Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 4
12 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 29. maí 1984 2. deildin f knattspyrnu: FramherjarNjarðvíkinga gerðu gæfumuninn Tindastóll-Njarð vík 0-2 Sprækir framherjar Njarvík- inga, Haukur Jóhannsson og Jón Halldórsson, gerðu gæfu- munin fyrir sunnanmenn í þess- um fyrsta 2. deildarleik á Sauðárkróki á laugardaginn. Hefðu þeir verið í Tindastóls- búningnum hefðu úrslitin sjálf- sagt snúist við. Þetta var barningsleikur og fá marktækifæri. Sérílagi var framlína Tindasóls dauf og skapaði sér aðeins eitt færi, Sigurfinnur Sigurjónsson fékk góðan stungubolta seint í fyrri hálfleik en skaut framhjá. Á 10. mínútu seinni hálfleiks tók Jón Halldórsson horn- spymu og Haukur Jóhannsson afgreiddi boltann snyrtilega í mark Tindastóls, 0-1. Síðara markið gerði Haukur síðan á 82. mínútu eftir fyrirgjöf Freys Sverrissonar. Eitt færi umtals- vert fengu Njarðvíkingar að auki, komust þá inní sendingu til Gísla Sigurðssonar mark- varðar en Gísli náði að bjarga vel. Framherjar Njarvíkur, Haukur og Jón reyndust nettari í rokinu og höfðu meiri tilfinn- ingu fyrir því sem þeir voru að gera. Auk þeirra lék ólafur Björnsson vel. Eskfirðingurinn Grétar Ævarsson lék sem „sweeper“ hjá Tindastól og var áberandi besti maður liðsins. Slæm byrjun hjá Tindastóli en á næstu dögum kemur góður liðs- auki, nokkrir leikmenn eru að klára skóla fyrir sunnan, þannig að úr getur ræst. -PS/Sauðárkróki Víðir-Völsungur 1-0 Glæsiskalli Klemens Sæm- undssonar á 35. minútu tryggði Vfði sigur á Húsvíkingum á gra- svellinum í Garði á laugardag- inn. Grétar Einarsson gaf góða sendingu inná markteig þar sem Klemens stökk upp og skallaði í netið, óverjandi fyrir Gunnar Straumland markvörð Völs- ungs. BJörn Jónsson skoraöl sigurmark Skallagrlms gegn Einherja. á 27. mínútu, glæsilega, og skalla Garðars Jónssonar eftir horn á 30. mínútu, mjög vel. Einherjar kom- ust ekkert áleiðis þar til í byrjun seinni hálfleiks er þeir voru frískir í tíu mínútur. Ógnun þeirra var þó takmmörkuð, háar sendingar inní vítateig Borgnesinga sem Kristinn Amarson markvörður og vamar- menn hans hirtu af öryggi. Á 74. mínútu skallaði Garðar í þverslá Einherjamarksins og mark lá í loftinu, enda kom úrslitamark- ið þremur mínútum síðar. Björn Axelsson tók homspyrnu og nafni hans Jónsson gnæfði yfir alla og skoraði með laglegum skalla, 1-0. Gunnar Orrason komst einn innfyrir Einherjavömina mínútu síðar en á óskiljanlegan hátt fram- hjá og á lokamínútunni átti Jóhann P. Sturluson ágætt skot sem Hreiðar varði glæsilega. Úrslit 1-0, sigur í minnsta lagi. Lið Skallagríms var jafnt og allir áttu góðan dag, Björn Jónsson var mest áberandi. Hreiðar var lang- bestur í liði Einherja en lærisveinar hans vom slakir í heildina. -VH/Borgarnesi ÍBI-FH 0-2 Það tók bæði lið nokkra stund að laga sig að aðstæðum á ísafirði á laugardaginn, hörðum malarvelli og sterkum vindi. FH lék undan næðingnum í fyrri hálfleik og var meira með boltann framan af. Á 20. mínútu ætlaði Pálmi Jónsson að senda fyrir ísafjarðarmarkið en með dyggum stuðningi Kára gamla sveigði knötturinn af leið og hafn- aði í bláhorni Isafjarðarmarksins, fjær, 0-1 fyrir FH. Eftir markið jafnaðist leikurinn og liðin sóttu til skiptis. Tíðinda- lítið var þó langt fram í síðari hálf- leik. Þá vom ísfirðingar