Þjóðviljinn - 25.10.1984, Side 15

Þjóðviljinn - 25.10.1984, Side 15
Handbolti Vfldngur gegn Koronas? Sigurður Gunnarsson gæti þó ekki leikið með FH leikur við Honved og Valur gegn Ystad Ef Víkingum tekst að sigrast á norska félaginu Fjellhammer í Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattieik, mæta þeir spænska fé- iaginu Koronas Tres De Mayo í 2. umferð. Með Koronas leikur eng- inn annar en Sigurður Gunnars- son, landsliðsmaður, fyrrum stórskytta úr Víkingi. Ekki er þó allt gull sem glóir - Sigurður má ekki leika með Kor- onas í Evrópukeppni í vetur þar sem hann hafði ekki verið skráður hjá félaginu fyrir 15. ág- úst. Hann verður því fjarri góðu lan Rush reis uppúr meðal- mennskunni hjá Liverpool i gœrkvöld og skoraði þrjú mörk í sínum öörum leik eftir meiöslin slæmu. gamni - og það ætti að auka möguleika Víkinga verulega - takist þeim á annað borð að kom- ast í aðra umferð. Rétt eina ferðina enn leika FH- ingar gegn liði frá Austur- Evrópu. Þeir hafa dregist eins og segull að hinum geysiöflugu austantjaldsfélögum í áraraðir og í þetta skiptið eru það gamlir kunningjar, Honved, sem mæta FH í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða. Möguleikar FH verða að teljast fremur takmark- aðir, það hefur sýnt sig vera nán- ast ógjörningur íslenskum liðum að slá út félög frá Austur-Evrópu í Evrópukeppni. Valsmenn sátu yfir í 1. umferð IHF-keppninnar en í 2. umferð leika þeir gegn Ystad frá Svíþjóð - félaginu sem Víkingar slógu út fyrir nokkrum árum en voru síð- an dæmdir úr leik vegna óláta. Leikir sænskra og íslenskra fé- laga í Evrópukeppni undanfarin ár hafa undantekningalaust verið jafnir og tvísýnir og svo verður sjálfsagt einnig nú. Víkingar höfðu í gærkvöldi ekki fengið fregnir af afgreiðslu IHF á máli þeirra og Fjellham- mer frá Noregi. Leikir liðanna, sem báðir áttu að fara fram hér á landi, féllu niður vegna verkfalls- ins og þau hafa ekki getað náð samkomulagi um hvenær þeir fara fram. Urskurður þar að lút- andi ætti að berast frá IHF í dag. -VS Evrópumótin Rush gerði gæfumuninn! þrennu gegn Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Verirfalls- dagbókin 2.-3. okt. - Síðari leikir 1. um- ferðar Evrópumótanna í knatt- spyrnu - úrslit í helstu leikjum: Evrópukeppni meistaraliða: Beveren-fA..................5-0 Stuttgart-Leviskl...........2-2 Dynamo B.-Aberdeen.........2-1 Liverpool-Lech Poznan.......4-0 Juventus-Tampere............2-1 Panathinaikos-Feyenoord....2-1 Evrópukeppni bikarnata: ÍBV-Wisla Krakow............1-3 Porto-Wrexham...............4-3 Everton-UCD.................1-0 Celtic-Gent.................3-0 UEFA-bikarinn: QPR-KR......................4-0 Tottenham-Sp. Braga.........6-0 Ajax-Red Boys..............14-0 Raba ETO-Manch. Utd.........2-2 Hearts-Paris St.G...........2-2 Bremen-Anderiecht...........2-1 Dundee United-AIK...........3-0 FC Brugge-Nottm. For........1-0 Hamburger-Southampton.......2-0 Rangers-BohemlansDublin.....2-0 5. okt. - Njarðvík sigraði ÍR 82-52 í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik eftir 36-34 í hálfleik. Valur Ingimundarson skoraði 26 stig fyrir Njarðvík en Ragnar Torfason 12 fyrir ÍR. 10. okt. - íslenska drengja- landsliðið í knattspyrnu náði þeim frábæra árangri að slá Dani útúr Evrópukeppninni. Liðin skildu jöfn í Kaupmannahöfn, 1-1, en ísland hafði áður sigrað 1-0 í Reykjavík. Norðmenn og Sovétmenn skildu jafnir, 1-1, í undankeppni HM í knattspyrnu. 