Þjóðviljinn - 30.10.1984, Blaðsíða 1
Norðurlandamótið
r
V.Þýskaland
Islendingamir áttu
allir góða leiki
Sigurður skoraði 7, Atli 6 og Alfreð 3
Frá Jóni H. Garðarssyni frétta-
manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi:
íslendingarnir sem leika í
Bundesligunni í handknattleik
léku allir mjög vel um helgina.
Lemgo kom á óvart með því að
sigra Grosswallstadt 18-16 og
skoraði Sigurður Sveinsson 7
markanna, 3 þeirra úr víta-
köstum. Sigurður og markvörður
Lemgo voru bestu menn liðsins.
Atli Hilmarsson átti mjög góð-
an leik með Bergkamen sem tap-
aði 21-23 á heimavelli gegn Hiitt-
enberg. Atli skoraði 6 mörk en
Rabka var markahæstur hjá
Bergkamen með 8 mörk, 4 úr vít-
um.
Alfreð Gíslason lék mjög vel er
Essen sigraði Schwabing naum-
lega 15-14. Fraatz skoraði 4 (3
víti) mörk fyrir Essen og Alfreð 3
(1). Kiel, lið Jóhanns Inga Gunn-
arssonar sigraði RF Berlin í mikl-
um markaleik í Berlín, 32-29.
Essen er efst með 6 stig úr 3
leikjum en Grosswallstadt hefur
5 stig úr 4 leikjum. Kiel er í fjórða
sæti, hefur leikið tvo leiki og unn-
ið báða. Lemgo er í 10. sæti með 3
stig úr 4 leikjum en Bergkamen
er í 13. sæti af 14 liðum með 1 stig
úr tveimur leikjum.
Valsmenn
fyrst heima
Leikir Vals og Ystad í 2. um-
ferð IHF-keppninnar f hand-
knattleik fara væntanlega fram
sunnudagana 18. og 25. nóvem-
ber. Fyrri leikurinn fer fram hér
á landi - væntanlega í Laugar-
dalshöllinni.
Atli Hilmarsson átti mjög góðan leik með Bergkamen um helgina og skoraði 6
mörk.
Holland
Pétur
skoraði
Pétur Pétursson og félagar í
Feyenoord unnu sætan sigur á ná-
grönnum sínum í Rotterdam,
Sparta, 5-0 á sunnudaginn. Pétur
skoraði eitt markanna. Þriðja fé-
lagið í Rotterdam, Excelsior,
sem Heimir Karlsson leikur með
tapaði 4-1 í Utrecht. Ajax tapaði
sínu fyrsta stigi í 2-2 jafntefli í
Groningen en PSV Eindhoven
vann botnlið Zwolle 4-1. Eindho-
ven hefur 17 stig (10 leikir), Ajax
15 (8), Volendam 14 (10) og Fey-
enoord 13 (9).
„Maður sér þetta
þokast framávið“
Ánœgður með hve leikir okkar voru jafnir og hve leikkerfin
gengu vel upp segir Þorbjörn Jensson fyrirliði
Getraunir
Dúndrandi
sala hjá
Fylki
Fylkismenn gerðu dúndrandi
lukku í sölu getraunaseðla í síð-
ustu viku, í 11. leikviku. Þegar
sölumenn félagsins báru saman
bækur sínar um hádegið á laugar-
dag kom í Ijós að þeir höfðu selt
samtals 76,928 raðir, hvorki
meira né minna. Þetta mun vera
Islandsmet.
„An þess að vera óhóflega
bjartsýnn sér maður þetta þokast
smám saman framávið hjá okk-
ur. Ég er sérstaklega ánægður
með hve jöfnum leikjum við náð-
um á mótinu, það hafa löngum
verið miklar sveiflur milli leikja
lýá landsliðinu, en þarna lékum
við af eðlilegri getu allan tímann
og áttum aldrei lélegan leik,“
sagði Þorbjörn Jensson fyrirliði
fslenska landsliðsins í handknatt-
leik í samtali við Þjóðviljann f
gær.
Island hafnaði í öðru sæti á
Norðurlandamótinu sem lauk í
Finnlandi á sunnudag og hefur
jafngóður árangur aldrei náðst.
Á laugardag lék liðið tvo síðari
leiki sína, tapaði 26-22 fyrir
Dönum en vann Noreg 20-19.
Úrslitaleikur
gegn Dönum
„Þegar við gengum til leiks
gegn Dönum á laugar-
dagsmorguninn gerðum við okk-
ur grein fyrir því að þetta væri
úrslitaleikur mótsins þar sem við
höfðum horft á Norðmenn leggja
Svía að velli á undan. Þetta var
því mikill spennuleikur, það var
að duga eða drepast fyrir okkur
og okkur tókst ekki að leggja þá.
