Þjóðviljinn - 25.10.1984, Síða 11
Búseti og húsnæðiskreppan
eftir Jón Rúnar Sveinsson
í sunnudagsblaði Þjóðviljans
þann 19. ágúst sl. gat að líta um-
fjöllun um ágæta tillögu Guðrún-
ar Hallgrímsdóttur, þess efnis að
Húsnæðisstofnun beiti reglu-
gerðarákvæðum í því skyni að
knýja fram lægra útborgunar-
hlutfall í fasteignaviðskiptum.
f umfjöllun blaðsins eru hús-
næðismálin tekin til meðferðar
vítt og breitt, og er m.a. á nokkr-
um stöðum rætt um Búseta-
hreyfinguna ogstöðu hennar. Þar
sem mér þykír gæta nokkurs mis-
skilnings um niðurstöðu af-
greiðslu Alþingis sl. vor á málum
Búseta leyfi ég mér hér að rifja
upp helstu málsatvik.
Það er nefnilega alls ekki rétt
sem kemur fram í inngangi blaða-
manns, að „Búseta hafi verið út-
hýst úr kerfinu“ í vor. Þvert á
móti, eftir að frumvarp Alexand-
ers Stefánssonar er að lögum orð-
ið, hafa þau þrjú húsnæðissam-
vinnufélög, sem þegar hafa verið
stofnuð, öðlast ótvíræðan rétt til
80% lána til 31 árs úr hinum fé-
lagslega byggingarsjóði!
Búseti var aldrei úti-
lokaður
Ég mun nú rekja hvernig laga-
legum rétti húsnæðissamvinnu-
félaganna er háttað eftir að hús-
næðisfrumvarpið varð að lögum.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
veitti húsnæðissamvinnufélögum
rétt til lána úr hinum félagslega
byggingarsjóði. Þetta kom fram í
framsöguræðu félagsmálaráð-
herra er hann fylgdi húsnæðis-
frumvarpinu úr blaði þann 8. des.
1983 og sömuleiðis í greinargerð
með frumvarpinu, þar sem
beinlínis var rætt um lánveitingar
til byggingarfélaga er stofnuð
væru að tilhlutan samtaka
leigjenda. Það var þessi athuga-
semdargrein sem Halldóri
Blöndal sást yfir þegar hann fór
að halda fram þeirri fráleitu hug-
mynd að húsnæðissamvinnufélög
ættu ekki rétt til lána samkvæmt
frumvarpinu. Það var því lestrar-
tregða Halldórs Blöndals sem var
upphaf þess fáránlega darraðar-
dans sem átti sér stað á Alþingi sl.
vor, með fimm frestunum um-
ræðna og einkar frjálslegri með-
ferð þingskapa.
33. grein c. í frum-
varpinu var svohljóð-
andi:
„(Félagslegar íbúðir teljast
skv. lögum þessum:) c. Leigu-
íbúðir sem byggðar eru eða
keyptar af sveitarfélögum, stofn-
unum á þeirra vegum og/eða
ríkisins eða af félagasamtökum
og ætlaðar eru til útleigu við hóf-
legum kjörum fyrir námsfólk,
aldraða, öryrkja og aðra sem
ekki hafa aðstöðu til þess að
eignast eigið húsnæði við hæfi.“
Þess má geta, að þessi grein var
algerlega óbreytt frá stjórnarf-
rumvarpi er Svavar Gestsson
lagði fram sem félagsmálaráð-
herra árið áður.
Niðurstaða „Búsetamálsins" á
Alþingi varð sú, að aftan af 33.
grein c. voru felld þessi 14 orð-
: „...og aðra sem ekki hafa að-
stöðu til þess að eignast eigið
húsnæði við hæfi.“
Að þessari skurðaðgerð lok-
inni hljóðar greinin, sem nú er
orðin að landslögum, svo:
„c. Leiguíbúðir sem byggðar
eru eða keyptar af sveitarfé-
lögum, stofnunum á þeirra
vegum og/eða ríkisins eða af
félagasamtökum og ætlaðar
eru til útleigu við hóflegum
kjörum fyrir námsfólk, aldraða
og öryrkja."
