Þjóðviljinn - 29.05.1984, Page 2
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNl Þriðjudagur 29. maí 1984
Þriðjudagvr 29. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
íþróttir
4. deildin í knattspyrnu:
Glæsisigur hjá
Neista í fyrsta
heimaleiknum
A-riðill:
Drengur-Arvakur..................0-4
Ármann-Vfkverji..................2-1
Haukar-Augnablik.................5-2
Aftureldlng-Hafnir...............2-0
Árvakur átti allan leikinn gegn
Dreng. Ragnar Hermannson skoraði
2 mörk og Árni Guðmundsson og
Haukur 1 hvor.
Valur Jóhannesson 2, Einar Ein-
arsson, Jón þjálfari Péturson og
Tryggvi Jónsson skoruðu fyrir Hauka
en Tómas Tómasson sagnfræðingur
og poppskríbent og Andrés „Andeby“
Pétursson fyrir Augnablik sem komst
í 1-0.
Þráinn Ásmundsson og Jóhann
Tómasson skoruðu fyrir Armann og
Sigurður Gunnarsson fyrir Víkverja.
Naumt var það hjó Ármenningum,
boltinn var á leið í mark þeirra þegar
flautað var af.
Lárus Jónsson og Bjöm Sigurðsson
skoruðu fyrir Aftureldingu gegn
Höfnum. Jón Örvar Arason átti stór-
leik í marki Hafna.
B-riðill:
Stokkseyrl-Drangur.............5-0
Hveragerðl-Lóttlr..............1-4
Hlldlbrandur-Þórp..............2-1
Halldór Viðarsson 2, Páll Leó Jóns-
son, Marteinn Áreliusson og Sól-
mundur Kristjánsson skomðu mörk
Stokkseyringa gegn Vfkurpiltum.
Öm Sigurðsson, Sveinn Baldurs-
son, Andrés Kristjánsson (víti) og
Sverrir Gestsson komu Létti í 0-4 í
Hveragerði en Kjartan Busk svaraði
fyrir heimamenn á lokamínútunni.
Sigurbjöra Óskarsson skoraði
bæði mönk Hildibrandanna en Ár-
mann Einarsson fyrír Þór fró Þor-
láksshöfn. Um eitt þúsund manns
fylgdust með leiknum i Eyjum, met í
4. deild ogjafnvelmet utan I. deildar,
enda boðíð uppá óvenjuleg atríði,
vægasf sagt.
Óskar Tómasson skoraðl tvö fyrlr
Leiknl f Neskaupstað.
C-riðill:
Bolungarvlk-Lelknlr H..........4-2
Reynir Hn.-Lelknir R...........f1
Bolvíkingar komust í 4-0 gegn
Leikni, Jóhann Ævarsson 3 og vam-
armaður Breiðhyltinga gerðu mörk-
in. Konráð Áraason skoraði síðan tvf-
vegis fyrir Leikni f seinni hálfleik.
Magnús Bogason kom Leikni yfir
gegn Reyni Hnifsdal á sunnudaginn
úr vítaspyrnu en Oddur Rafnsson
jafnaði fyrír Reyni á síðustu stundu.
F-riðill:
Hrafnkell-Borgarfjörður........3-1
Nelstl-Sindri..................5-1
Súlan-Höttur....................2-0
Eglllrauðl-LeiknlrF.............1-3
Hrafnkell byrjar vel, er á toppnum
með 6 stig, og mörkin gerðu Ingólfur
Arnarson 2 og Hilmar Garðarsson.
Amgrímur Viðar Ásgeirsson svaraði
fyrir Borgfirðinga.
Neisti vann glæsisigur í fyrsta
heimaleik sinum í 4. deild. Þrándur
Sigurðsson kom Sindra þó yfir úr vit-
aspymu en Þorvaldur Hreinsson jafn-
aði fyrir Djúpavogsliðið. Gunnlaugur
Bogason gerði síðan útum leikinn með
3 mörkum í röð og fimmta markið
gerði Snæbjöm Vilþjólmsson.
