Þjóðviljinn - 25.10.1984, Síða 13
U-SIÐAN
Hvað býður ASSE upp á?
Dvöl í Bandaríkjunum eða
Kanada1* í eitt skólaár. Ef þú ert
16 eða 18 ára við brottför héðan í
ágúst getur þú sótt um:
Búsetu hjá fjölskyldu, sem hefur
boðist til að taka að sér skipti-
nema og gera hann að hluta fjöl-
skyldunnar. Fulltrúar ASSE í
Bandaríkjunum, sem eru um 300
talsins, hafa valið þessar fjöl-
skyldur vandlega úr stórum hópi
umsækjenda. Þær taka til sín
skiptinema án nokkurrar greiðslu
vegna þess að þeim finnst áhuga-
vert og ánægjulegt að hafa í fjöl-
skyldunni ungling fr’á öðru landi.
Flestar fjölskyldurnar hafa opn-
að þannig heimili sín áður, einu
sinni eða oftar.
Skólavist í „High-school“ í eitt
skólaár. High-school er síðustu
þrjú árin af 12 ára skólagöngu í
Bandaríkjunum og þaðan út-
skrifast fólk 17-18 ára gamalt. Því
samsvarar High-school í rauninni
9. bekk og tveimur fyrstu árunum
í framhaldsskóla. Valfrelsi nem-
enda er mikið hvað varðar hin
ýmsu fög, og félagslíf í skólanum
er alla jafna mun meira en gerist
hér á landi.
Hvað er ASSE?
ASSE er skammstöfun fyrir
AMERICAN SCANDINAVI-
AN STUDENT EXCHANGE
og á sér nærri hálfrar aldar sögu.
Upphafið var í Svíþjóð þar sem
forystumenn menntamála beittu
sér fyrir því, að sænskir unglingar
ættu kost á námsdvöl í öðrum
Evrópulöndum. Síðar komu
Bandaríkin inn í myndina og síð-
an 1975 hafa unglingar á Norður-
löndum átt kost á námsdvöl í
Bandarikjunum og bandarískir
unglingar átt kost á námsdvöl í
hinum ýmsu Evrópulöndum,
bæði á Norðuriöndum, Sviss,
Bretlandi og Þýskalandi. Þrjú
síðastnefndu löndin senda líka
ASSE-skiptinema vestur um haf.
ASSE á nána samvinnu við
menntamálaráðuneytin í Svíþjóð
og Finnlandi og Æskulýðsráðið í
Noregi, svo og bandarísk yfir-
Hvað kostar námsdvöl í
Bandaríkjunum á vegum ASSE og
hvað er innifalið í verðinu?
Námsdvöl kostar 2960 dollara.
í verðinu er innifalið:
• Flug frá íslandi til Bandaríkj-
anna og heim aftur
• Flug innan Bandaríkjanna (eða
Kanada) til og frá heimaborg
fjölskyldunnar, sem dvalið
verður hjá
• Fararstjórn og aðstoð meðan á
ferðum stendur
• Fæði og húsnæði meðan á
dvölinni stendur
• Skólavist í High-school og
skólabækur
• Undirbúningsnámskeið á ís-
landi fyrir brottför
• Allar upplýsingar, sem þú
þarfnast og öll sú vinna, sem
unnin er hér heima og í Banda-
rikjunum varðandi val á fjöl-
skyldu
Ferða- og slysa-
tryggingar eru
ekki innifaldar í
verðinu
Hluti af hópnum sem fór út f ágúst sl. ásamt leiðbeinendunum Stefaníu Harðardóttur og Kjuregej Alexandra leikkonu.
Æðislegt fjör
U-síðan rabbar við Stefaníu Harðardóttur
starfsmann ASSE
Þar sem U-síðuna langaði til
að forvitnast meira um ASSE
ísland, var stefnan tekin á
skrifstofuna til að hitta Stefan-
íu Harðardóttur starfsmann
samtakanna. Þegar mig bar
þar að garði sat hún í óða önn
við að sleikja frímerki.
- Ég er að ganga frá sendingu í
alla framhaldsskóla á landinu.
Þetta er einskonar kynning á
starfseminni.
- Hvemig hefur hún gengið?
- Það er nú ekki komin mikil
reynsla á þetta hér hjá okkur. 1.
hópurinn var sendur í ágúst s.l.
og nú erum við að byrja undir-
búning fyrir næsta hóp sem mun
fara í ágúst ’85.
- Vex það ekki í augum ung-
linganna að vera heilt ár að
heiman?
- Auðvitað gerir það það,
námsdvöl eins og þessi í Banda-
ríkjunum er ekki sambærileg við
skemmtiferð til útlanda. Þó engu
að síður sé hún meiriháttar ævin-
týri. Þar kemurðu í nýtt umhverfi
þar sem enginn þekkir þig og þú
þekkir heldur engan og átt þess
kost að eignast nýja vini, kynnast
öðrum siðum og lífsgildum og
breyttum aðstæðum. I því felst
líka álag, sem reynir á getu þína,
þor og hæfileika til að umgangast
annað fólk. Sjóndeildarhringur-
inn víkkar og þú lærir enskuna vel
með því að lifa og hrærast í
enskumælandi umhverfi. Og þá
er fátt eitt talið.
- En hvernig eru væntanlegir
skiptinemar undirbúnir undir all-
ar þessar breytingar?
- Já, þar komum við að veiga-
mesta hluta starfsins. Krakkarnir
taka þátt í undirbúningsnám-
skeiði, þar sem þeim er kennd
t.d. leikræn tjáning, þau fá til-
sögn og æfingu í landkynningu og
ræðumennsku. Einnig höfum við
fengið til liðs við okkur fyrrver-
andi skiptinema sem koma og
segja frá reynslu sinni og miðla
góðum ráðum.
