigum Fram.
Jón Grétar Jónsson og Guðni
Bergsson gerðu hin mörk Vals.
En þcgar fagnandi leikmenn Vals
gengu af velli, beið þeirra enginn
bikar! Knattspyrnuráð Reykjavík-
ur hafði ekki staðið sig í stykkinu,
þrátt fyrir að ljóst lægi fyrir að
Valsarar yrðu meistarar með því
að ná í aukastig, voru sigurlaunin
ekki til staðar.
-VS
Kári fékk silfur
í Fredrikstad
Kári Elísson, lyftingamaðurinn öflugi frá Akureyri, hlaut silfur-
verðlaun í 67.5 kg flokki á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum
sem fram fór í Fredrikstad í Noregi um helgina. Til þess lyfti hann
samtals 622.5 kg sem þó er nokkuð frá hans besta. Sigurvegarinn,
Pengelli frá Bretlandi, lyfti samtals 647.5 kg.
Hjalti Árnason úr KR var með í 125 kg flokki en allar hans lyftur
voru dæmar ógildar þannig að hann féll úr keppninni.
Liverpool skuldbundið
að mæta fullskipað!
Lárus Guðmundsson:
Guðni Bergsson Valsmaður í baráttu við markvörð Ármanns á sunnudaginn.
Grímur Sæmundsen, hetja Valsara, á innfelldu myndinni. Mynd: -eik
Samdi á fimmtudag
skoraði á laugardag
við vestur-þýska Bundesligufélagið
Bayer Uerdingen og á sunnudag
skoraði hann mark fyrir Water-
schei gegn FC Brúgge i belgísku 1.
deildinni.
Lárus mun leika með vestur-
þýska iiðinu næstu tvö keppnis-
tímabil og fer þangað er leiktíma-
bilinu í Belgíu lýkur. Uerdingen er
fyrir ofan miðju í Bundesligunni en
komst í fyrra uppúr 2. deild.
Á sunnudaginn lék Waterschei
við FC Brúgge í Belgíu og tapaði
1-3 en Lárus skoraði fyrsta mark
leiksins, kom Waterschei í 1-0. Be-
veren tryggði sér hins vegar belg-
íska meistaratitilinn, sigraði CS
Brúgge, lið Sævars Jónssonar, 2-0.
Sævar lék ekki með, var í banni.
Anderlecht sigraði Beerschot 4-1
og lék Arnór Guðjohnsen síðasta
korter leiksins njeð Anderlecht.
Beveren hefur 49 stig fyrir loka-
umferðina, Anderlecht 45 stig og
FC Brúgge 44 stig.
-VS
Lárus Guðmundsson landsliðs-
maður í knattspyrnu skrifaði á
fimmtudagskvöldið undir samning
Lárus Guðmundsson.