Magnús Magnússon og Jónas Ól-
afsson skomðu mörk Súlunnar gegn
Hetti, bæði í seinni hálfleik.
Óskar Tómasson þjálfari Leiknis
skoraði tvö mörk f Neskaupstað og
Jón Jónasson eitt, öll með fallegum
skotum, en Axel Geirsson gerði mark
EgiLs rauða.
Frosti/VS.
Staðan:
f 4. dolldarkeppninni I knattspyrnu:
A-riðill:
Árvakur..............2 2
Ármann...............2 2
Haukar...............2 1
Vlkverjl.............2 1
Aftureldlng..........2 1
Drengur..............2 1
Augnabllk............2 0
Hafnlr...............2 0
B-riðill:
Lóttlr................2 2 0 0 6-1 6
Stokkseyrl............1 1 0 0 5-0 3
Hildlbrandur..........2 10 12-13
Hveragerði............2 10 13-53
Drangur...............2 10 10-53
ÞórÞ.................2 0 0 2 2-4 0
Eyfelllngur..........1 0 0 10-20
Keppnl I C-rlðli er skemmra á veg komln
og ekki haffn I D- og E-rlðlum.
F-riðill:
Hrafnkell.............2 2 0 0 7-1 6
Nelstl................2 10 17-43
LelknlrF..............1 1 0 0 3-1 3
Slndrl................2 10 15-53
Borgarfjörður.........2 10 14-53
Súlan.................2 10 12-43
Höttur...............1 0 0 10-20
Eglllrauðl...........2 0 0 2 1-7 0
KA-Víkingur 3-3
Sex mörk í
rokinu á
Akureyri
Póll Olafsson skorar annað mark sltt fyrlr Þrótt (fyrrakvöld án þess að þrir Þórsarar fál rönd vlð reist. Mynd -elk.
Þróttur-Þór 3-fl______________________________
Þrenna Palla kom Þrótt-
urum í annað sætið
IA-IBK 1-2
Þróttarar komust á sunnudagskvöld-
ið upp f annað sæti 1. deUdar-
keppninnar f knattspyrnu er þeir sigr-
uðu Þór frá Akureyri með þremur
mörkum gegn engu f leik sem háður var
á Valbjarnarvöllum. Það var Páll Ólafs-
son sem ,.sá um“ Þórsarana, hann
skoraði ÖU þrjú mörkin.
Norðanmenn byrjuðu af miklum
krafti og hver sóknarlotan á fætur ann-
arri buldi á Þróttarmarkinu. Strax á 2.
mínútu björguðu Þróttarar á marklínu
eftir að Guðmundur Erlingsson hafði
naumlega varið skot Kristjáns Krist-
jánssonar. Þremur mínútum seinna
munaði aftur mjóu er Halldór Áskels-
son komst einn innfyrir vörn Þróttar og
renndi boltanum framhjá Guðmundi
Erlingssyni markverði en boltinn fór í
stöng og Halldór fylgdi ekki nógu vel
eftir og sunnanmenn náðu að hreinsa
frá. En þá var komið að Þrótti, Páll
Ólafsson lék á tvo Þórsara en missti
síðan boltann of langt frá sér, einn varn-
armanna Þórs náði boltanum en
„hreinsun“ hans fór ekki lengra en tii
Hauks Magnússonar sem sendi hann
strax inn í markteiginn aftur þar sem
Páll náði boltanum og skoraði. Eftir
markið dofnaði mjög yfir norðan-
mönnum og ekki liðu nema 5 mínútur
þar til Þróttarar höfðu bætt við öðru
marki. Júlíus Júlíusson gaf þá fyrir
mark Þórs, til Hauks Magnússonar,
skoíi hans var bjargað á marklínu og
boltinn barst til Páls sem skoraði með
föstu skoti frá markteig, 2-0. Páll átti
síðan góðan möguleika á að fullkomna
þrennuna fyrir hálfleik er hann komst
einn innfyrir galopna vöm Þórs en í
þetta skiptið brást honum bogalistin,
missti boltann of langt frá sér.