Leikurinn var jafn upp að 17-17,
staðan var 12-10 fyrir Dani í hálf-
leik, en þá sigldu þeir framúr.
Margt hjálpaðist að, við klikkuð-
um á dauðafærum þar sem við
vorum einir gegn markverði og
ýmis smáatriði fóru úrskeiðis.
Við fengum á okkur klaufamörk
sem við hefðum átt að ráða við og
þann þriggja marka mun sem þeir
náðu þarna réðum við ekki við.
Vömin var ekki nógu góð og
markvarslan ekki heldur og við
hefðum þurft að hafa þetta
tvennt í lagi á þessum kafla. Dan-
ir eru góðir, eru með svipað lið og
á Ólympíuleikunum,“ sagði Þor-
bjöm.
Spurning um
fyrsta eða fjórða
„Leikinn gegn Norðmönnum
seinna um daginn urðum við að
vinna, það var spurning um að
eiga sigurmöguleika eða hrapa
jafnvel niður í fjórða sæti. Við
urðum að gefa allt en vorum
þreyttir eftir barninginn um
morguninn og þeir reyndar líka.
Norðmenn hefðu með sigri tryggt
sér silfrið og þeir lögðu allt í söl-
urnar.
Þetta var strögl, þeir voru yfir í
hléi, en þó fannst manni aldrei
vera vemleg hætta á tapi. Við
settum allt í botn í síðari hálfleik
og vorum komnir með þriggja
marka forystu 10 mínútum fyrir
leikslok. Þá gáfust þeir upp en
náðu þó að laga stöðuna undir
lokin. Sigurinn var ekki í hættu
þó lokatölur yrðu 20-19, þeir
skoruðu síðasta mark sitt á síð-
ustu sekúndunni,“ sagði Þor-
björn.
Mörkin gegn Dönum skoruðu:
Kristján Arason 5, Sigurður
Gunnarsson 5, Þorgils Óttar
Mathiesen 4, Hans Guðmunds-
son 2, Páll Ólafsson 2, Viggó Sig-
urðsson 2, Jakob Sigurðsson 1 og
Steinar Birgisson 1.
Mörkin gegn Norðmönnum
skoruðu: Hans 6, Kristján 5,
Viggó 5, Steinar 2, Jakob 1 og
Páll 1.
„Á sunnudag horfðum við síð-
an á Dani sigra Svía 24-21 og
tryggja sér Norðurlandameistar-
atitilinn. Þetta var jafn leikur til
að byrja með en svo sigu Danir
framúr, náðu 4-5 marka forystu
og Svíar áttu aldrei möguleika
eftir það. Það er klassamunur á
Dönum og Svíum sem felst helst í
því að Danir eiga á frábærum
hornamönnum að skipa og þeir
hafa frábæran stjórnanda inni á
vellinum, Robstorf, og af því
leiðir að öll þeirra útfærsla á
leiknum er mjög góð,“ sagði Þor-
björn.
Leikkerfin
gengu vel
„Ég er mjög ánægður með hve
leikkerfin hjá okkur gengu vel
upp. Okkur vantaði sex leikmenn
frá því á Ólympíuleikunum,
menn á borð við Átla Hilmars-
son, en menn eru komnir það vel
inní leikkerfin að það virðist ekki
lengur skipta öllu máli hverjir
framkvæma þau hverju sinni.
Þetta er geysilega mikilvægt at-
riði,“ sagði Þorbjörn Jensson fyr-
irliði.
Hlé verður á landsliðsæfingum
á næstunni, vegna Evrópleikja
félagsliðanna og Norðurlanda-
móts pilta. Næsta verkefni er síð-
an Polar Cup í Noregi 29. nóvem-
ber til 2. desember. Áður verða
leiknir tveir landsleikir við Dani í
Árósum og Óðinsvéum en síðan
haldið til Noregs. Þar verða and-
stæðingarnir landslið Norð-
manna, Austur-Þjóðverja, ítala
og ísraelsmanna. Allt miðast að
sjálfsögðu við A-keppnina í Sviss
1986 - þar er stefnan að ná sem
allra bestum árangri. Norður-
landamótið lofar góðu - og von-
andi auðnast Bogdan Kow-
alczyck landsliðsþjálfara og læri-
sveinum hans að bæta ofan á það
sem þegar hefur unnist. _vs
Kristján Arason lék mjög vel á
Norðurlandamótinu og skoraði 29
mörk í leikjunum fjórum.
UMSJÓN: VtÐIR SIGURÐSSON
Þriðjudagur 30. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 -