11. okt. - FH vann gífurlegan yfirburðasigur á norsku meistur- unum Kolbotn, 34-16, í Evrópu- keppni meistaraliða í handknatt- leik. Leikið var í Hafnarfirði og í leiknum skoraði FH 15 mörk í röð, breytti stöðunni úr 5-4 í 20-4. Hans Guðmundsson skoraði 12 marka FH. Eintracht Braunschweig, lið Magnúsar Bergs, fékk hroðalega útreið í vestur-þýsku Bundeslig- unni í knattspyrnu, tapaði 10-0 fyrir Mönchengladbach. Víkingar fengu ekki undan- þágu til að fá Laugardalshöllina opnaða til að leika þar gegn Fjell- hammer frá Noregi í Evrópu- keppni bikarhafa í handknattleik. Ian Rush er þyngdar sinnar virði í gulli fyrir Liverpool - það sannaðist eina ferðina enn í gær- kvöldi. Rush meiddist illa rétt áður en keppnistímabilið í Eng- landi hófst og lék sinn fyrsta deildaleik sl. laugardag. í gær- kvöldi var leikur númer tvö - á Anfíeld gegn Benfíca frá Portúgal í Evrópukeppni meistaraliða. Rush gerði gæfumuninn - hann skoraði þrjú mörk og tryggði Li- verpool góðan sigur, 3-1. Þrívegis var Rush á réttum stað þegar skot samherja hans rötuðu ekki rétta leið. A lokamínútu fyrri hálfleiks fylgdi hann skoti frá John Wark og skoraði af stuttu færi, Diamantino jafnaði fyrir Benfica á 51. mín. en á 71. og 77. mín. skoraði Rush tvö keimlík mörk, var í bæði skiptin á réttum stað er Ronnie Whelan skaut í portúgalskan varnar- mann. í Evrópukeppni meistaraliða kom mest á óvart jafntefli dönsku meistaranna Lyngby gegn Spörtu í Prag og naumur ósigur Linfield frá N-írlandi, 2-1, gegn Panathin- aikos í Aþenu. Paolo Rossi og Vignola skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum um miðjan fyrri hálfleik og tryggðu Juventus 2-0 sigur á Grasshoppers frá Sviss. Torbjöm Nilsson skoraði sigurmark Gautaborgar, 1-0, gegn Beveren frá Belgíu og Hansi Muller skoraði mark Bordeaux sem vann Dinamo Búkarest 1-0 í Frakklandi. Góður sigur Everton Everton gerði góða ferð til Bratislava í Tékkóslóvakíu í Evr- ópukeppni bikarhafa, sigraði þar Inter 0-1 og skoraði Paul Bracew- ell markið strax á fjórðu mínútu. ítalska stórliðið AS Roma átti í Bochum vann Bochum sigraði Kaiserslautern 3-0 í vestur-þýsku Bundesligunni í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Kaiserslautern hefði komist í annað sætið með sigri en situr nú í því sjötta. Bochum er hins vegar nú í fimmta sæti. stökustu vandræðum með að sigra bikarmeistara Wales, Wrexham, sem em í 18. sæti ensku 4. deildarinnar. Rómverj- ar þurftu vítaspyrnu frá Roberto Pmzzo á 36. mín. til að komast á bragðið og Brasilíumaðurinn Cerezo skoraði síðan með þmmuskoti á 50. mín., 2-0. Hinn Brassinn, Falcao, lék ekki með Roma og miðjuspil liðsins var í rústum af þeim sökum. Celtic tapaði 3-1 í Vín fyrir Rapid þó Brian McClair tækist að jafna, 1-1, en Bayern Munchen sýndi Búlgömnum frá rauðvíns- borginni Trakia enga miskunn og vann 4-1 með tveimur mörkum frá Roland Wohlfahrt, einu frá Michael Rummenigge og einu sjálfsmarki. Hoddle rekinn útaf! Glenn Hoddle hefur átt við enn lengri meiðsli að stríða en Ian Rush og lék einnig sinn annan leik í langan tíma í gærkvöldi. Það gekk öllu verr en hjá Liverpool- maskínunni - Hoddle var rekinn af leikvelli á lokamínútunum er Tottenham tapaði 2-1 fyrir FC Bríigge í Belgíu í UEFA- bikarnum. Það voru Ceulemans og Jensen sem skoruðu fyrir Brúgge en Clive Allen svaráði fyrir Tottenham sem á góða möguleika á að komast áfram. QPR lenti 1-2 undir gegn Part- izan frá Júgóslavíu á Hihgbury í London en komst síðan á ógur- legt skrið og vann 6-2. John Gregory kom QPR yfir, Júkkarn- ir svömðu tvisvar, Wayne Fere- day jafnaði og Simon Stainrod kom QPR í 3-2 á lokamínútu fyrri hálfleiks. Warren Neill skoraði, 4- 2, á 54. mín. og Gary Bannister 5- 2 á 56. mín. og það var Bannist- er sem átti lokaorðið sjö mínút- um fyrir leikslok, 6-2. Manchester Untied átti í vök að verjast gegn PSV í Eindhoven í Hollandi en hélt markalausu jafntefli. PSV sóaði nokkmm gullnum færum í leiknum. Anderlecht, lið Arnórs Guð- johnsens, náði mjög góðum úr- slitum, 1-1 á Ítalíu gegn Fiorent- ina. Brasilíumaðurinn Socrates kom Fiorentina yfir á 22. mín. en Erwin Vandenbergh