Þjóðviljinn - 30.10.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1984, Blaðsíða 3
Knattspyrna Ítalía Hateley skorar enn Mark Hateley, sá ungi enski landsiiðsmiðherji, heldur áfram að gera þaðgott á Ítalíu. Á sunnu- daginn skoraði hann sigurmark- ið, 2-1, fyrir AC Milano gegn erkifjendunum Inter Milano, á heimavelii beggja, San Siro, frammi fyrir 80 þúsund áhorf- endum. Fimmta mark hans í 7 leikjum. Altobelli hafði komið Inter yfir eftir sendingu frá Karl- Heinz Rummenigge en Eng- lendingurinn Ray Wilkins lagði upp jöfnunarmark AC fyrir Di Bartolomei. Hinn enski Trevor Francis skoraði jöfnunarmark Sampdor- ia, 2-2, á lokamínútunni í heima- leik gegn Torino. Það var Skotinn Graeme Souness sem skoraði fyrra mark Sampdoria en hann lét verja frá sér vítaspyrnu áður en Francis jafnaði. Brasilíu- maðurinn Junior var einnig í hörkuformi í leiknum, hann lagði upp fyrra mark Torino og skoraði það síðara sjálfur. Juventus og AS Roma skildu jöfn, 1-1, og eru bæði um miðja deild. Verona vann Fiorentina 2- 1 og er efst með 12 stig. Torino og AC Milano hafa 10 stig og Sam- pdoria 9. -VS Spánn Barcelona ósigraö Barcelona heldur áfram tveggja stiga forystu í spænsku 1. deildinni og er enn ósigrað. El Barca vann góðan útisigur gegn Atletico í Madrid á sunnudaginn, 2-1 - varnarmaðurinn Barnardo skoraði sigurmarkið sex mínút- um fyrir leikslok. Barcelona hefur 14 stig úr 8 leikjum, en Valencia, sem vann Hercules 3-0, og Sevilla, sem sigraði nágrannana Real Betis 1- 2 á útivelli, koma næst með 12 stig. Real Madrid er aðeins að taka við sér, vann Elche 0-1 og er í sjötta sæti með 9 stig. -VS Belgía Anderlecht óstöðvandi Anderlecht heldur áfram sigur- göngu sinni í Belgíu. í 11. umferðinni á sunnudag vann Anderlecht Wat- erschei 3-1 á útivelli og er áfram fjór- um stigum á undan næstu liðum. Þau eru nú Waregem, sem vann FC Brúgge 2-1 á útivelli, og FC Liege sem vann Beerschot 2-1. CS Brúgge, lið Sævars Jónssonar, tapaði 1-0 í Antwerpen og er í 10. sæti af 18 liðum. Anderlecht hefur 19 stig, Waregem og Liege 15, Beveren, Ghent og FC Brúgge 13 stig, Lokeren og Antwerpen 12 stig. Neðst eru Wat- erschei og Lierse með 6 stig og Racing Jet með 5 stig. Frakkland Bordeaux eitt efst Eftir að hafa tapað sínum fyrsta leik um síðustu helgi komst Bordeaux aftur á sigurbraut í Frakklandi á laugardaginn með því að sigra Soc- haux 1-0. Nantes mátti á meðan sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Strassbourg á heimavelli þannig að Bordeauc hefur 23 stig úr 14 leikjum en Nantes 22. Næstu Uð eru Auxerre og Laval með 16 stig. Vestur-Þýskaland Díisseldorf óhemju óheppið gegn Stuttgart Uerdingen betri aðilinn í Hamborg Magnús og Lárus ekki með - Atli og Ásgeir fengu fjóra Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V,- Þýskalandi: Dússeldorf var reglulega óheppið að sigra ekki Stuttgart í Bundesligunni á laugardaginn. Atli Eðvaldsson og félagar voru mun betri aðilinn, fengu t.d. 15 hornspyrnur gegn tveimur og voru komnir í 2:0 eftir 28 mínút- ur. Júrgen Fleer og Ralf Dusend