komnir með vindinn í bakið og famir að sækja meira. Á 73. mínútu fengu heimamenn síðan vítaspyrnu. Jóhann Torfason skaut, á mitt markið en Halldór Halldórsson, markvörður FH, sem hafði kastað sér til hliðar, varði með tánum! Strax á eftir þmmaði Atli Einarsson naumlega framhjá FH-markinu og mikill handa- gangur var í öskjunni en leikur ÍBÍ datt samt greinilega mikið niður við þennán vítamissi. Tíu mínútum fyrir leikslok var síðan dæmd vafa- söm aukaspyma á ÍBÍ. Sent fyrir og Ingi Björn Albertsson þjálfari FH reis hæst og skallaði í netið. 0-2. Þetta var aðeins fjórði leikur ís- firðinga saman með fullskipuðu liði á árinu en framfarimar em greinilegar milli leikja. Miðvörður- inn Benedikt Einarsson bar af í liði ‘þeirra og Jóhann lék vel. Lið FH var jafnt, góð blanda af yngri og eldri leikmönnum hjá Hafnfirðing- um og þeir leika mjög vel og yfir- vegað. Gætu farið mjög langt í 2. deildinni í sumar. -GK/ísafirði Leik ÍBV og KS sem fara átti fram í Vestmannaeyjum var frest- að. Gleði og sorg N.lra Norður-írar urðu sigurveg- arar í síðustu bresku meistara- keppninni í knattspyrnu á laugardaginn er England og Skotland skildu jöfn, 1-1, í Glasgow. Mark McGhee skoraði fyrir Skota en Tony Woodcock jafnaði fyrir Eng- lendinga. Norður-írar sigruðu á markatölu en allar þjóðirnar fjórar fengu 3 stig. Á sunnudag léku Norður-írar svo við Finna í Helsinki í undankeppni HM en biðu óvæntan sigur, 1-0. Víkingur og Vaskur unnu Vaskur vann Vorboðann 4-2 í 1. umferð bikarkeppni KSÍ á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram á KA-vellinum á Akur- eyri. Vaskur fær 2. dcildarlið KS f heimsókn í 2. umferð. Vfk- ingur Ólafsvík náði að sigra Ár- vakur 1-0 á Háskólavelli á fimmtudagskvöldið. Magnús Teitsson skoraði sigurmark Ólsara sem leika við Leikni Reykjavík á útivelli f 2. umferð. Fjórir leik- ir í kvöid Fjórir leikir eru á dagskrá f 2. deildinni í knattspyrnu f kvöld og hefjast þeir allir kl. 20. Skallagrímur og ÍBV leika f Borgarnesi, Völsungur og Tind- astóll á Húsavfk, Njarðvík og ÍBK f Njarðvfk og KS-Vfðir á Siglufirði. 3. deildin í knattspyrnu Markvörður Magna skoraði öðru sinni! Þrátt fyrir nóg af góðum tæki- fæmm tókst Víðispiltunum ekki að skora fleiri mörk. Minnstu munaði þó er Guð- mundur Jens Knútsson var í góðu færi en knötturinn small í marksúlunni. Bæði lið sýndu mjög góða knattspyrnu en sam- leikur Víðismanna var virkari en Völsunga. Víðir átti meira í leiknum ef undanskilinn ér kafli í byrjun seinni hálfleiks er norð- anmenn sóttu mjög fast en traust Víðisvörn og markvörð- ur hrintu öllum áhlaupum. Guðmundur Jens var einna bestur í jöfnu Víðisliði en Guðni Arason og Jónas Hall- grímsson vam bestir Húsvík- inga. Róbert Jónsson dæmdi leikinn ágætlega. -SM/Suður nesj um Skallagnmur-Einherji 1-0 Það var nánast eitt lið á vellinum f Borgarnesi, heimamenn sóttu all- an leikinn og voru ógnandi við V opnaQ arðarmarkið frá fyrstu mfnútu tU hinnar síðustu. Jóhann Hákonarson gaf tóninn strax á 2. mínútu er þrumufleygur hans af 40 m færi sleikti vinkilinn. Hreiðar Sigtiyggsson, markvörður og þjálfari Einherja sýndi stórleik og varði vel hvað eftir annað. Hjól- hestaspymu frá Gunnari Orrasyni SV-riðill ÍK-Víkingur Ó. 1-3 Jafn leikur og í jámum þar til Orri Hlöðversson kom ÍK yfir með góðu marki á 10. mínútu síðari hálfleiks. Þá tóku