Þjóðviljinn - 25.10.1984, Blaðsíða 9
MANNLÍF
Láglaunamaður
Átök
Hélt sig Súpermann!
- Hvað segirðu? Viltu heyra
verkfallsvörslusögur? - spurði
Helgi Helgason kennari kímin-
leitur þegar Þjóöviljinn dró hann
út af fundi í kennaraathvarfinu.
Hann hefur verið virkur í vörsl-
unni og lent í ýmsum ævintýrum
eftir því sem frést hefur.
- Viltu heyra söguna af því
þegar ég hélt ég væri Súper-
mann?
- Það var þegar við vorum að
passa upp á að nemendur færu
ekki inn í Háskólann. Verkfalls-
verðir skiptu sér á allar dyr og ég
lenti ásamt nokkrum konum við
aðaldyrnar. Þangað komu svo 5
fflefldir karlmenn saman í hóp,
gengu þungum og ákveðnum
skrefum með stressboxin sín upp
að dyrunum, sviptu konunum frá
með snöggu og ákveðnu hátta-
lagi. Ég sá að í óefni stefndi og
ákveð að gera mitt til að þessir
ómeðvituðu nemendur færu ekki
inn í skólann. Ég hélt sem sé um
stund að ég væri Súpermann og
færi létt með þessa náunga. Tók
mér stöðu við dyrnar og breiddi
úr mér eftir bestu getu. Þeir
gerðu sér þó lítið fyrir: sviftu dyr-
unum upp og ég rankaði við mér
lengst inni í anddyri skólans,
hafði þeyst þangað eins og fis í
látunum.
- Svona hafa vonbrigðin orðið
fleiri í þessu verkfalli og sjálfs-
álitið minnkað. Maður hélt sig
vera sæmilega þjálfaðan en svo
hefur komið í ljós að þegar til
átaka kemur hefur maður ekkert
að segja. Ég lenti einnig á átaka-
vakt við Öskju en eftir þessi læti
hef ég verið á rólegum vöktum á
kvöldin og nóttunni.
Helgi Helgason er í 10 manna
hópi verkfallsvarða úr Snælands-
skóla sem fer saman á vaktir. Sá
hópur hefur verið sæmdur „Mör-
gæsaorðu“ af öðrum verkfalls-
vörðum vegna brandaranna sem
þeir hafa sérhæft sig í.
Já, það gerist ýmislegt í
mannlífinu þessa dagana og næt-
urnar undir yfirborðinu, enda
samstaðan mikil og hugur í
mannskapnum.
-jP
á sólarhring
„Við skiptumst á við að skipu-
leggja verkfallsvaktirnar, okkar
starf í verkfallinu er einnig vakta-
vinna", sagði Hrafnhildur
Gunnlaugsdóttir kennari í Foss-
vogsskóla þegar Þjóðviljinn
ræddi við hana á skrifstofu
BSRB.
Hildigunnur Þórsdóttir kennari í Ölduselsskóla ásamt syninum Hróbjarti Þorsteinssyni 5 óra.
(Mynd: eik).
Hringingakerfi
til að allir hittist
inn hitti í kennaraathvarfinu í athvarfinu sem hefði að jafnaði
Borgartúni. verið tvisvar í viku meðan verk-
Hildigunnur sagði kennara fall hefur staðið yfir.
skólans hafa með sér hringinga- „Já! Ég er tilbúin í lengri bar-
kerfi sem hringt væri eftir daginn áttu ef þess þarf!“, sagði Hildi-
áður en ákveðið væri að hittast í gunnur. - jp
Til í
allt
Launin svo lág að
varlatekurþvíað
vinnafyrir þeim.
Uthlutun úr
verkfallssjóði til
kennara 2.500 til
3.500 krónur.
„Baráttuhugurinn í þessu verk-
falli margfaldaðist þegar ég sótti
um úthlutun úr verkfallssjóði
BSRB“, sagði Helgi Helgason
kennari í samtali við Þjóðviljann.
„Þá fyrst geröi ég mér grein fyrir
hversu gífurlega lágar ráðstöfun-
artekjurnar hafa verið á mánuði
þetta árið. Það tekur því ekki að
semja upp á áframhaldandi sult-
arlaun. Tekur því varla að vinna
fyrir þessum lágu launum."
Þegar sótt er um úthlutun úr
verkfallssjóði þarf að útfylla um-
sókn og meðal annars geta um
útborguð laun á árinu. „Eg sá þá
að útborguð laun mín fyrstu 10
mánuði ársins eru aðeins
166.000. Þetta eru þau laun sem
ég hef eftir þriggja ára háskóla-
nám. Svei mér þá ef ég er ekki til í
allt til að þau tosist upp“, sagði
Helgi.
Einstaklingar hafa fengið
2.500 krónur úr verkfallssjóði en
hjón með 1 barn hafa fengið
3.500 krónur. Kennararnir sem
Þjóðviljinn hitti sögðu gott að fá
kaffi og meðlæti í athvarfinu og
brauð á vöktunum því hundrað-
krónuseðlarnir sem þeir hafa
milli handanna duga ekki fyrir
nauðþurftum. Var þó hugur í
þeim, sögðu vini og vandamenn
hjálpa uppá og aldrei hafi verið
meira um að þeim sé boðið í mat
hingað og þangað.