Seinni hálfleikur var langt frá því að
vera jafn skemmtilegur og sá fyrri. Á
65. mínútu skoraði Páll sitt þriðja
mark, hann lék þá á einn varnarmann
út við hægra vítateigshorn og skaut síð-
an föstu skoti, markvörður Þórs náði að
hafa hendur á boltanum en aðeins til að
slá hann í markhornið. Akureyringar
fengu tvö tækifæri til að laga stöðuna.
Fyrst átti Óli Þór Magnússon skalla rétt
framhjá og síðan var skot Kristjáns
Kristjánssonar úr aukaspymu varið út
við stöng. En mörkin urðu ekki fleiri og
stórsigur Þróttar varð að staðreynd.
Páll var óneitanlega maður þessa
leiks, en einnig áttu þeir Haukur
Magnússon, Kirstján Jónsson og Ás-
geir Elíasson góðan dag.
Leikmenn Þórs sýndu stórgóða
knattspymu fyrstu 20 mínúturnar, en
síðan ekki söguna meir... varnarleikur
liðsins virðist vera þeirra höfuðverkur,
staðsetningar varnarmanna þeirra oft á
tíðum fáránlegar. Kristján Kristjánsson
og Halldór Áskelsson stóðu uppúr ann-
ars jöfnu liði.
Guðmundur Haraldsson hefur oft
dæmt betur. -Frosti
Valur-KR 0-0
í hávaðaroki sem stóð þvert á
KA-völlinn á Akureyri framreiddu
KA og Víkingur mesta marka-
leikinn í 1. deildinni til þessa,
deildu með sér sex mörkum, 3-3, og
voru það nokkuð sanngjörn úrslit.
Leikurinn var jafn fyrsta korter-
ið, Steingrímur Birgisson fékk
besta færið á þeim tíma á 9. mínútu
en Ögmundur Kristinsson mark-
vörður Víkings varði þá glæsilega
frá honum í hom. Víkingar tóku
síðan forystuna á 20. mínútu.
Kristinn Helgason lék uppað enda-
mörkum allt að markteig, renndi
síðan á Ámunda Sigmundsson sem
sendi boltánn í tómt markið, 0-1.
Kristinn lagði síðan upp mark
númer tvö átta mínútum síðar; gaf
þá á Ómar Torfason sem skaut,
Þorvaldur Jónsson varði glæsilega
en hélt ekki boltanum og Heimir
Karlsson skoraði af öryggi, 0-2.
Við þetta drógu Víkingar sig í
vöm og ætluðu greinilega að halda
fengnum hlut. Hafþór Kolbeinsson
lagði tvö gullin færi upp fyrir Njál
Eiðsson sitt hvom megin við annað
markið en í fyrra skiptið renndi
Njáll boltanum framhjá marki Vík-
ings og skaut í vamarmann í það
síðara.
KA sótti stíft strax í byrjun
seinni hálfleiks og á 52. mínútu
skomðu Víkingar sjálfsmark, Sig-
urður Aðalsteinsson renndi knett-
inum framhjá Ögmundi markverði
sínum og í netið, 1-2. Á 64. mínútu
komst Steingrímur einn uppað
marki Víkings, Ögmundur lagði af
stað í annað hornið en Steingrímur
skaut í stöngina hinum megin við
hann.
Á 68. mínútu jafnar KA. Þor-
valdur Örlygsson tók hom, Er-
lingur Kristjánsson skallaði af
krafti í Þverslá og niður á marklínu
þar sem Bjarni Jónsson sópaði sér
og boltanum í netið, 2-2.
Á 79. mínútu lék Ámundi upp
kantinn og gaf á Ómar Torfa sem
skoraði frá vítapunkti, 2-3, en ekki
var allt búið enn. Sex mínútum
fyrir leikslok gaf Njáll fyrir mark
Víkings þar sem Hinrik Þórhalls-
son var einn og óvaldaður og skall-
aði í netið frá markteigshomi, 3-3.
