Þjóðviljinn - 25.10.1984, Side 3
FRETTIR
Verkfall
Sendinefnd BSRB með Kristján Thorlacius í broddi fylkingar ber fram mótmæii við Guðmund Einarsson forstjóra
Skipaútgerðar ríkisins.
ísal
Gleymdu 326 miljónum!
Iðnaðarráðherra taldi ekki ástœðu til að kunngera
niðurstöður Coopers & Lybrandt
um bókhaldsfalsanir Alusuisse fyrir árið 1983
Ríkisskip
lokaði
hafnarsvæðinu
Kristján Thorlacius um borð íMs
Öskju ásamtfjölda verkfallsvarða.
Lokun að tilskipan ráðuneytisins
skapar stórfellda slysahœttu
Breska endurskoðunarfyrir-
tækið Coopers og Lybrandt
telur að leiðrétta þurfi afskriftir,
verð á aðföngum og söluverð á
afurðum í ársreikningi Islenska
álfélagsins um 9,6 miljónir
Bandaríkjadala eða 326 miljónir
króna. Niðurstöður endurskoð-
unarinnar bárust ríkisstjórninni i
hendur 31. ágúst s.l. en Sverrir
Hermannsson iðnaðarráðherra
sagði á Alþingi í fyrradag að hann
hefði „eigi séð ástæðu til að kunn-
gera þessar niðurstöður“ fyrr en í
fyrirspurnartíma á Alþingi.
Það var Hjörleifur Guttorms-
son sem spurði ráðherra um nið-
urstöður endurskoðunarinnar.
Benti Hjörleifur á að samkvæmt
aðalsamningi ríkisstjórnarinnar
og Alusuisse frá 1966 ætti niður-
staða slíkrar endurskoðunar að
liggja fyrir ekki síðar en 1. sept-
ember.
í svari iðnaðarráðherra kom
fram að afurðaverð það sem Al-
usuisse greiddi til ÍSAL á árinu
1983 hafi verið um 36 Bandaríkj-
adölum lægra á tonn en eðlilegt
gæti talist með hliðsjón af inn-
flutningsverði á áli til Evrópu.
ÍSAL seldi um 82 þúsund tonn af
áli á árinu og nemur leiðrétting
vegna afurðaverðs því rúmum 3
miljónum dollara.
Þá telja Coopers & Lybrandt
að leiðrétta beri súrálsverðið sem
ísal greiddi Alusuisse um 1,8
miljónir dollara.
Þá telja endurskoðendur að
leiðrétta beri afskriftir á
ársreikningi ÍSAL fyrir 1983 um
4,8 miljónir dollara. Heildarupp-
hæð leiðréttinga nemur því 9,6
miljónum dollara eða 326 miljón-
um íslenskra króna. Lauk ráð-
herra máli sínu með því að segja
að hann vissi eigi „með hvaða
hætti ástæða hefði verið til að
kunngera þessar niðurstöður
nema eins og hér er gert“.
í máli Hjörleifs Guttorms-
sonar kom fram að sama endur-
skoðunarfyrirtæki hefði gert
heildarleiðréttingu á ársreikning-
um ÍSAL fyrir árin 1975-1981
sem nam tæpum 36 miljónum
dollara. Þá næmu kröfur fjár-
málaráðuneytisins vegna van-
goldinna skatta fyrir sama tímabil
um 10 miljónum dollara. Þá hefði
iðnaðarráðherra upplýst við um-
ræður á Alþingi í fyrra að
heildarleiðrétting Coopers & Ly-
brandt á ársreikningum ÍSAL
fyrir 1982 hefði numið 13 miljón-
um dollara og væri þá heildar-
leiðrétting ársreikninganna kom-
in upp í tæpar 50 miljónir dollara.