-jP
Snorri Jóelsson (t.v.) og Sylvía Guðmundsdóttir umsjónarmenn í kennaraathvarfinu ásamt Helga Helgasyni. Snorri og
Helgi eru í 10 manna hópi sem stundar verkfallsvörslu á kvöldin og nóttunni. i hópnum eru kennarar úr Snælandsskóla
og kallast hann Mörgæsahópurinn vegna brandaranna sem þeir hafa sérhæft sig í. Sagt er að mikið hafi verið samið af
nýjum skrýtlum og gátum síðan verkfallsvarsla hófst, auk þess sem kveðist er á af kappi. (Mynd: eik).
Kennaraath varfið
Vinsælt og
eflir samstöðuna
6 kennarar hafa umsjón með athvarfinu
Kennaraathvarfið er í kjallar-
anum að Borgartúni 18, húsinu
sem Sparisjóöur vélstjóra er í.
Þar fóru kennarar að hittast þeg-
ar í upphafi verkfalls. Enda skól-
arnir lokaðir og samastað vant-
aði til að ræða málin. 6 kennarar
hafa umsjón með athvarfinu.
Þegar Þjóðviljinn heimsótti kenn-
araathvarfið voru Snorri Jóels-
son og Sylvía Guðmundsdóttir
umsjónarmenn dagsins og
sögðu þau okkur frá starfseminni
á staðnum.
„Hingað koma allt að 500
manns yfir daginn. Það er opið
milli kl. 14 og 17 og
skemmtiatriði ásamt nýjustu
fréttum af samningamálum eru
milli 3 og 4. Athvarfið er vinsælt
og þjónar mikilvægu hlutverki
við að efla samstöðuna. Ef ein-
hverjum fer að förlast í trúnni les-
um við bara ræðuna hans Al-
berts!
Trúnaðarmenn skólanna hafa
notað athvarfið til að kalla saman
sitt fólk. Einnig koma kennarar
utan af landi í heimsókn.
Við höfum ávallt kaffiveitingar
og sjálfboðaliðar hafa unnið við
þær. Allt byggist á frjálsum fram-
lögum. Skólarnir hafa sameinast
um að sjá um kaffið til skiptis.
Einnig hafa nokkur bakarí sent
okkur meðlæti. Greiðslu höfum
við ekki tekið fyrir kaffi og með
því en þeir sem eiga einhvern
pening hafa mátt borga“, sögðu
Snorri og Sylvía.
Guðmundur Ámason tók þátt í fjöldasöng eftir að hann skýrði stöðuna í samningamálunum á fundi í kennaraathvarfinu í fyrradag. (Mynd: eik).
Samninganefndin
Með baráttuhug að bakhjarli
„Ef ekki væri þessi baráttuhugur í fólkinu værum við löngu búin að semja því kennaraathvarfinu í Borgartúni í fyrradag.
þessibakhjarlhefurkomiðívegfyriraðviðhöfumbrotnaðniður. Fyrirvikið höfum „Lengst af var okkur haldið í 5% tilboðum og það var ekki fyrr en eftir
við möguleika á að ná sómasamlegum samningum!" Svo sagði Guðmundur Reykjavíkursamninginn sem eitthvað fór að gerast. Hugurinn í fólkinu hérna er
Ámason, einn af 10 manna samninganefnd BSRB, þegar Þjóðviljinn hitti hann í ómetanlegur stuðningur." - jp
Unga fólkinu í kennaraathvarfinu þótti söngurinn skemmtilegri en fréttir af samningamálum. Ástandiö lagaðist þó til
muna þegar boðið var upp á djússopa. (Mynd: eik).
Fjöldi sjálfboðaliða bíður skömmu fyrir vaktaskipti eftir skipun frá Hrafnhildi Gunnlaugsdóttur um hvar þeir skuli gæta þess næstu klukkustundir að
verkfall sé virt í hvívetna. (Mynd: eik).
„Verkfallsverðir eru á vakt í 4
tíma í senn nema á Grundartanga
þar sem þeir eru lengur.“ Hrafn-
hildur sagði það koma fyrir að
skortur væri á verkfallsvörðum
en mörg hundruð manns starfa
við þetta á sólarhring. „Fólk úr
öllum starfshópum kemur hingað
og býður sig fram, kennarar eru
mjög virkir.“
Á skrifstofu BSRB er einnig
mannskapur í að smyrja brauð og
hita kaffi sem síðan er fært verk-
fallsvörðum. Yfir 500 samlokur
eru smurðar á sólarhring og kaffi-
lítrarnir sem drukknir eru skipta
tugum ef ekki hundruðum.
-jP
örlygur Richter kennari í Ölduselsskóla stjórnaði fjöldasöng og spilaði undir
þegar Þjóðviljinn heimsótti kennaraathvarfið. (Mynd: eik).
Verkfallsvaktir
500 samlokur
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 25. október 1984
Flmmtudagur 25. október 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9