Þjóðviljinn - 25.10.1984, Síða 5
UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
Flmmtudagur 25. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 5
„íslensk áhrif sóttu
á mig í Finnlandi"
Guðný Magnúsdóttir sýnir leirskúlptúra og teikningar í
Listmunahúsinu
Undanfarið hefur staðið yfir í
Listmunahúsinu við Lækjargötu
sýning á leirverkum Guðnýjar
Magnúsdóttur ásamt nokkrum
kola- og pastelteikningum.
Guðný hefur síðastliðin 3 ár verið
við nám og störf í Finnlandi. Sýn-
ingu hennar lýkur á sunnudags-
kvöld og fara því að verða síðustu
forvöð að sjá hana.
Guðný sagði í samtali við Þjóð-
viljann að hún væri seniiilega
fyrsti ísienski listamaðurinn, ef
arkitektar eru ekki taldir með,
sem fer til langrar dvalar í Finn-
landi. Hún sagðist hafa þekkt
lítið til finnskrar listar en þó vitað
að þar væri margt spennandi að
gerast og hún hefði svo sannar-
lega ekki orðið fyrir vonbrigðum.
Guðný fékk styrk frá finnska
menntamálaráðuneytinu og
starfaði um tíma með mjög
þekktri finnskri listakonu, Önnu-
Maríu Osipow. Lengst af hafði
hún vinnuaðstöðu í Pot Viapori á
Sveaborg og sótti ennfremur
framhaldsmenntunarnámskeið
Listiðnaðarskólans í Helsinki.
- Eru þá finnsk áhrif í verkum
þínum?
- Ég held ekki. Pau koma
kannski frekar eftir á. Pað voru
miklu frekar áhrif frá íslandi sem
sóttu á mig meðan ég var í Finn-
landi, hinir björtu og andstæðu
litir í íslenskri náttúru og fjöllum.
En listin er samt alþjóðleg.
Guðný er fædd 1953 og stund-
aði nám í Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1970-1974 og starf-
aði siðan í Reykjavík, m.a. með
Langbrókum, þar til hún hélt til
Finnlands. Hún hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga heima og er-
lendis m.a. einum fjórum í Finn-
landi. Guðný hélt einkasýningu í
Djúpinu 1980, í Helsinki í Artisa-
ani 1982 og Kluvin galleríi í aprfl
á þessu ári.
Á sýningu ber mest á leir-
skúlptúrum sem flestir eru unnir í
hábrenndan steinleir eða jarð-
leir, brenndir í rafmagnsofni. í
flestum þeirra er glerjungur lítið
notaður en litur greiptur í leirinn
eða borinn á hann rakan, þurran
eða brenndan. Flest verkanna
eru tvíbrennd en nokkur oftar.
Leitast er við að fella saman þrí-
víð form og grafíska áferð efnis-
ins.
Sýning Guðnýjar er sannarlega
þess verð að sjá hana en hún er
opin virka daga kl. 10-18 og um
helgina kl. 14-18. - GFr.
Norræna húsið í Reykjavík og
Norræna félagið á íslandi efna til
norrænnar viku á Sauðárkróki
dagana 27. október til 4. nóvem-
ber n.k. í samvinnu við félags-
deild Norræna félagsins á staðn-
um og Safnahúsið á Sauðárkróki.
Laugardaginn 27. október
verður opnuð í Safnahúsinu sýn-
ing á grafíkmyndum eftir finnska
myndlistarmanninn Simo Hann-
ula, en myndir hans hafa verið
sýndar í Norræna húsinu að und-
anförnu. Við það tækifæri verður
einnig flutt sérstök kynning á
Norræna húsinu og starfscmi þess
og á störfum Norræna félagsins.
Þórdís Þorvaldsdóttir, bókavörð-
ur, mun annast kynningu á Nor-
ræna húsinu en Karl Jeppesen,
gjaldkeri Norræna félagsins,
kynnir félagið.
Myndlistarsýningin verður svo
í Safnahúsinu alla næstu viku.
Jafnhliða verður haldin sýning
á bókum og blöðum, sem Nor-
ræna félagið gefur út, svo og á
kynningarritum og bæklingum
um norræna samvinnu.
í kjölfar sýningarinnar og fram
í desember munu stjórnarmenn
Norræna félagsins svo heimsækja
félagsdeildir, skóla og stofnanir á
Norðurlandi vestra til þess að
kynna norrænt samstarf og Nor-
rænu félögin.
Um síðustu helgi var opnuð vatnslitasýning Katrínar H. Ágústsdóttur á Kjarvalsstöðum og eru á henni 62 verk. Opið er
daglega kl. 14-22 og lýkur sýningu á sunnudagskvöld.
Jakob sýnir
í Listasafni
ASI
Þeir sem lentu í því að opna
málverkasýningu meðan á fjöl-
miðlaverkfalli stóð hafa átt býsna
erfitt með að koma boðum út um
sýningar sínar. Einn af þeim er
Jakob Jónsson sem opnaði sýn-
ingu 6. október og átti henni að
vera lokið en nú hefur henni ver-
ið framlengt til nk. sunnudags.
Sýningin er í Listasafni ASÍ.
Öll verk Jakobs eru unnin með
olíulit á striga eða olíupastel á
pappír og eru gerð á tímabilinu
1979-1984. Jakob stundaði nám í
Kaupmannahöfn á árunum 1965-
1971 og hefur haldið tvær einka-
sýningar áður í Reykjavík. Þessi
sýning er helguð bróður lista-
mannsins, Birni Jónssyni, sem
lést á síðasta ári. Opið er daglega
kl. 14 - 22. - GFr.
Arkitektúr
Lokaverkefni
f Ásmundarsal
Arkitektafélag íslands heldur
þessa dagana sýningu í húsi sínu,
Ásmundarsal við Freyjugötu, á
lokaverkefnum 15 ungra arki-
tekta, sem lokið hafa námi frá
mismunandi skólum í Evrópu og
Ameríku á sl. 2 árum.
Verkin eru bæði skipulags-
verkefni og byggingarverkefni,
mörg tengd íslenskum aðstæð-
um.
Samhliða sýningunni eru verk-
in kynnt og verður síðasta
kynningar- og umræðukvöld nk.
föstudagskvöld, kl. 20.30, 26.
okt. Aðgangur er ókeypis.
Sýningin er opin daglega frá kl.
13-22 út þennan mánuð.
Gallerí
íslensk list=
Norrœn vika
á Sauðárkróki
Hafsteinn
Austmann
sýnir
vatnslita-
myndir
Hafsteinn Austmann hefur að
undanförnu verið með sýningu á
Kjarvalsstöðum sem vafalaust
hefur farið fyrir ofan garð og neð-
an hjá mörgum vegna fjölmiðla-
leysis. Þó er enn möguleiki að sjá
hana og sömuleiðis vatnslita-
myndasýningu Hafsteins í Gallerí
íslensk list að Vesturgötu 17 en
hún er opin á virkum dögum kl.
9-18 og um helgina verður hún
opin kl. 14-18 en henni lýkur á
sunnudag.
Hafstein ætti að vera óþarfi að
kynna en hann er fæddur árið
1934 og lærði myndlist hér heima
og í París en hefur farið í fjöl-
margar námsferðir til erlendra
stórborga. Fyrstu sjálfstæðu
einkasýningu sína hélt hann hér
heima í Listamannaskálanum
1956 og vakti hann þá þegar
mikla athygli. Hann hefur ávallt
haldið sig við afstraktformið.
- GFr.
Hafsteinn Austmann hefur verið trúr
afstraktlistinni.