Hinrik var síðan rétt búinn að
skoía sjöunda mark leiksins
tveimur mínútum fyrir leikslok,
var þá staddur á auðum sjó við
mark Víkings er Hafþór gaf á hann
en Hinrik var seinn að átta sig og
missti boltann frá sér.
Jafntefli vom sanngjörn úrslit
eins og áður sagði og sigurinn gat
lent hvom megin sem var.
Steingrímur var bestur KA-
manna, átti góða spretti og gerði
oft usla í Víkingsvörninni sem stóð
hinn mesti stuggur af honum.
Kristinn Helgason sem lék sinn
fyrsta heila leik fyrir Víking var
bestur í sínu liði, var nánast alls
staðar á vellinum.
Dómari var Þóroddur Hjaltalín.
Hann var ákveðinn en hefði mátt
grípa til spjaldanna þar sem nokk-
uð var um leiðinleg brot af hálfu
beggja liða.
K&H/Akureyri
1. deild
íslandsmótsim
í knattspyrnu
Mörkin gilda - Valsmenn!
Ösigur slakra Skagamanna!
Kefiavfk varð fyrsta liðið til að leggja
íslands og bikarmeistara Akraness að
velli á nyhöfnu íslandsmóti í knatt-
spyrau, ÍBK vann ÍA i frekar slökum
leik á laugardaginn, 2-1, á Akranesi.
Sigur Keflvfkinga var mjög sanngjarn
þrátt fyrir nokkra pressu Skagamanna
er leið á sfðari hálfleikinn. Keflvíkingar
komu ákveðnir til leiks og uppskeran
varð ríkuleg, þrjú dýrmæt stig.
Leikurínn byrjaði róiega og varð
nokkuð þófkenndur. Á 10. mínútu
fengu Keflvíkingar aukaspymu rétt
utan vítateigs. Einar Ásbjörn Ólafsson
tók spymuna en Bjami Sigurðsson
varði körkuskot hans vel. Mínútu síðar
tók Einar Ásbjöm aðra aukaspyrnu og
með örlítilli hjálp vinds, samfara vel
framkvæmdum bogabolta, fór knöttur-
inn í netið útvið nærstöngina, 0-1.
Hugsanlega hefði Bjami átt að verja en
einn leikmaður ÍBK fylgdi skotinu vel
eftir og hefur það eflaust tmflað hann.
Á 30. mfnútu fá Skagamenn hom-
spymu. Hár bolti berst fyrir markið og
Þorsteinn Bjarnason markvörður ÍBK
stekkur upp og handsamar hann en
missir hann í gegnum klofið á sér. Mark
blasti við en vamarmaður bjargaði á
línu. Á 41. mín. skapaðist mikil hætta
við IA-markið. Boltinn gekk þá fram
og aftur í teignum en að lokum var
hreinsað langt út á völl. Mínútu síðar
kemur seinna mark ÍBK. Hættulaus
sending kom í ÍA-markið og Bjarni
hljóp út til að handsama knöttinn. En
áður en það tekst kemur Júlíus P. Ing-
ólfsson og rennir knettinum framhjá
Bjama og í eigið mark. Mikill misskiln-
ingur milh þeirra félaganna, 0-2.
Hörður Helgason þjálfari ÍA hefur
greinilega talað við sína menn undir
tveimur hrútshomum í hléi, því leikur
þeirra var illskárrí í síðari hálfleik
Á 59. mínútu á Valþór Sigþórsson
gott framhjá lA-markinu og 7 mín. síð-
ar er Ámi Sveins í sama hlutverki við
hitt markið. Á 70. mínútu kemst Ragn-
ar Margeirsson einn innfyrir slaka IÁ-
vörnina en Bjarni kemur út á móti og
ver stórvel gott skot. Þrjú síðustu færi
leiksins em Skagamanna. Á 78. mín.
bjargar Óskar Færseth á línu eftir mikið
fjör í vítateig ÍBK. Á 85. mfnútu er
aftur bjargað á línu ÍBK og Skagamenn
fá horn, Sveinbjörn Hákonarson tók
homið, boltinn barst inní markteig þar
sem Smári Guðjónsson var á réttum
stað og kom honum í netið, 1-2. Fyrsta
1. deildarmark hans. Of stutt var eftir
til þess að Skagamenn næðu að jafna,
enda hefði slíkt verið hreinn og beinn
þjófnaður.