skoruðu. Belgíumanninum Nico Claesen tókst að jafna fyrir Stutt- gart með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu en því síðara eftir góða sendingu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Það var það eina sérstaka sem Ásgeir gerði í leiknum og hann og Atli fengu báðir 4 í einkunn hjá Kicker. Atla var skipt útaf 7 mínútum fyrir leikslok og kom Gúnter Thiele í hans stað. Bayern Uerdingen fór til Hamborgar og gerði þar óvænt jafntefli við Hamburger SV, 1:1. Uerdingen hefði reyndar átt skilið sigur, liðið átti fimm stangar- og sláarskot en allt virtist tapað er Wolfgang Rolff skoraði fyrii HSV á 76. mín. Á lokamín- útunni tókst Dietmar Klinger að jafna fyrir Uerdingen. Lárus Guðmundsson lék ekki með Uer- dingen og kemur það mjög á óvart eftir góðan leik hans um síðustu helgi. Magnús Bergs lék ekki með Eintracht Braunschweig sem kom mjög á óvart með því að sigra Leverkusen 3:0 á útivelli. Úrslit urðu þessi: Hamburger-Uerdingen 1:1 Frankfurt-Köin 1:4 Dússeldorf-Stuttgart 2:2 Mannheim-Dortmund 1:2 Karlsruher-Kaiserslautern 0:0 Bochum-Bielefeid 1:1 Leverkusen-Braunschweig 0:3 M.GIadbach-Bremen 1:1 Schalke-Bayern Múnchen 1:1 í fyrsta skipti í sögu Bundeslig- unnar var enginn heimasigur í leikjunum níu. Bayern Múnchen heldur fimm stiga forystu þrátt fyrir jafnteflið í Schalke en í þeim leik hélt Junghaus markvörður Schalke heimaliðinu á floti. Hann Iék áður með Bayern en fékk fá tækifæri. Klaus Áugent- haler kom Bayern yfir með skoti í vinkilinn og inn af 35 m færi en Bernard Dietz, hinn 36 ára fyrrum landsliðsmaður, skellti sér í sóknina og jafnaði fyrir Schalke. Dortmund réð Eric Riebbeck, fyrrum aðstoðarmann Derwalls landsliðseinvaldar, sem fram- kvæmdastjóra fyrir helgina og uppskar sinn fyrsta útisigur, gegn Mannheim. Köln lék eins og meistari í Frankfurt og vann 4:1- liðið hefur sýnt ótrúlegar fram- farir í síðustu leikjum. Uwe Bein átti snilldarleik og skoraði 2 mörk og var útnefndur maður dagsins hjá Kicker. Mönchengladbach og Bremen gerðu jafntefli í leiðin- legum leik þar sem hvorugt lið þorði að sækja. Frank Mill kom Gladbach yfir en félagi hans, Wil- fried Hannes, jafnaði fyrir Brem- en með sjálfsmarki. Karlsruher átti fjögur stangarskot í marka- lausa jafnteflinu gegn Kaisers- lautern og í leik Bochum og Biel- efeld bar helst til tíðinda að Klaus Fischer tókst ekki að skora fyrir Bochum. Efstu og neðstu lið í Bundeslig- unni eru þá þessi: BayernMúnchen... 10 8 1 1 24:10 17 Gladbach.........10 4 4 2 30:19 12 Bremen...........10 4 4 2 26:19 12 Bochum...........10 3 5 2 17:15 11 Hamburger........10 3 5 2 16:15 11 Kaisersl.........10 3 5 2 16:15 11 Stuttgart........10 4 2 4 26:17 10 Dússeldorf........10 2 3 5 20:26 7 Bielefeld.........10 1 5 4 11:24 7 Dortmund..........10 3 0 7 12:20 6 Braunschw.........10 3 0 7 17:31 6 NM stúlkna Best gegn Noregi ísland vann einn leik en tapaði þremur íslenska stúlknalandsliðið í handknattieik hafnaði í fjórða sæti á Norðurlandamótinu sem fram fór í Noregi um helgina. Þær töpuðu fyrir Svíum, Norð- mönnum og Dönum en sigruðu