Ólafsvíkingar öll völd og þjálfari þeirra, Magnús Teitsson, jafnaði skömmu síðar. Halldór Gíslason kom Víkingum yfir og Magnús skoraði síðan öðm sinni og tryggði sínum mönnum þrjú stig. Góð byrjun vestanmanna í ár og þeir em til alls líklegir. Selfoss-Grindavík 1-0 Þófkenndur leikur og ekki mikið fyrir augað. Selfyssingar vom áber- andi sterkari aðilinn en Grindvík- ingar börðust vel. Láms Jónsson skoraði eina markið eftir rúmt korter, potaði þá boltanum í netið af tveggja metra færi eftir horns- pymu. Reynir S.-Stjaman 1-0 Skúli Jónsson markvörður Reynis hélt sínum mönnum á floti með frábærri markvörslu og Júlíus Jónsson var sterkur sem fyrr í vöm- inni. Ómar Bjömsson skoraði sigurmarkið strax á 11. mínútu eftir sendingu Sigurðar Guðnasonar. Stjaman, með Ragnar Gíslason sem besta mann, átti mörg mjög góð færi en Skúli var óyfirstíganleg hindmn. —SM/Suðurnesjum Magnús Teltsson skoraðl tvfvegls fyrir Ólafsvíklnga. Snæfell-Fylkir 0-4 Mikið jafnræði ríkti í heilan klukkutíma í Stykkishólmi á sunn- udaginn. Sævar Geir Gunnleifsson var rétt búinn að koma Snæfelli yfir í upphafi síðari hálfleiks er hann skaut í stöng. Á 61. mínútu skoraði Brynjar Jóhannsson úr vítaspymu fyrir Fylki. Það lét hann ekki duga, heldur bætti við mörkum á 71. og 84. mínútu og Anton Jakobsson rak síðan endahnútinn á sigur Ár- bæinga emð marki eftir þvögu á 87. mínútu. -gsm/Stykkishólmi Staðan: Fylklr , VÍKIngurÓ ReynirS 2 2 0 0 7-0 6 2 110 4-24 2 110 2-14 2 10 15-23 Selfoss 1 10 0 1-03 2 0 112-31 2 0 112-61 HV ÍK 2 0 0 2 1-6 0 Markahæstur. Brynjar Jóhannsson, Fylkl......3 NA-riðill Leiftur-Magni 1-1 Það er alltaf lygilegt þegar mark- vörður skorar beint úr útsparki en þegar sá sami gerir það tvo leiki í röð...ja, hvað er þá hægt að segja? Logi Einarsson markvörður Magna lék þann leik í fyrsta leiknum á Reyðarfirði og á laugar- daginn þmmaði hann yfir allan völlinn á Ólafsfirði á 60. mínútu leiksins, boltinn sveif undan vind- inum og skoppaði yfir markvörð heimamanna og í netið, 0-1! Leiftur var búið að sækja látlaust allan fyrri hálfleik og hélt sínu striki í seinni hálfleik en markið kom ekki fyrr en korter var til leiksloka. Geirharður Ágústsson var þar að verki með hörkuskoti útvið stöng, 1-1. Þróttur M.-Huginn 2-2 Sanngjöm úrslit í Neskaupstað og frískir Seyðfirðingar komu nokkuð á óvart. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, Kristján Kristjáns- son skoraði fyrir Þrótt á 55. mínútu en Hilmar Sigurðsson jafnaði þremur mínútum síðar. Guðmund- ur Ingvason kom Þrótti yfir á ný en Þorsteinn, „Sotti“, bakvörður náði að jafna fyrir Hugin þegar fimm mínútur vom til leiksloka. Austri-HSÞ.b 1-1 Fremur daufur leikur á Eskifirði á sunnudaginn og jafnræði með lið- unum. Austramenn ollu nokkmm vonbrigðum en náðu forystu eftir 32 mínútur þegar Sigurjón Krist- jánsson stakk sér innfyrir vöm Mý- vetninga og skoraði. Gestimir jöfnuðu uppúr þvögu um miþjan síðari hálfleik, Þórhallur Guð- mundsson, og lokatölurnar því 1-1. Staðan Magni.................2 110 3-14 Huglnn................1 0 1 0 2-2 1 ÞrótturN..............1 0 10 2-21 HSÞb..................1 0 10 1-11 Austrl................1 0 10 1-11 Leiftur...............1 0 10 1-11 ValurRF...............1 0 0 10-20 Markahastun Logi Elnarsaon, Magna............2 -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.