Eins og áður segir var leikur þessi
frekar slakur en Keflvíkingar vom vel
að sigrínum komnir. Sóknarleikur
þeirra var frískur með Helga Bentsson
sem besta mann og Ragnar var einnig
ágætur. Einnig áttu þeir Óskar og Val-
þór góðan leik, svo og miðja
Keflvíkinga sem var traust vel framan
af.
Eins og áður hefur verið klifað á,
vom Skagamenn slakir. Þeir sem stóðu
uppúr vom Ámi, sem var þeirra besti
maður, og Sigurður Halldórsson var
skárstur í slakri vörn. Einnig komust
þeir ágætlega frá leiknum nýliðarnir
Heimir Guðmundsson sem reyndar var
tekinn útaf (?) og Jón Leó Ríkharðsson
sem gerðu usla með góðum fyrir-
gjöfum. Ágætur dómarí var Friðgeir
Hallgrímsson. Áhorfendur vom 850.
-MING/Akranesi
Það vantaði ekkert nema mörkin
í stórgóðan leik Reykjavíkurfélag-
anna Vals og KR í Laugardalnum á
laugardaginn. Valsmenn sýndu
stórgóða knattspyrnu, allt þar til
kom að því að koma boltanum í
marknet Vesturbæinga, og miðað
við færi hefðu þeir átt að sigra 2 til
3-0. En mörkin gilda og Valsmenn
hafa enn ekki skorað mark á fyrstu
270 mínútum sínum á íslandsmót-
inu.
KR fékk sitt eina færi strax á 6.
mínútu, Sverrir Herbertsson
þrumaði þrjár hæðir yfir Vals-
markið af markteig. Eftir það var
linnulaus Valssókn - Valsmenn
spiluðu vel og börðust af krafti og
nokkrum sinnum var það aðeins
mjög góð og stundum ævintýraleg
markvarsla Stefáns Jóhannssonar
sem hélt KR á floti. Hápunkturinn
var á 14. mínútu, Jón Grétar Jóns-
son skaut þá úr ákjósanlegu færi,
góðu skoti sem Stefán henti sér
fyrir, boitinn hrökk af honum út til
Hilmars Sighvatssonar sem bomb-
aði strax en á ótrúlegan hátt náði
Stefán að spretta upp og verja skot
hans í horn. Ingvar Guðmundsson
og Bergþór Magnússon átti góð
skot sem Stefán varði og undir lok
fyrri hálfleiks skaut Hilmar rétt
framhjá annarri KR-stönginni.
Jafnræði var með liðunum fyrstu
10 mínútur seinni hálfleiks en þá
fór í sama farið; Valsmenn tóku öll
völd. Þeir klúðruðu mörgum úr-
valsfærum, eitt það besta kom á 69.
mínútu er Jón Grétar skallaði á
ótrúlegan hátt framhjá opnu marki
og rétt á eftir skallaði Bergþór fyr-
irgjöf hans í þverslá. En markið
sem lá í loftinu frá fyrstu til síðustu
mínútu kom aldrei og markaleysið
gæti farið að reyna allhrikalega á
taugakerfi Hlíðarendapiltanna.
Allir Valsmenn áttu góðan dag
að þessu sinni, einna helst að Jón
Grétar væri stundum úti á þekju.