Inntak greinarinnar er nánast
óbreytt frá því sem áður var.
Samkvæmt greininni má veita lán
til félagasamtaka sem hafa innan
vébanda sinna námsfólk, aldraða
og öryrkja. í könnun sem fór
fram á meðal félaga Búseta í
Reykjavík kom í ljós, að rúm
30% félagsmanna tilheyrðu þess-
um hópum, þar af um 20% náms-
fólk. Að auki voru 13% félags-
manna einstæðir foreldrar.
Ljóst er, að Búseti uppfyllir
skilyrði laganna. Húsnæðisstofn-
un er því skylt að veita húsnæðis-
samvinnufélögunum lán, þar sem
um er að ræða félagasamtök sem
hafa umrædda félagslega forg-
angshópa innan sinna vébanda.
Rangfœrslur
fjölmiðla
Af óskiljanlegum ástæðum
varð sú saga til í vor og var slegið
upp í fjölmiðlum, þar á meðal hér
í Þjóðviljanum, að sú lagagrein
sem veitti Búseta rétt til lána
hefði verið felld niður. Þessi lyga-
saga var nógu oft endurtekin til
þess að þjóðin trúir því almennt
að einmitt þetta hafi skeð.
Á þessum misskilningi byggist
sú afstaða sem fram kemur í
greinum og viðtölum blaða-
manns Þjóðviljans, að Búseti hafi
verið góð hugmynd sem íhaldinu
hafi hins vegar tekist að drepa í
fæðingunni. Ekki þarf að fjölyrða
hve niðurdrepandi slík afstaða er
fyrir baráttuanda þeirra þúsunda
fslendinga sem á einn eða annan
hátt hafa tekið þátt í baráttunni
fyrir Búseta.
Búsetafélögin munu á næstu
vikum láta myndarlega í sér
heyra, m.a. annars hafa þau haft
frumkvæði að ráðstefnu um fé-
lagslegar íbúðabyggingar á ís-
landi sem haldin verður í haust í
samvinnu við ASÍ og BSRB.
Blaðaútgáfa er öflug og fyrir
dyrum stendur stofnun lands-
sambands húsnæðissamvinnufé-
laga. Síðast en ekki síst hafa verið
lagðar fram umsóknir um bæði
lóðir og lán til byggingar 56 íbúða
í Reykjavík, 12 á Akureyri og 8 á
Selfossi, eða samtals 76 íbúða.
í rauninni skipti meðferð Al-
þingis í vor, þrátt fyrir allt fjaðr-
afokið, harla litlu máli um fram-
tíð Búseta. Það lá fyrir áður en í
odda skarst mill stjórnarflokk-
anna, að þröngt yrði um fjár-
magn til aukinna félagslegra
íbúðabygginga, og þrátt fyrir að
lagalegar hindranir við lánum til
húsnæðissamvinnufélaga séu
ekki lengur fyrir hendi, þá hefur
fjárhagsstaða hins félagslega
byggingarsjóðs versnað til muna
síðan í vor.
Hér er ég kominn að síðara efní
þessarar greinar, kreppu íslenska
húsnæðiskerfisins. Hvaða leiðir
verða valdar til lausnar henni
ráða úrslitum um framtíð Búseta.
Islenska
húsnœðiskreppan
Fyrir þremur árum ritaði ég,
ásamt Inga Val Jóhannssyni,
yfirlitsgrein um húsnæðismál á ís-
landi í tímarit norrænna félags-
fræðinga, Acta Sociologica. í
greininni slógum við því föstu, að
á íslandi ríkti húsnæðiskreppa
sem færi stöðugt dýpkandi. Ýms-
ir málsmetandi menn sem við
ræddum við töldu að við tækjum
þarna of djúpt í árinni. Því miður
höfum við reynst sannspáir, (1)
verðtrygging, (2) ónóg fjárm-
ögnun, (3) stórir árgangar ungs
fólks og (4) stöðugt versnandi
lífskjör, allir þessir- þættir hafa
lagst á eitt um að skapa verra og
verra kreppuástand.