- Hvernig gekk svo með hóp-
inn sem er úti núna?
- Þetta var alveg æðislega
skemmtilegt, það var svo mikið
fjör í mannskapnum.
- En hafiði svo eitthvert sam-
band við krakkana?
- Já, já, við hringjum í þau og
svo fáum við líka bréf. Svo að
dvölinni úti lokinni þá mynda
þeir sem hafa verið skiptinemar
með sér félagsskap og aðstoða
ASSE við að kynna starfsemina
ogveljanýjaskiptinema. Þá gefst
þeim einnig tækifæri á að sækja
um þátttöku í „Washington
Workshop" sem er einskonar
námskeið, fyrst og fremst ætlað
bandarískum unglingum, sem
hafa sérstakan áhuga á
stjórnmálum og hafa jafnvel í
hyggju að leggja þau fyrir sig. Þá
viku sem námskeiðið stendur,
eru skipulagðar heimsóknir á;
ýmsa staði í Washington, er
varða stjórn landsins, svo og
fundir með bandarískum þing-
mönnum og öðrum framá-
mönnum í stjórnmálum landsins
og stjórnsýslu. Þeim sem komast
inn á þetta námskeið gefst því
einstakt tækifæri til að kynnast og
fá innsýn í bandarísk stjórnmál.
- Hvenær rennur svo umsókn-
arfresturinn út?
- Ja, vegna verkfallanna fram-
lengdum við hann fram í nóvem-
ber.
ÁÞ
til útlanda. Engu að síður er hún
meiri háttar ævintýri. Þú kemur í
nýtt umhverfi þar sem enginn
þekkir þig og þú þekkir heldur
engan og átt þess kost að eignast
nýja vini, kynnast öðrum siðum
og lífsgildum. f því felst líka álag
- það reynir á getu þína og þor og
hæfileika til þess að umgangast
annað fólk. Sjóndeildarhringur
þinn víkkar og þú lærir enskuna
vel með því að lifa og hrærast í
enskumælandi umhverfi. Þá er
fátt eitt talið.
l)Umsækjendur, sem óska þess
sérstaklega, geta ef til vill fengið
dvöl í Kanada. Ekki er þó hægt
að tryggja öllum, sem þess óska,
dvöl í Kanada.
Hugmyndasamkeppni
a) Nýtt merki fyrir Landsbankann.
b) Afmælismerki í tilefni 100 ára
afmælis bankans.
c) Minjagripur vegna afmælisins.
í tilefni af 100 ára afmæli Landsbanka íslands 1986 býöur
bankinn til samkeppni um nýtt merki fyrir bankann,
afmælismerki og minjagrip vegna afmælisins.
Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum Félags íslenskra
teiknara og er öllum heimil þátttaka.
Fyrir verðlaunahæfar tillögur verða veitt þrenn verðlaun:
a) Fyrir nýtt merki kr. lOOþúsund.
b) Fyrir afmælismerki kr. 60 þúsund.
c) Fyrir minjagrip kr. 40 þúsund.
Afmælismerkið er ætlað á gögn Landsbankans á
afmælisárinu, svo sem umslög, bæklinga o.fl.
Minjagripinn ætlar bankinn til dreifingar til
viðskiptaaðilja o.fl.
Tillögum að merkjum skal skila í stærð 10-15 sm í
þvermál í svörtum lit á pappírsstærð A4.
Keppendur skulu gera grein fyrir merkjunum með texta
og litum.Tillögurnar skal einkenna með sérstöku
kjörorði og skal nafn höfundar og heimilisfang fylgja með
í lokuðu ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögurnar.
Tillögum að minjagripum má skila sem teikningum eða
módeli af gripnum.
Hverjum þátttakanda er heimilt að senda fleiri en eina
tillögu. Skal hver tillaga hafa sér kjörorð og umslög með
nafni höfundar vera jafnmörg tillögunum.
Skilafrestur tillagna er til kl. 17:00 fimmtudaginn
1. nóvember 1984. Skal skila þeim í póst eða til
einhverrar afgreiðslu Landsbankans merktum:
Landsbanki íslands
Hugmyndasamkeppni
b/t Sigurbjörns Sigtryggssonar
aðstoðarbankastjóra
Austurstræti 11
101 Reykjavík.
Dómnefndin er þannig skipuð:
Fulltrúi afmælisnefndar Landsbankans.
Fulltrúi Félags starfsmanna Landsbankans.
Fulltrúi Félags íslenskra teiknara.
Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður aðilja er
Sigurbjörn Sigtryggsson. Keppendur geta snúið sér til hans í
aðalbanka í síma 91-27722, varðandi frekari upplýsingar um
samkeppnina. Dómnefndin skal skila niðurstöðum innan
eins mánaðar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á
tillögum og þær síðan endursendar.
Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar.
Landsbankinn hefur einkarétt á notkun þeirra tillagna sem
dómnefndin velur. Bankinn áskilur sér rétt til að kaupa
hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT.
LANDSBANKLNN
völd.
Starf ASSE byggir á þeirri
sannfæringu, að með samvinnu
sem þessari megi auka gagn-
kvæman skilning milli landa og
bæta samskipti þjóða.
ASSE ÍSLAND var stofnað í
ársbyrjun 1984.
Menntamálaráðuneytið og
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna á Islandi styðja og fylgjast
með starfsemi samtakanna.
Hvað getur þú fengið
út úr námsdvöl
í Bandaríkjunum?
Námsdvöl í Bandarikjunum er
ekki sambærileg við skemmtiferð
Flmmtudagur 25. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13