Sagði Hjörleifur það miður að
Alusuisse héldi þannig upptekn-
um hætti við fölsun á bókhaldi
fyrirtækisins og væri reynsla ís-
lendinga af þessari svikamyllu
dýrkeyptur lærdómur sem nýta
þyrfti í yfirstandandi samningum
við auðhringinn.
-ólg
Skipaútgerð rflrisins hefur lok-
að svæðinu umhverfís Ms
Öskju í Rcykjavíkurhöfn með
gámum og meinar nú BSRB-
mönnum aðgang að svæðinu.
Fulltrúar stjórnar og samninga-
nefndar BSRB með Kristján
Thorlacius í broddi fylkingar
gekk í gær á fund Guðmundar
Einarssonar forstjóra Ríkisskips
og bar fram mótmæli auk þes sem
bent var á augljósa slysahættu af
ráðstöfun þessari. Tjáði forstjór-
inn BSRB-mönnum að ráðstöfun
þessi væri gerð að tilskipan sam-
gönguráðuneytisins. Voru skip-
stjóri og stýrimaður Ms Öskju
mættir um borð og var greinilegt
að stefnt var að því að leysa skipið
frá bryggju. Kristján Thorlacius
fór þá um borð í Ms Öskju þar
sem fyrir var fjöldi verkfalls-
varða, og sagðist hann mundu
dvelja þar fyrst um sinn.
Verkfallsverðir á svæðinu
sögðust hvergi fara og töldu
auðveit að yfirstíga þessar hindr-
anir sem gerðu ekki annað en að
skapa slysahættu á svæðinu.
BSRB-menn telja sig í fullum rétti
á verkfallsvörslunni við Ms
Öskju, þar sem verið væri að
ganga á verkfallsrétt bryggju-
varða og hafnsögumanna ef
skipinu væri siglt frá bryggju.
Verðir við vörugeymslu Ríkis-
skips meinuðu BSRB-mönnum
öruggan aðgang að skipinu í
gegnum vörugeymsluna í gær, en
eins og sjá má á mynd á forsíðu,
þá gátu verkfallsferðir fikrað sig
meðfram gámunum inn á svæðið,
þótt af því stafi augljós slysa-
hætta. -ólg.
Skattatilboðið
Innantóm orð
Ragnar Arnalds: Skattalœkkunartal ríkisstjórnarinnar
og VSÍtil að blekkjafólk og verður tilþess að ekki er í
alvöru reynt að leysa kjaradeilu BSRB og ríkisins.
Umrœdd skattaskipti koma kjaramálum ekkert við.
Embœtti
Tómas hefur
ekki sagt upp
(Enn, að minnsta kosti)
Að gefnu tilefni spurði Þjóðvilj-
inn Tómas Árnason í gær
hvort rétt væri að hann hefði sagt
upp hjá Framkvæmdastofnun
rflrisins. „Það er ekki rétt“, sagði
Tómas. „Það liggur ekkert fyrir
um það og ég hef eiginlega ekkert
meira um það að segja“.
Til næsta bæjar gengur sú saga
að Tómas verði Seðlabankastjóri
þegar Guðmundur Hjartarson
lætur af því starfi um áramót.-m
ABR
Stórfundur í kvökl
Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst í kvöld fyrir opnum fundi um
kjaramál og hefst hann kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Á dagskrá er
kosning fulltrúa ABR í flokksráð en að því búnu hefjast umræður um
kjaramál. Margrét Pála Ólafsdóttir félagi í Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar og Svavar Gestsson alþingismaður reifa málin. Fundar-
stjóri er Erlingur Viggósson, segir í frétt frá ABR.
-v.