Nýjasta höggið í sama knérunn
er vaxtahækkun sú, sem hefur
það í för með sér, að fólk sem
tekur lán eftir 1. júlí 1984 verður
eitt allra lántakenda að bera
raunvexti á bilinu 4-6%. Ráða-
mönnum húsnæðismála finnst
greinilega að kynslóðamisréttið
hafi ekki verið orðið nægjanlegt
fyrir þessa gífurlegu vaxtahækk-
un. Fyrir fimm árum var lögleidd
full verðtrygging, sem í einu vet-
fangi skapaði gífurlegan aðstöðu-
mun milli aldurshópa. Það á ör-
ugglega eftir að koma í ljós að
hinar gífurlegu vaxtahækkanir
sem nú eru að skella á, auka enn
frekar á þetta misrétti.
Veigamesti þáttur íslensku
húsnæðiskreppunnar er fjár-
magnsskorturinn. Verði ekki
leyst úr þeim vanda á raunhæfan
hátt, þá mun heil kynslóð lenda
úti í kuldanum í húsnæðismálum.
Eina raunhæfa lausnin á vanda
leigumarkaðarins, leið húsnæð-
issamvinnunnar, er sömuleiðis
útilokuð án lausnar fjármögn-
unarkreppunnar.
Óhagstœð skipti við
lífeyrissjóðina
Þegar húsnæðislöggjöfin var
endurskoðuð árið 1980 var á
pappírnum byggt upp flókið lán-
akerfi, en hins vegar var alger-
lega vanrækt að tryggja
fullnægjandi fjármögnun þessa
kerfis. Fyrst og fremst var treyst á
fjámagn frá lífeyrissjóðum, en
þar sem að lánstími lána lífeyris-
sjóðanna er mun styttri en sá
lánstími sem Húsnæðisstofnun
endurlánar fjármagnið til hús-
byggjenda, þá stefnir óðfluga í
það, að húsbyggingarsjóðirnir
borgi lífeyrissjóðunum hærri
upphæðir á ári hverju í vexti og
afborganir en sem nemur lög-
boðnum skuldabréfakaupum líf-
eyrissjóðanna. Þá verður líkt á
komið um lífeyrissjóðsfjámagnið
og nú þegar er orðið með skyld-
usparnað ungs fólks, á síðasta ári
var nefnilega greitt út meira af
skyldusparnaðarfé en innbundið
var hjá Byggingarsjóð ríkisins á
sama tíma.
Skylduspamaðurinn er sem sé
nú þegar kominn „í mínus“, fjár-
magnsskiptin við lífeyrissjóðina
verða orðin neikvæð á næsta eða
þar næsta ári.
Fjárhagsörðugleikarnir á
þessu ári eru merki þess að sá
gálgafrestur, sem stjórnvöld
keyptu sér árið 1980 með notkun
lífeyrissjóðafjármagnsins, er að
renna út. Óbrigðult merki um
þetta er sú staðreynd að á sl. vori
var stöðu Byggingarsjóðs ríkisins
bjargað fyrir horn með sérstöku
erlendu láni. Slíkt hefur ekki
gerst áður, en er tákn þess sern
koma skal ef haldið verður áfram
á braut sömu handahófsstefnu.
Ný tekjuöflun - nýtt
félagslegt átak
Erlend lán eru, sem kunnugt
er, aðeins ávísun á aukna skatt-
lagningu er fram líða stundir. Ég
tel því að hreinlegast sé í þessu
efni að ganga beint til verks og
taka upp sérstaka skattlagningu í
þágu húsnæðislánakerfisins. Slíkt
hefur verið gert áður, með hvað
eftirminnilegustum hætti þegar
sérstökum launaskatti var komið
á árið 1965 í því skyni að fjár-
magna byggingar á vegum Fram-
kvæmdanefndar byggingaráætl-
unar, en á vegum hennar voru
reistar samtals 1251 félagslegar
íbúðir á árunum 1968-74.