Finna í síðasta leiknum. Urslit í mótinu lágu ekki fyrir er liðið hélt heim á sunnudag en norsku stúlk- urnar voru sigurstranglegastar, að sögn Bjargar Guðmundsdótt- ur fararstjóra. Á föstudag var leikið við Svía. fslensku stúlkurnar voru þjakað- ar af taugaspennu og töpuðu 10- 22 eftir 5-13 í hálfleik. Á laugar- dag lék liðið við Noreg og náði þar sínum besta leik. Hinar geysiöflugu norsku stúlkur höfðu nauma forystu í hálfleik, 10-12, og sigruðu 16-23. Aðeins einum og hálfum tíma seinna var leikið við Dani og útkeyrt íslenskt lið tapaði 15-29 eftir 6-12 í hálfleik. Dönsku stúlkurnar beittu óspart hraðaupphlaupum sem þær ís- lensku réðu ekki við. Á sunnudag var loks leikið við Finna. íslensku stúlkurnar voru varla með í fyrri hálfleiknum og voru undir 6-7 í hléi en náðu síðan að rífa sig í gang og sigra 20-12. Björg sagði að Sigurbjörg Sig- þórsdóttir hefði verið í aðlahlut- verki í leikjunum og skorað lang- mest. Halla Geirsdóttir mark- vörður lék frábærlega, Snjólaug Benjamínsdóttir var drjúg og Hanna Leifsdóttir átti stórgóðan Ieik gegn Finnum. Allar hinar voru áþekkar- „við stöndum hin- um þjóðunum talsvert að baki, norsku, sænsku og dönsku stúlk- umar em í geysigóðri þjálfun og þær norsku fá t.d. aðeins hvfld frá æfingum í einn mánuð á ári,“ sagði Björg. Stúlkurnar munu í vetur æfa fyrir heimsmeistarakeppnina sem fram fer í vor. -VS Körfubolti ÍS sigraði fS vann öruggan sigur á UMFN, 51:26, í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Njarðvík á laugardaginn. IKeflavík vann f BK UMFL 61- 53 í fyrsta leiknum sem háður er í 2. deild kvenna á íslandsmóti. Tveir leikir áttu að fara fram í 2. deild karla í Borgarnesi um helgina en Hörður frá Patreks- firði gaf þá báða, gegn Snæfelli og Skallagrími. Badminton Frost vann Daninn Morten Frost bætti enn einum bikarnum í safnið er hann sigraði Han Jian frá Kína í úrslita- leik um Skandinavíubikarinn í einliðaleik karla í badminton á sunnudaginn. Keppnin fór fram í Danmörku og Frost sigraði 15:10 og 15:9. Jian vann Frost fyrir skömmu á opna hollenska meistaramótinu. Han Aiping frá Kína vann löndu sína Wu Dixi 9:11,11:2,11:2 í úrslitum einliða- leiks kvenna. Beggö bestur Bergþór Magnússon var kjör- inn leikmaður ársins 1984 á upp- skeruhátíð knattspyrnudeildar Vals á sunnudaginn. Guðmundur Kjartansson fékk einnig sérstaka viðurkenningu fyrir góða frammi- stöðu í sumar. Körfuboltil 1. d. karla IBK vann Fram með einu stigi Handbolti/l. d. kvenna Jafntefli nýliðanna ÍBK sigraði Fram 58-57 í hörkuspennandi og skemmti- legum leik í 1. deild karla í körfu- knattleik í Keflavík á laugardag- inn. Keflvíkingar eru þar með einir á toppi deildarinnar með 6 stig úr þremur leikjum. Fram komst í 10-2 í byrjun en ÍBK jafnaði fljótlega og leikurinn var síðan í járnum til leiksloka. ÍBK varyfirí hléi, 31-29, en undir lok Ieiksins höfðu liðin forystuna til skiptis uns ÍBK komst í 58-55 á lokamínútunni. Fram átti síðan lokaorðið, 58-57. Óskar Nikulásson skoraði 18 stig fyrir ÍBK, Jón Kr. Gíslason 16 og Guðjón Skúlason 10. Auðunn og Ómar skoruðu 12 stig hvor fyrir Fram og Jóhann 11. -SÓM/Suðurnesjum Nýju liðin tvö í 1. deild kvenna í handknattleik, Þór Akureyri og ÍBV, gerðu jafntefli, 14-14, í hörkuspennandi leik á Akureyri á föstudagskvöldið. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og úr- slitin við hæfi en staðan í hléi var 6-6. Inga Huld Pálsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Þór, Valdís Hallg- rímsdóttir 4 og Þórunn Sigurðar- (var (áður Dakarsta) Webster býr sig undir að skjóta á körfu Vals í leiknum (fyrrakvöld. Mynd: -eik Körfuboltií Úrvalsdeild Haukarnir hikstuöu en höfðu það þó Valsmenn töpuðu 83-80 í spennandi leik í Hafnarfirði dóttir 2 en Ragna Birgisdóttir 7 og Eyrún Sigþórsdóttir 3 skoruðu flest mörk Eyjastúlkna sem í vet- ur leika í fyrsta skipti í 1. deild. -KH/Akureyri Haukarnir stóðust prófið - hikstandi þó. Eftir að hafa fengið Dakarsta (nú Ivar) Webster til liðs við sig sem fullgildan íslending er reiknað með Hafnarfjarðarliðinu unga í baráttunni um meistaratitilinn í vetur og í fyrsta leik tókst Haukunum að leggja Valsmenn að velli í Hafnarflrði í fyrrakvöld, 83-80. Allt gekk ljúflega hjá þeim í byrjun. Þeir komust í 6-0 og þaðan í 22-11 með ágætum leik. Mest náðu þeir þrettán stiga forystu og daufir og illa hittandi Valsmenn gengu til hálfleiks 39-28 undir. Strax í byrjun seinni hálfleiks lentu Haukarnir í villuvandræðum og misstu Hálfdán Markússon útaf á klaufalegan hátt. Valur saxaði á forskotið og um miðjan hálfleikinn tók Tómas Holton leikinn í sínar hendur. Óframfærinn framað því, en þarna skoraði hann hverja glæsikörfuna á fætur annarri og Valur náði sex stiga forystu, 68-74. A meðan var allt í pati hjá Haukunum, sendingar útí loftið og mistök af öllum gerðum. Allsherjar panik. En þeir náðu að halda haus og jöfnuðu þegar ein og hálf mínúta var eftir, 78-78. Þegar 0,58 stóð á klukkunni skoraði Ólafur Rafns- son þriggja stiga körfu utan úr horni, 81-78, en Leifur Gústafsson svaraði jafnharðan, 81-80, og taugastríðið í al- gleymingi. Haukar héldu boltanum eins lengi og þeir gátu, lengur vildu sumir meina, áður en þeir reyndu körfuskot. Það mistókst en Haukarnir náðu boltan- um á ný oe á síðustu sekúndunni skoraði Ólafur öðru sinni, 83-80. Haukarnir eru með sama lið og í Handbolti/3. deild Skellir Sindramanna Háar tölur litu dagsins Ijós í A- riðli 3. deildarinnar í handknatt- leik um helgina. Sindri frá Hornafirði er í fyrsta sinn meðal þátttökuliða og lék tvo leiki á Suðurnesjum. I Sandgerði vann Reynir Sindra 44-9 á föstudagsk- völdið og á laugardag vann UMFN Sindra 43-16 í Njarðvík. Þá vann Afturelding Ogra að Varmá 27-8. í B-riðlinum lentu Týrarar úr Eyjum óvænt í erfiðleikum í Borgarnesi gegn vaxandi liði Skallagríms. Týr hafði nauma forystu allan leikinn og sigraði 16-14. -VS Handbolti/2. d. karla 13 mörk Oskars ekki nóg Óskar Þorsteinsson var í miklum ham er KA og Fram léku á Akureyri á laugardaginn. Hann skoraði 13 mörk fyrir Framara en það dugði þó ekki til stiga, KA vann sanngjarnt, 28-23, eftir 14-12 í hálfleik. KA hafði ávallt undirtökin