Bergþór og Ingvar fá mesta hrósið
en miðverðirnir Þorgrímur Þráins-
son og Guðni Bergsson voru
skammt undan, sem og Grímur
Staðan
Staðan i 1. deildinni í knatt-
spymu eftir þrjár umferðir:
lA...................3 2 0 1 5-2 6
Þróttur..............3 1 2 0 5-2 5
Víkingur.............3 1 2 0 5-4 5
ÍBK..................3 1 2 0 3-2 5
Fram.................3 1113-34
KR...................3 0 3 0 2-2 3
ÞórA.................3 1 0 2 2-7 3
KA...................3 0 2 1 5-6 2
Brelóabllk...........3 0 2 1 1-2 2
Valur................3 0 2 1 0-1 2
Markahastin
Guðrún Fema Ágústsdóttlr - íslandsmet í Edmonton.
Guðrún setti íslands-
met í Edmonton
Guðrún Fema Ágústsdóttir, sundkonan
efnilega úr Ægi, setti íslandsmet í 100 m
skriðsundi á alþjóðlegu móti í Edmonton í
Kanada í fyrradag. Hún synti vegalengdina
á 1:02,81 mín. og bætti eigið íslandsmet frá í
júlí í fyrra um tæplega 4/10 úr sekúndu.
Keppnin fór fram í 50 m braut en í slfkri
braut hefur Guðrún Fema ekki keppt í tæpt
ár.
Guðrún varð önnur í sundinu og hún
keppti í fimm öðrum greinum á mótinu þar
sem saman var komið mest allt unglinga-
landsliðsfólk Bandaríkjanna og Kanada.
Hún varð þriðja í 50 m skriðsundi á 28,82
sek. sem er 2/100 frá besta tíma hérlendis á
þeirri vegalengd, önnur í 200 m bringusundi
á 2:49,40 mín., þriðja í 200 m fjórsundi á
2:32,70 mín. sem er 2/10 frá íslandsmeti
Ragnheiðar Runólfsdóttur, fjórða í 400 m
fjórsundi á 5:24,49 mín. sem er 3/100 frá
Islandsmeti Þórunnar Alfreðsdóttur, og
loks varð hún önnur í 100 m bringusundi á
1:18,80 mín. Metsundið kom síðast allra og
kórónaði góðan árangur Guðrúnar Femu
en hún er önnur tveggja íslenskra kvenna
sem keppa á Ólympíuleikunum í Los
Angeles í sumar.
-VS
Vi'kingurinn Kristlnn Guðmundsson hefur betur í viðureign vlð KA-mann ( lelk llðanna á
Akureyri á laugardaglnn. Mynd: -GSv.
Sæmundsson sem var geysilega
virkur í sóknarleiknum. Þá átti
Valur Valsson mjög góðan síðari
hálfleik.
Stefán var í sérflokki hinum
megin og hélt daufu KR-liði á floti.
Jakob Pétursson lék vel í vöminni,
stöðvaði margar sóknir. Það vant-
aði allan brodd í sókn KR-inga, lið-
ið skapaði sér engin færi og allar
isamleikstilraunir voru kæfðar í
fæðingu af baráttuglöðum Vals-
mönnum sem pressuðu mjög fram-
arlega.
Helgi Kristjánsson dæmi leikinn
ágætlega. -HG
BreiðaUik-Fiam 0-1
Jón for-
maður HSÍ
Jón Hjaltalín Magnússon,
fyrrum landsliðsmaður í hand-
knattleik, var kjörinn formaður
HSI á ársþingi sambandsins
sem fram fór um helgina. Hann
tekur við af Friðriki Guð-
mundssyni sem gegnt hefur for-
mennskunni i eitt ár.
Hilmar end-
urráðinn
Hilmar Björnsson, fyrrum
landsliðsþjálfari i handknatt-
leik, hefur verið endurráðinn
þjálfari 1. deildarliðs Vals-
manna. Undir stjórn hans hafn-
aði Valur í þriðja sæti 1.
deildarinnar sl. vetur.
Venables
til Barca!