Er ekki kominn tími til þess að
verkalýðshreyfingin setji hús-
næðismálin aftur á oddinn í kjar-
asamningum? Það er ekki nokk-
ur vafi á því, að í dag er þörf fyrir
álíka átak innan ramma félags-
lega íbúðabygginga og
Breiðholtsframkvæmdirnar voru
á sínum tíma.
Þegar rætt er um skattlagningu
í þágu húsnæðislánakerfisins
verður ekki komist fram hjá
þeirri staðreynd, að um langt ára-
bil voru húsnæðislán veitt án
verðtryggingar, þannig að stórir
aldurshópar sluppu að verulegu
leyti við endurgreiðslu húsnæðis-
lána sinna.
Vel mætti hugsa sér að ein-
hvers konar jöfnunargjald, sem
lagt væri á t.d. allar íbúðir er
keyptar væru á árunum 1965-
1979. Tekjurnar af þessu gjaldi
væru notaðar til stórátaks í fé-
lagslegum íbúðabyggingum með
svipuðum hætti og þegar launa-
skatturinn var notaður til
Breiðholtsframkvæmdanna.
Þær blikur eru nú á lofti í hús-
næðismálum þessarar þjóðar sem
benda til þess að láglaunafólk og
ungt fólk muni í framtíðinni eiga
jafnvel enn erfiðara uppdráttar
en hingað til. Það er því nauðsyn-
legt að standa vörð um og efla
hinar félagslegu lausnir eins og
hægt er. Að mínu áliti er lag fyrir
verkalýðshreyfinguna á komandi
hausti að knýja fram nýtt stór-
átak í félagslegum íbúðabygging-
um, svo sem gert var fyrir 19
árum.
Jón Rúnar Sveinsson
er félagsfræðingur og formaöur
Húsnæðissamvinnufélagsis
Búseta
Þær blikur eru nú á lofti í húsnœðismálum þess-
arar þjóðar sem benda til þess að láglaunafólk
og ungtfólk muni íframtíðinni eiga jafnvel enn
erfiðara uppdráttar en hingað til. Það er því
nauðsynlegt að standa vörð um félagslegar
lausnir.
LESENDUR
Óhugnanleg
f síðustu viku, var Vestmanna-
eyingur nokkur látinn koma fram
í útvarpinu og lýsa því yfir, að ef
frystihúsin í Éyjum stöðvuðu
starfsemi sína, mundi allt athafn-
alíf þar leggjast í auðn. Sjómenn
verða atvinnulausir, heimilin
leggjast í rúst og bæjarfélagið
gjaldþrota.
Margir héldu að þetta væri
bara venjuleg hótun í sambandi
við launakröfur verkalýðsfélag-
anna þar, og þar á meðal forustu-
menn verkalýðsfélaganna. En
þeir virðast ekki gera sér það ljóst
að þetta er bláköld staðreynd,
staðreynd
sem maðurinn sagði, fámenn
klíka frystihúsaeigenda hefur
raunverulega svo mikið vald að
þeir geta framkvæmt allan þenn-
an verknað eftir geðþótta sínum.
Þeir geta gert sjómenn atvinnu-
lausa, lagt heimilin í rúst og
bæjarfélagið gjaldþrota.
Þetta er hinn raunverulegi
draugur, sem verkalýðurinn þarf
að berjast við, ef þeir ætla sér að
lifa þarna áfram mannsæmandi
lífi. Minnka vald þessa óhugnan-
lega draugs, sem hefur örlög alls
fólksins þar á valdi sínu.
M.F.
Flmmtudagur 25. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11