og náði mest sex marka forystu. Friðjón Jónsson skoraði 6 marka KA og Erlingur Kristjánsson og Erlendur Her- mannsson 5 hvor. Jón Árni Rúnars- son kom næstur Óskari hjá Fram með 5 mörk. Á föstudagskvöldið hafði Fram sigrað Þór 22-18. Framarar komust í 7-1 í byrjun og við það réðu nýliðar Þórs ekki þó þeir næðu að laga stöðuna í 11-9 fyrir leikhlé. Óskar skoraði 7 mörk fyrirFram,JónÁrni, besti maður liðsins, gerði 6 og Er- lendur Davíðsson 3. Sigurður Páls- son skoraði 6 marka Þórs og Gunnar M. Gunnarsson og Hörður Harðar- son 3 hvor. -KH/Akureyri óskar Þorsteinsson. 10 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. október 1984 fyrra, að viðbættum Webster og ársreynslu í úrvalsdeildinni. Webster er óhemju sterkurí fráköstunum en hittnin hjá honum var ekki góð. Pálmar Sig- urðsson var driffjöður liðsins að vanda en á hann er alltof mikið treyst, sam- herjarnir reyna að troða boltanum til hans þegar hann er í tveggja manna gæslu í stað þess að nota sér eyðurnar sem þá myndast. Hálfdán var ágætur í fyrri hálfleik en fékk fimm klaufalegar villur. Kristinn Kristinsson var ötull í fráköstunum, Henning Henningsson og Eyþór Árnason voru drjúgir og Ólafur var ómetanlegur undir lokin. Haukarnir gætu verið meistaraefni - en það er langt til vorsins. Valsmenn sýndu köflóttan leik sem byggðist einum of á einstaklingsfram- taki. Kristján Ágústsson skoraði grimmt á sinn látlausa hátt, Tómas var óstöðv- andi síðustu 10 mínúturnar og Einar Ól- afsson sýndi að hann er maður framtíð- arinnar. Torfi Magnússon þjálfari kom inná um miðjan fyrri hálfleik, hitti illa framan af en sýndi síðan sitt rétta andlit og lék síðari hálfleik vel, seinni hluta hans með 4 villur á bakinu. Valsmenn, sem leyfðu sér þann munað að láta Jón Steingrímsson sitja á bekknum mest all- an leikinn, sýndu á köflum gamla takta og þeir ættu að öllu óbreyttu að verða áfram í fremstu röð. Stig Hauka: Þálmar 21, Webster 19, Henning 10, Eyþór 9, Ólafur 9, Hálfdán 8 og Kristinn 7. Stlg Vals: Kristján 22, Torfi 19, Einar 14, Tómas 14, Leifur 6, Páll Arnar 3 og Björn Zoega 2. Jón Otti Ólafsson og Hörður Tulinius dæmdu og höfðu þokkaleg tök á leiknum og voru ákveðnir en ekki nógu samstilltir. _yg ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Eitt mest selda VHS rrwndbands- tældð ánorðurlöndum, er fráOrion. Hið virta finnska tæknitímarit, TM, veitti nýlega myndbandstæki, sem það prófaði, sérstök heiðursverðlaun fyrir tæknilega eiginleika og hagstætt verð. Hér var um 0RI0N myndbandstæki frá utanlandsdeild okkar að ræða, en þau eru nú ein mest seldu myndbandstækin á Norðurlöndum... .. .með þráðfjarstýringu, 14 daga upptökuminni, myndleit, kyrrmynd og frábærum myndgæðum er verðið á ORION myndbandstækjunum hér á Islandi næsta ótrúlegt. 3E.900.- STGR. Á ORION myndbandstækjunum er, ennfremur, 7 daga reynslutími, 2ja ára ábyrgð og greiðsluskilmálarnir eru afar hagstæðir., LAUGAVEG110 SIMI27788 FYRIRTÆKIÐ. SEM LÆKKAR VÖRUVERÐ A ÍSLANDIMEÐ ÞÁTTTÖKU í ALÞJÓÐA VIÐSKIPTUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.