Rflrisstjórnin hefur talað um
það í heilan niánuð að 1400
miljóna króna skattalækkanir
standi til boða, en hún hefur
aldrei getað útskýrt, hvaðan hún
ætlar að taka þetta fé. Það geta
allir gasprað um skattalækkanir
en auðvitað er hitt aðalatriðið,
hvernig þetta fé er fengið, sagði
Ragnar Arnalds þingflokksfor-
maður Alþýðubandalagsins í við-
tali við Þjóðviljann:
- Að veifa skattalækkunum,
sem engin innistæða er fyrir og
ekkert samkomulag er um, hvar á
að taka, hvorki innan ríkisstjórn-
arinnar, milli stjórnarflokkanna
né milli vinnuveitenda og verka-
lýðshreyfingar, er að blekkja fólk
og verður til þess eins, að ekki er
gengið í það af alvöru að leysa
kjaradeilu BSRB og ríkisins.
- Því fyrr sem ríkisstjórnin
viðurkennir uppgjöf sína í öllu
þessu mikla skattalækkunartali
sem gengið hefur yfir í rúman
mánuð án nokkurs sýnilegs
árangurs - því betra.
- Óraunsæjar vonir vinnu-
veitenda um lægri prósentuhækk-
anir út á lækkun skatta eru löngu
famar að tefja fyri því að lausn
finnist í kjaradeilu BSRB.
- Auðvitað myndi verkalýðs-
hreyfingin taka við skattalækk-
unum með þökkum. Þar hefur
ekki vantað viljann. Verkalýðs-
hreyfingin myndi vafalaust meta
þær ígildi launahækkana, ef um
raunvemlegar kjarabætur væri
að ræða. En um það er ekkert
samkomulag í augsýn. Vinnu-
veitendur og ríkisstjórn em ber-
sýnilega ekki tilbúin til að draga
til baka þær miklu skattívilnanir
og skattalækkanir sem atvinnu-
reksturinn hefur fengið seinasta
árið, en á þá leið til fjáröflunar
hafa fulltrúar verkalýðshreyfing-
arinnar bent.
- Verkalýðshreyfingin mun
sem betur fer aldrei fallast á að
skera niður mikilvæga félagslega
þjónustu eða menningar- og
menntastarfsemi sem þegar hefur
verið skorin feikilega niður í nýju
fj árlagafrumvarpi.
- Þau áform, sem virtust rædd
um skeið í fullri alvöm innan
ríkisstjórnarinnar, að taka erlend
lán til skattalækkana, mun hvorki
verkalýðshreyfing né vinnu-
veitendur fallast á. Ég segi svo
sannarlega: sem betur fer. Inn-
lend lántaka til skattalækkana er
auðvitað ekki síður forkastanleg
og í raun aðeins frestun vandans,
sem kemur þá yfir menn af enn
meiri þunga síðar.
- Það er því löngu ljóst, að
ríkisstjórnin getur ekki boðið
upp á neinar skattalækkanir sem
þannig eru fengnar að verkalýðs-
hreyfingin geti talið þær einhvers
virði. Hún getur auðvitað skipt á
sköttum, hækkað söluskatt og
lækkað tekjuskatt, en það era
skattaskipti sem koma kjaramál-
unum ekkert við.
Ragnar sagði ennfremur að yf-
irlýsingar fjármálaráðherra í DV
þar sém hann mælir gegn skatta-
lækkunarhugmyndum VSÍ sýndu
betur en flest annað, að skattatil-
boð ríkisstjórnarinnar væra
innantóm orð og engar líkur séu á
að um það náist samkomulag.
„Hitt er svo allt annað mál“,
sagði Ragnar að lokum, „að
mörgu þarf að breyta í skatta-
kerfinu. Sjúklingaskattinn á taf-
arlaust að afnema. Skattaívilnan-
ir í þágu félaga og fyrirtækja, sem
samþykktar vora í fyrravetur,
kosta ríkisstjóð hátt á annan milj-
arð króna. Þar er fé, sem nota
mætti til skattalækkana í þágu
launafólks, eins og fulltrúar
Verkamannasambandsins bentu
á. En það munu hins vegar hvorki
ríkisstjórnin né VSÍ samþykkja".
-óg
Fimmtudagur 25. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3