Englendingurinn Terry Ven-
ables var um helgina ráðinn
þjálfari spænska stórliðsins
Barcelona. Venables hefur náð
frábærum árangri með QPR í
ensku knattspyrnunni undan-
farin ár.
Meistaramot
í frjalsum
Meistaramót íslands í frjáls-
um íþróttum, fyrri hluti, fer
fram á Laugardalsvelli nk.
mánudag og þriðjudag, 4. og 5.
júní. Keppt verður í 4x800m
boðhlaupi karla fyrri daginn en
10.000 m hlaupi karla og 3.000
m hlaupi kvenna seinni daginn.
Sjöþraut kvenna og tugþraut
karla dreifast síðan á báða dag-
ana. Keppni hefst kl. 18 hvorn
dag. Þátttökutilkynningar
þurfa að berast til Hafsteins
Oskarssonar, Mosgerði 23, 108
Reykjavík, á þar til gerðum
spjöldum í síðasta lagi 30. maí.
Firmakeppni
Breiðabliks
Firmakeppni Breíðabliks,
fyrirtækja- og félagakeppni í
knattspyrnu, verður haldin
laugardaginn 2. júnf á Vallarg-
erðisvelli í Kópavogi. Leikið
verður þvert á völlinn og 7 leik-
menn í liði. Valið verður
skemmtilegasta lið keppninnar
og verðiaun eru glæsileg. Þátt-
tökugjald er kr. 2.000 og þátt-
taka tilkynnist í kvöld og annað
kvöld, milli kl. 20 og 23,1 síma
43245 og 40711.
Sanngjarn Framsigur í Kópavogi
Páll Ólfltsson, Þrótti.............. 4 íjærhomið, 0-1.
Gubmundur Stelnsoon, Fram............2
Hinrlk Þórhallsson, KA...............2
Slgurður Halldórsson, IA.............2
Mark hins unga Braga Björnssonar á
25. mínútu nægði til að færa nýliðum
Fram þrjú stig gegn Breiðabliki á Kópa-
vogsvellinum á sunnudaginn. Blikum
mistókst að hreinsa, Kristinn Jónsson
náði boltanum rétt utan vítateigs og
renndi honum inní teiginn þar sem Bragi
var fyrir og afgreiddi hann af öryggi i
Mínútu fyrir markið fékk Breiðablik
eitthvert hrikalegasta dauðafæri sem
sést hefur. Sigurjón Kristjánsson komst
gjörsamlega einn uppað marki Fram en í
stað þess að senda boltann framhjá
Guðmundi Baldurssyni markverði í net-
ið, renndi hann tuðrunni til hliðar, ætl-
aði Jóhanni Grétarssyni að skora, en
boltinn fór afturfyrir endamörk.
Svipað færi komst Guðmundur
Steinsson Framari í níu mínútum fyrir
leikslok. Aleinn með úthlaupandi Frið-
rik Blikamarkvörð Friðriksson á móti
sér renndi hann boltanum framhjá
Frikka og markinu.
Þetta voru opnustu færin í fremur
jöfnum en daufum leik. Ingólfur Ing-
ólfsson skallaði að vísu glæsilega í mark
Fram á 70. mínútu en var dæmdur rang-
stæður. Bæði lið áttu þokkalegar markt-
ilraunir, Blikar heldur fleiri, en allt bit
vantaði í sókn þeirra, og þegar á
heildina er litið var sigur Fram sann-
gjam.
Vöm Blikanna hresstist örlítið þegar
Ingólfur og Jón Einarsson komu inná í
seinni hálfleik en ekki nægilega. Kópa-
vogsliðið spilar oft fallega úti á vellinum
en uppvið vítateiginn fjarar allt út. Jó-
hann Grétarsson var langbestur Blik-
anna framan af, baráttuglaður, dó síðan
út. Benedikt Guðmundsson bakvörður
átti heilsteyptasta leik þeirra græn-
klæddu.
Eysteinn Guðmundsson dæmdi
leikinn all þokkalega.
-VS