Þjóðviljinn - 25.10.1984, Side 7

Þjóðviljinn - 25.10.1984, Side 7
 Ftmmtudagur 25. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 „Maður er ekkert meira heima hjá sér en venju- lega“, sagði Harpa Karlsdóttir talkennari úr Kópa- vogi við Þjóðviljann, þar sem hún gætti eins poilans sem binda átti Laxá við í fyrradag. „Ég stóð heilmargar vaktir við Háskólann í upphafi verkfalls en er nú einkum á verkfallsvöktum á kvöldin og nóttunni þegar börnin mín eru sofnuð“, sagði Harpa sem er fjögurra bama móðir. Hún hefur lengst af staðið vaktir við Öskju. Harpa sagði undantekningu ef fólk væri ekki virkt í verkfallsstarfinu enda mikill hugur í mannskapnum og „reglulega góð stemmning“. „Börnin taka eihnig þátt í þessu. Nú er t.d. dóttir mín Ýr, sem er 12 ára, heima að baka því á morgun verð ég, ásamt starfsfélögum mínum úr Kópavogi, með kaffiuppá- hellingu í Kennaraathvarfinu í Borgartúni. Eldri börnin hafa einnig gætt yngri barnanna enda hvorki skólar né leikskólar.“ „Verst þykir okkur nú samt að Dagsbrúnarmenn og sjómenn skuli vera í slag við okkur verkfallsverði. Reyndar eru þetta aðallega ungir menn, gömlu harðjaxlarnir taka ekki þátt í þeim leik“, sagði Harpa Karlsdóttir. -jp ( Kennaraathvarfinu las Guðrún Þ. Stephensen upp sögu sem börn og fullorðnir hlýddu á með athygli. Troð- fullur salur af kennurum og þeirra börnum enda ýmislegt til skemmtunar milli 3 og 4 hvern dag. Mynd - eik. Harpa Karlsdóttir gætti þess að Laxá yrði ekki bundin við pollann á bryggjunni við Kornhlöðuna í Sundahöfn í fyrradag. Mynd - eik. Verkfallsverðir Börnin taka einnig þátt * A verk- falls- vakt

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.