jafnaði fyrir Belgana í upphafi síðari hálfleiks. Glasgow Rangers fékk skell gegn Inter í Milano, 3-0, og skoraði V-Þjóðverjinn snjalli, Karl-Heinz Rummenigge, þriðja mark Inter. Hitt skoska liðið í UEFA-bikarnum, Dundee Unit- ed, vann Linz 1-2 í Austurríki og Eamonn Bannon skoraði sigur- markið á lokamínútunni. Hamburger SV fór létt með CSKA frá Búlgaríu, 4-0. Mark McGhee, Felix Magath og Thomas von Heesen 2 skoruðu mörkin. Köln vann góðan úti- sigur gegn Standard í Liege, 0-2, með mörkum frá Pierre Littbar- ski og Uwe Bein. Bomssia Mönc- hengladbach vann Lodz frá Pól- landi naumlega, 3-2 og á erfiðan útileik fyrir höndum. Real Ma- drid, síðasta von Spánverja í Evr- ópumótunum, tapaði fyrir ó- þekktu júgóslavnesku liði, Ri- jeka, 3-1, og Frakkarnir kunnu í Paris St. Germain fengu útreið á heimavelli gegn Videoton, 2-4, og Ungverj arnir komust meira að segja í 0-4. Oll úrslitin í gærkvöldi eru hér til hliðar á síðunni. Síðari leikir 2. umferðar fara fram eftir hálfan mánuð. -VS Gústaf endurráðinn Fjórðudeildarlið ÍR í knattspyrnu hefur endurráðið Gústaf Bjömsson sem þjálfara. ÍR var hársbreidd frá 3. deildarsæti sl. keppnistímabil en missti það til Armanns í síðasta leik. Flmmtudagur 25. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15 Evrópumótin í knattspymu 2. umferð - fyrri leikur Evrópukeppni meistaraliða: Bordeaux(Frakklandi)-Dinamo Búkarest(Rúmeníu).......................1-0 Dynamo Berlin (A.Þýska.)-Austria Wien (Austurrfki)..................3-3 Gautaborg (SvíþJó&FBeveren (Belgiu).................................1-0 Juventus (ítalíu)-Grasshoppers (Sviss)..............................2-0 Leviski Spartak (Búlgaríu)-Dnjepr (Sovétríkjunum)..................3-1 Uverpool (Engiandi)-Benf ica (Portúgal).............................3-1 Pairathianaikos (Grikklandl)-Linfield (N.frlandi)..................2-1 Sparta Prag (TókkóslóvakiuFLyngby (Danmörku)........................0-0 Evrópukeppni bikarhafa: Bayern Munchen (V.Þýskal.FTrakia Plodiv(Búlgariu)..................4-1 Dynamo Dresden (A.Þýskal.FMetz (Frakklandi)........................3-1 Dynamo Moskva (SovétríkjunumFHamrun Spartans (Möltu)................5-0 Fortuna Sittard (HollandiFWisla Krakow (Póllandi)...................2-0 lnterBratislava(Tékkósl.FEverton(Englandi)..........................0-1 Larlssa(GrikklandlFServette(Sviss)..................................2-1 Rapld Wien(AusturrikiFCeltic(Skotlandi).............................3-1 ASRoma(ftaliuFWrexham(Wales)........................................2-0 UEFA-bikarinn: Ajax (Hollandi)-Bohemians Prag (Tékkóst.)..........................1 -0 Bor. Mönchengladbach (V.Þýskal.)-Lodz (Póllandi)....................3-2 FC Brugge (BelgiuFTottenham (Englandi)............................ 2-1 Fiorentina (Italiu)-Anderlocht (Belgíu).............................1-1 Hamburger SV (V.Þýskal.FCSKA Sofia (Búlgaríu).......................4-0 Inter Mllano (ItalíuFRangers (Skotlandij............................3-0 Unz (AusturrikiFDundee United (Skotland!)...........................1-2 Lokom. Leipzig (A.Þýskal.)-Spartak Moskva (Sovétrfkjunum)...........1-1 Paris St. Germain (FrakklandiFVideoton (Ungver jalandi).............2-4 PSV Eindhoven (HollandiFManch. United (Englandi)................... 0-0 Q.P.R. (EnglandiFPartizan Belgrad (Júgóslavíu)......................6-2 Rljeka (JúgóslavíuFReal Madrid (Spáni)..............................3-1 Sporting Lissabon (PortúgalFDinamo Minsk (Sovétríkjunum)............2-0 Standard Liege (Belgiu)-Köln (V.Þýskal.)............................0-2 Unlv. Craiova (RúmeniuFOI- Plreus(Grikklandl)......................1-0 Zeljeznicar(Júgóslavfu)-Sion (Svlss).............................. 2-1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.